Morgunblaðið - 30.09.1962, Blaðsíða 13
/ Sunnudagur SO. scpt. 1962
MORGVISBLAÐIÐ
13
r
Djilas var .sanntrúaður komm-
únisti, sem sá sjeluríkið í hilling-
um. Hann fór margar sendiferSir
fyrir flokk sinn til Kreml, þar
sem hann átti viðræður í innsta
hring ráðamanna. Smátt og smátt
gerði hann sér samt ljóst, að í
reynd var það kerfi, sem hann
hafði helgað starfskrafta sína,
einhver ógnarlegasta samfylk-
ing, sem sögur fara af.
Hann sneri baki við kommún-
ismanum og hefur gert það, sem
í hans valdi hefur staðið, til að
aðvara þjóðirnar, þótt hánn hafi
orðið að sæta fangelsunum fyrir.
Afstaða
Islendings
Þeir, sem í dag berjast fyrir
því að hneppa þjóðir sínar í þræl
aömsviðjar kommúnismans, geta
ekki afsakað sig með því, að þeir
viti ekki, hvað þeir eru að gera.
Svo mörg og augljós eru dæmin
um ógnirnar, serrt þær þjóðir búa
við, sem orðið hafa hinni rúss-
nesku heimsvaldastefnu að bráð.
Ljósasta táknið er þó fangelsis-
múrinn í Berlín, sem sjálfsagt
tnun um allar aldir verða látinn
standa að verulegu leyti, sem
minnisvarði um það, hve langt 1
Harmleikur við munnn
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugaxd. 29. sept.
kúgarar 20. aldarinnar gengu 1
mannfyrirlitningu og ofbeldis-
hneigð. En þessu tákni kommún-
ismans lýsir maður, að nafni
Steinþór Guðmundsson á þessa
leið í kommúnistamálgagninu
hér á landi:
„Engu að síður gengur enginn
þess dulinn að þarna er á ferð-
inni mikilfenglegt tákn dulinna
krafta og æðisgenginna átaka.
Gerð múrsins í svo skjótri svip-
an, sem hún fór fram, er meira
afrek en svo, að örmagna þjóðar-
brot sé þar að verki. Múrinn er
auðvitað engin girðing um þræla
kistu eins og Morgunblaðið hefur
látið sér um munn fara“.
Hér á landi halda sumir því
fram að íslenzkir kommúnistar
séu önnur manngerð en skoðana-
bræður þeirra erlendis. Pegar til
kastanna kemur sýnir það sig
samt, að þeir beygja sig ætíð í
auðmýkt fyrir athöfnum hús-
bændanna, eins og maður sá, sem
hér er vitnað L
„Freistingin var
frá þeim tekin44
Steinþór Guðmundsson reynir
síðan að réttlæta gerð múrsins,
og lætur sig hafa að bæta við
eftirfarandi:
„En fullyrt er að yfirleitt hafi
almenningur í D.D.R. (Austur-
Þýzkalandi) orðið því feginn, að
freistingin var frá þeim tekin og
andi léttar en áður“.
Vera má að það sé rétt, að
menn mögli síður eftir að síð-
ustu útgöngudyrum er lokað og
þeir gera sér Ijóst að þeim er
ætlað lífstíðarfangelsi. Þeir eru
þá sjálfsagt ekki lengur með hug
ann við „freistingarnar".
En hin tilvitnuðu orð lýsa hug-
arfari kommúnista hvarvetna.
Þeir líta á manninn sem verk-
færi, sem til þess eins lifi að
þjóna duttlungum valdhafanna.
Það er æskiiegt að taka frá þeim
„freistinguna" að lifa eigin lífi.
Það á að birgja þeim alla útsýn
til frelsisins svo að þeir láti um-
yrðalaust að stjórn.
ísland og Kúba
Kommúnistar hér á landi gleðj
ast ekki einungis yfir Berlínar-
múrnum. Þeim finnst líká gott
til þess að vita að á eylandi á
vesturhveli jarðar hefur þjóð ein
verið svift frelsi sínu og teknir
upp kommúniskir stjórnarhættir
kúgunar og morða. Þeir fara ekki
dult með aðdáun sína á harð-
stjórn Castro.
Þeir reyna m.a.s. ekki að mót
mæla, að takmark þeirra sé eitt
og aðeins eitt, þ. e. a. s. að búa
íslenzku þjóðinni sömu örlög og
hinni kúbönsku. Sumir eru að
vísu eins og Castro látnir afneita
því að þeir séu Joommúnistar á
meðan hryðjuverkin eru undir-
búin, en mundu sjálfsagt eins og
hann monta af því eftirá, hve vel
þeim hefði tekizt að dulbúast og
fá til liðs vxð sig nytsama sak-
leysingja.
