Morgunblaðið - 19.01.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.01.1962, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 19. jan. 1962 Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krifiíinsson. Ritstjórn: Ai$alstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. lausasölu kr. 3.00 eintakið. AUKIN LANDBÚNAÐ- ARFRAMLEIÐSLA 1961 í yfirlitsgrein um landbún- * aðinn 1961 eftir Guðmund Jónsson, skólastjóra á Hvann eyri, sem Morgunblaðið birti í gær, er þess m. a. getið, að veruleg aukning hafi orðið í landbúnaöarframleiðslunni á árinu. Kemur sú staðreynd illa heim við fullyrðingar Framsóknarmanna um það að hagur bænda hafi farið versnandi. Magn innveginnar mjólkur hefur á 11 fyrstu mánuðum síðasta árs aukizt um rúm- lega 6 millj. kg., miðað við sama tíma ársins á undan, og sauðfjárslátrun jókst úr 713 þús. í 820 þús. fjár. Undanfarin ár hefur fólki i sveitum fækkað hérlendis, eins og raunar víðast ann- ars staðar, en engu að síður hefur landbúnaðarframleiðsl- an stóraukizt, og samhliða framleiðsluaukningunni hafa lífskjör að sjálfsögðu batnað. Framsóknarmenn spáðu því, að nú mundi framleiðsla landbúnaðarafurða dragast saman og lífskjör fara versn- andi, töluðu jafnvel ummóðu harðindi, kreppu, samdrátt og síðast um lömun. Þessar hrakspár hafa ekki rætzt, heldur hefur almenn velmeg- un ríkt til sveita eins og við sjávarsíðuna. Því er ekki að neita, að lít- Hlega hefur dregið úr jarð- ræktarframkvæmdum 1961. Hafa menn augljóslega lagt megináherzlu á að aukafram leiðslu búa sinna. Er það líka rétt stefna að leitast við að auka fyrst tekjurnar til að hafa nokkurt eigið fjármagn ta að standa undir fram- kvæmdum á komandi árum, enda munu margir bændur vera orðnir langþreyttir á því að knékrjúpa kaupfélags- stjóranum sínum í hvert skipti sem þeir þurfa að fá einhverja úttekt, vegna þess að þeir hafa verið skuldum vafðir. Framsóknarmönnum finnst það auðvitað ekki gleðiefni, er menn reyna að auka fram leiðsluna, án þess að binda sér of þungan skuldabagga. Þá kynni svo að fara að bændur yrðu fjárhagslega sjálfstæðir, en um leið minnk ar áhrifavald það, sem kaup- félögin hafa, er þau beita skuldasvipunni. EYSTEINSKAN í ALGLEYMINGI |7ysteinn Jónsson hefur rit- " að undir nafni grein í Tímann, þar sem m.a. stend- ur eftirfarandi: „Seðlabankinn borgar kostn aðinn við að láta féð liggja dautt. Hann er ekkert smá- ræði, því borgaðir eru 9% vextir. Það kostar því 27 millj. á ári að loka inni 300 millj.“ Þessi rök ber fyrrverandi fjármálaráðherra á borð fyr- ir lesendur Tímans, og síðan eru þau endurprentuð í rit- stjórnargrein þess blaðs. — Sjálfsagt verður svo haldið áfram með þessar fullyrðing- ar, þangað til búið er að „sanna“ samkvæmt fræði- kenningum Eysteihskunnar að þetta sé einmitt svona, svipað og átti sér stað, þeg- ar Eysteinn „sannaði“ að 13 —24% kauphækkanir skertu hag útflutningsframleiðslunn ar um 1%! En ef það „kostar" þjóðar- búið 27 millj. á ári „að loka inni 300 millj.