Morgunblaðið - 28.03.1963, Page 24
Rafmagn rofnaði á Siglufirði,
kirkjuklukkur hringdu sjálf-
krafa, skemmdir urðu á húsum
MJÖG sterkur landskjálftakippur varð um kl. 11.15 í gær-
kvöldi og varð hans víða vart á landinu. Sterkastur mun
hann hafa verið fyrir norðan land eftir þeim lýsingum að
dæma, sem Morgunblaðið aflaði sér í gærkvöldi og nótt. —
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, sem Morgunblað-
ið fékk um tvöleytið í nótt, átti kippurinn upptök sín í aðal-
landskjálftabeltinu norður af íslandi eða í rösklega 100 km
fjarlægð frá norðurströndinni, ekki langt frá Grímsey.
Vitað um þrennt
sem slasaðist
MORGUNBLAÐIÐ náði í nótt tali af Þórði Sighvatz
á Sauðárkróki. Skýrði hann frá því, að geysimikill
landskjálfti hefði orðið norður á Skaga og sagðist hann
vita til þess, að bóndinn á Fossi á Skaga hefði slasazt
illa, þegar hann reyndi að koma sér og fjölskyldu
sinni út um glugga á bænum. Mun húsið hafa leikið á
reiðiskjálfi og fólkið gripið til þess ráðs að forða sér
út um glugga, en bóndinn skorizt illa, og var ráðgert
að flytja hann til Sauðárkróks í bíl í nótt.
Þá sagði Þórður, að sprungur hefðu myndazt með
niðurföllum í nýja sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í
versta kippnum. Þá fór margt fólk út úr húsunum og
meiddust tvær konur, önnur datt niður stiga, þegar
hún hugðist hlaupa út úr húsi sínu, en ekki var Þórði
kunnugt um meiðsli hinnar.
Reykvíkingar urðu kipps-
ins áþreifanlega varir. Hlutir
færðust úr stað í húsum og
var ekki laust við að sumt
fólk, sem til blaðsins hringdi,
væri hálf skelkað. Á Akur-
eyri og Siglufirði virðist kipp
urinn hafa verið 'mun sterk-
ari. Þar hljóp fólk út á götur,
einhverjar skemmdir urðu á
húsum, rafmagnið rofnaði
um skeið á Siglufirði, og
kirkjuklukkur þar tóku að
hringja sjálfkrafa. Þar fund-
ust enn hræringar, þegar
blaðið fór í prentun. Svo og
fannst kippur í Haganesvík
kl. 2.05 í nótt.
Veðurstofan skýrði Mhl.
frá því, að styrkleiki sterk-
asta kippsins hafi a.m.k. ver-
ið 5 stig, og var því hér um
að ræða meiri háttar land-
skjálfta. Til samanburðar má
geta þess, að jarðskjálftinn á
Dalvík 1934, sem olli miklu
tjóni, var rúm 6 stig, en þess
ber þá að gæta, að hann átti
upptök sín skammt frá Dal-
vík, eða í aðeins 20 km fjar-
lægð frá bænum.
Hér á eftir fara frásagnir
fréttaritara Mbl. og þeirra,
sem blaðið náði tali af í gær-
kvöldi.
Forseli íslonds
i opinbern
heimsókn til
Bretlnnds
| FORSETA ÍSLANDS ogl
frú hans hefur borizt boð \
frá brezku ríkisstjórninni t
um að koma í opinbera I
heimsókn til Bretlands áí
hausti komanda. t
Hafa forsetahjónin þegið í
boðið. Síðar mun verða á- i
kveðið nánar um heim-
sóknartímann.
Skrifstofa
Forseta íslands.
REYKJAVlK:
Fólk, sem býr á efstu hseðum há-
hýsisins að Sólheimum 23, hringdi
í Veðurstofuna og skýrði frá því,
að þar uppi hefði kippurinn verið
svo sterkur, að rúm hefði færzt
úr stað og lausir munir hvers kon
ar verið á hreyfingu.
Þá var hringt frá húsi einu i
Smáíbúðahverfi til Veðurstofunn
ar, en þar býr erlend kona. Sagð-
ist hún hafa orðið mjög hrædd
við kippinn og farið með börnin
fram í forstofu til að geta hlaupið
með þau út ef jarðskjálftinn
héldi áfram.
Þetta eru dæmi um verkanir
jarðskjálftans í Reykjavík, en
fjölmargir hringdu til Veðurstof
unnar og blaðanna og höfðu svip
aðar sögur að segja. M.a. hringdi
slökkviliðsmaður til Morgunblaðs
ins, en hann var staddur á 3. hæð
hússins að Skúlagötu 58 er kipp
urinn var. Hann sagði, að ljósa-
krónan í loftinu hefði sveiflazt
til, myndir skekkzt á veggjum og
fólk ruggað til í stóluim.
