Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 2
18 MORGUISBLAÐIB Miðvikudagur 22. maí 1963 Hurðin bjargaöi því sem bjargazt hefur Rætt við Jón Kaldal, ljósmyndara, sem dtti myndasafn sitt síðan 1925 að Laugavegi 11 FLESTUM, sem komu á bruna- staðinn á Laug-avegi 11 í gær, mun hafa orðið hugsað til mynda safns Jáns Kaldals, ljósmyndara, en hann hefur starfað sem Ijós- myndari hér í Reykjavík siðan 1925, og átti því mikið safn mynda bæði af mönnum og at- burðum. Ljósmyndastofa Jóns var til Hurðin að ljósmyndastofu Jóns Kaldals, sem forðaði þvi, að eldurinn kæmist inn í vinnustofuna. húsa á efstu hæð í norðvestur- álmu húsasamstæðunnar, sem sneri frá Laugavegi. Mbl. átti í gærkvöldi tal við Jón Kaldal, en hann var þá nýkominn frá bruna staðnum, þar sem hann hafði reynt að gera sér grein fyrir hversu miklu tjóni hann hefði orðið fyrir, jafnt bætanlegt sem óbætanlegt. „Ég var að „retouchera" plötu, sem ég var nýlega búinn að taka á, þegar ég mundi eftir því, að ég hafði ætlað að ná í skyrtur í þvottahús daginn áður, en gleymt þvl. Ég var nýbúinn í myndatöku og allt rólegt, svo ég greip tækifærið til að fá mér frískt loft Og ná í skyrturnar. Ég fór út og skildi eftir opnar hurðir- Þegar ég var kominn upp að Laugavegs Apóteki heyrði ég rúðubrot og að fólk á götunni hrópaði. Þegar ég leit við sá ég eldtungur út um gluggana á skrifstofu ölvers. Ég tók þegar á sprett og hljóp niðureftir, lét vita hjá Otto Michelsen, að kviknað væri í húsinu og hljóp upp Og lokaði öllinn hurðum inn til mín. Mér fannst ekkert ráðrúm til að reyna að bjarga neinu. Ef eitthvað hefur bjargazt hjá mér, þá er það þvi að þakka, að mér vannst tími til að loka hurð- inni, því hún brann öll að utan, en eldurinn náði ekki að komast í gegnum hana. Hins vegar fyllt- ist allt af reyk og vathsgufu, og þegar þeir rufu þakið, hefur allt fyllzt af vatni. Auk vélanna geymdi ég þarna allar plötur og filmur, sem ég hef tekið síðan 1925, bæði af mönnum og atburðum. Ég þori ekki að vona að eitthvað af þeirn séu óskemmdar- Plöturnar liggja saman í sérstökum umslögum, og þegar þær blotna festast þær saman, svo að það er helzt ó- mögulegt að ná þeim sundur, og umslögin límast við. Jafnvel þótt ég beitti þolinmæði og reyndi að leysa þær sundur í vatni mundu þær alltaf stórskemmast. Auk þess eyðileggur reykur- inn plöturnar, því það sezt ein- hver húð utan á allt, sem þessi reykur kemst að. Ég athugaði í kvöld nokkuð af plötum, sem ég er nýlega búinn að taka, því þótt það sé sárt að missa gömlu mynd lrnar, þykir mér jafnvel enn verra að geta ekki afgreitt þær myndir, sem ég hef lofað. mt<»S var barizt við' eidinn meðfram aiiri framhliðinni- Þær plötur, sem ég athugaði, voru allar klesstar saman og ó- nýtar. Ég ætla að reyna að bjarga því, sem hægt er að bjarga, en séu plöturnar ekki allar ónýtar, eru þær að minnsta kosti mikið skemmdar. Þegar ég kom niður- eftir í kvöld vissi ég ekki hvar ég ætti að byrja, því þetta virtist vera vonlaust verk. En það þýðir ekkert að missa kjarkinn og gef- ast upp- Ég var með skikkanlega vá- tryggingu á þessu, en ekki háa, og ég hef ekki enn komizt að því, Landsmenn vilja ekki snúa aftur til haftanna — ábyrgðarleysi i utanríkismálum í staðinn — uppgjöf Framsóknarmanna fyrir viðreisn FRAMSÓKNARMENN virð- ast nú vera famir að skilja þýðingu og árangur viðreisn- arinnar. Dæmin, sem hvar- vetna blasa við sjónum, eru þyngri á metunum, en tilraun ir dagblaðs Framsóknarflokks ins til blekkinga. Lífskjör hafa aldrci verið betri á fslandi, en nú i lok fyrsta kjörtíma- bils viðreisnarstjómarinnar. Nú í fyrsta skifti í sögn okk- ar unga lýðveldis eygja lands- menn það þjóðfélag jafnvæg- is, öryggis og framfara, sem allar þjóðir stefna að. Lands- mönnum hrýs hugur við þeirri tilhugsun, að nú verði á ný snúið aftur til þeirrar hafta- stefnu, skrifstofuræðis og skömmtunar úr hnefa, sem of lengi hefur hneppt eðlilega þróun og framfarir hins ís- lenzka þjóðfélags í fjötra. Bjartsýni og framfarahugur fslendinga hefur ekki lengur rúm fyrir þá efnahagsmála- stefnu Framsóknarflokksins og kommúnista, sem nú eins og áður mun leiða af sér