Morgunblaðið - 10.07.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVyBLAÐlÐ Þriðjudagur 10. júlí 1962 ____ Alexander Fullerton ^ Guli Fordinn miynd haít um, að þarna væri nokkur maður. Ég varð hissa — því að ef hann var bara að sækja eitthvað^ hversvegna lokaði hann Þá að sér? En þá heyrði ég skröltið i ræsinum og svo suðið i vélinni, og mér datt 1 hug: Ha-nn ætlar að færa bílinn yfir að herberginu sínu. Annaðhvort vegna þess, að þau hafa ákveðið að fara af stað strax, eins og ég ætla að gera, eða þá vegna þess, að hann gietur eikki sofið Og er nú að búa sig undir að geta farið af stað eldsnemma. Það þótti mér skrítið, að hann skytldi ekki kveikja á ljósunum. Ég heyrði að bíllinn tók áð hreyf asf, og ég bjóst við, að hann mundi snarbeygja og aka upp að húsinu. En þess í stað 6k hann í stóran boga og út á veginn, hæigt og hægt, og enn ljóslaus. Nú varð ég alveg steinhissa — ég vissi að Lessing var einn; svo vel hafði ég séð til ferða hans. Til hvers var hann að leggja af stað einn og skilja Jane eftir? Líklega hefur það sem ég yar þejjar búinn að hugsa mér af efni skáldsöigunnar minnar, ýtt undir ímyndunarafl mitt, því að mér duttu samtímis í hug ýmsar fáránlegar skýringar: að hann hefði rifizt við Jane og ætlaði nú að skilja hana eftjr og láta hana _ bj a-rga sér eins og bezt gengi — að hann hefði uppgötv- að samband ok’.car Og ætlað nú að losa sig við allt saman á sæmi lega virðulagan hátt: skilja eftir bréf þar sem hann óskaði oikkur til hamingju. Eða, að hún hefði sagt honum upp alla söguna og hann gengið út í ölvímu til að stytta sér aldur. Hann þurfti eikki langt að fara til þess, því að skammt þarna frá var djúpt gil með háum hömrum, sem við höfð um farið fram hjá í gær.. Allax þessar skýringar voru nú nokkuð langt sóttar..en þetta voru líka undarlegar aðfarir hjá honum. Þegar hann var kiominn að að- alveginum, sneri hann til hægri. Ég hljóp upp í minn bíl og elti hann, í svo sem hundrað rnetra fjarlægð. Ég kveikti efcki ljósin, enda sá ég, þegar út á veginn kom, að hægt var að komast af með það litla tunglsljós sem var. Ég sá því vel til hans og hvert sem hann kynni að ætla, var það ekki aftur til Njawa. Eftir góða stund beyigði hann út af veginuim til vinstri og ók að því er virtist, inn í kjarrið. Ég ók enn lítinn spöl áfram, stanzaði síðan og stakk höfðinu úf um gluggann og hlustaði. Ég gat enn heyrt suðuna í Fordin- um, en það smádró úr henni, svo að ég gat af því ráðið, að hann hefði ekki stanzað heldur væri að aka eftir einhverjUm mjóum stíg. Þó mundi ég ekki, að neinn slík- ur væri merktur á kortið. Ég ók áfram lötunhægt þar til ég var kiominn svo sem fjörutíu metra frá staðnum þar sem hann hafði beygt þá stanzaði ég undir stór- um trjám, sem skyggðu á mig. Ég skreið út og lokaði á eftir mér en gætti þess vel að láta ek'ki hurðina skella í, svo gekk ég með vegarbrúninni en alltaf í skugganum af runnunium. Trén urðu gisnari til vinstri og nú sá ég staðinn þar sem LeJsin-g hafði beygt út af vegin- um. Þarna var efcki einu sinni stígur, heldur aðeins rjóður milli runnanna og jörðin þýfð, en þó flöt. Ennþá hafði ég enga hug- mynd um, hrvað hann gat verið að vilja þa-rna, en var spenntur að geta komizt nær honum og að því. Ég stanzaði rétt áður en kom út úr runnunum og horfði inn í þá. En þar var ekfcert að sjá, nema greinarflækjurnar und ir tunglsbirtuna. Nú