Morgunblaðið - 19.01.1962, Side 11

Morgunblaðið - 19.01.1962, Side 11
Föstudagur 19. jan. 1962 MOKCriSBLAÐlÐ 11 æjarstæði landnámsmannsins blasir við augum ísfirðinga #4>^<tKÍ«!NÍK*KÍ*SKSKÍKSKSKÍ8«S>«»<S>«Ka><S><S><ÍHS>«»<ÍKfc<SKS><SKÍ«$>3>«»<$»<í>«»«8KÍ^^ 1 feferkilegar upplýsmgar Jóhanns Gunnars I Ólafssonar sýslumanns I GREIN, sem Jóhann Gunn- ar Ólafsson, bæjarfógeti á tsafirði, ritar í ársrit Sögu- félags ísfirðinga árið 1961, ræðir hann m. a. um land- nám í Skutulsfirði. Skýrir hann frá því, að öruggar heimildir séu fyrir því, hvar bær hins fyrsta landnáms- manns hafi staðið á Eyri í Skutulsfirði. Fornar minjar sýni greinilega enn þann dag I dag hvar landnámsbærinn hafi staðið. Þessar upplýslngar eru svo merkilegar og sérstæðar, að Morgunblaðið fór þess á leit við Jóhann Gunnar Ólafs- son að það mætti prenta upp kafla úr fyrrgreindri ritgerð hans um þetta efni. Kemst hann þar m. a. að orði á þessa leið: „Svo óvenjulega stendur á hér á Isafirði, að kunnugt er hvar á eyrinni var reist hin fyrs ta byggð fyrir meira en þúsund árum. Á ég þar við bæ land- námsmannsins, Eyri í Skutuls- firði. Og þó er hitt merkilegra, að rústir þessa forna bæjar eru daglega fyrir augum okkar ís- firðinga. Það er hólaþyrping ein neðarlega á Eyrartúni. Það mun vera einstakt, að svona vel hef- ur til tekizt um svo fornt bæj- flrstæði í fjölbyggðum kaup- stað. Mikið mundu Reykvíking- ar nú vilja gefa til að vita með öruggri vissu hvar Ingólfur Arnarson landnámsmaður þar reisti Reykjavík og að eiga það evæði autt og óbyggt. Helgi Hrólfsson nam land í Skutulfirði og reisti bæ sinn á Skutulsfjarðareyri, og var bær- inn nefndur að Eyri. Eftir að kristni var í lög tekin árið 1000 var byggð kirkja að Eyri, en ekki er nú kunnugt hvaða ár það var. Á Eyri varð síðan prestssetur, er tímar liðu. Að því er ráða má var kirkj- »n reist skammt frá bæjarhús- unum, norðanvert á eyrinni, neð an við þau, og gegnt bæjardyr- um, eða þar sem nú er elzti hluti kirkjugarðsins. Þar stóð gamla kirkjan 1865, um það leyti sem byggð var kirkja sú, sem ennþá stendur, en það mun hafa verið á árunum 1861— 1862. Hún var byggð utan kirkju garðsins og var garður seinna gerður um hana og grafið í kringum hana. Auðvclt að endurreisa bæinn Fyrsti máldagi Eyrarkirkju er frá 1286, en þá mun kirkjahafa staðið á Eyri um langt skeið. I kirknatali Páls Jónssonar bisk ups frá því um 1200 er. hún nefnd og mun það vera elzta heimild um kirkjuna. Á Eyri var síðan prestssetur þangað til 1872. Um þær mundir keypti bæjarsjóður ísafjarðar Eyrar- land og Árni Böðvarsson prófast ur flutti bæjarhúsin í Fjarðar- stræti og endurbyggði þar. Var síðan sléttað yfir bæjarrústirn- ar á Eyri og varð þar með tíð og tíma vallgróið tún. Um bæj- arhúsin á Eyri eru til nákvæm- ar heimildir frá því um 1700 í úttektarbók staðarins. Á mynd frá þvi um 1860—1870 sem frú Helga Krabbe gaf byggðasafn- inu á síðastliðnu ári, standa bæj arhúsin enn. Sést þar að bað- stofan hefur snúið þvert á eyr- ina frá suðri til norðurs, en önnur hús með stafna og burst- ir gegnt austri, og burstimar lík lega verið fimm. Myndin er tek- in úr hlíðinni vestan við bæinn, svo að burstirnar sjást ekki. Sést aðeins á eitt þak. Eftir þeim heimildum um byggingar á Eyri, sem fyrir hendi eru, er auð- velt að endurreisa bæinn í sinni fornu mynd. Sjúkrahús Isafjarðar var reist árið 1925 í Eyrartúni, spölkorn ofan við bæjarstæði landnáms- mannsins. Á skipulagsuppdrætti kaupstaðarins hefur ekki verið gert ráð fyrir byggingum á Eyrartúni í nánd við sjúkrahús- ið.einkum vegna þess að óvar- legt væri að þrengja að sjúkra- ar kirkju, en Eyrarkirkja er nú um 100 ára, og farin að láta húsi bæjarins með tilliti til framtíðarinnar. Þó mun húsa- meistari ríkisins og sóknarnefnd einhverntima