Morgunblaðið - 28.05.1963, Qupperneq 10
26
M O K C V JV BI 4 Ð U
í>riðjudagur 28. maí 1963
Nýtt hvenfélng í Hofnnrfirði
HINN 29 apríl sl. var stofnað í
Hafnaríirði kvenfélagið „Sunna“.
Markmið félagsins er að vinna að
mannúðarmálum, hafnfirskum
konum tii handa.
Innan félagsins mun starfa or-
lofsnefnd, sem í sumar, eins og
undanfarin surriur, mun sjá um
að starfrækja dvalar- og hvíldar-
heimili í Lambhaga, fyrir hafn-
firskar húsmæður.
Heimili þetta hefur Hafnar-
fjarðarbær rekið undanfarin 8
ár og nú síðastliðið ár einnig
fengið ríkisstyrk. Hér eftir mun
kvenfélagið „Sunna“ reka heim-
ilið með styrk frá ríki og bæ.
í orlofsnefnd voru kosnar eft-
irtaldar konur: Sigurrós Sveins-
dóttir, Soffía Sigurðardóttir og
Hulda Sigurðardóttir.
Einnig var kosið í mæðra-
styrksnefnd, sem mun eftir
megni aðstoða bágstaddar mæð-
ur í bænum. Hana skipa eftir-
taldar konur: Guðrún Sigurgeirs-
dóttir, Málfríður Stefánsdóttir og
Bára Björnsdóttir.
í stjórn félagsins voru kosnar:
Form: Guðríður Elíasdóttir, rit-
ari: Helga Guðmundsdóttir, gjald
keri: Erna Fríða Berg og með-
stjórnendur: Þorbjörg Halldórs-
dóttir og Bára. H. . Guðbjarts-
dóttir.
Framhaldsstofnfundur verður
haldinn næstkomandi þriðjudag,
28. maí, kl. 8.30 í Skátaheimilinu
(uppi). Verða þá borin fram lög
félagsins og fleira.
Hafnfirzkar konur eru hvattar
til að mæta á fundinn, til að
kynna sér markmið félagsins og
veita góðu málefm lið. (Allar
hafnfirskar konur hafa rétt á inn
göngu í félagið).
Hið nýja skip Grótta. Myndin er tekin í Harstad.
IMýtt skip til
Reykjavikúr
V ■
- "
. . .v-.
.
Xvö málverk Gunnlaugs Blöndals í Tröð. Málverkin eru: Þingvallamynd og Spánskt módel.
Málverk Gunnlaugs
Blöndals sýnd í Tröð
NÆSTA mánuð verða nokkur
málverk hins landskunna lista-
manns Gunnlaugs Blöndals til
sýnis í Tröð. Á sýningunni eru
níu myndir málarans og hefur
eftirlifandi kona hans, frú Elísa-
bet Blöndal, valið myndimar,
sem allar eru í einkaeign.
El'zta myndin er frá 1921 og
heitir „Kona í Vín“, en sú yngsta
„Módel“ var máluð skömmu fyrir
lát listamannsins, en hann lézt
eins og kunnugt er á síðastliðnu
ári. Á þessari litlu sýningu má
því rekja þær breytingar sem
urðu á listaþroska Gunnlaugs
Blöndals eftir því sem árin liðu.
Gunnlaug Blöndal er óþarfi að
kynna fyrir íslendingum. Hann
fæddist árið 1893 og hefði því
orðið sjötugur á þessu ári. Hann
stundaði listnám í Danmörku,
Noregi, Frakklandi og Ítalíu. Árið
1933 kom hann aftur til íslands
og bjó þar til dauðadags, en fór
oft til suðlægari landa, bæði til
þess að halda sýningar og viða
að sér efni í myndir sínar.
Þetta er þriðja listsýningin
,sem haldin er í Tröð, hinu nýja
kaffihúsi í Austurstræti 18. Hall<
dór Blöndal, sem annast rekstur
kaffihússins, sagði við blaðamenn
í gær, að reksturinn gengi vel og
væri staðurinn vel sóttur, baéði af
Reykvíkingum og ferðafólki.
Væri hann einkar skemmtilegur
til að sýna erlendum ferðamönn-
um, þar sem húsakynnin væm
alíslenzk, og staðurinn stæði við
slagæð Reykjavíkur.
