Morgunblaðið - 19.01.1962, Síða 12
1?
MORGUNBL4Ð1Ð
Fostudagur 19. jan. 1962
Alúðar þakkir til ailra sem glöddu mig á áttræðis
afmæli mínu roeð heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur.
Guðmundur Árnason.
Öllum vinuro mínum, nær og fjær, sem heiðruðu mig
með nærveru sinni, heillaóskaskeytum, gjöfum, blómum
og hlýjum handtökum á 70 ára afmæli mínu 3. jan. færi
ég minar innilegustu þakkir. — Guð blessi ykkur.
Elínborg Jónsdóttir,
Gunnarssundi 7, Hafnarfirði.
Dömur
ÚTSALA — OTSALA
Útsalan er í fullum gangi.
Mjög mikill afsláttur.
GÓÐAK VÖRUR
hjá BÁRU
Austurstræti 14.
Konan mín
KARÍTAS JOCHUMSDÓTTIR
andaðist í Bæjarsjúkrahú.sinu 18. þessa mánaðar.
Gústaf A. Ágústsson.
Móðir okkar
HALI.DÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR
frá Þverá andaðist i Lanasspítalanum 16 þessa mánaðar.
Börnin.
Faðir okkar
GliÐMUNDUR ÍSLEIFSSON
trésmiður, Skipasundi 23,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju Iaugard. 20. þ.m.
kl. 10,30. — Athöfninni vc-rður útvarpað.
Börnin.
Eiginmaðui minn, faðir okkar og tengdafaðir
HANNES JAKOBSSON
málarameistari frá Húsavík,
er lézt 14. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 22. janúar 1962 kl. 10,30. Athöfninni í kirkj-
unni verður útvarpað.
Ilansína Karlsdóttir,
Herdís Arnórsdóttir, Karl Hannesson,
Helen Hannesdóttir, Ólafur Erlendsson.
Þökkum inniiega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Veðraá.
ASstandendur.
2/o til 3/o herb. íbúð
Höfum verið beðnir að útvega tveggja til þriggja
herbergja íbúð til kaups. Há útborgun.
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlák«c*>nar
Guðniundar Péturssonar
Aðalstræti 8 — Símar 1-2002 1-3202, 1-3602
Ungur maður
á aldrinum 16—20 ára óskast til vinnu
í verksmiðju okkar.
SÁPUGERÐIN FRIGG
Nýlendugötu 10 — Sími 24313.
Atlantshafsbandalagiö
og efnahagsmál
EITT HELZTA álhugamál
Kennedys Ðandaríkjaforseta
er að auka tengsl Atlantshafs
bandalagsríkjanna á sviði við-
skipta og markaðsmála. Allt
frá því að hann tók við em-
bættinu, hefur hann unnið
markvisst að því að láta
NATO-bandalagið einnig láta
til sín taka efnahagsmál í sam
einingu. Kennedy álítur, að til
einhvers konar efnahags-
bandalags hljóti að koma með
al Atlantshafsríkjanna, og því
fyrr, því betra. — Landatoréf-
ið sýnir Atlantshafsbandalag-
ið, eins og það hefur þróazt
frá árinu 1947, þegar vísir að
NATO myndaðist, sem and-
svar við vígbúnaði og hernað-
arlegum yfirgangi ríkjanna
undir stjórn kommúnista í
Austur-Evrópu. Þegar kom-
múnistar hrifsuðu til sín völd
in í Tékkó-Slóvakíu árið
1948, gerðu England, Frakk-
land, Holland, Belgía og
Luxemburg með sér varnar-
sáttmála, hinn svonefnda
Brússel-samning. Bandalag
þessara ríkja var kallað Vest-
ur-Evrópubandalagið, og aðild
arríkin skuldbundu sig til að
koma upp sameiginlegum
vörnum og hafa með sér sam-
vinnu á sviði efnahagsmála
og menningarmála. Ef ráðizt
Átján létust í Alsír
í gær
Oran, 17. janúar. (AP)
HIN mesta ógnaröld hefur
ríkt í Alsír í dag. Víða verið
óeirðir — og fjölmargir lát-
izt og særzt.
1 Oran létust tiu menn og
tugir særðust, er stór plast-
sprengja sprakk í fjölbýlishúsi
serkneskra manna í borginni. —
Var talið, að þar væru sem fyrr
að verki hægrisinnaðir öfga-
menn — og mun sprengjan hin
stærsta sem þeir hafa sprengt
til þessa.