Kúba er orðin víghreiður heims
kommúnismans, en þar við er
ekki látið sitja. Rússar hafa hug
á að nýta í sína þágu auðlindir
lands og sjávai', og nú hafa þeir
látið leppa sina á Kúbu „senaja“
úm hafnargerð í þágu rússneska
flotans. •
Rússnesk höfn
á Islandi
Naumast myndi komm(mistar
hér á landi verða svifaseinni en
Castro að afhenda Rússum þá
aðstöðu, sem þeir æsktu. Þá
mundu íslenzkar hafnir ekki ein
ungis opnar rússneskum herskip-
um, heldur líka fiskiskipaflota
þessara yfirgangsmanna.
Hætt er við að fljótlega myndi
þá gleymast að til væri nokkuð,
sem héti íslenzk landhelgi. Rúss-
unum mundi heldur ekki finnast
ósanngjarnt að þeir fengju að
hirða þessa þyrsklinga hér við
landið fyrir það að verja okkur
gegn auðvaldssinnum.
Sjálfsagt finnast mönnum slík
ar aðgerðir fjarlægar, en þVí mið
ur er sannleikurinn sá, að ná
kvæmlega þetta hefur hvarvetna
hent, þar sem tekizt hefur að
svíkja þjóðirnar undir yfirráð
hins gíruga Kremlválds. Og menn
mættu líka gjarnan minnast
þeirra orða Masaryks, utanríkis
ráðherra Tékka, skömmu áður
en byltingin var gerð þar í landi,
að slíkir hlutir gætu gerzt annars
staðar, en ekki í hans landi, því
að þar væru kommúnistar önnur
manntegund. Honum skjátlaðist
því miður, og svo hefur farið um
marga aðra góða menn.
Hagnýting
hitaorku
Útlendinguin, sem hér koma,
verður flestum starsýnt á hverina
og gufuorkuna. Menn minnast
undrunar- og aðdáunarsvipsins á
andliti Ben-Gurions, þegar hann
var myndaður við gufuholu
Hveragerði fyrir skemmstu. Og
menn minnast aðdáunar Churc-
hills, þegar hann kom hér á styrj
aldarárunum.
Útlendingarnir undrast fyrst,
að við skulum hagnýta hverina til
upphitunar, en þegar þeim er tjáð
hve auðvelt það er, undrast þeir
fremur að ekki skuli meira að
gert til að hagnýta þessi auðæfi.
Sem betur fer er nú kappsam-
legar unnið að því en áður að
hagnýta jarðhitann. Ber þar auð-
vitað hæst rnnar stórfelldu hita-
veituframkvæmdir í Reykjavík,
sem ganga mjög vel, og er þess
skemmst að minnast, að verið er
að hefja 5. áfanga þeirrar miklu
framkvæmdar.
Á Selfossi og Ólafsfirði er nú
einnig unr.ið að borunum, og
standa vonir til þess að báðir
staðirnir fái að þeim borunum
loknum nægilegt heitt vatn. Loks
er svo eins og kunnugt er í
athugun að byggja gufuknúna raf
stöð í Hveragerði.
Árangur við-
reisnarinnar
Hitaveituframkvæmdirnar í
Reykjavík eru beinn árangur af
viðreisninni. Án hennar hefði A1
þjóðabankinn ekki lánað fé til
hitaveituframkvæmda hér
landi, enda voru fslendingar hvar
vetna búnir að koma sér út úr
húsi vegna óstjórnar.
Aðrar stórfelldar framkvæmd
ir, sem nú e: unnið að eða eru
undirbúningi, eru líka árangur
heilbrigðrar stjórnarstefnu, þótt
óbeinna sé. Hér er svo margt ó
gert, að einskis má láta ófreistað
til að treysta efnahaginn, svo að
ekkert lát verði á þeirri fram
farasókn, sem nú er hafin og mun
marka tímaraót í efnahagssögu
þjóðarinnar.
Landsmenn eru líka byrjaðir
að njóta ávaxta viðreisnarinnar
með bættum kjörum. Á meðan
verið var að safna nægilegum
gjaldeyrisvarasjóðum og sparifé
innanlands, vax auðvitað ekki við
því að búast, að kjör manna gætu
batnað, og auðvitað batna þau
hægar fyrst ' stað en verða mun
á næstu árum, þegar fleiri stoð-
um hefur verið rennt undir efna
hagslífið.
Hve miklar
kjarabætur?
Eðlilegt er að menn spyrji
hve miklar kjarabætunar verði
Því getur auðvitað enginn maður
svarað með vissu, því að þær
byggjast á því, hve mikið tekst að
framleiða, en hér er það óvissara
en víðast annars staðar.
Svo mikið ex þó víst, að menn
munu halda eftir talsverðum
hluta þeirra kauphækkana, sem
orðið hafa áð undanförnu, en
hluti þeirra hverfur með hækk
uðu vöruverði, eins og menn
vissu fyrirfram.
