Morgunblaðið - 19.01.1962, Side 16
16
MORCUNBT. 4Ð1Ð
Föstudagur 19. jan. 1962
Barbara James: 4
Fögur
og feig
Hvað er svo sem um það að
•egja?
Þú ættir að fara oftar til borg-
arinnar, og halda þig þar sem
Rory er helzt. Taka þátt í þessum
boðum, sem hann fer í. Fara oft-
ar í leikhúsið.
Ég hef andstyggð á þessum eig-
inkonum, sem eru sí og ae að
flækjast í leibhúsunum og inni í
búningsherbergjum mannanna
sinna. Og ég hef heyrt þig sjálfa
segja sitthvað um það sama.
Kann að vera. En konur, sem
eru annars alltaf úti í sveit og
sleppa mönnum eins og Rory
lausum í borginni, eru að bjóða
vandræðunum heim. Þá kemur
alltaf einhver kisan og festir
klærnar í manninum.
Kannske var þetta allt rétt hjá
henni. Eftir að börnin fæddust
hætti ég við leikstarfsemi, og
kom sárasjaldan að tjaldabaki.
Vissi sem var, að konur, sem gera
mikið að því, eru illa séðar, en
auk þess hafði ég of gaman að
að koma baksviðs í leikhús og
fann þá til saknaðar, er ég minnt
ist daganna þegar ég var sjálf að
leika. Það var leiðinlegt að eiga
ekki þarna heima lengur, og því
tók ég það í mig að koma þarna
sem allra minnst. En ég lofaði
sjálfri mér því einhverntíma, að
þegar börnin væru orðin stór,
skyldi ég taka upp aftur mitt
fyrra starf, en þangað til alls ekki
koma nærri því. Með því að eign-
ast húsið úti í sveitinni, höfðum
við fengið algjöra andstæðu þess
heims, sem Rory starfaði í. Þar
gat hann hvílt sig og jafnað sig
eftir erfiðar sýningar og aðra
vinnu — leikið við börnin —
leikið golf, sem var nýjasta dægra
stytting han, og unniff í garðin-
um. Hann var enginn samkvæm-
ismaður — ekki fyrr en þá ný-
lega — og tók sveitina langt fram
yfir borgina. Vitanlega fór ég
til borgarinnar endrum og eins,
en eins og Vanda sagði: ekki
nógu oft.
Þú átt að vera meira með hon-
um í borginni, var hún alltaf að
klifa. Þessi Crystal er piltatál —
en það ert þú líka. Farðu bara.
Þér verður ekki mikið fyrir að
binda endi á þetta.
Ég er hrædd um, að það sé um
seinan, Vandy, sagði ég.
,Það er nú engin ástæða til að
gefast «pp að óreyndu, sagði
Vandy með miklum ákafa.
Finnst þér ekki? Líttu á þetta:
Horfðu vel á það.
Ég tók upp blaðið og rétti
henni. Hún horfði gaumgæfilega
á það. Já, ég sé, hvað þú átt við.
Þessir karlmenn. Þeir eru hver
öðrum líkur. Og viðbjóðurinn
skein út úr orðunum. Hún gat
líka úr flokki talað. Hennar eig-
in maður hafði yfirgefið hana og
var nú einhversstaðar erlendis,
en hún hafði setið uppi með börn
in tvö. Síðan hafði hún ekki heyrt
frá honum, auk heldur séð hann.
Þetta líður hjá, sagði hún.
Rory fer aldrei að yfirgefa þig.
Ertu viss um það? Aðrir eigin-
menn yfirgefa konurnar sínar og
börnin. Maður les um það dag-
léga.
Ekki Rory.
Ég veit ekki. Ég get að minnsta
kosti ekki talað. við hann framar.
Það er kominn veggur á milli
okkar, sem verður ekki yfirstig-
inn.
Hann yfirgefur big nú samt
sem áður alls ekki. Það finn ég
alveg á mér. Það var eins og hún
væri að reyna að sannfæra sjálfa
sig.
Áttu við vegna barnanna? Og
þráir hana svo seint og snemma.
Nei, þakka þér fyrir.
Hann kemst yfir þetta. Það
gera þeir alltaf áður en lýkur.
Ég stóð upp og gekk um gólf
óróleg. Ég er ekki viss um, að
ég vilji hafa hann með þeim
skilyrðuni. Ef hann þráir hana
svona afskaplega, getur hann
haft hana, sagði ég með ákafa.
Vandy varð hneyksluð. Þú
reynir þó væntanlega að halda í
hjónabandið þitt, þó ekki væri
nema vegna Tims og Júlíu.
Heldurðu kannske, að svona
sýndarhjónaband geti gert börn-
in hamingjusöm? Nei, þau finna
á sér ósamkomulagið milli for-
eldranna, og verða miður sín. Ég
veit, hvað ég er að tala um. Ég
hef reynt það sjálf.
