Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 21. des. 1962 Það nýmæli er í útibúi Verzlunarbankans, að viðskiptavinir geta ekið að glugga í bifreiðum sínum og fengið afgreiðslu í gegnum hann. Fyrir innan gluggann er Árni H. Bjamason, forstoðumaður útibúsins. Verzlunarbankinn opnar fyrsta útibú sitt 1 DAG opnar Verzlunarbankinn fyrsta útibú sitt og er það til húsa á Laugavegi 172. Mun úti- búið annast sparisjóðs- og hlaupareiknings viðskipti. Verð- ur þar það nýmæli í banka- rekstri hér á íslandi, að menn geta ekið að útibúinu í bifreið- um sínum og fengið afgreiðslu í gegnum þar til gerðan glugga. Forstöðumaður útibúsins er Árni H. Bjarnason, en auk hans starfa I útibúinu gjaldkeri og afgreiðslu Stúlka. Útibúið verður opið alla virka daga frá kl. 13.30 til 19.00, nema laugardaga frá kl. 10.00 til 12.30. í gær var fréttamönnum boðið að skoða húsakynni útibúsins og í tilefni af opnun þess hélt Þor- valdur Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Verztunanbankans, raeðu. Verzlunarbankinn tók, sem kunnugt er til starfa á önd- verðu sl. ári og sagði Þorvaldur m. a., að þegar á þessu fyrsta á--i etftir að Verzlunarbankinn yfir- tók alla starfsemi Verzlunar- sparisjóðsins, hefði komið fram mjög mikil aukning í starfsemi fyrirtækisins, sem hefði leitt til þess að stöðugt þrengdist um alla möguleika til eðlilegs vaxt- ar bankans í þeim húsakynnum er hann hefur til umráða í Banka stræti 5. Þorvaldur sagði, að vegna þessa hefði verið ákveðið eð taka á leigu húsnæði fyrir útibú með það fyrir augum að bæta þjónustu bankans við við- skiptamenn og draga úr þeim þunga, sem kominn væri á af- — Fjárhagsáætlun j Framlh. af bls. 1. framlagi ríkissjóðs var á árinu varið 11,5 millj. kr. til heilbrigð- ismála í borginni. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 12,7 millj. kr. framlagi borgarsjóðs eins, en 16.2 millj. kr. að meðtöidu ríkis- framlagi. Nemur hækkunin þann ig 49.4% sé miðað við fram- lag borgarsjóðs eins, en 40,9% miðað við framlag ríkis- sjóðs einnig. Hækkun til Borgar- sjúkrahússins eins nemur 40,9%. Var framlagið til þess 11 millj. kr. árið 1962, en verður 1’5,5 millj. kr. 1963. Framlög borgarsjóðs til fram- kvæmda á sviði félagsmála hækka frá sl. ári um 151,4% eða úr 3,7 millj. kr. árið 1962 í 9,3 millj. kr. á árinu 1963. Vegur hér mest hækkun framlags til bamaheimila úr 2,7 millj. kr. 1962 í 7,5 millj. kr. 1963, eða 77,8% hækkun. Er stefnt að því að Ijúka byggingu dagiheimilis í Grænuhlíð og hefja byggingu vistheimilis og leikskóla. Framlög til áhaldakaupa hækka Lægðin, sem olli S-rokinu og rigningunni hér um slóðir á míðvikudagskvöld er nú fyrir norðan ísland og yfir Græn- landshafi, en hitaskil liggja í boga suður og austur um Norð ursjó, enda rigndi duglega á þeim slóðum. Vindur er orð- inn vestanstæður hér á landi og gengur á með éljum vestan hafs, en hiti er nálægt frost marki. Ný lægð yfir Nýfundna landi og ná áhrif hennar hing að í nótt eða á morgun, senni lega sem hlákubloti. SV-land til Vestfjarða og miðin: SV stinningskaldi með allhvössum éljum, snýst senni lega til austanáttar annað kvöld, hiti um eða rétt undir frostmarki. Norðurland til Austfjarða og miðin: SV og sunnan kaldi léttskýjað. SA-land og miðin: SV stinn ingskaldi, gengur á með élj- uim, einkum vestan til. jSHaigmUaiswf ----------------------------:_______________ JÓLAHEFTI Lesbókar Morgunblaðsins verða borin út til kaup- enda siðdegis í dag. Lesbókin er í tvennu lagi, samtals 48 blaðsíður, stærri en nokkru sinni fyrr. Efni heimar er sem hér segir: Bls. 1 Á fund páfa (Matthías Johannessen) — 2 Jólin, rödd Guðs til vor (Séra Magnús Runóifsson) — 3 Kirkjustaður undir Hekluhrauni (Árni Óla) — 6 Viðtal við Sigurð Benediktsson (Örnólfur Árnason) — 7 Sannleikurinn um séra Þórð í Reykjadal (Kjartan Sveins- son, þjóðskjalavörður) — 9 Bridge. — 10 Islenzkur listamaður í Washington, DC (Magnús Þórðarson) — 14 42 skeljategundir í sandbingnum (Björn Jóhannsson) — 16 Agústínus kirkjufaðir (Herra Sigurbjörn Eii-arsson, biskup) — 18 Gengið um ríki Ulbnchts (Haukur Hauksson) — 21 Hveitilím (Jökull Jakobsson) — 23 Jól, ljóð og lag (Pálmar Þ. Eyjólfsson, Einar M. Jónsson) — 24 Verðlauna-myndagáta. — 25 Sá var göfugastur bær á öllu íslandi (Margrét Bjarnason) — 28 Siðfræði Fassíusálmanna (Séra Jakob Jónsson) — 30 Ferð um fornar slóðir (Sigríður J. Magnússon) — 32 150 ár liðin frá Rússlandsferð Napóleons (Sólrún Jensdóttir) — 35 Ný Karmelítanunna í Hafnarfirði (HaF^óra Gunnars- dóttir) — 36 Elliðaárnar (Ásgeir Ingólfsson) — 37 63 laxar á flugu (Ásgeir Ingólfsson) — 39 Sumarleyfi í skjóli Bjólfs og Strandartinds (Vignir Guð- mundsson) — 42 Jól á fyrri tíð (Elínborg Lárusdóttir) — 43 „Flash-myndir“ (Haukur Sigtryggsson) — 44 Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður. — 45 Ég veit ekki.... (Halldór Blöndal) — 46 „Með vísnasöng eg vögguna þína hræri". — 47 Horfnir tímar (Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti) — 48 Verðlaunakrossgáta. greiðslu aðalbankans. Gat Þor- valdur þess, máli sínu til stuðn- ings, að frá því að Verzlunar- bankinn tók til starfa og Verzl- imarsparisjóðurinn hætti störf- um hefðu innstæður aukizt um helming. Vitnaði hann í upplýs- ingar frá Seðlabankanum, þar sem segir, að aukning spari- og veltiinnlána í bönkum og spari- sjóðum á þessu ári til nóvemiber- loka hafi verið 814 millj. króna. Þorvaldur gat þess nýmælis í bankaþjónustu hér á ‘landi, að viðskiptamenn gætu ekið að úti- búinu og fengið afgreiðslu úr bifreiðum sínum. Sagði hann, að slíkt fýrirkomulag hefði átt vax- andi vinsældum að fagna erlend- is og forstöðumenn Verzlunar- bankans væru þeirraf skoðunar að slíkt gæti einnig hentað hér. Ennfremur gat formaður banka ráðs Verzlunarbankans þess, að bankinn hefði fyrir alllöngu ósk- að eftir því við framkvæmda- stjórn Seðlabankans, að Verzl- unarbankanum yrði veitt heim- ild til þess að hafa með höndum erlend viðskipti, en enn sem komið væri hefði þessi málaleit- un ekki mætt jákvæðum skiln- ingi. Sagði Þorvaldur, að á þessu yrði að ráða bót áður en það yrði um seinan. Hann sagði forsvars- menn Verzlunarbankans ekki óska neinna forréttinda sér til handa, en þeir teldu það eðlilegt að allir bankar hefðu sömu starfs aðstöðu. Þorvaldur gat þess að lokum, að starfssvið Verzlunarbankans spannaði nú allt land og þess væri að vænta að bankinn gæti áður en langt um liði opnað úti- bú utan Reykjavíkur. á árinu 1963 í 9,2 millj. kr. úr 6 millj. kr. 1962, eða um 53,3%. Þar er hvað þyngst á metunum hækkun til bifreiða og vinnuvéla úr 4 millj. kr. á yfirstandandi ári í 6 millj. kr. á næsta ári. Þessa miklu hækkun framlaga til verklegra framkvæmda kvað borgarstjóri mögulega vegna hinnar verulegu hækkunar á tekj um borgarsjóðs, sem fyrirsjáanleg er. Þessi teknahækkun verður án nokkurrar hækkunar á skatt stiga, en er hins vegar glöggur vottur um hina almennu tekna- hækkun borgarbúa og vaxandi velmegun þeirra. En einnig bygg ist þessi hækkun til verklegra framkvæmda á því, að öllum reksturskostnaði borgarinnar er haldið mjög í skefjum og hækkar hlutfallslega minna en nemur al mennum kaupgjaldshækkunum og hækkun annars kostnaðar. Meðal þeirra breytingartillagna sem borgarráð hafði komið sér saman um, var hækkun á fram- lagi til sumardvalar mæðra og barna í 500 þús. kr. úr 400 þús. kr., eins og áætlunin gerði upp- haflega ráð fyrir. Ennfremur hækkun til nýrra byggingarfram- kvæmda og lána til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði í 19.522 millj. kr. í stað 18.522 millj. kr., til sýningar- og íþróttahúss 1,5 millj. kr. í stað 1,2 millj. kr., til Bláa bandsins 250 þús .kr., í stað 200 þúsund. krónur, til lesstofu fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík 15 þús. kr. í stað 5 þús. kr. til Skógræktarfé- lags Beykjavíkur 300 þús. kr. í stað 250 þús. kr. Ennfremur lögðu borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins