Morgunblaðið - 22.12.1962, Side 19

Morgunblaðið - 22.12.1962, Side 19
taugardagur 22. des. 1962 19 MQRGUTSBT. AÐIÐ ÚPERAN í HAMBORG ► SKAMMT frá Stephansplatz í Hamborg stendur Ríkisóperan, ,,Hamburgische Staatsoper“, við Dammtorstrasse. Hún starfar í nýju, glæsilegu óperuhúsi, sem reist var á rústum gamla óperu- hússins, sem eyðilagðist í loftár- ásunum miklu á Hamborg fyrir tæpum 20 árum. Nýja óperuhús- ið var tekið í notkun haustið 1956. I Hamborgaróperan á sér langa og merka sögu. Hún er eitt elzta starfandi söngleikahús Þýzka- lands og telst í dag án efa til beztu óperuhúsa Evrópu. Saga hennar nær allt til ársins 1678, en þá var stofnsett söngleikahús við Gansemarkt, stutt frá þeim stað, þar sem hún stendur nú. Er við flettum sögu Hamborg- aróperunnar, rekumst við á mörg fræg nöfn. Hér starfaði tón skáldið Georg Friedrich Hándel árin 1703—1706 og samdi fyrir leikhúsið þrjá söngleiki, er voru þar fluttir við hinar beztu við- tökur. Um líkt leyti starfaði þar einnig annað frægt tónskáld, Georg Telemann, en hann samdi fjölda leikhústónverka, t.d. 33 óratóríur og 40 söngleiki. Meðal iþeirra mörgu söngleikja, er hafa verið frumfluttir í Hamborg (Welturauffiihrungen) sjáum við skráð „Alessandro Stradella" eft- ir Friedrich von Flotow árið 1844 og „Undine“ eftir Albert Lortz- ing árið 1845. Lortzing er enn mjög vinsæll í þýzkumælandi löndum, en erlendis hefur honum því miður verið allt of lítill gaumur gefinn. Gamanóperur hans, „Zar und Zimmermann" og „Der Waffenschmied", eru þó sígild verk og ólíkt uppbyggi- legri en allt það musical- og óperettugutl, sem við verðum að kingja hér um slóðir. Margir munu kannast við efni Undinu úr ævintýri í ljóðum eftir þýzka skáldið Friedrich de la Motte- Fouqué, sem Steingrímur Thor- Steinsson þýddi á íslenzku. Ekki er hægt í þessari stuttu grein að geta allra þeirra verka meistar- anna, sem frumflutt hafa verið við Hamborgaróperuna, en þó viljum við geta nokkuð hins nýjasta í þessu efni, sem vakið hefur mesta athygli. Árið 1958 var frumflutt í Hamborg óperan „Der griine Kakadu" eftir þýzka tónskáldið Richard Mohaupt og í nóvembermánuði síðastliðnum fór þar fram frumsýning á hinni nýfundnu óperu Rossinis, „La Pietra del Paragone". Af frum- sýningum þessa leikárs má enn- fremur nefna „Syndaflóðið“ eft- dr Igor Strawinsky, sem er ev- rópsk frumsýning og „Der Sohn des Cherubini" eftir Giselher Klebe. (Eftir þetta siðastnefnda tónskáld er óperan „Die Rauber" við texta Schillers). Hamborgaróperan hafði í haust m.a. á efnisskrá sinni allan Niflungahring Wagners. Það eru ekki nema fá söngleikahús, sem treysta sér til að færa upp allan Niflungahringinn (Das Rhein- gold, Die Walkiire, Siegfried og Götterdammerung) i heilu lagi, en það gerir Hamþorgaróperan alltaf tvisvar á hverju ári og i hvert sinn með beztu fáanlegum söngvurum. Jafnvel grónar „Wagnerborgir”, eins og Ziirich eða París standa hér Hamborg að baki. Við, sem fengum að kynn- nst þessum sýningum hinna list- fengu Hamborgara, erum fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa getað notið sannrar listar I skrumlausu umhverfi, án forn- aldarlúðra eða „festival“-hrifn- ingar. Við minnumst sérstaklega Astrid Varnay í hlutverki Bryn- hildar, Heinz Hagenau í hlut- verki Hundings, Tomislav Nera- lic i hlutverki Óðins, Hans Beir- er í hlutverkum Siegmunds og Siegfrieds og Helene Werth, er fór með hlutverk Sieglinde í for- föllum Siw Ericsdotter. Varla lesum við svo erlenda Wagner- kritik, að ekki fari helmingur lesmáls í þras um leiktjöld og sviðsetningu. Að okkar dómi var sviðsetning og leikstjórn á þess- um óperum Wagners í samræmi við það rétta meðalhóf, nýtizku- legt, en þó engin „sensation“. f september og október síðast- liðnum fór Hamborgaróperan í leikför til London og flutti þar I Sadler’s Wells leikhúsinu fjóra gestaleiki, „Lohengrin" eftir