Fyrsta listsýningin í Tröð var
bæði málverka-, keramik- og silf
urmunasýning, sérstaklega til
þess gerð að sýna sýningarmögu-
leika salarins. Málverk Ásgríms
Jónssonar voru ýnd á annarri sýn
ingunni og nú málverk Gunn-
laugs Blöndals. Knútur Bruun,
hdl., sér um listsýningarnar, og
sagði hann að unnið væri að því
að sýna næst gamla og nýja silf-
ursmíði á Islandi.
Grótta, glæsílegasta skip
síldveiðiflotans
SÍÐASTL. laugardag kom til
Reykjavíkur nýtt skip, Grótta
RE 128, eign Gísla Þorsteinsson-
ar útgerðarmanns. Kom skipið
frá Noregi, þar sem það var smíð
að hjá Kaarbös Mek. Verksted
A/S í Harstad, og kostaði um 10
milljónir króna.
Blaðamenn skoðuðu hið nýja
skip í gær og voru menn á einu
máli um að hér væri komið glæsi
legasta skip íslenzka síldveiði-
flotans. íbúðir háseta og yfir-
manna eru sérstaklega vandaðar
og mun sennilega næsta fátítt að
svo vel sé búið að áhöfn síld-
veiðiskips sem í Gróttu. Má með-
al annars geta þess að í stafni
er steypibað fyrir áhöfnina.
Eggert Kristjánsson & Co.
hafa haft milligöngu um sölu
skipsins hingað, en svo sem kunn
ugt er rekur fyrirtækið umfangs-
mikla skipasölu hér, sem hófst
1929. Mun fyrirtækið hafa ann-
azt sölu hátt á annuð hundrað
skipa hingað frá upphafi.
Grótta er nýbygging nr. 38 frá
skipasmíðastöðinni, en áður hafa
þeir byggt fiskiskip, selveiði-
skip, farþegaskip og bílaferjur.
Þetta er fyrsta skipið, sem
skipasmíðastöðin byggir fyrir ís-
lenzka eigendur, og eru 3 önnur
skip í byggingu þar fyrir ís-
lenzka útgerðaimenn; eitt af
sömu stærð og m.b. Grótta og
mun það koma til landsins í
næsta mánuði; ennfermur tvö
stærri skip, sem koma til lands-
ins næsta haust.
M.b; Grótta er útbúin til síld-
veiða með krafblökk af nýjustu
og stærstu gerð. Stærð skipsins
er: lengd 33,35 metrar, breidd
6,8 m., dýpt 3,6 m. og brúttó tonn
225,79. Skipið er byggt úr stáli
eftir ströngustu flokkunarregl-
um Norsk Veritas og eftir regl-
um íslenzka skipaeftirlitsins. —
Teikningar af skipinu hefur
Hjálmar R. Bárðarson gert.
Skipið hefur vistarverur fyrir
15 menn og er útbúið með kæli-
rúmi og frystikerfi fyrir mat-
væli. Aðalvél skipsins er 600 ha.
Wichmann dieselvél og gekk
skipið í reynsluferð 11,6 mílur.
Hjálparvélin er 60 hestafla List-
er dielselvél með 25 kw dynamó
og annar 25 kw dynamór er drif
inn af aðalvélinni. Stýrisvélin er
af „Tenfjord“-gerð og Robertson
sjálfstýring. Spilin eru af Nord-
winch gerð, 11 tonna trollspil og
2,5 tonna línuspil. Rafkerfin í
bátnum er 220 volta jafnstraum-
ur og fer upphitun og matseld
fram með rafmagni. Radar er af
gerðinni „Decca“, en síldarleitar-
tæki eru öll frá Simrad, af nýj-
ustu og fullkomnustu gerð. —
Radíóstöð er einnig frá Simrad,
en japönsk miðunarstöð.
M.b. Grótta sigldi frá Harstad
sl. þriðjudag og tók höfn í Rvík
sl. laugardagskvöld, eftir mjög
góða ferð. Með skipinu til ís-
lands kom verkfræðingur frá
skipasmíðastöðinni, hr. Harald
Arntzen. — Marteinn Jónasson
sigldi skipinu heim, en skipstjóri
verður Guðbjörn Þorsteinsson.
20 norrœnir bfaðamenn
verða hér kosningavikuna
DAGANA 7,—15. júní næstkom-
andi vetður norræn blaðamanna
kynning á vegum Norræna félags
ins í Reykjavík, en efnt er árlega
til slíkra kynninga til skiptis á
Norðurlöndunum. Hér hefur
þetta þó aldrei verið áður.
