Morgunblaðið - 22.12.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 22.12.1962, Síða 20
20 MORGUISBLAÐIÐ LaugarSagur 22. des. 1962 Vatnsmeðferð við brunasár VIÐ minniháttar bruna á hörundi má láta viðkomandi líkamghluta undir vaega vatnsbunu, dýia hon- um í vatnsílát eða hreinan læk. Sé ekki vatn við höndina má til bráðabirgða nota mjólk, gos- drykki, sjó eða snjó. Athugið, að framangreind ráð eru aðeins til bráðabirgða, því að framhald á kælingu brunans á að fara fram í hreinu, hálfköldu vatni það rétt haldi sviðanum í skefj- (eða ekki kaldara en svo, að um). Hættið ekki kælingu fyrr en sviðinn er horfinn og notið hlýrra vatn. Ef föt hylja brenndan líkams- hluta, er bezt að kæla allt strax, en klippa svo flíkurnar fró, þeg- ar þær eru orðnar kaldar. Gerið yður grein fyrir því, að kalt eða hálfkalt vatn er einung- is notað, þegar um takmarkað, lítið brunasvæði er að ræða, en volgt vatn (25—30 stig), ef um útbreiddan bruna er að ræða. Hentugt er að láta sjúkling með slíkan bruna í kerlaug með volgu vatni. Bf notað væri kalt vatn í kerjaugina gæti sjúklingurinn hlotið kuldalost eða ofkælingu. Ef ekki er hægt að koma við kælingu í kerlgug, vatngbunu eða í íláti, geta bakstrar komið að svipuðu gagni, og skulu not- uð mjúk, hrein, ólituð stykki, lauslega undin úr köldu vatni eða volgu, eftir því, sem við á. Um höfuð og háls hentar þessi aðferð vel. Ef hrollur er í sjúklingnum, má gefa honum heita mjóik eða súpu (ekki kaffi, áfengi eða örvandi lyf). Einnig skal að honum hlúð með thlýjum klæðnaði, nema brennda staðnum, sem helzt skal vera án umbúða og fata. Notið ekki nein smyrsl. Spreng ið ekki blöðrur. Snertið ekki brenndu svæðin. Ef sjúklingurinn hefur rænu, er æskilegt að gefa honum salt- vatn að drekka, en lítið í senn. (Ein teskeið af matarsalíi, sett í einn lítra af vatni og auk þess hálf teskeið af bökunarsóda, ef til er.) Náið ávallt sambandi við laekni, eins fljótt og verða má. (Tekið saman eftir ritgerðum Ófeigs J. Ófeigssonar læknis, um meðferð brunasára og myndir valdar úr amerísku bókinni „First Aid“). J. O. J. fer frá Reykjavík, miðvikudaginn 26.. desember kl. 12 á hádegi til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 11, árd. H.f. Eimskipafélag íslands. Saga Rangæings í Vesturheimi „Sigur um síðir“, sjálfsævi- saga sr. Sigurðar Ólafssonar. Leiftur, Reykjavik 1962. 155 bls. Þetta er sjálfsævisaga Sigurð- ar Ólafssonar frá Ytrihól í Land- eyjum — síðar Vetleifsholts- parti í Holtum, sem hann lauk við vestur í Winnipeg 76 ára gamall árið 1959. Hannn and- aðist í Winnipeg 21. marz 1961. Höfundur tekur fram að ekki telji hann ævisögu sína sérlega viðburðarríkia eða frásagnar- verða, heldur skrifar hann þætt- ina „vegna þess, að ég á bjart- ar minningar um flest samferð- arfólk’ mitt og Guðs náð hefir verið óþrotleg við mig þrátt fyr- ir allt, sem er og hefir verið á- fátt hjá mér. — Ef þetta kynni einihvern tíma að koma á prent, er það ritað með þeirri tilfinn- ingu, að það sé ætlað íslending- um heima á íslandi engu síður en Vestur-íslendingum." í rauninni sýna þessi formáls- orð gamla mannsins meginuppi- stöðuna í ævisögu hans. Hún er Ijós og einföld frásögn í réttri tímaröð af ævi „útflytjanda, sem fór frá ættlandi sínu nítján ára að aldri, hóf 24 ára gamall skóla- nám, þá kvæntur, og vann fyrir sér að mestu leyti þau átta ár, er 'hann var við nám, þjónaði síðan samfleytt 42 ár prestsem- bætti meðal Vestur-íslendinga/, eins og hann segir sjálfur. Höfundur gerir fyrst grein fyr- ir ætt sinni og uppruna, en hann fæddist 14 ágúst 1883 í Ytrihól í Vestur-Landeyjum. Faðir hans var af hinni kunnu Víkingslækj- arætt, eins og mér skilst annar eða þriðji hver Sunnlendingur sé, Ólafur Erlendsson af nafni, en móðirin Guðríður Þorsteins- dóttir frá