Morgunblaðið - 05.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. maí 1963 WÖRCVWM 4 fílÐ 3 Sr. Bjarni Sigurbsson Veik skurn Rúna Guðmundsdóttir og Gyða Árnadóttir skoða kjól með miklum perlus<iumi skv. nýjustu Farísartízku í verzlun sinni Parísar iízkunni. Parísartízkan í Hafnarstræti 8 1 gær var opnuð í Reýkjavík ný tízkuverzlun í Hafnarstræti 8. Hún ber nafnið Parísartízkan og 'eigendur eru tvær þekktar kaup- tconur meðal kvenna í Reykja- Vík, þeirra er vel klæðast, þær Rúna Guðmundsdóttir og Gyða tArnadóttir. Báðar hafa starfað 5 Markaðinum í áratug, Gyða fitaðið fyrir saumastofunni og *Rúna verið verzlunarstjóri. Verzlunin hefur á tooðstólum kvenfatnað, utanyfirfatnað og nærfatnað, auk frönsku snyrti- varanna Rouge Baiser. Er ætlun- dn að hafa helming af fatnaði innfluttan og helming saumaðan 6 saumastofunni, sem er uppi yfir verzluninni. Rúna og Gyða íhafa nýlega verið í Englandi og Frakklandi, til að kaupa inn íatnað og ekki síður efni og íengu m. a. mikið af fallegum «fnum frá hinum fræga Baichine í París. Einnig eru þær með efni írá Spáni og víðar að. Spurð um modelfatnað, svar- «ði Rúna því til að modelfatn- ■Bður væri varla til. í Parisar- tízkuhúsunum gætu margar kon- «r fengið sama modelkjólinn, evo að hún þyrði ekki að full- Ragna Ragnars skoðar í spegll kjól í hinni nýju tizkuverzlun yrða neitt, þó flík ætti að vera model. Heldur legði hún áherzlu á góð efni og meginlínur. í verzluninni eru einnig á boð- stólum handofnir íslenzkir kjól- ar, sem ofnir eru á ísafirði og í 'Reykjavík ag sér Sigríður ■Bjarnadóttir, húsmæðrakennari um framleiðslu á þeim. Eru eng- ir tveir kjólar eins, og slíkir kjólar hafa vakið mikla athygli erlendis. Húsnæði það, sem tízkuverzl- unin Parísartízkan er í, er mjög smekklega innréttað. Mann freð Vilhjálmsson arkitekt, hefur innréttað það. Þar er hægt að setjast niður. Karlmenn geta lit- 'ið í blöð á meðan konurnar líta á kjóla og jafnvel eru blöð fyrir 'börnin að skoða. Sagði Rúna við 'blaðamenn, að svona lítil verzl- un væri að öllu leyti miklu við- ráðanlegri en stórverzlun í stór- um borgum, meiri kynni sköp- uðust milli viðskiptavina og seljenda. Ragna Ragnars fór í hokkra af kjólum þeim sem á boðstól- um eru fyrir blaðamenn. Er þar skemmst af að segja að þar var margt fallegra flika, ag verð? 'Það er frá 1400 kr. En mest er iþó áberandi hve vandað er til efna í flíkurnar, og nær ekkért af efnum sem geta kryplazt. í TEXTA þessa drottins dags segir Kristur dauða sinn fyrir, að hann muni innan skamms fara til föðursins, en engu að siður koma til lærisveina sinna og dveljast með þeim síðan. Ná- vist hans hefir tekið á sig sýni- legt tákn í kirkju hans, ag hvar sem menn eru saman komnir í hans nafni, þar er hann mitt á meðal þeirra. — ★ — Fyrir skömmu hitti ég kunn- ingja minn í Austurstræti, aldr- aðan bústólpa, sannan kirkjuvin og einlægan trúmann. Sjálfur 'kvaðst hann sækja kirkju, en þó ekki reglulega, og ásakaði hann sig fyrir það. Kirkjusókn hefir 'hrakað heima á seinustu ára- tugum, sagði hann, en það er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem kirkjusókn er léleg í minni sveit. Eg minnist þess gerla frá fyrri árum, þegar ég var ungur, að þá var kirkjusókn oft ærið ábóta- vant ag ræktarsemr manna við guðshús stopul. Svo var það seint á 3. tug aldarinnar, að veru 'leg breyting varð hér á. Þetta kom eins og af sjálfu sér, að menn fóru Og að sækja kirkju, svo aJ þeir sátu varla heima nema þeir ættu ekki