hafa gert ráð fyr- ir því, að á bæjarhólnum forna yrði reist kirkja úr steini, þeg- ar ráðist yrði í byggingu nýrr- á sjá. Tilhlýðilegra væri að setja nýja kirkju á kirkjustæðið sem nú er, eða jafnvel á hið forna kirkjustæði í gamla kirkjugarð- inum, þar sem Eyrarkirkja stóð frá upphafi vega. Þar eru að vísu gömul leiði, en þar ætti þó að vera gjörlegt að fá nægi- legt svæði fyrir kirkjuna. Óskað friðunar Árið 1959 var sótt um leyfi til þess að byggja prestssetur á bæjarrústinni á Eyri. Þá skrif- aði ég bæjarstjórn á þessa leið (27. nóv. 1959): „Neðarlega á Eyrartúni eru nokkrir hólar, em munu vera rústir landnámsbæjarins að Eyri í Skutulsfirði, síðar prests- setursins á Eyri. Á þessum stað hefur bærinn á Eyri staðið síð- an á landsnámsöld og þangað til um 1870 að prestssetrið var flutt í burtu og síðasti bærinn rifinn. Mér hefur verið sagt, að þetta svæði hafi ekki ennþá verið skipulagt, en þó hafi komið til mála að þarna yrði að nýju byggt prestssetur fyrir íafjarð- arprest. Sökum þess að hér er um sögulega merkilegan stað að ræða, og engin rannsókn hefur farið fram á byggingarústunum, vildi ég vekja athygli bæjar- stjórnar á því, að hægt er að valda óbætanlegu tjóni með því að raslta minjum, sem síðar Jóhann Gunnar Ólafsson sýslu- n.iour ísfirðinga og bæjarfógeti á ísafirði. meir gætu orðið til að minna á fortíðina. Hugsanlegt er, að byggðasafnið mundi síðar, þegar því hefur vaxið fiskur um hrygg, byggja aftur upp land- námsbæinn á hinum fornu veggja brotum, sem eflaust finnast þarna í jörð, því að ná- kvæmar lýsingar og mælingar eru til á bæjarhúsunum frá því á 18. öld og er ekki ósennilegt, að bærinn hafi um langt skeið haldizt í sama formi. Ég vildi með þessum línum beina því til bæjarstjórnar, hvort ekki mundi vera rétt að halda þessu gamla merkisvæði auðu, að minnsta kosti að ein- hverju leyti, svo að ekki rask- ist hin fornu ummerki.“ í desembermánuði ræddi bæj- arstjórn þetta mál, en ákvað að fresta að taka ákvörðun þar til nánar hefði verið athugað um skipulagið á þessu svæði.“ Ummæli þjóðminjavarðar ' Greinarhöfundur skýrir síðan frá því, að bæjarstjórn ísafjarð- ar hafi borið þetta mál undir Kristján Eldjám, fornminjavörð, sem leggur til að reyna verði af fremsta megni að láta hið forna bæjarstæði á Eyri hald- ast sem óbyggt svæði. Kemst þjóðminjavörður m. a. að orði á þessa leið í svarbréfi sínu til bæjarstjórans á ísafirði: „Staðurinn, sem frumbyggina nam, er þekktur með fullkom- inni vissu og þar stóð bærinn á Eyri öldum saman. Ekkert rask hefur verið gert á bæjar- stæðinu. Isafjarðarbær á lóðina sjáifur, og þetta er ekki lítið atriði, ef til framkvæmda kem- ur.“ Mögulegt að byggja landnáms- bæinn upp. Vonandi verða þessar ábend- ingar Jóhanns Gunnars Ólafs- sonar, sýslumanns, og Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavarðar, til þess að hið forna bæjarstæði á Eyri verði friðlýst. Það er vissu- lega einstakt, eins og sýslumað- ur bendir á í ritgerð sinni, að svo vel hefur tekizt til um varð veizlu forns báejarstæðis í fjöl- byggðum kaupstað. ísafjörður er einn af helztu kaupstöðum landsins. Að því væri vissulega mikill fengur, ef landnámsbær- inn á Eyri í Skutulsfirði yrði byggður upp, en á því eru tví- mælalausir möguleikar, sam- kvæmt þeim heimildum og forn minjum, sem við blasa. Mundi það ekki aðeins ísfirðingum til sóma og menningarauka, heidur og öllum landsmönnum, sem unna sögulegum fróðleik og fornum minjum. S. Bj. Loftmynd af fsafjarðarkaupstað. Hvíti krossinn, sem örin bendir á er á sfaðnum, þar sem landnámsmaðurinn reisti bæ sinn fyrir meira en þúsund árum. Þar eru bæjarrústirnar enn vel sjáanleg ar á óbyggðu svæöi á túni sjúkrahússins milli þess og kirkju- garð sins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.