Morgunblaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 1
20 síður
HÉR sjást átta mannanna, sem
hröktust um á gúmmíbátnum
fná Skjaldlbreið s.l. þriðjudag.
Var myndin tekin við komu
þeirra til Grundarfjarðar. Tal-
ið frá vinstri: Indriði Guðjóns-
son III vélstjóri, Erling Magn-
ússon, viðvaningur, örlygur
Pétursson vélamaður, Jón
Ragnars, háseti, Hörður Jó-
hannsson, viðvaningur, Frið-
rik Jónsson, í stýrimaður,
Hlöðver Jónsson, háseti og Jó-
hann GuðmundssOn, aðstoðar-
matsvein. Á myndina vantar
níunda manninn, Aðalstein,
Friðfinnsson, skipstjóra, sem
var farþegi með Skjaldbreið.
(Ljósm. Bæring Cecilsson).
Tungl
skot
á mánudag
Washington, 18. jan. (NTB)
SKÝRT var frá því í Was-
hington í dag að fyrirhugað
væri að skjóta eldflaug til
tunglsins næstkomandi mánu
dag. Á eldflaugin að flytja
hnött með margskonar tækj-
um til mælinga og athugana
á yfirborði tunglsins.
I hnettinum verða m. a.
sjónvarpsvélar, sem senda
myndir jafnóðum til jarðar.
Vill SÞ til Nýju Guineu
Forsætísráðlierra Hollands svarar II Thant
Haag, 18. jan. (NTB-AP)
JAN DE QUAY, forsætisráð-
herra Hollands, óskaði í dag
opinberlega eftir því að fulltrú-
ar eða eftirlitsmenn frá Sam-
einuðu þjóðunum yrðu sendir
til Hollenzku Nýju-Guineu. —
Kom þetta fram í orðsendingu
forsætisráðherrans til U Thants,
framkvæmdastjóra SÞ.
Orðsending de Quay er svar
við orðsendingu, sem U Thant
sendi Hollendingum og Indónes-
um hinn 13. þ. m. í þeirri orð-
sendingu skoraði U Thant á
bæði löndin að vinna að frið-
samlegrl lausn deilunnar um
Nýju-Guineu.
í svari sínu leggur de Quay
áherzlu á að Hollendingar hafi
hingað til forðast að grípa til
nokkurra þeirra aðgerða, sem
gætu haft árekstra í för með
sér. Muni Hollendingar áfram
gæta ítrustu varúðar í þessum
efnum, þrátt fyrir stöðugar
ógnanir Indónesa um valdbeit-
ingu. Loks segir forsætisráð-
herrann að sendiherra Hollands
hjá SÞ sé reiðubúinn til þess
hvenær sem er að ræða við U
Thant um möguleika á að finna
friðsamlega lausn á deilunni.
Ráðstafanir vegna
ferðamanna að utan
MBL átti í gær tal við Benedikt! vart ef það kennir sér einhvers
Tómasson, skólayfirlækni, er meins.
gegnir störfum landlæknis í
fjarveru hans og spurðist fyrir
um hvernig eftirliti væri hagað
varðandi fólk það, er kemur er-
lendis fra með tilliti til bólu-
eóttar.
Sagði Benedikt að fólk, sem
kemur frá ósýktum svæðum er-
lendis, væri undir eftirliti heil-
brigðiseftirl) tsins. Er fylgst með
fólki þessu, og verður það að láta
vita um ferðir sinar og gera að-
Varðandi fólk, sem kemur frá
ninum sýktu svæðum, er farið
eftir sérstakri sóttvarnarreglu-
gerð. Heímilt er að láta slíkt
fólk undirgangast kúabólusetn-
ingu, hlíta sóttvarnareftirliti, eða
hvorutveggja. Ef fólk, sem kem-
ur frá sýktu svæði, neitar að láta
bólusetja sig, sem það getur gert,
má lögum samkvæmt einangra
það og setja i sóttkví. Ekki hefur
þó komið tii þess enn, enda mun
aðeins einn maður hafa komið frá
sýktu svæði.
Vel búinn her
1 dag var einnig birt í Haag
yfirlýsing varnarmálaráðuneytis-
ins varðandi árekstrana sl.
mánudag þegar hollenzk her-
skip sökktu indónesískum tund-
urskeytabáti út af strönd Nýju-
Guineu. Segir í yfirlýsingunni
að báturinn hafi verið 12 mílur
frá ströndinni þegar honum var
sökkt. Nokkrir tundurskeyta-
bátar frá Indónesíu hafi siglt
með fullri ferð að ströndinni og
m.a. skotið á hollenzka flugvél.
Ætlunin var, segir í yfirlýsing-
unni, að setja her á land á
Nýju-Guineu og var árás þessi
bersýnilega undirbúin löngu
fyrirfram. 52 fangar voru tekn-
ir, en talið er að um 30 menn
Viðræður
Rússa og
l\!orð-
manna
I
Ósló, 18. jan. (NTB)
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
í Ósló skýrði frá því í dag að
því hefði í gærkvöldi borizt
svar frá Moskvu varðandi fram-
haldsviðræður um fiskveiðilög-
sögu. Samþykkja Rússar að við-
ræður hefjist að nýju hinn 12.
febrúar nk.