til, að framlag til Verzlunarskóla fs- lands yrði hækkað í 1.135 millj. kr., en í fjárhagsáætluninni hafði upphaflega verið reiknað með 905 þús .kr. framlagi til skólans. Hins vegar lögðu borgarfulltrú ar kommúnista til, að framlagið til VÍ yrði lækkað í 655 þús kr. Sé reiknað með, að samþykkt ar verði þær tillögur sem bornar eru fram af borgarráði og borg arfullrúum Sjá'Ifstæðisfliokksins kvað borgarstjóri rekstrargjöld borga- irxnar á árinu 1963 mundu nema 339.993.000.00 kr., en í á- ætlun yfirstandandi árs eru þau 287.557.000.00 kr. Nemur hækun in 52.436.000.00 kr., eða 18.23%. Að lokinni ræðu borgarstjóra tók Alfreð Gíslason (K) til máls og gerði grein fyrir fjölda til- lagna, sem borgarfulltrúar komm únista flytja til breytinga á á- ætluninni. Mest hneykslaðist hann á 80 þús. kr. framlagi, sem áætlunin gerir ráð fyrir til nudd ara lögreglumanna. „Þetta er hneyksli", sagði hann, og kvað engu líkara en lögreglumenn væru svipað á sig komnir og „værúkærar hefðarfrúr", sem tíðum þyrftu að fá sér megrun- arnudd sökum 'hógl'ífis síns. Hina vegar bar hann lof á borgaryfir völd fyrir hina miklu hækkun framlags til Landakotsspítala, sem hann taldi vott um aukinn skilning þeirra á heilbrigðismál- um borgarbúa. Óskar Hallgrímsson (A) kvaðst aðallega hafa þrennt við fjár- hagsáœtlun borgarstjóra að at- huga. í fyrsta lagi kvað hann sér þykja gæta þar fiullmiiki'llar varfærni í tekjuáætlun, í öðru lagi skorti aðhald í kostnaði við borgarrefestur, og í þriðja lagi væri of lítið fé ætlað til verk- legra framkvæmda. Bæði Alfreð Gíslason og Óskar Hallgrímsson gerðu einnig grein fyrir fjölmörgum ályktunartil- lögum, sem þeir flytja í samhandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innar, en ekki er unnt að skýra nánar frá efni þeirra nú. Sömu- leiðis lágu fyrir fundinum marg- ar breytingartillögur við áætlun ina og ályktunartillögur frá borg arfulltrúum Framsóknarflokifes- ins. Stóðu umræður um tillögur þessar í alla nótt, en búizt var við, að þær hlytu afgreiðslu ein- hvern tíma undir morgun, og fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár yrði endanlega afgreidd að því loknu. Sýndarmennska kommún- ista við fiárlagaafgreiðslu VlÐ 3. umræðu fjárlaga báni kommúnistar fram tillögu um 200 þús. kr. fjárframlag vegna kostn aðar við að fylgjast með ferðum fiskiskipa. Á yfirstandandi þingi flytur Pétur Sigurðsson ásamt fimm öðrum þingmönnum Sjálf stæðisflokksins tillögu til þings ályktunar um, hvernig daglega megi fylgjast með ferðum ís- lenzkra fiskiskipa, sem hljóðar svo: „Alþing ályktar að fela ríkis- stjórninni að athuga og gera til lögur, um hvaða ráðstafanir þurfi að gera, tíl þess að samband megi hafa við íslenzk fiskveiðiskip á ákveðnum tímum sólarhringsins, og þannig verði fylgzt með, hvar þau eru stödd hverju sinni, svo að hjálp megi berast hið fyrsta ef slys ber að höndum eða skipi hlekkist á. Athugun þessa skal gera í sam ráði við Slysavarnafélag fslands og samtök sjómanna og útvegs- manna.“ Tillaga þessi er nú til afgreiðslu í nefnd og hlýtur í einu og öllu þinglega meðferð. Ef hún verður samþykkt, sem ekki er að efa, koma að sjálfsögðu fram tillögur frá þeim, er þær eiga að gera, hvernig heppilegast verði að þess um málum unnið og einnig hverj ir eigi að bera kostnaðinn. Er engin ástæða til að efast um, að þessari tillögu verði fullur skilningur sýndur bæði af vá- tryggingafélögum og útgerðar- mönnum, enda um hagsmunamál þeirra sjálfra að ræða. Hitt er svo annað mál, að með því að slá ákveðinni upphæð fastri, sem að öllum líkinöum yrði allsendis ónóg, geta kommún istar ekki annað en skaðað mál- ið. Hið sjálfsagða svar við slíkri tillögu var því að fella hana. Bogiota, 20. diesember — NTB 19 MANNS týndiu í dag lítf- inu, er í bardaga sló með lög- reglumönnum, nærri Mariquita í Tolima. Tilefnið var, að urn 100 vopnaðir men réðiust gegn 7 lögregluþj ónum, __-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.