Morgunblaðið - 19.01.1962, Síða 3
Föstudagur 19. jan. 1962
MORGUNBL AÐ1Ð
3
heilsað
1 D A G er bóndadagur,
miður vetur og þorri byrj
ar. Að fornum sið, meðan
blót ríktu, var efnt til
miðsvetrarblóts, er síðar
befur hlotið nafnið jóla-
blót eða þorrablót. Forn-
menn háðu miðsvetrarblót
til gróðrar. Snemma hafa
þeir viljað byrja að blíðka
guðina til góðs árferðis
um bjargræðistímann.
Hér standa þeir Halldór Gröndal framkvæmda stjóri Nausts og- matsveinn hans IB Vestmann.
yfir hraukuðum trogum af þorramat.
þorra í garð. Átti hann að
fara út á eintómri skyrtunni
og annarri brókarskálminni,
en draga hina á eftir sér, en
vera allsber að öðru. Svo átti
hann að hoppa á öðrum fæti
þrjá hringi í kringum bœinn
Veitingahúsið Naust hér í
bæ hefir um 5—6 ára bil hald-
ið uppi framreiðslu þorra-
matar og hefir mörgum þótt
þjóðlegt og skemmtilegt.
Blaðamönnum var fyrir
noKkru boðið að neyta þess
meö gömlum mat
Jafnan þótti þorrakoma
tyllidagur en á þrengingar-
tímum þjóðarinnar munu há-
tíðahöld að tilefni hennar
hafa fallið niður nema á
Austurlandi að því er séra
Jónas á Hrafnagili telur. Þar
segir hann að tíðkazt hafi að
nefna miðsvetrardag eða föstu
daginn fyrstan í þorra bónda-
dag. Samkvæmt munnmælum
átti bóndinn á hverjum bæ að
fara snemma á fætur og bjóða
og viðhafa formála og bjóða
þorra í garð. Húsfreyja átti
síðan að halda vel til bónda
síns, en hann átti að bjóða
bændum úr mágrenninu til sín
til veizlu.
★
1 dag leitast menn við að
halda við þessum sið og gera
sér r.okkurn dagamun einkum
í mat og drykk. Brókarhoppið
mun þó með öllu niður lagst.
Gísli Pálmason kjallarameistari í Naustinu ræðst á eina
Irarkhpifnn'i í hirirAQckpip.niii vpiíinp’íihn^in';.
há-
sem húsið ætlar að bjóða
fram á þorranum og var þar
margt gómsæti á borðum, að
minnsta kosti mun þeim finn-
ast sem þekkja gamlan íslenzk
an mat.
★
Hvar sem ferðamenn ber að
garði erlendis er mikið fyrir
því haft að eiga á boðstólum
þjóðlega rétti hvers lamds fyr-
ir sig. Á hér bæði við mat og
drykk. Hér á landi hefir nú
síðustu árin farið mjög í vöxt
að gera hinn gamla mat og
bjóða hann gestum og svo hef-
ir farið að hann hefir ekki
einasta verið vinsæll hjá út-
lendingum, er hér hafa viljað
neyta einhvers þjóðlegs held-
ur hafa landar, sem áður voru
næsta ókunnugir gamla ís-
lenzkan matnum, komizt upp
á að neyta hans, sér til á-
nægju og yndis.
Matur var á þrengingartím-
um þjóðarinnar það sem
menn lögðu líf sitt í sölurnar
fyrir. Kæmust menn í góðan
mat sér að kostnaðarlausu,
var vel til hans tekið og er
lýsing Jóns Thoroddsens í
„Pilti og stúlku" um Þorstein
matgogg skemmtilegt dæmi
um það. Er Þorsteinn hafði
hroðið grautarskál eina mikla
og steikartrog sem út af flaut
svo og vænan skammt af
lummum hné hann í öngvit
en andaði frá sér þessari
frómu bæn áður en hann sofn-
aði:
„Guð gæfi að ég væri kom-
inn i rúmið. háttaður, sofnað-
ur, vaknaður aftur og farinn
að éta.“
Ekki gleymir Benedikt
Gröndal gamla íslenzka matn-
um í Heljarslóðarorrustu
sinni þar sem Austurríkis-
keisari hélt Napóleoni mikla
veizlu á Marengóvöllum með
nógu af brauði og brennivíni
ásamt lostæti víðsvegar úr
heiminum að ógleymdu hangi-
ketskrofi norðan úr Skaga-
firði, sauðaþykkni úr Svarf-
aðardal. saltfiski sunnan úr
Njarðvík, rjóma norðan af
Sléttu og dilkahöfði austan
úr Múlasýslu. Og svo mikil
var veizlan og sviðið stórt að
maður vel ríðandi varð að
fœra mönnum í staupinu.
En nú skulum við líta á
trogin í Naustinu og sjá hvað
þar lifir af fornri frægð í ís-
lenzkri matargerð.
Það nýstárlegasta, sem fyr-
ir augun ber eru súrsaðir
selshreyfar, sem fengnir eru
vestan af Breiðafirði og
sviðnir þar vestra, en hreins-
aðir og súrsaðir hér í matar-
gerð Naustsins. Hangikjöt er
þar á boðstólum, hvort það
er riorðan úr Skagafirði vit-
um við ekki, en þénlegasti
matur var það eigi að síður.
Svið bar þar fyrir, ágœt á
bragðið og að líkum austan
úr Múlasýslu. Lundabaggi var
meðal gómsætis að súrmat til.