Wagner, „Der Prinz von Hom- burg“ eftir Werner Henze og „Wozzeck" og „Lulu“ eftir Alban Berg. Voru óperur þessar fluttar alls 11 sinnum við hmar ágæt- ustu viðtökur Lundúnabúa. Gagn rýnendur fluttu gestunum hið mesta lof. „The Sunday Tele- graph“ sagði meðal annars um þessa heimsókn: „Af öllum söng- leikahúsum Þýzkalands hefur ekkert hlotið svo mikla virðingu og athygli sem Hamborgaróper- an, og það jafnt vegna hins víða verkefnasviðs sem vegna yfir- burða í hljómlistarflutningi". — „The Times" sagði um „Lohen- grin“: „Ég mun prísa mig sælan, ef ég nokkurn tíma síðar á eftir að vera viðstaddur svo lifandi, styrkan og hrífandi flutning á Lohengrin sem þann, er fram fór í gærkvöldi í Sadler’s Wells leik- húsinu á vegum Hamborgaróper- unnar. Þar var hljómsveit og flutningur svo fullkomið, að það jafnast fyllilega á við Bayreuth". Hamborgaróperan hefur, svo sem segja má um önnur góð söng leikahús heimsins, margþættu menningarhlutverki að gegna. Hún verður að sjálfsögðu að leggja mikla rækt við túlkun hinna klassísku söngleikja meist- aranna, sem eru sígildir. En þeir krefjast fullkominna starfskrafta á öllum sviðum flutningsins, annars missa þeir marks, og verða aðeins dauft endurskin fullkominnar sýningar. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því, að sum hin veigameiri verk meistaranna, svo sem Mozarts, Wagners, Verdis, Saint-Saens og Richard Strauss, heyrast of sjald an utan meginlands Evrópu I fullkomnum búningi og túlkun, nema þá sérstaklega standi á, svo sem að um tónlistarhátíð sé að ræða, eða listamenn sérstak- lega fengnir að láni. Um aldir hefur meginland Evrópu verið heimkynni hljómlistar og söng- leikja, enda hefur hún alið flest- alla meistara þessara lista frá upphafi. Það er því ekki að undra, þó að listir þessar eigi djúp ítök í menningu þess fólks, er byggir þessi lönd. enda snar þáttur þess daglega lífs. Gott söngleikahús verður auk þessa að leggja ríka rækt við að koma á framfæri góðum verk- um tónskálda samtíðarinnar og þetta gerir Hamborgaróperan einnig í ríkum mæli, að svo miklu leyti, sem samrýmist list- rænum kröfum hennar. Að lokum nokkur orð um starfskrafta Hamborgaróperunn- ar. Óperustjórinn, Rolf Lieber- mann er þekkt tónskáld, fæddur í Sviss. Af verkum hans mætti nefna athyglisverðan söngleik, „Leonore 40/45“, sem var frum- sýndur í Basel 1952. Þá er hann einnig þekktur fyrir sín sinfón- ísku verk. Aðalhljómsveitarstjór- inn -er Leopold Ludwig, sem hef- ur verið þar starfandi siðan 1951. Meðal annarra hljómsveitar- stjóra má nefna Horst Stein, Al- bert Bittner og Hans Werner Henze. Hinn ágæti ballett Ham- borgaróperunnar er undir stjórn heimsþekkts manns, George Bal- anchine. Af söngvurum óperunn- ar skulu hér aðeins nefndir þeir Jósef Greindl, Toni Blankenheim, Siegmund Roth, Heinz Hoppe, Arnold van Mill og Hans Beirer, sem allir eru heimskunnir menn. Ekki eru söngkonurnar heldur af lakara taginu, má þar nefna þær Elisabeth Grúmmer, Astrid Varnay, Maria von Uosvay, Grace Hoffman, Helga Pilarc- zyk, Edith Lang, Siw Ericsdotter og Ria Urban. Hamborgaróperan er vissulega verðugur menningarfulltrúi hinn ar frjálsu Hansaborgar. I. Þ. Þessi nyi penni er framleiddur sérstaklega fyrir karlmenn Loksins er kominn sjálfblekungur, sem ekki þarf að efast um að eingöngu er fram- leiddur fyrir karlmenn. Shaffer’s nýi PFM er grófur, gerður til að endast og þér getið valið úr 5 tegundum og 4 litum. • Eini pennaoddur heims sem er innlagður dýrmætum málmi gerður til að þola karl mannstak. • Að undanskilinni Enorhel-penna- blekfyllingu þá snertir oddurinn aldrei blekið. • Karlmannlegt pennaskaft karlmannstak • Hettuklemma öryggisútbúnaði SHEAFFERS UMBOÐIÐ EGILL GUTTORMS SON Vonarstræti 4 — Reykjavík. fyrir sérstökum Frá sýningu í Hamborgaróperunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.