heimangengt. Ekki svo að skilja, að menn gjörðu með sér nokkur samtök í þessa átt. Fólk tók þetta upp hjá sjálfu sér ag hver eftir öðr- um. Það mætti kannski segja, að vakning hafi orðið í sveitinni að þessu leyti. En þegar ég horfi nú um öxl, sé ég, að fleiri hlutir at- ■hyiglisverðir gjörðust jafnframt. Hverju framfara- og menningar- •málinu innan sveitar var hrund- •ið áleiðis á næstu árum, svo að 'segja má, að sveit mín skaraði 'langt fram úr mörgum öðrum 'byggðarlögum um framtak og framfarir í félags- og búnaðar- málum, svo að hvert heimili í sveitinni þar sterkan svip þess anda, sem hafði gagnsýrt huga okkar. Og ég fyrir mitt leyti er •ekki í neinum vafa um það nú, að vöxtur þessarar velsældar og •bjartsýni, sem einkenndi lífs- ■skoðun fólksins, átti sér eina og ■sömu rót Það sótti dirfsku sína Sumir hœjarhlutar vatnslausir nœrri dœgur f FYRRINÓTT ýar vatns- laust í Reykjavík vegna teng- ingar á nýrri aðalæð og fram- an af degi í gær vatnslítið og víða vatnslaust vegna raf- magnsbilunar. Orsakaði þetta víða erfiðleika í bænum, m.a. stöðvaðist starfræksla Mjólkur stöðvarinnar og á sjúkrahús- um bæjarins átti starfsliðið í miklum erfiðleikum og fisk- vinnsla lá niðri. Allt var þetta þó komið í eðlilegt lag um hádegisbilið, en dælustöðin við Gvendarbrunna gat hafið starf aftur á ellefta tímanum. Samkvæmt upplýsingum vatnsveitustjóra hófst vinna á miðnætti í fyrrinótt við teng- ingu á aðalæðinni, sem undan- farið hefur verið lögð með- fram Mifclubraut. Varð að taka vatn af öllu veitukerfinu meðan á tengingunni stóð en vinna við þá tengingu var lokið kl. 8 í morgun. Meðan unnið var að því að dæla inn á bæjarkerfið á ný bilaði raf- magnslina að Lögbergi, vegna þess að krap og selta settist á línuna. Þótt sjáMrennsli sé frá Gvendarbrunnunum til Rvik ur, verður þó ekki nægilegur þrýstingur á vatninu, aema dælustöðin við Gvendar- brunna sé í gangi, en hún þiggur rafmagn frá Lög- bergsl'ínunni. Varð því vatns- laust á hæstu stöðum í bæn- um, og mjög vatnstítið annars stlaðar. Á ellefta tímanum var búið að gera við rafmagns- bilunina, og dælustöðin komin í gang, en um tvo tíma tek- ur að fylla veitukerfið, þann- ig að vatn komi í hús'.i, sem hæst standa. Mjólkurleysi um tíma Starfræksla Mjólkurstöðv- arinnar liggur niðri þegar vatnslaust er, þannig að í mörgum mjólkurbúðum varð mjólkurlaust um tíma fyrir hádegi. Samkvæmt upplýs- ingum Mjólkurstöðvarinnar var öll mjólk búin þar klukk- an 8 um morguninn, en starf- ræksla hófst ekki fyrr en laust fyrir 11. Mátti víða sjá fólk á hlaupum með flöskur milli mjólkurbúða fyrir hádegi. Mjólk mun þó hafa verið kom in aftur í r ’Jrr búð'r fyrir lokun. Heppnir á sjúkrahúsunum Haukur Kristjánsson, yfir- læknir á Slysavarðstofunni, sagði, að vatnsskorturinn hefði ekki verið mjög tilfinnanleg- ur hjá þeim, enda hefðu þeir ekki þurft að gera að neinum meiriháttar meiðslum og hefðu notazt við heitt vatn, sem þeir hefðu kælt. Það hefði verið l'án, að ekki hefði kom- ið neitt stórt tilfelli. Á Landsspítalanum var frestað öllum skurðaðgerðum, sem gera átti um morguninn, og hefði það lítið komið að sök, þar eð engin var mjög aðkallandi. Hins vegar hefði vatnið verið nýkomið skömmu fyrir hádegi, þegar komið hefði til þeirra sjúklingur, sem nauðsynlegt var að skera upp samstundis. Fiskvinnsla lá niðri Mikið mun hafa legið fyrir af fiski í hraðfrystihúsum bæjarins, en lítið sem ekkert hægt að vinna sökum vatns skortsins. í ísbirninum kom þetta ekki að sök, því