“, þá ætti ekki að þurfa að hafa miklar á- hyggjur af efnahagsvanda- málum þjóðarinnar. Með ná- kvæmlega sömu rökum mætti segja, að þjóðin gæti hagn- azt um 2700 millj. á ári með því einu að Seðlabankinn prentaði 3000 millj. í seðlum og léti þá upphæð renna til lánveitinga. Að sjálfsögðu er hluti sparifjáraukningarinnar fest- ur í Seðlabankanum til þess að tryggja gjaldeyrisvara- sjóði, því að tilgangslaust er að hugsa sér að afla gjald eyrisvarasjóða, ef samhliða eru aukin útlán innanlands og þar með ávísað stöðugt meiri innlendum peningum á hið erlenda fé. VAFASAMUR HEIÐUR IT’ins og að líkum læturbirt- ^ ir málgagn heimskomm- únismans á íslandi með mik- illi velþóknun tillögu þá, sem Eiríkur Pálsson, skatt- stjóri í Hafnarfirði, lagði fram á umræðufundi Varð- bergs, frá nokkrum mönnum úti í bæ, þótt honum væri fullkunnugt um, að fundur- inn væri ekki boðaður til ályktana. í tveimur greinum öðrum í þessu sama blaði er Eiríki Pálssyni mjög hrósað fyrir frammistöðu hans á fundinum. Skattstjórinn í Hafnarfirði er ekki kommúnisti heldur Framsóknarmaður, en hann hefur í hinum svonefndu 4. sinfónía Shosfakovich frumflutt Sinfónían lá í skiíffu tónskáldsins í 25 ár HÖFUNDUR tónverksins sem átti að flytja sat á áttunda bekk í hljómlistarsalnum, ók sér í sætinu og beið tauga- óstyrkur eftir því, að hljórrv sveitin hæfi leik sinn. f kring- um hann sátu aðrir áheyrend- ur. tónskáld, gagnrýnendur og listamenn. Tónlistasalurinn í Moskvu var alveg fullskipað- ur og áheyrendur þess fylli- lega meðvitandi, að kvöldið hafði bæði tónlistarlega og stjórnmáiaiega þýðingu. * * * Ástæðan til þess að þeir voru þarna samankomnir, var frumflutningur fjórðu sin- fóníu rússneska tónskáldsins Dmitri Shostakovic'h, en verk- ið hefur legið í skrifhorðs- skúffu höfundar í 25 ár. Er það vegna opimberrar árásar, sem á hann var gerð 1936. Um það leyti var hann sakaður um að ópera hans „Lady Macbetb of Mtsensk“ og bal- lett hans „The Limpid Stream“ fælu í sér mestu synd, sem hægt væri að drýgja á sviði listarinnar: þ.e. að að- hyllast ekki sósealrealisma Stalíns. Þó að æfingar á 4. sinfóní- unni væri hafnar þegar árás- argreinarnar birtust í Pravda, dró Shostakovich verkið strax til baka undir því yfirskini, að hann þyrfti að endurbæta það. S.l. vor spurði Phiiharmoniu hljómsveitin í Moskvu tón- skáidið, hvort fjórða synfóní- an væri nú fullgerð. Játaði hann því og fékk stjórnanda Dmitri Shostakovich. hennar Kiril Kondrashin, verkið í bendur. Fréttaritari bandaríska tima ritsins Newsweek, sem var viðstaddir voru sögðu, að sin- fóníunnar sagði. að þessi sin- fónía væri sennilega eitt á- hrifamesta verk tónskáldsins. Aðrir vesturlandabúar, sem viðstaddir voru sögðu, að sin- fónían væri eins langt frá sóséalrealisma og abstrakt málverk Picassos. Væri hún mjög ólík verkum þeim, sem Shostakovich hefði samið síð- an hann var ávítaður, en eftir það varð 'hann vinsælasta tón- skáld ráðamanna í Kreml. * * * Hún er með öðrum orðum mjög iangt frá því að líkjast 12. sinfóníu tónskáldsins, sem „Samtökum hernámsandstæð inga“ þjónað mjög dyggilega málstað hins alþjóðlega kommúnisma. Ásamt honum undirskrifa svo nokkrir menn aðrir undir tillöguna, og eru þeir a.m.k. ekki allir komm- únistar og mundu þar af leið andi ekki óska eftir því að við lentum undir járnhæl Moskvuvaldsins. Morgunblaðið leyfir sér að beina því til þessara manna, að þeir hugleiði, hvers vegna blað kommúnista hefur svo mikið við þá, hvers vegna þeim er hælt og nöfn þeirra birt með velþóknun. Dettur