Morgunblaðið - 25.04.1962, Side 3

Morgunblaðið - 25.04.1962, Side 3
MiðviKudagur 25. apríl 1962 MORGVNnr JIÐIÐ 3 jinn fljúgandi“ om á skírdag ; A SUMARDAGINN fyrsta hafnaði togarinn Karls- efni sig hér við Faxagarð í hópi hinna mörgu, sem nú liggja við landfestar sökum verkfallsins. Menn voru í spaugi farnir að nefna togarann „drauga- skipið'* og líktu Halldóri skipstjóra Ingimarssyni við „Hollendinginn fljúgandi", því ógerningur var að hafa samband við skipið. Ekki leiddi það þó til neinna skiptapa þótt Karlsefni bæri fyrir á miðunum, sem fyrir kom nokkrum sinnum, líkt og þegar hinn fljúgandi Hol- lendingur leið um höfin. Menn bjuggust við hátíð- legri viðhöfn er þetta glat- aða skip kæmi til hafnar, enda var mikill fjöldi fó'lks á bryggjunni. Hitt höfðu menn grun um að leynt ætti að fara þegar „syndaselur- inn“ tæki höfn. Ekki kom þó til fólkorr- ustu né neinna grimmilegra átaka, þótt „stórlaxar“ sjó- mannafélagsins og Dagsbrún- ar væru mættir á staðnum. Einhver frómur maður tjáði okkur að þriðjungur skipsmanna væru félagsmenn í Dagsbrún, þriðjungur í sjómannafélaginu og þriðj- Forvígismenn Sjómannafélags Reykjavíkur ræða við trún- aðarmann félagsins (með hattinn) um borð í Karlsefni. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.) Nýi björgunarbáturinn á bátadekki Karlsefnis. ungur ófélagsbundinn. Út- gerðarstjórinn tjáði okkur hins vegar að ekki stæði á því hjá félögunum að inn- heimta gjöld skipverja og taldi hann því að þeir myndu að minnsta kosti gjaldskyld- ir hvort sem þeir væru að öðru leyti félagsmenn eða ekki. í>að vill eins og kunn- ugt er vera allur gangur á þeim réttindum er til kosn- inga kemur. ★ Þeir Jón Sigurðsson og Pétur Sigurðsson, stjórnar- menn í sjómannafélaginu, tóku trúnaðarmann félagisins, sem er bátsmaður á skipinu, tali er þeir voru komnir um borð og boðuðu skipsmenn á sinn fund. Ekki er okkur kunnugt um hvaða niður- staða hefur orðið af þeim fundi. Þeir Eðvarð Sigurðs- son og Guðmundur J. Guð- mundsson fóru einnig á fund sinna manna. Guðmundur sagði okkur í óspurðum fréttum að tveir Dagsbrúnarmenn væru um borð. Hins vegar hafði hann aðaláhuga á að segja okkur Mbl.-mönnum að það hefði verið lágkúrulegt af okkur að geta þess í fréttinni um sölu skipsins, sem var met- sala, að hlutur háseta af söl- unni hefði verið 15 þúsund krónur. Við veltum því fyrir okkur hvort fjölskyldum þess ara sjómanna finnist þá ekki lágkúrulegt að nota þessa peninga sér og sínum til framdráttar meðan fyrirvinn- urnar hafa ekki annað fyrir stafni en bíða þess að skipin verði leyst á ný. ★ Næst héldum við upp í brú togarans og hittum þar skip- stjórann, Halldór Ingimars- son, og útgerðarstjórann, Ragnar Thorsteinsson. Hall- dór sagði að ekkert væri um þessa ferð _að segja, annað en skipverjar hefðu verið henni allir samþykkir, annars hefði hún ekki verið farin. Útgerðarstjóri vildi bjóða blaðamönnum veitingar um borð í skipinu, en Halldór mótmælti því. Við gátuyn okkur þess til að hann myndi hafa verið búinn að fá nóg af skeytunum, sem við létum rigna yfir hann meðan hann var í hinni dularfullu veiði- för. Síðast skoðuðum við hinn glæsilega björgunarbát, sem nú hefur verið komið fyrir á bátadekkinu og er það hinn þekkilegasti gripur. Þannig fór um sjóferð þá. mtmmvmmi « niV| Rússneskir listamenn í Austurbæjarbíói Tveir stjórnarmenn Dagsbrúnar og formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur ganga um borð. SKRIFSTOFA skemmtikrafta efndi til skemmtunar í Austur- bæjarbíói sl. sunnudagskvöld, þar sem eingöngu komu fram ungir rússfleskir listamenn, þeg- ar frá er talinn kynnirinn, sem er rammíslenzkur, eða nánar til- tekið hinn vinsæli fyrrv út- varpsþulur Pétur Pétursson. Skemmtiatriðin voru 12 og skipt- ist þar á söngur og dans og hljóðfæraleikur. Hófst skemmt- unin með einleik á píanó. Er píanóleikarinn ungur maður, Sergey Schrynchenko. Lék hann fjrrst þrjú lög, meðal þeirra Fantasía Impromtu eftir Chopin