Þá voru súrir bringukollar
vænir vel, sviðasulta og súrir
hrútspungar. Hvorki voru þeir
þó rakaðir né sviðnir en lost-
æti eigi að síður. Súr hvalur,
lifrapylsa og blóðmör skreyttu
trogin, harðfiskur og hákarl
voru til bragðbætis. Hákarl-
inn var einkar góður, glær
austan af Vopnafirði en skyr-
morkinn vestan af Flateyri og
verð ég að taka það fram að
slíkt ágæti hef ég ekki bragð-
að fyrr.
Með öllu þessu borðuðu
menn rúgbrauð eða flatbrauð
með smjöri og rófnastöppu en
renndu öllu saman niður með
öli Qg brennivíni.
Mest af þessum mat er verk
að hér í höfuðstaðnum, þótt
þekkingin til þeirrar verkun-
ar sé fengin frá hinum ýmsu
stöðum á landinu þar sem
hver þessara rétta er héraðs-
frægur.
Þessi þorramatur er ánægju
leg tilbreyting í átlífi höfuð-
borgarbúa og má gjarnan
verða fjölbreyttari eftir því
sem fleiri gamlir kunnáttu-
menn leggja þar til málanna
og kenna okkar ágætu mat-
reiðslumönnum að búa þessa
gömlu rétti á borðið fyrir
okkur í dag. Það er athyglis-
vert að hin síðustu ár hefir
ýmiss gamall matur orðið
mikils virði, sem nær var
gleymdur og glataður víðast
hvar á landinu. Nægir þar að
nefna hákarlinn, sem heita
mátti að enginn legði sér til
munns. Nú fara vinsældir
hans stöðugt vaxandi og beita,
sem áður var hægt að fá fyrir
lítið að vestan, er nú seld hér
í höfuðstaðnum hæsta verði
eins og munaðarvara.
vig.
STAK8IEII\IAR
Atvinnulíf
með einstökum blóma
f forystugrein íslendings á
Akureyri er fyrir skömmu m.a.
komizt að orði á þessa leið um
atvinnuástandið fyrir norðan:
„Barlómsdátar og hallæris-
kempur Framsóknarflokksins
hafa löngum haldið því fram, að
viðreisnarstefna núverandi ríkis-
stjórnar miði að því að draga úr
athafnalífi í landinu, sé í einu
orði sagt „samdráttarstefna“ að
ekki sé nránnzt á móðuharðinda-
vælið frá botni Skjálfanda. Eng-
an stað hafa málgögn hins tæki-
færissinnaða Framsóknarflokks
getað fundið í kenningu sinni, þvi
að fólksekla og eindæma atvinna
á öllum sviðum æpa gegn þeim.
Stundum hafa Framsóknarblöðin
talið það vott um samdráttar-
stefnu, að ekki séu byggð íbúðar
og peningshús í fullbyggðum
sveitum, svo sem áður hafði tiðk-
azt. En því skyldu menn byggja
að gamni sínu, eftir að búið er
að byggja nægilega stórt og vel
yfir fólk og fé?“!
I»að vantar fólk
fslendingur heldur áfram for-
ystugrein sinni:
„Hvaðan sem okkur berast
fréttir af atvinnulífi, er sagan
allsstaðar hin sama: það vantar
fólk. — Iðnfyrirtæki samvinnu-
manna hér í bæ hafa vissulega
orðið fyrir barðinu á fólksekl-
unni, svo og fjöldi annarra iðju-
og iðnfyrirtækja: saumastofur,
frystihús, niðursuðuverksmiðjur,
byggingariðnaður o.s. frv. Oft
verður að leita á náðir fram-
haldsskólanna um að gefa nem-
endum eftir einn og einn dag til
að bjarga framleiðslunni frá
skemmdum. Víða er unnið langt
fram yfir eðlilegan vinnutíma
vegna þess, hve margar hendur
vantar til að bjarga þeim verð-
mætunt., er berast á land úr gull-
kistunum umhverfis landið.
Nauðsynlegum framkvæmdum
hefur orðið að slá á frest vegna
fólkseklu. í einni verstöð norð-
anlands var róðrum hætt þrem
dögum fyrir jól, þar sem fólk
var að verða uppgefið af of
mikilli vinnu og hefði ekki getað
notið jólahátíðarinnar án hvíld-
ar.“
Þessi umrnæli hins norðlenzka
blaðs segja vissulega sína sögu. f
forystugreininni greinir einnig
frá því, að áður fyrr hafi margt
manna í hinum norðlenzku sjáv-
arplássum. þurft að sækja at-
vinnu sína suður á land á vetrar-
vertíð. Nú hafi hinsvegar svo
skipazt, að brottfluttir menn
flytji heim í þessi byggðarlög.
Kommúnistar
*apa í Finnlandi
Kommúnistar hafa tapað tölu-
verðu fylgi í forsetakosningun-
um í Finnlandi. Sætir það vissu-
lega engri furðu. Finnskur al-
menningur veit, að kommúnista-
flokkur landsins er aðeins útibú
af rússneska kommúnistaflokkn-
um, Hann er allt
af reiðubúinn til
þess að reka rýt-
inginn í bak
finnsku þjóðar-
innar. Þegar
Krúsjeff heimt-
ar rússneskar
herstöðvar á
finnskri grund á
hann e n g a n
bandamann
tryggari en
Herthu Kuusinen.
Hjarta hennar slær austur i
Moskvu. Þar er hennar föður-
land og annarra kommúnista,
enda þótt hún segi finnskum
kjósendum að hún sé einlægur
ættjarðarsinni!
Hertha
Kuusinen.