mönnum þessum í hug að það sé gert, vegna þess að kommúnistar telji baráttu þeirra styrkja hinn íslenzka málstað, málstað friðar og frelsis. Naumast geta þeir ímyndað sér það. Þess vegna er ef til vill von til þess að það renni upp fyrir þeim, þó seint sé, að þeir eru hér- lendis einhverjir ötulustu bar áttumenn fyrir framgangi þeirra ógnana, sem Morgun- blaðið vill trúa að þeir í innsta eðli séu andvígir. Beinar viðræður um Kasmír Washington 17. jan. (AP) HÁTTSETTIR embættismenn í Bandaríkjunum fara þess ein- dregið á leit við Indland og Pakistan, að Iöndin hætti við að ræða um Kasmír á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna og reyni að gera nýja tilraun til að komast að samkomulagi með beinum viðræðunr.. Sendimenn Bandaríkjanna hafa bent Ayub Khan, forseta Pakistan og Nehru ,forseta Ind- lands, á það, að nær vonlaust sé að samkomulag náist með viðræð um á Allsherjarþinginu og Sovét ríkin séu eini aðilinn, sem geti haft hag af því, að þeir munn- höggvist um Kasmír 1 þingsöl- um SÞ. Ræða samvinnu Afríkuríkjanna Lagos .Nigeria 17. jan. f DAG var tilkynnt, að forustu- menn flestra hinna sjálfstæðu Afríkuríkja, 28 að tölu, myndu koma til fundar ,sem hefjast á í Lagos 25 .jan. n.k. var frumflutt f október s.l. og er tileinkuð Lenin. Sinfónían, sem kom Shosta- kovich í náð hjá valdhöfun- um, er sjöunda sinfónía hans, Leningrad sinfónían, en hún er ekki flutt lengur. 2. sinfóníu sína samdi tónskáld ið til minningar um októ- berbyltinguna og sú 3., sem samin var 1930, er tileinkuð 1. maí. En sagt er, að í béðuna þessum verkum hafi tónskáld- inu mistekizt að túlka bylt- inguna. Af sinfóníum Shostakovich, eru 1. og 5. sinfónían mest leiknar. * * * Opinber ummæli um fjórðu sinfóníuna hafa enn ekki verið birt, en þeir, sem viðstaddir voru frumfiutning hennar, létu hrifningu sína óspart í Ijós. Tónskáldið Aram Khachat- urina sagði: — Eftirtektarvert, — stórkostleg hugmynd. Margir óskuðu Shostakov- ich til hamingju með verkið, en hann var taugaóstyrkur og benti á, að þegar hann hefði fyrst skrifað sinfóniuna, hefði hann alltaf unnið að henni af og til og nú væri hann loksins ánægður með hana. Tónskáldið. sem ekki vildi láta nafn síns getið »agði um fjórðu sinfóníuna: „Þetta er voldugt, hugmyndaríkt verk. Ef til vill geðjast ekki öllum að hinum stríðu hljómum, en þetta er eitt af beztu verkum tónskáldsins. Þetta er raun- verulega Shostakovich. Ðeila um stríðs- skaðabætur Rangoon, 17 jan. (AP) U NU forsætisráðherra Burma sagði í dag, að hann færl til Japan eins fljótt og auðið værl til að jafna deilurnar, sem stað. ið hafa um stríðsskaðabætur. er Burmamenn krefjast af Japön- unr., * * * Krafa Burmamanna nemur 200 millj. dollara til viðbótar við þær skaðabætur, sem þeir hafa þegar fengið. Einnig fara þeir fram á jaf» háa upphæð, til stuðnings efnahagssamvinnu milli landann*. Tvær tilraunir hafa áður verið gerðar til að koma á samkomu- lagi um greiðslur þessar. í Skotnír Havana, Kúbu, 17. jan. (AP) ,FIMM menn voru skotnir í ' höfninni í Havana í dag, er ,þeir reyndu að flýja land í smáskútu. Segir í opinberri tilkynningu stjórnarinnar um málið, að mennirnir hafi allirl verið „andbyltingarsinnar". j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.