Fíflholtshjóleigu, af Amarhólsætt. Síðast bjuggu þau í Reykjavík, þar sem faðir hans var smiður og bjó að Kárastíg 10. Sigurður var einn þeirra fs- lendinga sem þekkingarþráin hef ur knúð til að leita út fyrir heimahagana. Hann segir frá til- raunum sínum til að komast í skóla, en fjárhagur bannaði all- ar bjargir. Enginn sá ráð til að 'hjálpa honum til mennta. Sú saga er söm og ótalinna ann- arra alþýðumanna fyrr og síð- ar. Þannig liðu árin fram yfir aldamót. Sigurður leitaði þar fróðlei’ks sem tiltækilegt þótti, sótti tíma hjá Nikulási kennara, sem svo var nefndur (hann var Þórðarson og bjó lengstum á Kirkjulæk í Fljótshlíð) og sleppti engu slíku tækifæri. Segiskipin sem lágu fyrir utan brimgarð- inn á Bakkanum (Eyrarbakka), 'þegar hann fór þangað sína fyrstu verzlunarferð, voru eins og sendiboðar frá fjarlægum, ó- kunnum ævintýraheimi. Þeirri útþrá varð ekki fullnægt með stuttri veru á þilskipum. Og 1902 tekur piltur sig til og heldur vestur um haf, að nokkru með tilstyrk Bjamhéðins móðurbróð- ur síns, en án hvatningar hans. Ekki var óeðlilegt að skyn- samur unglingur sem varð að vera einn um hugsanir sínar á þeim tíma, hneigðist meira til trúrækni en almennt mun vera um fólk á því reki. Þó telur höf- undur að hann hafi ekki ákveðið að helga sig prestsstarfi fyrr en nokkrum árum eftir að vestur kom. Undirbúningur undir það hófst samt ekki fyrr en eftir nokkurn tíma, þegar hann var orðinn 24 ára og kvæntur í til- 'bót. Eftir sjö ára nám með vinnu samihliða náminu lýkur hann svo prófi 1914 og gerist prestur í byggðum Vestur-fslendinga, leng st af á Gimli og í Árborg. Hann 'heimsækir ekki gamla landið sitt fyrr en 1934 og hittir þá móð- ur sína á lífi. Þessari ævi lýsir séra Sigurð- ur með hógværð og látleysi sálu- sorgarans, segir frá kynnum sín- um af monnum og stöðum. Hann er einn af þeim gæfusömu mönn- um, sem virðast aldrei kynnast öðru en góðu fólki. Meira að segja skjipvondi strætisvagn- stjórinn varð góður í heilan mán- uð, þegar Sigurður hafði notað , mínúturnar milli ferða til að skamma hann! í sögu sinni lýsir sr Sigurður kynnum sínum af fjöldamörgum fslendingum, einkurn Sunnlend- ingum, sem síðar urðu kunnir menn í héraði sínu, og hélt stöð ugt sambandi við þá meðan báð- ir lifðu. Þó kveðst hann aldrei hafa árætt að skrifa Guðmundi Erlendssyni á Núpi, eins og hann langaði til, og verður ekki séð hvað því veldur. Ekki fer hjá því að þeir sem kunnugir eru í þeim sveitum þar sem sr. Sigurður dvaldist á æsku árum sínum og þekkja þá menn sem hann lýsir, kunna betur að meta frásögn hans en aðrir, enda i lýsir hann engu með meiri ástúð en æskustöðvum sínum. Og ég held það hafi ekki verið of- dirfska af honum að vænta þess að þessir þættir geti haft „dá- lítið aðdráttarafl" sem saga af útflytjenda. Málfar þessa Vestur-fslendings er skemmtilegt, lýtalaust málfar sunnlenzkrar alþýðu, þegar hann lýsir dvölinni heima á fslandi, en fær meiri og meiri keim af vestur-iíslenzku, eftir því sem hann lýsir lengur ævi sinni vest- an hafs, og er raunar gaman að athuga þá máliþróun. Bókin er prentuð á góðan papp ir, og efcki rak ég augun í prent villur til stórra lýta. Árni Böðvarsson. \ KENNSLA Lærið ensku á mettíma í okkar þægilega hóteli við sjávarsíðuna, nálægt Dover. Fámennir bekkir 5 tímar á dag. Kennt af kennurum út- lærðum frá Oxford. Engin aldurstakmörk. Nútíma að- ferðir gefa skjótan árangur. Viðurkenndir af Menntamála-. ráðuneytinu, THE REGENCY, RAMSGATE, ENGLANDI. OLL HEIIUILISTÆkl fyrirliggjandi Brauðristar Vöfflujárn Hraðsuðukatlar Straujárn Rafmagnssteikarpönnur Hárþurrkur Ramagnsdósaopnarar Rafmagnsofnar Borð- og standlampar Rakvélar o. m. fl. Ljósalampar Jélatrésseriur kr. 235 og 260.— Hafnarstræti 1 — Sími 20455.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.