Boðnir eru 5 blaðamenn frá
hverju landanna, Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð og Finnlandi og
2 frá Færeyjum og hafa 20 þegið
boðið. Það eru allt starfandi
blaðamenn frá fréttastofum, höf-
uðpressunni í landinu og blöðum
úti á landi. Vilja blaðamennirnir
nota tækifærið til að fylgjast með
kosningunum. Þeir koma því
fimmtudagskvöldið fyrir kosn-
ingahelgina.
Meðan þeir dvelja hér munu
reynt að kynna þeim sem bezt
ýmsar hliðar á íslenzkum mál-
efnum. Mótið verður opnað í Há-
skólanum og flytur Gunnar Thor-
Eggert Kristjánsson, Gísli Þorsteinsson og Guðbjörn Þor-
steinsson í brú hins nýja skips í gær. (Ljósm. Mbl. Sv. P.)
oddsen, ráðherra þar ræðu um ís •
land og Norðurlöndin. Full-
trúar stjórnmálaflokkanna munu
kynna stefnu síns flokks, og flutt
verður erindi um stjórnmálin og
kosningarnar. Meðan blaðamenn-
irnir dvelja hér, munu þeir m. a.
koma á ristjórnarskrifstofur blað
anna, hlusta á fyrirlestra um ís-
- íþróttir
Fi-amh. af bls, 30.
miðjan hálfleik er Jón miðherji
var hindraður. En Haukur dóm-
ari taldi Jón hafa brotið af sér.
Sigur Fram hékk þrátt fyrir
allt á bláþræði í þessum leik.
Einu sinni komu Keflvíkingar
knettinum í net Fram með falleg
um skalla, en Jón miðvörður mun
hafa snert knöttinn með höndum
svo markið var dæmt af (sjá
mynd).
>r Liðin
Keflvíkingar áttu nú einn sinn
lakari leik í ár að sögn kunnugra.
Þeir voru fálmandi og óöruggir
og geta að líkindum meira en þeir
sýndu nú. En hættulega opið er
allt spil þeirra bæði í vörn og
sókn því í sókninni fylgja fram-
verðirnir dálítið gáleysislega eftir
og skilja eftir opnar eyður, sem
góð lið eiga að geta notfært sér
þó Fram gerði það ekki nú.
Liði Fram bættist liðsstyrkur
þar sem Baldvin miðherji er en
undarlega klaufskir eru liðsmenn
er að endahnútnum kemur. Og
reyndar er þetta svo alvarlegur
galli á einu liði að hafa ekki
skorað nema 1 mark í öllum leikj
um vorsins, að hann getur farið
að hafa stórlega hættuleg áhrif
á leikmenn. — A. St.
lenzk blöð og um menningarlíf á
íslandi. Þeir munu einnig kynn-
ast landi og þjóð með því að
fara í ferðir úm nágrenni Reykja-
víkué, til Krýsuvíkur, Þingvalla,
Gullfoss og Geysis, í Skálholt og
í Borgarfjörðinn. Einn daginn
kynnast þeir atvinnuvegum, fisk
veiðum og iðnaði. Þeir fara af
landinu laugardaginn 15. með
Flugfélagsvél til Osló.
Fegurðardrottning
Framh. af bls. 19.
ár var hún einnig kosinn feg-
urðardrottning Verzlunar-
skóla íslands. Hún er enn
nemandi Verzlunarskólans og
fer í 4. bekk næsta haust.
Theódóra er dóttir Þórðar
Sigurgeirssonar og Agnesar
Guðnadóttur, fædd á Stokks-
eyri og fluttist til Reykjavík-
ur nokkurra mánaða gömul.
Hún er dökk á brún og brá
eins og Thelma og það er at-
hyglisvert að aðeins ein ljós-
[ hærð stúlka tók þátt í fegurð-
arsamkeppninni núna, María
Ragnarsdóttir.
Theódóra sagðist ekki hafa
áhuga á að komast í kvik-
myndirnar; það stæði nær
hjarta sínu að verða ljós-
m,yndafyrirsæta. Hún hefðl
oft setið fyrir við töku aug-
lýsingamynda og félli henni
það starf prýðileag í alila staði.
Hg.