þeir hafa vatnstank þar sem þeir gátu safnað að sér nægum vatnsbirgðum. Þó þótti starfs- fólkinu heldur vont morgún- kaffið, því vatnið í tanknum er klórblandað. Vatnsskorturinn hefur vit- anlega víðar ollið töfum og erfiðleikum. og atorkusemi og félagslund og 'Samhyggju í kirkjuna okkar; þar var uppsprettulind þessa alls og hvergi annars staðar. Þangað komu menn hvern messudag ein- um huga, staðráðnir í að sækja sér þrek og lífsstyrk í orð drott- ins og safnaðarþjónustu. Og 1 kirkjunni samstilltust þessir von glöðu hugir safnaðarins. Fólkinu. varð í safnaðarguðrækninni ljóst, að markið er eitt ag samt fyrir alla, keppikeflið óbreytt, hver sem í hlut á, ef nógu vítt er skyggnzt. Og í þessa góðu jörð féll sæðið og bar ávöxt að 'hundraðföldu. Eftir ihessu hittust menn svo í góðu tómi, röbbuðu um lands- ins gagn og nauðsynjar, báru upp áhuga.mál sín, brutu þau til mergjar og blönduðu geði. Og þessi eining fólksins og samhyggð olli því, að menn ræddu vanda- mál ag viðfangsefni hversdags- lífsins af meiri hreinskilni og 'hispursleysi en ella, og það stuðlaði aftur að því, að enn traustari bönd vináttu og skiln- ings urðu knýtt og þeim fram 'haldið. Já, sannarlega var þetta ánægjulegt blómaskeið í sveit minni, bezti tími, sem yfir hana hefir runnið, svo að ég viti til. Og ég óska þess oft og bið, að 'kirkjusókn mætti glæðast að ■nýju, því að þá er vísast, að um margt horfði betur heima en gjört hefic um sinn. Og ég er ekki í neinum vafa, sagði hann, að sá doði og flokkadrættir, sem bagað hafa sveit mína nú um áratbil, er að kenna minnkandi 'hlutdeild kirkjunnar í daglegu lífi fólksins og hugsunarhættL — ★ — Enda þótt kirkjan sé enn ríkt afl í þjóðlífinu, tjóar ekki að loka augum fyrir því, að áhrif hennar eru þverrandi með þjóð- inni. Ekki svo að trúarþörf eða eðlislægur trúaráhugi manna 'hafi þorrið, alls ekki, heldur svo að hundrað félagssamtök og áhugamál og viðfangsefni kalla á okkur úr öllum áttum, þar sem áður barst til okkar aðeins ein rödd einnar áttar. Enn hefir ‘kirkjan ekki í starfshátum sín- um áttað sig á þessari þjóðfélags- byltingu, heldur þreifar fyrir •sér um úrræði eins og fálmandi hönd. Ekki svo að hún hafi sofn- að á verði, heldur þannig að hún hefir ekki enn tekið af skarið. Sýnilegt verður þetta. m. a. í 'kirkjulöggjöf íslendinga, sem er svo gömul og úrelt orðin, að hún veitir furðulega litla stoð. Af mörgum þáttum hennar verður helzt- ráðið, að við séum uppi á miðöldum. Hnitmiðuð starfsemi ‘kirkjunnar er brýnni nú en í annan tíma, þar sem persónuleg 'vandamál fólks eru margvislegri og flóknari en áður. Hraði nútímans og argaþvarg 'veldur e. t. v. mestu um sálar- nauð okkar vegna þess að við- fangsefnin, persónuleg vanda- mál mannsins, hrannast upp óleyst án þess okkur gefist tóm ■eða kostur á að íhuga þau og afgreiða eins og eðli okkar þó stendur til. Trú okkar á að vera 'okkur kyrrlátt musteri, þar sem við drögum okkur í hlé með 'vandkvæði okkar. í kyrrð 'hljóðra stunda frammi fyrir guði ‘uppgötvum við einfaldar stað- reyndir í lífi okkar, sem skyn- semd og rökhyggja fékk ekki greint. Þekkingaratriðin hlaðast upp í dyngjur við hver gatna- mót, en einföld sannindi per- sónulegs vanda eiga sér þar ekki svar. Kirkjan er stofnun Krists á jörðu, þangað sem við sækjum okkur skjól og sálubót. Hún á að 'vera annað og meira en veik 'skurn um fjöregg trúarinnar. PILTAR EF ÞlÐ EIOID UNNUSTItNA PÁ Á Ett HRINttANA . /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.