verð- bólgu, höft og spillingu. Dagblað Framsóknarflokks- ins hefur fremur óþyrmilega rekið sig á þessa skoðun al- mennings í landinu. Tímanum er ljóst, að hin blinda and- staða Framsóknarmanna gegn viðreisninni mun ekki færa þeim hin langþráðu atkvæði, sem ætlað er að tylla Eysteini Jónssyni og Þórarni Þórarins- syni, ásamt þeim Hannibal og Lúðvík í forsæti íslenzkrar þjóðar. Hinn magnaði andróð- ur þeirra gegn viðreisninni muni aðeins vekja athygii landsmanna á hafta- og skömmtunaráformum þeirra og hvetja kjósendur til þess að velja milli þeirra og viðreisn- ar. Þeir óttast þann dóm, að vonum. DÆMALAUS MÁLFLUTN- INGUR UM UTANRÍKISMÁL f stað rökræðna um stefn- ur og stjómmál, sem sæma hverjum ábyrgum stjómmáia- flokki, er líða fer að kosning- um, hefur dagblað Framsókn- arflokksins gripið til dæma- lausra blekkingarskrifa um utanrikismái. Hefur blekkinga og áróðurshamurinn, að því er virðist, gjörsamlega yfir- bugað umhyggju þeirra fyrir hagsmunum íslenzku þjóðar- innar. Hver missögnin hefur rekið aðra, ýmist af stefnu- leysi flokksins í utanríkismál- um eða vísvitandi í blekking- arskyni. Er nú svo komið, að jafnvel brezka ríkisstjórnin verður að senda frá sér sér- staka yfirlýsingu til þess að hnekkja blekkingum Tímans um samninginn um lausn land helgismálsins, sem telja má einn mesta stjórnmálasigur fs lendinga. Framsóknarmenn börðust hatrammlega við hlið kommúnista gegn gerð þessa samnings, og kváðust mundu segja honum upp, hvenær sem færi gæfist. Með þessu óvirtu þeir löggjafarsamkundu þjóð- arinnar, sem er æðsta vald landsins um gerð milliríkja- samninga. Er þá ekki fjallað um mál- flutning Framsóknarmanna og tvískinnung í varnarmálum og máiefnum efnahagsbanda- lagsins, en það er löng saga og ófögur. Timinn hefur haldið því fram, þrátt fyrir betri vitund, að í samkomulaginu við Breta, sem brezkir togaraeigendur kölluðu ósigur Bretlands á sín um tíma, fælist hvorki viður- kenning á 12 mílna fiskveiði- lögsögu við ísland, né tíma- ákvörðun um veiðar inn að 6 mílna mörkunum, enda yrði samningurinn framlengdur. Brezka ríkisstjómin hefur nú að gefnu tilefni, ítrekað fyrri yfirlýsingar sínar um hið gagn stæða. Væri það nú ekki nema í samræmi við annan málflutn ing Tímans, að hann þakkaði sér þá lausn landhelgismáls- ins, sem Framsóknarmenn hafa svo hatrammlega barizt gegn. UPPGJÖF OG ÁBYRGÐARLEYSI Uppgjöf Timans í efnahags- málunum og óbein viðurkenn- ing á vinsældum viðreisnar- innar talar skýru máli um úr- ræði flokksins í innanlands- málum. Dæmafátt ábyrgðar- leysi dagblaðs flokksins og blekkingar um utanríkismálin hljóta með öllu að dæma þá úr leik. Hver getur treyst for- ystumönnum, sem nú eru svo gjörsamlega berir að pólitískri valdabaráttu vegna hennar einnar og sjálfra sín? Hver sér nú ekki í gegnum þessa ódrengilegu baráttu Framsókn arflokksins og dagblaðs hans fyrir eigin völdum og þeirri hafta- og skömmtunarstefnu, sem þeir voga ekki lengur að nefna á nafn? hvort hún hrekkur fyrir tækja- tjóni.“ Réttindi við Grænland til 1973 Kaupmannahöfn, 21. mai — NTB — F R Á því var skýrt í Kaup- mannahöfn í kvöld, að stækk- un fiskveiðilandhelginnar við Grænland, frá og með 1. júní þessa árs, mundi ekki hafa nein áhrif á fiskveiðiréttindi eftirtalinna þjóða: Noregur, ísland, Stóra-Bretland, Vest- ur-Þýzkaland, Frakkland, Spánn og Portúgal. Sá tími, sem líður, þar til lögsagan gengur í fullt gildi, er þremur árum lengri, en gert var ráð fyrir í fyrstu. Á því tímabili munu skip ofan- greindra þjóða fá að veiða á svæðinu milli 6 og 12 mílna, frá strönd Grænlands. Gildir það fyrirkomulag allt fram til ársins 1973. Farfuglar ganga á Krýsuvíkurbjarg Á UPPSTIGNINGARDAG efna Farfuglar til ferðar á Krýs'urvík- urhjarg. Lagt verður upp í ferð- ina frá Búnaðarfélagshúsinu kL 10 árdegis og ekið svo langt sem fært þykir. Síðan verður gengið á bjargið. ísland þáði ekki boðið HAFIN mun í París ráðstefna nokkurra Evrópulanda til að fjalla um fjarskipti um gervi- hnetti. Franska ríkisstjórnin bauð fs- landi að taka pátt í ráðstefnu þessari, en ísland þáði ekki boð- ið. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.