Skömmu síðar hópuðust Serk-
ir saman til mótmæla — þeir
lögðu eld i stórverzlun evrópsk
manns í borginni og varð litlu
eða engu bjargað. Einn Evrópu-
maður var sleginn í höfuðið
með skóflu og beið hann þegar
bana. Víðar urðu óeirðir og er
talið, að alls hafi látizt í dag
átján menn, evrópskir og serk-
B neskir. Virðist ástandið í land-
inu fara versnandi með hverj-
um degi sem líður.
yrði á eitt þessara landa, áttu
hin jafnskjótt að koma því til
hjálpar. Sovétríkin héldu
áfram að ógna sjálfstæði Vest-
ur-Evrópu og annarra lýð-
frjálsra ríkja, og valdahlut-
fallið var orðið svo breytt frá
því, sem áður var, að jafnvel
ríki eins og Bretland og
Frakkland gátu ekki staðið
Sovéttröllinu á sporði að
neinu verulegu leyti. Banda-
ríkin ein gátu skapað valda-
jafnvægi í heiminum, og það
var útþennslupólitík Rússa,
sem knúði Bandaríkjamenn
til að taka hina heimssögu-
legu ákvörðun: að ganga í
varnarbandalag í Evrópu á
friðartímum og rjúfa þar með
hina gömlu og hefðbundnu
utanríkisstefnu sína. Hættan
var nú orðin svo yfirvofandi
af ógnunum Stalíns, að full-
trúar Bandarikjanna og Kan-
ada hófu viðræður við Vestur-
Evrópubandalagslöndin, og^ í
marz 1949 var Danmörku, fs-
landi, Ítalíu, Noregi og Portú-
gal einnig boðið til viðræðna.
4. apríl 1949 stofnuðu þessi
tólf ríki Atlantshafsbanda-
lagið. Höfuðstöðvar voru
settar á stofn í Paris, og al-
þjóðlegri herstjórn komið á
fót, sem tæki stjómina í sín-
ar hendur, ef til styrjaldar
kæmi. Árið 1952 tengdust
Grikkland og Tyrkland NATO
og Vestur-Þýzkaland 19'55. —
NATO hefur staðizt raunina á
hernaðarsviðinu og í varnar-
málum, og framsókn kommún
ismans í Evrópu hefur verið
stöðvuð. Öðru máli gegnir um
samvinnu NATO-ríkja í efna-
hagsmálum. Samkeppni og
viðskiptalegar andstæður
hafa stundum orðið að hálf-
gerðu verzlunarstríði milli
sumra NATO-ríkja, en við því
var að vísu alltaf búizt. Nú er
útlit fyrir, að takast megi að
vinna bug á ýmsum erfiðleik-
um á þessu sviði, sem áður
voru álitnir óyfirstíganlegir.
Skarpur munur á venjum og
hagsmunum hinna ýmsu að-
ildarríkja tefur þróunina, en
skilningur þjóðanna á því, að
stóraukin samvinna þeirra á
milli. er ekki einungis þeim
fyrir beztu, heldur blátt áfram
lífsnauðsyn.
(Með einkarétti: Mbl. og
Nordisk Pressebureau).
“
Sophia og
Ponti fyrir
rétt
Róm, 17. jan. (AP)
TILKYNNT var i Róm í dag
að kvikmyndaleikkonunni
Sophiu Loren og manni henn
ar, kvikmyndaframleiðandan-
n Carlo Ponti, yrði stefnt
;fyrir rétt fyrir tvíkvæni.
★
Ponti var kvæntur en hann
og Sophia gengu i hjónaband.
IFékk hann skilnað frá fyrri
konu sinni í Mexiko, en þau
giftust á Ítalíu og þar eru
'skilnaðir ólöglegir.
í ágúst 1960 hófst aðstoðar-
'saksóknari Rómaborgar handa
'um söfnun á sönnunum fyrir
’því, að Sophia og Ponti hefðu
gerst sek um tvíkvæni. Hefur
'hann nú krafist þess að þeim
verði stefnt fyrir rétt.
— Athugasemd
Framh. af bls. 9.
málaákvörðun.
Eðlilegast virðist að útgerðar-
maðurinn kaupi það skip, sem
hann ætlar sér að reka og þá
væntanlega af því að hann treyst-
ir sér til þess. Mér virðist aug-
ljóst, að hann verði að fá að ráða
hvers konar skip hann vill kaupa
til framleiðslunnar. Hann er varla
útgerðarmaður lengi nema hann
beri eitthvert skynbragð á þetta
atriði. Hins vegar gegnir að sjálf-
sögðu allt öðru máli um pólitískt
skipaða embættismenn hjá bæjar-
eða ríkisreknum útgerðarfyrir-
tækjum.
En svona hefir þetta ekki geng-
ið til undanfarið. Valið á tækjun-
um hefir að talsverðu leyti oltið
á stjórnmálum, ekki rekstrar-
sjónarmiðum. öflun atvinnutækj-
anna hefir gengið fyrir öllu, rétt
eins og þau skiluðu arði sjálf-
krafa. Hlutverk mannsins hefir
verið stórkostJega vanmetið, og
jafnvel gleymst. Af þessu hefir
leitt mikið tjón og sóun. Opinber-
ar ráðstafamr á sviði efnahags-
málanna eiga að mínu áliti fyrst
og fremst aö miðast við mannina
og frjáls samtök einstaklinganna,
en ekki við atvinnutækin. Þau
eru hjálpargögn. Þetta á sérstak-
lega við i útgerð.