Akureyri:
Fréttaritari Morgunblaðsins á
Akureyri, Sverrir Pálsson,
hringdi til Mbl. skömmu fyrir mið
nætti í nótt og kvaðst þá fyrir
nokkru hafa átt tal við Árna Frið
geirsson, bryta og húsvörð í
Menntaskólanum, sem fylgist með
jarðskjálftamælinum þar í hús-
inu. Sagði hann að Akureyringar
heíðu orðið varir við mjög harð
an jarðskjálftakipp um kl. 11,15
í gærkvöldi og stóð aðalkippurinn j
í eina til tvær mínútur. Síðan '
fylgdu tveir vægari í kjölfarið.
Fólk hefur ekki haldizt við inni
í húsum, sagði Sverrir, og æði
margt beðið átekta úti á götum
eða við útidyrnar, enda ekki á-
rennilegt að vera innan dyra eins
harður og jarðskjálftinn var. Hér
í mínu’ húsi, sagði fréttaritarinn,
lék til dæmis allt á reiðiskjálfi.
Árni Friðgeirsson skýrði mér
frá því, að nálin á jarðskjálfta-
mælinum eigi að sýna dálitla
hræringu áður en aðalútslagið
kemur, ef kippurinn á upptök i
fjarlægð, en nú brá svo við að
mælirinn fór alveg úr sambandi
og tók nokkurn tíma að koma
honum í samt lag aftur. Hyggur
hann því, að aðalupptökin séu
hér í nánd.
Siglufjörður og Eyjafjörður:
Sverrir Pálsson hringdi aftur
til Mbl. í nótt og sagðist hafa
haft samband við Siglufjörð, þar
sem hann talaði við HaLldór
Gestsson á símstöðinni. Klukkan
var þá 00.30. Halldór sagði, að
fólk hefði orðið skelkað á Siglu-
firði, enda hefði rafmagnið farið
og bærinn mynkvast um stund,
kirkjuklukkur farið að hringja
sjálfkrafa, og fólk hlaup-
ið út úr húsum, einkum þeix, sem
búa við fjallsræturnar, af ótta
við skriðuföll, en þó var ekki
vitað til að nein skriða hefði
fallið.
Sagði Sverrir, að ekki hefði
hann náð í Ólafsfjörð, en vitað
væri að þar hefði rafmagnið
einnig farið.
Þá sagðist hann hafa náð sam-
bandd við Þorstein Valdimarsson
í Hrísey: ,Kippurinn var ekki
harður hér, en langvinnur hrist-
ingur“, sagði Þorsteinn.
Ennfremur náði Sverrir í
Grenivík og talaði við Magnús
frá Skógi. Hann lýsti kippnum
mjög sterkum, allt iék á reiði
skjálfi, nótnabunki féll af orgeli
hans niður á gólf, og hlutir úr
skápum. „Og nú kemur einn
kippur", sagði Magnús. „Ég leit
á klukkuna", sagði Sverrir, “og
hún var 00.01, en rétt skömmu
síðar fann ég kippinn hér á Ak-
ureyri, svo augljóst er, að hann
hefur fundizt tæpri mínútu fyrr
í Grenivík en hér á Akureyri. Við
fyrri frétt mína héðan get ég
bætt því við, að þær skemmdir
urðu í sterkasta kippnum að
reykháfur hrundi í Hafnarstræti
105.“
Breiðamýri:
Loks talaði Sverrir við Ingu
Jósefsdóttur á Hreiðamýri og
sagðist henni svo frá:
Rétt áður en hörðustu kipp-
irnir komu sáu tveir menn blossa
á suðurloftinu og fannst öðrum
þeir vera hvítir en hinum dá-
lítið rauðleitir.
Ég talaði austur í Mývatns-
sveit og höfðu þeir ekki séð
neitt óvenjulegt þar í kvöld, en
höfðu tekið eftir óvenjulegum
bjarma fyrir nokkrum dögum í
átt til Öskju. Ekki kváðust Mý-
vetningar hafa orðið varir við
ösku eða neina brennisteinisfýlu.
Kippirnir urðu það harðir á
Breiðumýri, að bækur duttu úr
skápum, veggljós datt á gólf og
myndir skekktust á veggjum.
fsafjörður:
ÍSAFIRÐI, 27. marz.
Hér varð harkalegur og lang-
TAUGAVEIKI kom uPp fyrir
nokkrum vikum í svissneska
skiðabænum Zermatt, en síðar
fór að bera á veikinni í Suður-
Englandi, New York og loks hef
ur eitt tilfelli komið fram í Dan-
mörku.
Morgunblaðið átti tal við land-
lækni í gær, dr. Sigurð Sigurðs-
son, og spurðist fyrir um, hvort
íslenzk heilbrigðisyfirvöld hefðu
ur jarðskjálftakippur kl. 23.16.
