Morgunblaðið - 21.12.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.12.1962, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Föstuðagur 21. des. 1962 ÞIISUND ARA SVEITAÞ9RP Árni Óla: Þúsund ára sveita þorp. Úr sögu Þykkvabæjar í Rangárþingi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík Í962. Árni Óla rithöfundur hefur greinilega gengið með atorku og vinnugleði að verki meðan hann viðaði að sér efni og gerði af því bók þá, sem fyrir framan mig liggur: Þúsund ára sveita- þorp: sem er saga Þykkvabæj ar í Rangárvaliasýslu, og að nokkru leyti saga nágrannabyggðarlaga, þar sem þættir tvinnast saman. Árni Óla byrjar á upphafinu, sjálfri Landnámu, og kal'lar hana til vitnis um fyrstu búendur þess landsvæðis, sem liggur milli Þjórsár og Ytri-Rangár frá fjöru til fjai'Ls. Fiman landnámsmenn eru hér nafngreindir: Þorsteinn lunan, sem bjó í Lunansholti og eignaði sér land um efri hluta núverandi Holtahrepps og neðri Muta Landsveitar. Á svæðinu þar sem lengst er milli ánna bjuggu þrír landnámsmenn, hlið við hlið, vestastur (næst Þjórsá) Áskel'l hnokan Dufþaksson son- arsonur Kjarvals írakonungs, og bjó að Áskeishöfða, sem nú er týnt bæjarstæði, en haldið er að hafi verið við Þjórsá ekki langt frá Þjórsárbrúnni, nágranni bans að austanverðu var Jólgeir sem einnig var írskur, og bjó á Jólgeirsstöðum, þar sem nú er Selssandur í Ásahreppi, og austast Ráþormur bróðir Jól- geirs og bjó í Vetleifsholti. Sunn an við landnám þessara manna nam land Þorkell bjálfi, fóst- bróðir Ráþorms, og bjó að Háfi, Þykkvibærinn var því í land- námi hans. — Það er mjög eftir- tektarvert að af þessum fimm landnámsmönnum eru fjórir kelt nes'kir, en sá fimti hefur keltn- eskt viðurnefni þó hann sé tal- inn norrænn. í fornöld var allt þetta landsvæði nefnt Þjósárholt og heldur Árni Óla því nafni, þó seinni tíðar menn hafi iilu heilli varpað fyrrihluta nafnsins fyrir borð og kalli þetta hérað nú einungis Holt. Þætti mér réttast að taka aftur upp hið Athugasemd við athugasemd ÞANN 12. des. sl. birtist i Morg- unblaðinu „athugasemd" frá frú Ásthildi Björnsd., ekkju Steins Steirfars skálds. Lýsir frúin því þar yfir, að frásögn mín af þeim samskiptum okkar Steins, sem ég minnist á í síðasta bindi ævisögu minnar, „virðist birt í þeim til- gangi einum, að koma fram hefndum vegna ritdóms", að hún sé „fjarri sanni“ og „svívirðileg árás“. Því er til að svara, að ég hef í fórum mínum skriflegt plagg, sem sannar, að Steinn bað mig í vottavist fyrirgefningar á þess- um „ritdómi" um bók, er Lann sagðist aldrei hafa lesið. Plagg þetta er auðvitað velkomið að birta, ef frúin óskar þess. p. t. Oslo, í des. 1962. Kristmann Guðmundsson. forna og fagra nafn á byggðar- laginu og leggja af latmælið, og gætum við Holtamenn þá fram vegis sagt þeim sem okkur spyrðu, að við væruim úr Þjóijs- árholtum, menn keltneskir að uppruna og konungbornir í ætt- ir fram! Byggðarsaga Þykkvabæjar verð ur ekki rakin að rótum með neinni vissu, en Árni Óla telur þó fullvíst að þar hafi verið þétt byggð — sveitaþorp — um 900 til 1000 ár. Þykkvabæjar