Morgunblaðið - 19.01.1962, Side 9
Föstudagur 19. jan. 1962
MORGUNBLAÐ1Ð
9
Dr. Benjamín Eiríksson
Athugasemd
í MORGUNBLAÐINU 11. þ.m.
er grein eftir Halldór Jónsson um
sjávarútveginn. í grein þessari
víkur Halldór að því sem ég
sagði fyrir nokkru í útvarpser-
indi um togaraútgerðina. í grein
inni gætir nokkurs misskilnings.
Fyrst er það, að ég nefni Bæj-
arútgerð Hafnarfjarðar ekki á
nafn, heldur ræddi um bæjarút-
gerðarformið almennt og ég taldi
opinberan rekstur á togurum
óheppilegan. Hvergi minntist ég
á það, að mennirnir, sem stjórn-
væru lakari en menn, sem stjórn
uðu Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
uðu opinberum rekstri togara
annars staðar.
Til þess að sanna að Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar sé ekki ein
um stórfellt rekstrartap á árinu
sem leið, þá nefnir höfundurinn
tvær aðrar bæjarútgerðir: bæjar-
útgerðina í Reykjavík („stærsta
togaraútgerðarfyrirtæki lands-
ins“) og togaraútgerðina á Akur-
eyri, Útgerðarfélag Akureyringa
h.f., sem einnig er bæjarútgerðar
fyrirtæki. Höfundurinn sýnir, að
þau hafi einmg tapað stórkost-
lega á árinu sem leið.
Ég fæ ekki betur séð en þessi
tíæmi höfundarins, svo langt sem
þau ná, staðfesti það sem ég var
að segja. Opinber rekstur á tog-
urum er óheppiiegt rekstrarfyrir-
komulag. Togaraútgerðin á al-
mennt við erliðleika að stríða, en
ég tel það ógreiða við þjóðina að
breiða yfir mikilvægi rekstrar-
formsins.
í samkeppni við skattfrjálsar
bæjarútgerðir hafa margir útgerð
armenn gefizt upp á togaraútgerð
enda ekki getað sótt útsvör til
bæjarbúa. Þeir fáu sem lifað
hafa þrengingarnar af, sýna, að
ég álít, betri' útkomu en bæjar-
útgerðirnar.
Mér þykir leitt ef erindi mitt
hefur verið skilið sem sérstök
gagnrýni á forstjórum Bæjarút-
gerðarinnar í Hafnarfirði. Ég held
mér sé óhætt að segja, að ég hafi
þekkt alla forstjóra Bæjarútgerð-
arinnar frá upphafi, meira eða
minna og eirm þeirra var vaktar-
félagi minn á þeim árum, sem ég
var til sjós. Þeir eru menn eins og
gengur og gerist, að ég held
hvorki betri né verri. En hitt
er annað mál, að ég tel að bæjar-
rekstur á fyrirtækjum, þar sem
óvissa er mikil og það á mörgum
sviðum, hann sé ekki heppilegur.
Og ég tel að staðreyndirnar og
reynslan styrki þessa skoðun.
Ég vil taka það fram, að matið
á rekstrarforminu hefi ég fyrst og
fremst miðað við afköstin. Þegar
um er að ræða atvinnufyrirtæki,
eins og togaraútgerð, þá held ég
að útkoman sé bezt þegar einstakl
ingar bera fulla ábyrgð, helzt að
þeir leggi eignir sínar og eign
afkomu að veði, þannig að hvort
þeirra leggi eignir sínar og eign
afkomu að veði, þannig að hvort
tveggja sé háð afkomunni hjá
fyrirtækinu. Þetta er ekki eina
sjónarmiðið. Sem flestar krónur
er ekki allt. En þetta er þó það
sjónarmið, sem ber mjög hátt
þegar hagfræðingar fjalla um
svona mál Og af samþykktum
verkalýðsfélaga og sjómannafé-
laga er að heyra að krónurnar
séu ekki aukaatriði. Rekstrarút-
komu, sem er þannig, að þegar
upp er staðið þá er ekki til einn
einasti eyrir til þess að greiða
með laun fólksins, sem unnið hef-
ir hjá fyrirtækmu, er ekki hægt
að kalla annað en hörmulega.
Höfundurinn sýnir fram á það,
að togararnir hafi fengið óeðli-
lega lágt fiskverð. Það mun vera
rétt, en ekki öll sagan. Hann tel-
ur öðrum þræði að fiskvinnslu-
stöðvarnar beri sig óeðlilega vel
af þessum orsökum. Hins vegar
snýr hann þessari röksemd við,
þegar hann ræðir hæfni þeirra
manna, sem stjórna bæjarútgerð
unum. Þá þakkar hann afkomuna
hæfni þeirra.