og svo aukalag Arabeske eftir Schumann. Var leikur þessa unga listamanns mjög athyglis- verður. — Þá dansaði ballett- dansmærin Nelly Navassardova frá Stanislavsleikhúsinu í Moskvu tilbrigði úr ballettinum „París brennur". Ennfremur dansaði hún ásamt Khadsinsel Varsyen armenískan dans. Voru þessir dansar mjög skemmtilegir og stígnir af mikilli list Ein- söngvarar voru Maja Kochan- ova, Kalusatur-Sopsan frá Stan- islavsleikhúsinu og bas-baryton- söngvarinn Borris Masoun frá Fílharmoníufélagi Novosibrisk. Söngkonan er mjög ung, líklega innan við tvítugt og hefur Koluratur-sönginn alveg furðu- lega á valdi sínu. Hins vegar tókst henni ekki eins vel í til- brigðalausum söng, t. d. Ave Maria Schuberts. Masoun hefur fallega og þróttmikla rödd: og flytur lögin með svipbrigðum og látbragði eftir því sem við á. Er sjaldan að slíkt sést hér, því að okkar ágætu menn eru oftast óþarflega „stífir" einsöngvarar. Framh. á bls. 13. STAKSTEIiVAR Öllu snúíð öfugt Tíminn birtir á sumardaginn fyrsta forystugrein um störf síð asta Alþingis og kemst þar m. a. að orði á þessa leið: „Gengismálin voru aðalmál ^ þingsins og settu mestan svip á það. Að vísu hafði þingið mörg önnur mál til meðferðar, en nær öll fjölluðu um minniháttar breytingar á eldri lögum, eins og t. d. aðstöðugjald í stað veltu útsvarsins. Engin meiriháttar umbótamál voru tekin til af- greiðslu“. I þessum orðum aðalmál- gagns Frair.sóknarf lokksins er öllu snúið öfugt. Því fór víðs fjarri, að gengismálin settu mestan svip á síðasta þing. Það voru hin fjölmörgu umbótamál, sem ríkisstjórnin og stuðnings- menn hennar beittu sér fyrir, sem fyrst og fremst mótuðu svip mót þessa þings. í umræðunum um gengismálin sannaðist það, svo að eigi varð um villzt, að gengisbreytingin sl. sumar var óhjákvæmileg afleiðing af hin- um miklu kauphækkunum, sem Framsóknarmenn og kommún- istar beittu sér þá fyrir. Leið- togar stjórnarandstöðunnar ját- uðu það hreinlega, að kaup- hækkanirnar hefðu stöðvað út- flutningsfram.leiðsluna, ef ekki hefðu komið til jafnvægisráð- stafanir ríkisstjórnarinnar. Vinstra samstart Enda þótt meiri glundroði og upplausn ríki í röðum hinna svokölluðu vinstri flokka en nokkru sinni fyrr, hefur þeim þó tekizt að komast að sanv komulagi um sameiginleg fram- boð á einstökum stöðum úti um land. Á nokkrum stöðum eru Framsknarmenn og kommúnist- ar í náinni samvinnu og á öðrum hafa Framsóknarmenn, kommúnistar og Alþýðuflokkur inn náð samkomulagi um sam- eiginlega lista. Mörgum mun finnast harla einkennilegt að sjá Alþýðuflokk inn í sálufélagi við kommúnista og Franvsóknarmenn á einstök- um stöðum í þessum bæjar- stjórnarkosningum. — Reynsla hans af vinstra samstarfinu á tíma vinstri stjómarinnar var sannarlega ekki glaísileg. — Vinstra samstarfið var nærri þvi búið að ganga að Alþýðu- flokknum dauðum. Hér í Revkjavík var fylgi hans komið niður í 2800 atkvæði í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum, og hann fékk aðeins einn bæjar- fulltrúa kjörinn. Einu sinni átti Alþýðuflokkurinn sex bæjar- fulltrúa í Reykjavík. Alþýðuflokkurlnn hætti við að deyja En um leið og Alþvðuflokk- urinn losnaði við vinstra sam- starfið og sá.lufélagið við komm únista og Framsókn, stórjókst fylgi hans í höfuðborginni. Hann hætti við að deyja. Það sást greinilegast af Alþýðukosningun um, bæði sumarið 1959 og i haustkosningunum það ár. Á stöku stöðum úti á Iandi virðast Alþýðuflokksmenn ekki hafa gert sér ljósa þá hættu, sem samstarfið við kommúnista hefur í för með sér fyrir flokk þeirra. En um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að yfir- gnæfandi meirihluti fólks í Al- þýðuflokknum fyrirlítur koirm- únista og hefur hina mestu and- úð á allri samvinnu við þá. Mikill fjöldi Alþýðuflokksfólks hefur einnig ríka andúð á Framsóknarflokknum, enda er reynsla Alþýðuflokksmanna af samstarfi við hina gömlu mad- dömu ekki glæsileg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.