er fyrist getið í máldaga Odda- kirkju árið 1270. Að fornu mati er byggðin aðeins 60 hundruð og hefur alla tíð verið Tátin halda því mati. Á seinni öldum hefur saga þykkvabæjarins verið saga sam- felldrar baráttu upp á líf og dauða við þungstreym vötn: Markasfljót, Þverá, Rangérnar tvær. Æ ofan í æ hafa öll þessi vötn sameinazt við austurjaðar byggðarinnar og brotið sér gegn um hana breiða og djúpa farvegi, breytt henni í sökkvandi eyju, stundum svo að ekkert stóð upp ur nema bæirnir og litlir túll- kragar umhverfis þá. Jónas Hall- grímsson telur það yfirnáttúru- legt að Gunnaráhólmi skyldi enn halda velli á eyrum Markar- fljóts um 1840, ekki skal það rengt hér, en hitt er þó miklu stórfurðulegra að aldrei skyldi vötnunum takast að skola Þykkvabæ í sjó fram. Skáldið heldur að hulinn verndarkraft- ur hafi skýlt hólmanum, en óþarft er að leita þeirrar skýr- lingar á tilveru Þykkvabæjarins, því þar var það einfald'lega fólk- ið sem kraftaverkið vann. Allrabezti þátturinn í bók Árna Óla er sagan af rúmlega tvö- hiundruð manna samfélagi, sem kyruslóð fram af kynslóð berst með berum höndum við hið ægi- lega eyðingarafl straumvatn- anna, sem alltaf annað slagið og á fárra ára fresti umhverfast í jöfculhlaupum, stundum svo mögnuðum að á einni nóttu sekk ur jörðin öli í öskugráan flaum- Arni Ola. inn, kannski um hásláttinn, en þegar aftur fjarar, hylur blá leðja þétt og þung engjalöndin ag bithagann. Bkki munu grann arnir á þurrlendinu í uppsveit- unum hafa gert sér mikla grein fyrir hetjudáðum fátæklinganna niðri í damminum á þeirn árum, heldur sáu þeir þar „hrossakets- ætur“ einar og þótti lítið til koma. En svo fór eins og fyrri dag- inn, að þeir síðustu urðu fyrstir. Þó að allur landslýður og þar með taldir lærðir menn og vald hafar héldu það óvinnandi verk að stífla stórósana og beina þeirn í nýjan farveg, þá létu Þykkfbæingar það ekki letja sig að hefjast handa, enda fór svo að lokum, að sigurvilji þeirra, áræði og órofasamheldni hreif ráðamenn þjóðfélagsins, svo þeir féllust á opinberar fjárveitingar til framkvæmdanna. Sjálfsagt höfðu þeir þá fengið sannar fregnir af því, að þrjð voru ekki aðeins fulltíða karlmenn sveitarinnar, sem stóðu í pæl- unum og báru torfkekkina í ós- kjaftana, heldur einnig börnin og kvenfól’kið, jafnvel konur sem komnar voru langt á leið. Það var vorið 1923 sem ráðizt var í fyrirhleðslu Djúpóss, sem þá var orðinn einn eftir óstíflaður af hinum meiriháttar vötnum sem einangruðu byggðarlagið og ógnuðu tilveru þess. í bók sinni rekur Árni Óla í stórum dráttum framkvæmd þessa stórvirkis, sem ekki átti sér þá neitt fordæmi á íslandi, og segir síðan frá hinum stór- stígu framförum, sem upp úr því hófust í Þykkvabænum og ekkert lát er á enn í dag. Á eftir kaflanum, sem ber fyrirsögnina „Hin válynöu vötn“ er kafli þar sem leitazt er við að gera grein fyrir sér- kennum Þykkbæinga, þar á með al ástæðunum fyrir því, að þar hefur um langan aldur tíðkazt meiri samvinna og samtök inn- an sveitar en í öðrum byggðar- lögum. Liggur það í augum uppi, að það eru aðstæðurnar, sem