Líklegt er, að happadrýgra
hefði verið, að hækkanirnar
hefðu verið minni, því að þá
hefði verið auðveldara að halda
verðlaginu í skefjum. En ekki tjá
ir að sakast um orðinn hlut.
að lialda áfram
Auðvitað getur komið aflabrest
ur, sem torveldar viðreisnina, en
við það fáum við ekki ráðið. Hitt
er á okkar valdi að koma í veg
fyrir, að sá árangur, sem náðst
hefur, verði að engu gerður með
verkföllum eða kröfupólitík, sem
enn einu sinni setti efnahagslífið
úr skorðum.
Nú standa yfir samningar um
síldveiðar sunnanlands milli sjó-
manna og útvegsmanna. Menn
vona í lengstu lög að heilbrigðir
samningar takist, svo að ekkert
lát verði á síldveiðum.
Hin góða afkoma á sumarsíld-
veiðunum ætti að auðvelda slíka
samninga. Hagur beggja, sjó-
manna og útvegsmanna er nú
betri en oftast áður, og þess
vegna ættu þeir að setjast að
samningaborðinu með því hugar-
fari að láta samningatilraunir
ekki stranda á einum eða tveim
ur hundraðshlutum.
Alþýðusambandsþing þyrfti
líka að taka ábyrgaTi afstöðu til
kjaramála en það hefur gert áð-
ur. Lítil von er að svo verði, nema
takist að hnekkja valdi kommún-
ista í sambandinu, sem þeir njóta
með tilstyrk Framsóknarmanna.
Nokkur von virðist vera um,
að það mum að þessu sinni tak-
ast, því að pegar hafa lýðræðis-
sinnar unnið all marga fulltrúa í
félögum, sem síðast sendu h mam
únista til pings.
Dáðlaus A.S.Í.
stjórn
Núverandi stjórn ASÍ hefur
líka verið með eindæmum dáð-
laus og bókstaflega ekkert gert
til að reyni að bæta hag laun-
þega, með vinnuhagræðingu, sam
starfsnefndum, ákvæðisvinnu
eða öðrum þeim leiðum, sem bezt
hafa gefizt trlendis.
Aftur á móti hafa kommúnist-
ar 1 stjórn ASÍ gert tilraun til
þess að eyðiieggja lögin um stétt
arfélög og vinnudeilur, Sem rétt
indabarátta verkalýðsins hefur
byggzt á. Þeir hafa beinlínis reynt
að hindra kjarabætur lægstlaun-
aðra verkamanna, þegar Viðreisn
arstjórnin óskaði samstarfs um
þær, og svo mætti lengi telja.
Þegar bað bætist svo við að
bæði kommúnistar og Framsókn
armenn hafa lýst því yfir, að þeir
hyggist gera allt, sem í þeirra
valdi stendur, til þess að eyði-
leggja árangur víðreisnarinnar og
taka aftur upp þá óheillastefnu,
sem hindraði kjarabætur, þá sjá
menn, hve mikið er í húfi að
tryggja það að heilbrigð og þjóð-
holl öfl verði í meirihluta á Al-
þýðusambandsþingi.
Einna inesta áherzlu leggja
kommúnistar á það að reyna að
ná undir sig samtökum sjómanna.
Engir eiga þó meira í húfi en
sjómenn að viðreisnarstefnan riki
áfram, svo að þeir og útgerðin fái
fullt verð fyrir þann afla, sem
þeir færa á land, en sé ekki
skammtað eitthvert óraunhæft
verð.
Rétt er því, að sjómenn viti
það, að kommúnistar hafa lengi
undirbúið aðför þá, sem þeir nú
gera að samtökum sjómanna. Þeir
trita, að sjómenn vilja ekki aftur-
hvarf til uppbótakerfisins, þegar
þeir hafa kynnzt því, hve rang-
látt það var. Þess vegna ætla þeir
að reyna að koma í veg fyrir and
stöðu sjómannasamtakanna gegn
ráðabruggi sínu með því að ná
þar yfirráðum.
En sjómenn munu snúast til
varnar í samtökum sínum og
tryggja, að par nái ekki áhrifum
ævintýramenn, sem vilja aftur-
hvarf til steínu kjaraskerðinga.
Rrostnar vonir
í ráði mun vera að gefa hér á
landi út bókina „Samræður við
Stalín“ eftir Milovan Djilas, sem
var einn helzti ráðamaður júgó-
slavneskra kommúnista og nán-
asti samstarfsmaður Titos. Bók
þessi hefur hvarvetna vakið geysi
athygli, enda er þar rækilega
flett ofan af fláræði heimskomm-
únismans.
Svo vel vill líka til, að meira
hefur aflazt á sumarsíldveiðun-
um en hinir bjartsýnustu þorðu
að vona, og njálpar það auðvitað
mikið, þannig að gera verður ráð
fyrir, að viðreisnift standi undir
hækkununum án þess að á ný
hallizt á ógæfuhliðina í utanrík-
isviðskiptum, ef ekki verða stór-
áföll.
Sóknin verður