Út af rekstrarforminu vil ég
annars taka fram, að ég held
ekki að neitt eitt rekstrarform
sé bezt í öllum tilfellum og fyrir
hvaða fyrirtæki sem er. Sérþekk-
ing, sérstök lífsreynsla, dugnaður,
gáfur og framtak er óhjákvæmi-
legt í siunum atvinnugreinum, en
í öðruin atvinnugreinum eéu kröí
urnar vægari Það eru til atvinnu
fyrirtæki þar sem tiltölulega lítið
veltur á manninum, sem á að
taka ákvarðanirnar. Ég nefni sem
dæmi einfalda hluti þar sem rekst
urinn er þegar í föstum skorð-
um Og öll skilyrði vel kunn.
Tæknin er vel þekkt, fyrirtækið
í alla staði gróið og öruggt, mark-
aðurinn er þekktur eða vernd-
aður. Við skulum taka sem dæmi
vatnsveitur, hitaveitur, raforku-
ver, hafnir, síma, o. s. frv. í
Bandaríkjunum kemur opinbert
eftirlit í stað opinbers reksturs
í svOna greinum. Hjá okkur er
þetta sennilega ódýrara en þar,
en þjónustan hjá þeim langtum
betri og öruggari.
Ég tel ekki að eitt rekstrar-
form sé bezt við allar aðstæður.
En ég tel að við íslendingar höf-
um gengið allof langt í því að
fela opinberum aðilum, eins og
bæjarfélögum eða ríki, að fást
við ýmis konar atvinnurekstur,
stundum sérlega viðsjálan. Það
eigi að láta einstaklingana og fé-
lagasamtök þeirra glíma við
rekstrarvandamálin. Heilbrigð að
stoð við þá, sé hennar þörf, verð-
ur ólíkt ódýrari þegar til lengdar
lætur heldur en að greiða hall-
ann af hinum opinbera rekstri.
Sú hugsun kemur fram í grein
höfundarins, að aðrir eigi að búa
fiskverðið í hendurnar á útgerð-
ínni, aðrir séu skyldugir að sjá
um að útgerðin fái það verð sem
hún „þarf“. í rauninni er þetta
öfugt. Framleiðandinn verður að
laga sig eftir þeim markaði, sem
hann framleiðir fyrir. Neytand-
inn er hæstiréttur. En viðhorf
höfundarins er mjög algengt og
hefur í för með sér, að atvinnu-
rekendurnir, þar með taldir út-
gerðarmennirnir, bæjarútgerðar-
isnar jafnt sem aðrir, ganga til
samninga við launþegana með
þeim hugsunarhætti að þeir geti
síðan afhent ríkissjóði reikning-
inn. Þetta hefur hvað eftir annað
leitt til hins versta ófarnaðar í
íslenzku atvinnulífi.
Höfundurinn segir að uppi séu
„ábyrgðarlausar raddir“ um að
leggja niður togaraútgerðina.
Hér kemur enn sami hugsunar-
hátturinn: togaraútgerð er stjórn
Framh. á bls. 12.
Nýtt í Málaranum
ELDHLSVIFTUR
VF.RÐ AÐEINS KR. 2690.—
3 stærðir 30“ 36“ 42“.
3 litir: hvítt — kopar — siifur.
Stúlkur óskust
til vinnu í Hraðfrvstihús.
Uppl. á Hótel Skjaldbreið herb. nr. 10.
Nemi ósfcast
í hárgreiðslu. Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir mánudagskvöld merkt: „7798“.
Sendisvesnn
Röskan og áb^gfíilegan sendisvein vantar
okkur nú þegar allan daginn.
Upplýsingar á skrifstofunni í dag.
SIIMDRI H.F.
Karlmanna-
KULDASKOR
Stærðir
39 — 45.
SKÓSALAN
Laugavegi 7
r
Ulpur
Höfum tekið upp nýja sendingu af
Amerískum ÚLPUM.
Hvergi hagstæðara verð.
Gæðavara á góðu verði,
TÍZKUVERZLUMIM
RAUÐARÁRSTÍG 1
Bílastæð við búðina
Sími 15077.
Útsalan heldur áfram
Glæsilegt úrval af kvenfatnaði
á niðursettu verði.
Sérstaklega lækkað verð á:
Náttkjólum Kvenpeysum
Nátifötum Brjóstahöldum
Undirkjólum. og ýmsu fleiru.
Notið tækifærið.
Aðeins nokkra daga.
Laugavegi 19.
BUKH
DIESEL
KROMHOUT DIESE
Höfum tilbúna til afgreiðslu
strax eina 375 hestafla KROM-
HOUT skips-dieselvél, með öll-
um útbúnaði til niðursetningar.
BUKH DIESELS
Höfum fyririiggjandi 24 hestafla
BUKH dieselvélar, með öllum
útbúnaði til niðursetningar í
trdiubáta.
MAGNÚS Ó ÓLAFSSON,
Garðastræti 2, R-vík.
Símar: 10773, 16083 og 16772.