þjappað hafa fólkinu sam- an. Sundraðir hefðu Þykkbæing- ar hlotið að farast, en sameinaðir stóðust þeir eldraun lífsbarátt- unnar. í kaflanum. „Nokkrir framámenn“ er lýst fáeinum af leiðtogum sveitarinnar og eru þessir helztir: Hannes á Unhóli fæddur 1795, næsti höfðingi Þykkbæinga var Ólafur Jónsson bóndi í Hávarðarkoti, þá kemur veðurspámaðurinn Þórður Jóns- son á Jaðri, þar næst er talinn Ólafur Ólafsson í Hábæ. Sigurður sonur hans í Hábæ var einn af forgöngumönnum þess að hlaðið var í Djúpós. Fyrsti skólastjóri þeirra, sem lagði grundvöll að almennri menntun í Þykkvabæ var Nikulás Þórðarson, Þórður K. Ólafsson í Hávarðarkoti var leinn af foringjunum í viður- eigninni við vötnin, Gísli Bjarna- son í Vesturholtum var hinn sjálfmenntaði dýralæknir byggð arinnar, Hafliði Guðmundsson 1 Búð hefur í heilan mannsaldur verið og er enn leiðandi maður og mikil driffjöður í búnaðar- málum sveitarinnar og reyndar öllum framfara- og menningar- málum Þykkbæinga, Friðrik Friðriksson í Miðkoti hefur um margra ára skeið verið fjármála jarl og leiðtogi í viðskipta- og samgöngumiálum. Sérstakur og allmerkur kafli bókarinnar fjallar um sjósókn Þykkbæinga, sem var alimikii áður fyrr, en nú úr sögunni. Þá segir frá rekafjörunum og langvinnrun deilum um þær milli Þykkbæinga og forráðamanna Hlíðarendakirkju, sem töldu hana eiga ítak í reka þar niðri á sandinum. Safamýri er helg- aður einn kafli bókarinnar svo sem vert er, þar sem hún hefur um lðO ára skeið verið gras- gefnasta starengi landsins og fóðurforðabúr margra hreppa í Rangárvallasýslu, .þó að túnrækt in hafi nú að verulegu leyti leyst hana frá hlutverki sínu. Lýst er núverandi stórbúskap Þykfcbæ- inga og þá sérstaklega kartöflu- ræktinni, sem rekin er með full komnustu og nýjustu vélum, enda er stærsta bygging sveitar- innar nú kartöflugeymsla. Seinni hluti bókarinnar er nokkuð samtíningslegur og sund- laus, en ekki óskemmtilegt lestr- arefni fyrir þá sem til þekkja og kunnugir eru staðháttum. Vafalaust orka surnar álykt- anir höfundar tvímælis, þar sem heimildir skortir og getspekin ein verður til leiðsagnar, en hvorki nenni óg né kann að leggja þar neitt betra til mála, enda er ég í aðalatriðum ánægð- ur með bókina og tel hana að- standendum sínum til sóma. Ég er allkunnugur Þykkbæ- ingum og hef á þeim hdnar mestu mætur, og það fuilyrði ég að í bókinni Þúsund ára sveitaþorp hefur Árni Óla hvergi hlaðið á þá olofi, heldur einungis látið þá njóta maklegs sannmælis. Frágangur bókarinnar frá hendi útgefanda er sæmilegur. Guðmundur Daníelsson. Vondar kartöflur í Neskaupstað Eftirfarandi bréf hefur Vel- vakanda borizt frá konu í Nes- kaupstað, sem kallar sig „ex Dje“: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig um nokkrar upplýsingar varð- andi verð á kartöflum og flokk un þeirra. Það má með sanni segja, að Kaupfélagið hér á staðnum sé alls ráðandi með alla kartöflu- verzlun, og eru þær kartöflur sennilega frá kartöflukónginum í Mjóafirði, Vilhjálmi Hjálmars syni. Þær kartöflur, sem hér eru seldar á kr. 7,30 hvert kg., eru að meðaiþunga