Ég var bara átta ára þegar
mamma dó. Foreldrar mínir rif-
ust aldrei ef ég var nærri, en ég
mundi engu að síður eftir því,
hvað mér leið illa, af því að ég
fann það á mér, að þau voru allt-
af önirg hvort við annað — þótt
ef til vill ekki syði alveg upp úr.
Nei, það er betra fyrir alla hlut
aðeigandi, að segja öllu hreinlega
slitið.
Farðu þér hægt, Rosaleen. Ég
skal alveg játa, að þessi mynd
gefur sitthvað til kvnna, þó að ég
viti ekki 'hvað. Það getur vel ver-
ið ljósmyndablekking. Ljós-
myndavélin getur logið, og það
er engin ástæða fyrir þig að vera
of fljót á þér að draga af þessu
neinar ályktanir. Og þú skalt
heldur ekki láta neina vegg koma
milli ykkar. Gakktu heldur beint
að verki og gerðu þetta upp" við
hann. Það verðurðu að gera.
Ég veit ekki. Það er erfitt. Ég
veit ekki, hvort ég kem mér
nokkurntíma að því að gera upp
við hann.
Það verðurðu nú samt að gera,
endurtók hún.
Ég brosti máttleysislega.
Vandy var nú svo einbeitt. Jæja,
samt hafði hún nú misst manninn
sinn. Ég var alls ekki viss um,
að þessi ráðlegging hennar væri
heppileg — ekki fyrir mig að
minnsta kosti. Hitt vissi ég, að
eitthvað yrði að gera, Það var
‘heimská að láta þetta reka svona
á reiðanum og loka augunum fyr
ir staðreyndunum. Kannske var
þetta líka mér að kenna. Ég hafði
bein kynni af leikstarfsemi, og
mátti því vita, að ef maður er
giftur leikstjörnu, sem allir dá,
var ekki nóg að vera bara ánægð
í hjónabandinu, heldur verður
maður að vera virkur, til þess að
allt geti farið vel. Maður verður
að vera viðbúinn samkeppni.
Maður eins og Rory hlaut alltaf
að umgangast gráðugar konur,
sem létu sér á sama standa þó að
hann væri kvæntur maður. En
hann ætti að hafa mannsmóð í
sér til að standast þær, hugsaði
ég þrjózkulega. Kannske var það
nú samt ekkj svo auðvelt. Rory
gekk í augun á kvenfólki, og
einmitt það var drjúgur þáttur í
velgengni hans. Konurnar höfðu
orðið þess áskynja, að bak við
þe$si snilldarlegu fíflalæti bans
var alvarlegur, margslunginn og
skemmtilega torræður maður. Og
auk þess var eins og persónu-
leiki hans væri rafmagnaður og
það hreif þær ekki hvað sízt.
Hann virtist tiu sinnum meira
lifandi en nokkur meðalmaður,
og aðeins þannig sáu þær hann.
En ég þekkti hann betur og hafði
séð hann í öðruvisi ham — þreytt
an, niðurdreginn, öryggislausan
og sneyddan þessu dásamlega
fjöri. Ég hafði tekið þátt í von-
lesyisköstunum hans. Ég þekti
manninn, sem almenningur fékk
aldrei að sjá.
Hvað ég óskaði, að ég vissi
eitthvað meira um Crystal Hugo.
Ég hafði gert mér þá hugmynd,
að hún væri bara sýningarstúlka
og kannske tilvonandi leikkona,
sem legði vandlega stund á útlit
sitt og með nokkrum árangri.
Hún hafði komið í leikflokkinn,
sem var með ..Sólbruna og sælu“,
fyrir aðeins sex mánuðum, í stað
annarrar, sem forfallaðist, eða
var ráðin í kvikmyndir. Hún
hafði heldur lítið hlutverk i sýn-
ingunni — kom aðeins fram í
tveim ómerkilegum atriðum. En
hún var ógleymanleg- því var
ekki að neita. Rautt hár, hvítt
hörund og krakkalegur vöxtur,
sem var ennbá meir aðlaðandi en
kvenlegar línur. Hárið hékk
kæruleysislega niður á axlir.
Búningurinn hennar var alls
ekki neitt djarflegur, en engu að
síður ögrandi. f seinna atriðinu
var hún sveipuð svörtum hjúp
frá hvirfli til ilja og fallega hárið
var afturgreitt og sett upp í
hnakkanum. svo að háu kinn-
beinin urðu sérlega áberandi.
Hún var engu síður áhrifarík
þarna en í hinu atriðinu. En þetta
var bara ekki nein raunveruleg
kona, heldur árangyrinn af brelli
brögðum leikhússins. Ég hafði
fyllzt fyrirlitningu yfir því, að
Rory skyldi geta orðið hrifinn
af þessu, sem var svo greinileg
gerviframleiðsla. Það gat ekkl
orðið langvinnt, sagði ég við
sjálfa mig og ég hafði orðið reið
yfir því, að hann skyldi geta far
ið að fórna hamingju okkar fyrir
augnablikshrifningu.