Það voru Rússar, sem óskuðu
eftir framhaldsviðræðum og
lögðu Norðmenn til að þær hefð
ust um miðjan næsta mánuð.
Viðræður fóru síðast fram í
nóvember sl., en þær voru ár-
angurslausar vegna þess að
Rússar vildu ekki veita norsk-
um fiskimönnum samsvarandi
hlunnindi og þeir óskuðu að
rússneskum fiskimönnum yrði
veitt við Noreg, þ.e.a.s. heimild
til veiða innan nýju 12 mílna
fiskveiðilögsögunnar á allt að
sex mílna breiðu svæði.
Ekki er vitað hvort Rússar
hafa nú skipt um skoðun.
hafi farizt er bátnum var
sökkt.
Hollenzka varnarmálaráðu-
neytið segir að hermenn þeir,
er teknir voru, hafi verið búnir
vélbyssum, sprengjuvörpum og
Framhald á bls. 2.
Aukin
útgjöld
Kennedy leggnr
í j drlagaí rumvarp
íyrir þingið
Washington, 18. jan. (AP)
í D A G lagði Kennedy for-
'seti fyrir bandaríska þingið
frumvarp sitt til fjárlaga fyr '
ir næsta fjárhagsár, sem, ,
hefst hinn 1. júlí nk. Er þar,
i gert ráð fyrir útgjöldum ser
nema 92.537 milljónum doll-
ara (kr. 3.980.000.000.000,00)
' ,en tekjum, sem nema 93 þús.'
Imillj. dollara. — Þetta eru1 |'
,mestu útgjöld, sem áætluð ,
hafa verið í fjárlögum'
* Randarík janna á friðartím-
’um.
Eru tekjurnar miðaðar við '
'að framleiðsla landsins auk-
ist að verðmæti í 570 þús.
millj. dollara, tekjur einstakl, |
inga verði 448 þús. millj.,
dollara og viðskiptahagnaður,
'56,5 þús. millj. dollara.
Stærsti útgjaldaliðurinn i
frumvarpi Kennedys er til<
landvarna, alls 52,7 þúsund
[millj. dollarar, þar af 3.900
milljón dollara aðstoð við er-
Iend ríki.
Doktorsvörn um
lærisvein Svein-
bjarnar Egilssonar
NORSKA fréttastofan, NTB,
skýrði frá því í gær að á
laugardag muni Per S. And-
ersen, háskólalektor, verja
doktorsritgerð um „Rudolf
Keyser, embættismann og
sagnfræðing".
En Jacob Rudolf Keys-
er kom 22 ára til ísland til
að stunda nám í sagnfræði
og íslenzku við Latínuskól-
ann á Bessastöðum árið 1825.
Það var í lok júnímánaðar 1825,
sem Jacob Rudolf Keyser kom
til fslands með vísindastyrk frá
Noregi til rannsókna á sögu,
fornri tungu Noregs Og íslenzku.
Var þetta upphaf að rannsóknum
Norðmanna á þessum sviðum og
í fyrsta sinn sem opinber styrk-
ur var veittur til þeirra mála.
Alþingi kvatf
saman
ALÞINGI hefur verið hvatt til
framhaldsfundar fimmtudag-
inn I. febrúar 1962, kl. 13,30.
(Frá forsætisráðuneytinu)
Dvaidi Keyser á Bessastöðum f
tvö ár. Þess má geta að um þess-
ar mundir voru meðal kennara
á Bessastööum þeir Hallgrímiu:
Seheving, Bjorn Gunnlaugsson og
Sveinbjörn Egilsson. Þegar Keys-
er kom heim til Noregs gerðist
hann kennari og seinna prófessor
við háskðlann í Christianiu
lOsló). Lét hann af prófessors-
embætti 1862, en hélt áfram sögu
rannsóknutn sínum.
Rannsóknir Keysers beindust
einkum að niðurlægingartíma
Noregs á miðöldum. Með rann-
sóknum þessum vonaðist hann
til að geta útskýrt fyrir sjálfum
sér og fyrir norsku þjóðinni
hvernig þetta tímabil hófst og
hvernig Novðmenn gátu endur-
heimt sjálfstæðiskennd sína 1814.
Keyser var sagnfræðingur Eiðs-
vallarkynslóðarinnar, eins og seg
ir í fréttinni, þeirra manna, sem
iögðu grutidvöllinn að sjálfstæði
Noregs með stjórnarskránni, sem
samþykkt var á Eiðsvöllum 17.
maí 1814. En upp frá því og þar
til fullt sjálfstæði fékkst árið
1905 nutu Norðmenn nokkurrar
sjálfstjórnar en voru í persónu-
sambandi við Svíþjóð þannig að
Svíakonungur var einnig konung-
ur Noregs.
Doktorsvörn Per S. Andersens
fer fram i hátíðasal Oslóarhá-
skóla.