hver kart- afla 30 grömm og þar undir, fyrir utan það, að fimmta og sjötta hver kartafla er meira eða minna skemmd. Hvað eiga svona kartöflur að kosta? Bkki trúi ég, að þetta séu fyrsta flokks kartöflur. Og eitt enn: Því í ósköpunum er ekki hafður verðlagsstjóri hér í svona stór- um bæ? Mér er kunnugt um það, þar eð ég hef sjálf unnið í verzlun hér, að verðlagsstjóri Austurlands, sem situr á Reyðar firði, kemur ekki hingað, nema kannski einu sinni á ári. Og þar sem Kaupfélagið hefur enga verulega keppinauta í matvæla sölu, er okkur hér á staðnum boðið upp á hvers kyns rusl, sem t.d. í Reykjavík væri ekki talið söluhæft. Nefna mætti svartan og skítugan strásykur á sama verði og hvítur, fínn sykur. Ég vona, að þú birtir bréf mitt, og verðlagseftirlitið sjái sér fært að skipa hér verðlags- eftirlitsmann, sem ekki er hlynntur kaupfélagsklíkunni. Kær kveðja, ex Dje". Ein af skyldusparnaðar- plágunum Ungur maður sendir Velvak- anda þetta bréf: „Kæri Velvakandi! Ég er einn þeirra ungu manna, sem verð að hlíta regl- um um skyldusparnað, sem í sjálfu sér er ekkert athugavert við. Að undanförnu hef ég stað ið í húsbyggingu, þar sem ég ætla að fara að kvænast. Þar sem ég af skiljanlegum ástæð- um er nokkuð aðþrengdur fjár- hagslega, hugsaði ég mér að reyna að fá endurgreitt að nokkru það fé, er af mér 'hefur verið tekið skv. reglum um skyldusparnað. Skv. 5. gr. áð- urgreindna reglna er undir- skattanefndum heimilt að veita timabundna undanþágu frá sparnaðarskyldu þeim, er haía 'sérstaklega þungar fjárhagsb. Ob iu. \ Þar sem ég taldi mig heyra til þeim flokki fór ég fyrst á skrif- stofu lögreglus'tjóra og fékk þar staðfest, að ef ég vildi fá undanþágu vegna erfiðra fjár- hagsaðstæðna bæri mér að fara á skrifstofu skattstjóra og fá þar „plagg" um undanþáguna. Slíku undanþáguvottorði átti ég síðan að framvisa á skrif- stofu lögreglustjóra og fá hjá honum vottorð þess efnis að ég væri um lengri eða skemmri tíma undanþeginn skyldusparn- aði. Vongóður hélt ég á fund þeirra, sem hafa með þessi mál að gera á skrifstofu skattstjóra. Ég varð satt að segj a fyrir mikl- um vonbrigðum með afgreiðslu mála Þar. Var mér tjáð, að ég gæti aðeins fengið tímaibundna undanþágu fram í tímann. Þ.e.a.s. frá þeim degi að ég bæð- ist undanþágunnar, en ég fengi ekki undaníþágu fyrir þeira sparimerkjum, sem væru í bók- inni eða búið væri að leggja inn hjá pósthúsinu. Þar sem ég í núgildandi reglum um spari- merki get ekki komið auga á neitt, sem mælir gegn undan- þágu um endurgreiðslu á spari- merkjum aftur í tíniann, langar mig til að fá upplýst, Velvak- andi góður, hvaðan skattstof- unni kemur heimild til að neita mér um undanþágu, þar sem augljóst er, að mér kemur ekki að gag’ni að fá undanþágu veitta fram í tímann“. ★ • ★ Velvakanda hafa stundum borizt kvörtunarbréf vegna skyldusparnaðarins. Þegar í upphafi hans var Ijóst, að lög- in um hann eru einstaklega klúðursleg, eins og skyldusparn aðaxhugmynd vinstri stjórnar- innar reyndar sæmir, og ekki bætir reglugerðin úr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.