var dauða- þögn og ekki nokkurrar hreyf- ingar vart, svo að Lessing gæti eins vel verið tvö hundruð metra frá mér eins og tuttugu. Ég leit á stíginn, ef stíg skyldi kalla og gat mér til um í hvaða átt hann lægi. Svo sn-eri ég mér aftur inn í runnana og mjakaðist varlega áfram. Ég var kominn nokfcur skref, þegar þöginin var allt í einu rofin, svo að ég hrökk við og mér leið illa. Fyrst hafði komið snöggt en sterkt hljóð úr bílflautu. en þegar það þa-gnaði heyrði ég Lessing kalla hátt, ein- hversstaðar frá hægri. Ég heyrði ekki nein orð, en það var enginn vafi á, að það var hann, sem h-afði kallað. í næsta vetfangi var ég blindaður af sterkum, hvít- um ljósum — bílljósum, sem komu út úr runnun-um beint fram undan mér og lýstu upp allt svæðið þarna í kring. Ég fleygði mér til jarðar eins og skotinn héri og þóttist viss u-m, að Ijósið kæmi frá bil Lessings, og eins hitt, að annaðhvort hefði hann séð mig og skellt á mi-g ljósun- um, eða þá skellt þeim á og þá séð mig áður en ég fleygði mér niður, en þegár ég var laigztur og lá þ-ama á jörðinni með ákaf- an hjartslátt, á-ttaði ég mig á því, að ljósið gat alls ekki komið frá Lessings bíl, nema mér h-efði þá algjörlega misheyrZt þegar hann kallaði, því að það kall fannst mér áreiðanleg-a koma frá hæ-gri,. en hinsvegar hafði flautið komið úr sömu átt og ljósin nú. Frá hægri hlið heyrði ég nú vélina í bíl fara í gang. Ég gat heyrt bílinn hreyfast, en mjög hæigt yfir ýfða jörðina. Ljósin tfyrir framan mig slokfcnuðu, en í þeirra stað komu tvö lítil. Ég beið þar sem ég var kominn, gratfkyrr með sáran verk í vinstra hnénu, þar sem þyrnir hafði rifið það ixm leið Og ég datt. Þetta var eins og spjóts- stunga. Nú sá ég Ijósin á Lessings bíl, en þó dauf, því að runnurinn skyg-gði nokfcuð á þau, og nú færðust þau nær hinum ljósun- um. Þegar þau voru næstum kom in saman, hurfu sjáltf Ijósin — Lessings bíl — og é-g sá, að hann hafði snúið þeirn undan og frá mér. En svo kornu þau aftur með fullum Érafti svo að ég fór að verðá hræddur um mi-g, þax eð runnarnir voru þarna mjög gisn- ir og engin tré sem nokfcuð kvað að.. En jafnframt lýstu þau upp heljarstóran vörubíl með sama nafninu á Og ég hatfði áðu-r séð tvisvar. Það var nafnið á þessu flutningafyrir,tæki, sem Jane sagði mér, að Lessing héfði ný- leg-a stofnað. Lessing steig út úr bílnum sín- um og ég heyrði hurðina skella, en svo sá ég hann ganga fram fyrir bílinn og það greinilega, þegar hann gekk gegn um Ijósin og áleiðis að vörubílnum. Öku- maðurinn á honum kom nú líka út og gekk til Lessings, og svo stóðu þeir og töluðu saman í bjarman-um frá Ijósinu. Loks sneru þeir sér báðir í senn og þriðji maðurinn kom til þeirra. Enga hugmynd hef ég um, hvað- an hann kom, hann birtis-t bara allt í einu og hefði eins vel get- að dottið úr tré. Hanh var í rifn- um oig skítugum fötum og hafði ei-tthvað í hendinni, sem líktist ískyggilega riffli. Þegar hér var komið var ég kominn að þeirri niðurstöðu, áð Lessing notaði þetta flutninga- fyrirtæki sitt við einhversfconar smygl. Það hlaut að vera talsvert stórvaxið smygl, annars hefði haifn ekki þurft að nota hús- ga-gna-bíla til flutninganna, en ég gat samt ekki almennilega skilið hvaða erindi vopnaður maður Játti þarna. Mig langaði að kom- ast nær þeirn til þess að getá séð hann og svo heyrt hvað þeir voru að tal-a um, svo að ég fór að sniglast eins og ormur