Ég hafði þá verið að blekkja
sjálfa mig. Ég hefði átt að vita
betur. Og kannske hafði ég líka
gert það, en ég var furðu lítið
siegin þó að ég ýrði reið við
Crystal og fyrirliti hana. Ég hefði
átt að geta séð greind eða ein-
hvern annan óræðan eiginleika í
þessu andliti, sem var svo eftir-
tektarvert. Ég hafði ekki hitt
hana nema einu sinni, rétt
snöggvast, á einhverri viðhafn-
arsamkomu. Þá var hún í hvítum
silkikjól og með hvítan ref. Hún
talaði hásum rómi, sem ég álykt-
aði, að hún hefði haft mikið fyrir
að æfa, af því að hún hefði lesið
einhversstaðar, að svona málróm
ur tilheyrði hennar útliti.
X- X- *
GEISLI GEIMFARI
>f X- >f
>— Jæja, misstu ekki stjórn á sjálf- — Farið frá læknir, við erum að
— Ef það er rétt vil ég fá vemd!
om þér læknir. Mundu að ég hef leita að Pétri
Fyrir tvöfalda Gjörið svo vel að leita vandlega
auga með þér!
morðtilraun. Við vitum að hann er herrar mínir!
U — Hvað.... ?
hér!
SKltltvarpiö
Föstudagur 19. janúar
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku. J
13:25 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl — 16:00 Veðurfregnir. —
Tónleikar — 17:00 Fréttir
Endurtekið tónlistarefni).
17:40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku.
18:00 „£>á riðu hetjur um héruð“: Guð
mundur M. Þorláksson talar um
feðgana Ólaf pá og Kjartan.
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Harmonikulög.
19:00 Tilkynnir ^ar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt : íál (Bjarni Einarsson
cand. mag.).
20:05 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds
son og Tómas Karlsson).
20:35 Frægir söngvarar: X: Heinrich
Schlusnus syngur.
21:00 Ljóðaþáttur: Einar Ólafur Sveins1"
son prófessor les kvæði eftir
Jónas Hallgrímsson.
21:10 Píanótónleikar: Svjatoslav Rikht
er leikur Fantasiestticke op. 12
eftir Schumann.
21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus^
ar“ eftir J. B. Priestley; V.
(Guðjón Guðjónsson).
22:00 Fréttir og veðurfregnir
22:10 Um fiskinn (Thorolf Smith frétU
maður).
22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist.
Útdráttur úr óperettunni ,.Gs.la
thea in fagra“ eftir Franz von
Suppé (Elisabth Roon, Waide-
mar Kmentt, Kurt Preger og
Otto Wiener syngja með xór og
hljómsveit Ríkisóperunnar í Vín
arborg. Stjórnandi: Anton Paul-»
ik. Jón n. Kjartansson kynnir
verkið).
23:30 Dagskrárlok.
Laugardagur 20. janúar
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:56 Óskalög sjúkilnga (Bryndís SigUT
jónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fréttir)
15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson)
16:00 Veðurfregnir, — Bridgetþáfctur
(Hallur Símonarson).
16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalda*
son).
17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Ey
jólfur Haraldsson stud. med. vel
ur sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynning á dag
skrárefni útvarpsins.
18:00 Útvarpssaga barnanna: ,Nýja
heimilið“ eftir Petru Flagestad
Larssen; II. (Benedikt ArnkeJs-
son).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Tómlistarþáttur barna og ungl«
inga (Jón Pálsson).
18:55 Söngvar í léttum tón.
19:10 Tilkynningar — 19:30 Fréttir,
20:00 Léttir kvöldtónleikar:
a) Karlakórinn Fóstbræður
syngja þrjú bandarísk lög.
Söngstjóri: Ragnar Björnsson,
Einsöngvarar: Kristinn Halls*
son, Erlingur Vigfússon og
Gunnar Kristinsson. Píanóleilc
ari: Carl Billich,
b) . Capitöl sinfóníuhljómsveitin
leikur bandarísk hljómsveitar
lög; Carmen Dragon stj.
20:30 Leikrit: „Tanja” eftir AlekseJ
Arbuzoff. Höfundur útvarpshand
rits: David Tutajev. Þýðandij
Halldór Stefánsson. — Leikstjórij
Baldvin Halldórs. Leikend: Helga
Bachmann, Helgi Skúlason, F3osi
Ólafsson, Helga Valtýsdóttir, Jón
Sigurbjörnsson, Jóhanna Norð«
fjörð, Nína Sveinsdóttir, Anna
Guðmundsdóttir, Þorsteinn Ö,
Stephensen og Jóhann Pálsson*
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 I>orradans útvarpsins: M.a. leik«
ur hljómsveit Guðmundar Finn^
bjömssonar fyrir dansinum ný
íslenzk lög. Söngfólk: Huda Em
ilsdóttir og Sigurður Ólafsson,
02:00 Dagskrárlok.
Hann vann /
HafifuýuEtti
HÁSKÓLANS