Morgunblaðið - 22.12.1962, Page 2

Morgunblaðið - 22.12.1962, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. des. 1962 Amahl og næturgestirnir NBC, var frumflutt þar á jól- um 1951 og hefir síðan verið fastur liður árlega í jóladag- skránni. En drengir á aldrinum 9—12 ára, sem valda stórum óperuhlut- verkum, eru ekki á hverju strái, og slík hlutverk eru heldur ekki mörg í tónbókmenntunum. Það þótti því tíðindum sæta, þegar fréttist, að flytja ætti þessa óperu hér í Tjarnarbæ á vegum samtakanna Musica nova. Þetta félag ungra íslenzkra tónlistar- manna hefir undanfarið lagt merkan skerf til tónlistarlífsins í höfuðborginni. Hingað til hefir það einkum höfðað til þeirra hlustenda, sem hafa áhuga fyrir nýjungum í samtímatónlist, en hér er um að ræða verk, sem á erindi til allra. Aðalhlutverkin í óperunni eru tvö: drengurinn Amahl og móðir hans. Með fyrrnefnda hlutyerkið fer 12 ára fiðlunemandi í Tón- listarskólanum, Sigurður Jónsson, Sigurðssonar, bassaleikara í Sin- fóníuhljómsveitinni. Svala Niel- sen syngur hlutverk móðurinnar. Þá koma þarna fram vitringarnir frá Austurlöndum ásamt þjóni sinum og kór fjárhirða. Óperan gerist á hinni fyrstu jólanótt, og þótt þar komi fyrir bæði kímileg tilsvör og dramatísk atvik, hvílir yfir verkinu í heild helgiblær, sem ekki mun láta áhorfendur ósnortna. — Stjórnandi tónlistar- innar er Magnús Blöndal Jó- hannsson en leikstjóri Gunnar Róbertsson Hansen. Hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníuhljómsveit- inni aðstoða. Höfundur óperunnar, bæði tón listar og texta, er ítalsk-ameríska tónskáldið Gian-Carlo Menotti. Hann var frægur óperuhöfundur, þegar NBC fól honum að semja þessa óperu, sem mun vera fyrsta sjónvarpsóperan. Utan sjónvarpsins hefir hún verið flutt mjög víða á sviði, og hvarvetna hrifið hugi áhorfenda, ungra sem gamalla. í Tjarnarbæ Sig. Jónsson sem Amahl og Friffbjörn Jónsson sem Kaspar JLjósm. Magnús Blöndal FYRIR nokkrum vikum var í amerísku tónlistartímariti lýst eftir dreng, 9—12 ára, til þess að syngja aðalhutverkið í óper- unni Amahl og næturgestirnir í sjónvarpsdagskrá NBC útvarps- hringsins ameríska nú á jólun- um. Óperan, sem var samin fyrir Terylenebuxur á (Irencji Klæðaverzlun Braga Brynjólfssonar _________ Laugavegi 46. KABLMAMNASKOR NÝKOMNIB SKOSALAN LAUGAVEGI 1 ENSKIR OG ÍTALSKIR Sigurðar landi með búsetu á Akureyrl. Gegndi hann því embætti fram til ársins 1943, er hann var skip- aður dýralæknir í Reykjavík og yfirdýralæknir landsins. Af dýra læknisembætti í Reykjavík lét hann 1950, en yfirdýralæknis- embætti gegndi hann til sjötugs- aldurs. Sigurður E. Hlíðdal var valinn til ýmissa trúnaðarstarfa og vann að ýmsum félagsstörfum jafn- frarot embætti sínu. Hann var stj órnarnefndarmaður Ræktunar fél. Norðurlands 1912—’43 og for maður þess 1921—’43. í bæjarstj. Akureyrar átti hann sæti 1917—• 1933 og var forseti hennar frá 1932. Heilbrigðisfulltrúi á Akur- eyri var hann 1918—1943. Hann átti sæti á búnaðarþingi 1921—* 1931 Þingmaður Akureyringa var hann 1937—1949, sat á 17 þing- um alls. Hann var kosinn í full- trúaráð Rannsókarstofnunar háskólans 1933 og formaður E. Hlíöar minnzt á Alþingi í UPPHAFI fundar sameinaðs þings í gær minntist forseti, Friffjón Skarphéðinsson, Sigurff ar E. Hlíffar fyrrv. yfirdýralækn- is og alþingismanns, er lézt á þriffjudag. Aff loknum orffum forseta, er birt verffa í heild hér á eftir, minntust alþingismenn hins látna meff því aff rísa úr sætum. Áður en gengið er til dagskrár, vil ég leyfa mér að minnast Sig- urðar E. Hlíðar fyrrverandi yfir- dýralæknis og alþingismannis, sem andaðist í Landakotsspítala í gær, 18. desember, 77 ára að aldri. Sigurður E. Hlíðdal var fæddur 4. apríl 1885 í Hafnarf. Foreldr- ar hans voru Einar organisti og trésmiður þar Einarsson bónda í Laxárdal í Eystrahreppi Einars- sonar og kona hans, Sigríður Jónsdóttir bónda í Hörgsholti í Ytrahrepp Jónssonar. Hann lauk fjórða bekkja prófi í Lærða skól- anum í Reykjavík 1904 og em- bættisprófi í dýralækningum við dýralækna- og landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn 1910. Síðar var hann á þriggja mánaða námskeiði við sama skóla, á árinu 1922. Veturinn 1929—30 stundaði hann nám í efnagreiningu mjólkur Og kjarn- fóðurs og jarðvegsrannsóknum við rannsóknarstofnun í Kiel. Árið 1910 var hann skipaður dýralæknir á Norður- og Austur- milliþinganefndar í mjólkurmál- um 1943 Hann átti sæti í stjórn Stúdentafélagsins á Akureyri, Taflfélags Akureyrar og Leik- félags Akureyrar, var formaður Dýralæknafélags fslands 1935— 1943 og formaður Dýraverndunar félags íslands um langt skeið. Hann sinnti ýmsum ritstörfum, stofnaði blaðið fslending á Akur- eyri 1915 og var ritstjóri þess til 1920, var ritstjóri Dagblaðsins á Akureyri 1914—1915 Og Einars Þveræings 1926 Og ritaði fjölda greina í erlend og innlend tíma- rit og blöð. Hann samdi og gaf út nokkur rit um búfjársjúk- dóma. Hann var áhugamaður um mannfræði og ættfræði, Og eftir að hann lét af embætti, gaf hann út mikið rit um Árnesingaættir. Sigurður E. Hlíðar gegndi um langt skeið annasömu embætti af árvekni og áhuga, en sinnti jafn- framt því fjöldamörgum öðrum störfum af alúð og ósérhlifni. svo sem ráða má af því, sem hér hefur verið rakið um ævi- feril hans. Hann vann á löngum emlbættisferli giftudrjúg störf fyrir bændastétt landsins. Hann var ljúfmenni og gott til hans að leita með ýmis vandamál, vinsæll og vel látinn af öllum, sem við hann áttu að skipta, stefnufastur í skoðuum, en sam- vinnuþýður í félagsmálum. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Sigurðar Hlíð- ar með því að rísa úr sætum. Glæsileg jólugjöf STORMJAKKINN vinsæli. Nælon með Scott foamback. Regnheldur — Þolir þvott. Hlýr — Fisléttur. Stærðir frá 12 ára. Nælon vattfóður. Fæst einnig úr NINO FLEX gæða poplíni. Fæst í: Aðalstræti 9 — Sími 18860-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.