í áttina til þeirra, einu leiðina, sem hu-gs- anleg var, því að annars hefði ég fengið bílljósin beint í augun. Ég skildi ekki, hvaða til-gang Lessing hafði með því að láta þau loga — en ég mundi va-fa- laust komast að því, áður langt um liði. En svo var líka önn-ur spurning í hug-a mínum, sem var mikiivægari, áleitnari og öl-l stærri í sniðum: Vissi Jane uim þetta? Var þetta etf til vill ástæð- an til þess, að hún vildi hafa mig í hæfilegri fjarlægð. Væri svo, gæti allt, sem hún hafði sagt mér, verið hauig-alygi og undansláttur og þá vissi Lessing mætavel að hún væri að blekkja mig! Ég var því alvaniur frá Bu-rma að fara um flókið kjarr, en vi-t- anlega var ég farinn að ryðga atftur í þeirri íþrótt. Ég var nú aðeins kominn hál-f-a leiðina og Lessing var að tala við manninn með riffilinn, því að bílstjórinn hafði gengið að vagni sínum og va-r horfinn sjónu-m mínum. Ein- hver var að koma út úr skógin- um handan við rjóðrið, inn í bjarmann frá ljósunum. Ég lagð- ist sem lægst og stuiddist framan á olnbogana og horfði é. Þessi m-aður, sem nú kom fram, var innlendur. Hann var stór- vaxinn og bar svipu í hendi — hreinustu manndrápssrvipu, sem þar í landi er kölluð sjamboik. Hann stanzaði, er hann kom út úr kjarrinu, horfði á mennina við bílinn og lyfti svo armi með svipuna í hendinni; það átti víst að ver-a einskonar kveðja. M-aður inn með riffilinn æpti eitthvað til hans, sveiflaði hendi og benti á flutningabílinn. Á méðan var Lessing að kveikja í eirahverju, sem ég hélt að væri vindlin-gur, en þegar reykurinn ba-rst frá, sá ég, að það var smávindill. Stóri Afríkumaðurinn sneri sér nú frá þeim Og í áttiraa, sem hann hatfði komið úr og ætpti einhverja skipun, sem mér heyrð ist vera á Cwahiliméli. Siðan kom hann inn á miðjan bjárta blettinn og sveitflaði þar srvip- unni eins og montpriki og horfði á þá tvo, sem við bílinn stóðu. Þegar ég segi f-rá þessu, kemur yfir mig sami hryllingurinn og þegar ég horfði á það. Ég lá þarna með andlitið aðeins eitt fet upp frá ryfcinu og horfði á lest aí hlekkjuðum þrælum, sem stauluðust út úr kjarrinu inn í birtuna. Ljósið gerði þeim glýju í augu og þei-r reyradu að bera hendurnar fyrir til þess að hlífa þeim, en um únliðina á þeim voru járnkeðjur og eins um mitt- ið, mjóar keðjur, sem voru fest- ar í aðra digrari, sem lé eftir endilangri tvöfaldri halarófunni, milli kvennanna. Þetta voru allt X- X- * — Það er Tamik, horfni vísinda- maðurinn frá Aspen. Seinna.... GEISLI GEIMFARI — . Reynið að muna, Tamik.. Hvað gerðist í gærkvöldi? — Ég man það ekki, Geisli höfuðs- maður. Það síðasta, sem ég man er Xr X~ X- að ég fór að sofa. Hvernig ég komst út á götuna, þar sem þið funduð mig.... Það get ég alls ekki munað. konur, uragar stúlkiur, sem voru fesfcar við keðj-una á víxl, þannig að en-gar tvær gengu hiið við hlið. Marigar þeirra virtust svo uppgefnar, að það var því li'kara, að keðjan drægi þær áfram en að ’þær gengju á fótunum: Ég heyrði máske í þeim og sá hvernig svit- inn perlaði á hönmdi þeirra í sterkri birtu-nni. Hendurnar igripu máttleysislega í keðjumar, rétt eins og þær væru að reyna að létta þunga þeirra af líkam- anum. Þama voru tveir verðir auk þess, sem ég hafði þegar séð og báðir með svipu í hendi. Þegar sá fyrsti reiddi til höggs og lamdi þrælana á bert hioldið, fór stuna um allan hópinn, eikki fyrst og fremst um þá, sem barin hafði