Telja menn, að hann hafi varað
um hálfa aðra minútu. Fólk
vaknaði, og margt manna hljóp
út á götur með börn sín 1 fang-
inu. Ekki er mér kunnugt um
skemmdir, en allt lauslegt í hill-
um dansaði til og frá, svo að ekki
er ólíklegt að eitthvað hafi brotn
að, t. d. í verzlunum. — Garðar.
Varmaiand í Stafholtstungum:
Hér varð mjög snarpur jarð-
skjálftakippur kl. um 23.16 og
stóð lengi. Hér í skólanum lék
allt á reiðiskjálfi, lausir munir
kipptust til, og skólastúlkur
hrukku úr fastasvefni. Ein
kennslukona hér var á sínum
tíma stödd í barnaskólahúsinu á
Hnífsdal, þegar það fauk. Fékk
hún taugaáfall við kippinn núna
í kvöld. — E, Pá.
Selfoss:
Síimritarinn, sem var á vakt
um miðnætti á Selfossi, sagði
Morgunblaðinu, að hann hefði
orðið var við jarðskjálftaikipp
um kl. 11,17. Hann hafi verið
heldur vægur og sér virzt hann
standa all lengi. Kvaðst simritar-
inn ekki hafa tekið eftir því að
hlutir hreyfðust úr stað, en hann
hefði aftur orðið var við minni
kipp um 10 minútum eftir þann
fyrri.
Morgunblaðið átti einnig tal
við ÓLa Þ. Guðbjartsson, kenn-
ara á Selfossi. Hann kvaðst hafa
orðið var við kippinn um kl.
11.20 eða um það bil. Hann taldi
að kippurinn hefði verið fremux
vægur og varð þess ekki var
að hlutir færðust úr stað.
Seyðisfjörður og Egiisstaðir
Á Seyðisfirði var búið að loka
símstöðinni en þó tókst að ná
gert nokkrar ráðstafanir vegna
veikinnar.
Landlæknir sagði, að hann vissi
ekki til þess, að íslendingar hefðu
dvalizt í Zermatt. Engar ráðstaf
anir yrðu gerðar hér fyrr en til-
fella yrði vart.
Landlæknir sagði ennfremur,
að bólusetning gegn taugaveik-
inili væri til, en til hennar yrði
ekki gripið fyrr en í síðustu lög,
þar sem fólk yrði yfirleitt veikt af
slíkri bólusetningu.
sambandi við símritara þar. Hann
sagði að hann og fleiri hefðu
verið að vinna í sí.mstöðvarhús-
inu, en enginn orðið var við jarð
skjálftakipp.
Símritarinn hringdi til f!ug<
turnsins á Egilsstöðum og spurð-
ist fyrir um, hvort nokkur þar
hefði orðið var við kippinn, en
svo var ekki.
Þetta voni einu staðir-nir, sem
Mbl. tókst að ná sambandi við
á Austfjörðum um miðnætti j
gær.
Kefiavík:
Hringt var til Morgunblaðsins
frá Keflavík og Keflavíkurflug-
velli eftir jarðskjálftakippinn og
urðu menn greinilega varir við
hann þar. Myndir skekktust á
veggjum og hlutir hreyfðust úr
'stað. Kippurinn var snarpur og
hans varð vart víðar á Suðurnesj-
um, svo sem í Hafnarfirði. •
SIGLUFJÖRÐUR:
Síðustu fréttir frá Siglu-
firði:
Stefán Friðbjarnarson frétta
ritari Mbl. á Siglufirði símaði
í nótt, að skömmu fyrir kl. 2
hefði enn fundizt kippur þar
í bæ, en vægur. Sterkasti
kippurinn stóð yfir í 2—3 mín-
útur. Þá léku hús hér á reiði-
skjálfi. Húsin Túngata 10 og
Túngata 10B sem eru sam-
byggð steinhús löskuðust í
harðasfa kippnum og mynd-
aðist smárifa á samskeytum
þeirra sem er um 2 metra
löng og 4—5 sm breið. Einnig
mun reykháfur hafa hrunið á
einu íbúðarhúsi, Hvanneyrar
braut 5B.
Ekki er vitað um slys á
mönnum á Siglufirði.
Þotur sáu blossa
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Keflavíkurflugvelli urðu vamar-
liðsþotur, sem staddar voru i
nágrenni Hornaf jarðar, varar við
eldblossa í suð-vestri. Sáu flug-
mennirnir engin ský, sem líklegt
þótti að eldingar hefðu komið
frá en ekki gat Veðurstofan
skýrt frá því í nótt, hvað hér
væri um að ræða.
Fann kippinn úti á sjó
Skipstjóri á einum Siglufjarð-
arbátnum, sem kom úr róðri i
gærkvöldi, kvaðst, þegar hann
kom að landi á Siglufirði eftir
miðnætti í nótt, greinilega hafa
fundið mikinn landskjálftakipp
er hann var á leið til lands.
Engar ráðstafanir hér
vegna taugavelki