verið, því að hún virtist helzit vera meðvitundarlaus. Less ing stóð hinn rólegasti og reyk-ti smévindilinn sinn og reyk-u-rinn liðaðist upp í lof-tið. Þessar stun- ur kvennanna höfðu reitt verð- ina' til reiði og tvö svipuhögg féllu í viðbót, og ég kipptist sjáltf ur ti-1 og neyddist til að flýta mér að líta undan. Það leið ein mínúta og mér fannst jörðin skjálfa og titra, en svo kyrrðist hún aftur og ég gat hert mi-g upp í að líta upp aftur. Nú sá ég aðeins tvo öftustu þræl- ana, sinn hvorum megin við keðj una, því að hinir voru ^>egar horfnir inn í vagninn, og höfðu líklega verið reknir upp eftir sfcábrettinu, sem ég sá aftur atf honum. Lessing stóð þarraa enn SHUtvarpiö Þriðjudagur 10. júlí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónl. 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. .— 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleiikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir. tilkynn* ingar og tónleikar. — 16.30 Vfr. 18.30 Harmonikulög. — 18.5Q Tilkynn* ingar. — 19.20 Veðurf regnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Flautusónata í e-moll eftir Bach (Jean-Pierre Hamp- al leikur á flautu, Robert Veyr- on-Lacroix á sembal og Jean Huchot á selló). 20.15 Erindl: „Sendiherra Indlands'* (Grétar Fells rithöfundur. 20.40 Tónleikar: Sinfónía í C-dúr (Jenu-hljómkviðan) eftir Beet- # hoven (Fílharmoníusveitin í Leipzig leikur; Roif Kleinert st j). 21.05 íslenzkt tónlistarkvöld: Baldyr Andrésson talar um Inga T, Lárusson og fleiri austfirzk tón- skáld og kynnir verk þeirra. - 21.45 íþróttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Ólafur Vignir Albertsson). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. júlí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. -- 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar.. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: TónleiRar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillc. .— Tónleikar. — 16.30 Veðurfr, • Tónleikar. — 17.00 Fréttir. -• Tónleikar. 18.30 Óperettulög.— 18.50 Tilkynning- ar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Harmonikumúsik: Mogens Elle- gaard leikur létt-klassísk lög. 20.20 Erindi: Flensborg í Hafnarfirði (Stefán Júlíusson rithöcfundur). 20.45 Tónleikar: „L’Arlesinne", svíta pr. 1 eftir Bizet (Konungl. fíl- harmoníusveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar). 21.05 „Fjölskylda Orra‘*. fimmtánda mynd eftir Jónas Jónason, — Leikendur: Guðbjörg I»or- bjarnardóttir, Ævar R. Kvaran, Halldór KarLsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Richard Sigurbald-* ursson og Valdimar Lárusson. Höfundur stjómar flutningi. 21.30 Létt þýzk lög: Karl Glogowsky . og karlakór syngja. 21.45 Ferðaþáttur frá Englandi: Einap M. Jónsson skáld segir frú gömlu konungshöllinni. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson**, eftir I>orsteín £>. Þorsteinsson; IV. (Séra Sveinn iVíkingur). 22.30 Næturhljómleikar: Dr. Hallgrínt ur Helgason kynnir hollenzka nútímatónlist; 1. kvöld: Tvð verk eftir Villem Pijper^ þ.«, þ*e. Sinfónáskar stökur og Kon- sert fyrir fiðlu og hljómsveit (Concertgebouw hljómsveitin f Amsterdam og holLenzka út« va rpshlj ómsveitin í Amsterdam leika. Stjórnendur; Eduarxf van Beinum og Bernard Hai* tinik. Einleikari á fiðlu: Tknem Okxf). 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.