Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 17
Laugardagur 1. júní 1963 MORGVISBLAÐIÐ 17 Sjötugur á hvítasunnudag; Jóhannes Teitsson húsasmíðameistari f' Jöhannes Teitsson, húsasmíða- meistari, Hraungerði, Garða- hreppi, er sjötugur á hvítasunnu dag. Hann er fæddur að Skarði í Kirkjuhvammshreppi, V-Hún., 2. júní 1893, sonur hjónanna Teits Halldórssonar og Ingibjargar Árnadóttur, er lengst bjuggu á Bergsstöðum í sömu sveit. Börn- in urðu 15 og náðu öll fullorðins aldri. Á þeim árum var lífsbar- áttan hörð hjá svo barnmörgum foreldrum á útkjálkum þessa lands. 10 ára gamall fór Jóhannes úr foreldrahúsum. Eftir það var vinnan alls ráðandi. Þráin til að afla sér menntunar brann æ heit- ar með uppvaxtarárunum, en á- stæðurnar leyfðu ekki þann mun að. Haustið 1913, þá tvítugur að aldri, fór Jóhannes í Alþýðu- skóla Húnvetninga á Hvamms- tanga og lauk námi þaðan vorið 1915 með hæstu einkunn. Árið 1937 tók hann iðnbréf og síðan meistarabréf í húsasmiðum. Hann hefur sótt námskeið í verkstjórn, gerð og meðferð steinsteypu, landmælingum o.fl. Þá hefur hann með sjálfsnámi aflað sér margvíslegarar fræðslu og er um marg't fróður og víðlesinn, enda á hann myndarlegt bókasafn. Fram yfir tvítugt stundaði Jó- hannes algengustu stórf til sjávar og sveita. Véturna 1918—1922 var hann barnakennari, sumpart í forföllum konu sinnar og sum- part á vegum fræðslumálastjórn- arinnar. Hann fluttist til Bolungarvíkur vorið 1922. Þar átti hann mikil og margvísleg störf fyrir sér. Loftsína Guðrún Pálsdóttir það talar sínu máli um farsæl uppeldisáhrif frá heimiili for- eldranna. Svo verklaginn og úrræðagóð- ur, er Jóhannes, að bæði er gagn og ánægja að því að vinna með honum og undir hans stjórn. Lundarfarið er létt og lipurt, og verður ekki betur séð en „önn áranna“ hafi í engu haggað skýrri hugsun og snöggum við- brögðum, sem svo vel eru þekkt og metin af samferðamönnum hans. Nú um sinn hefur dregið ský fyrir sólu hjá Jóhannesi, kona hans liggur í sjúkrahúsi, og verða því hinir fjölmörgu vinir hans og samstarfsmenn, að láta sér nægja hlýjar kveðjur og árn- aðaróskir, eftir leiðum hugans, en sameiginlegar ánægjustundir verða að bíða síns tíma. Mínar beztu kveðjur og árn- aðaróskir hér með. Högni Gunnarsson. Eldhúsvaskar Sænskir stáleldhúsvaskar fyrirliggjandi með tilheyrandi lásum og blöndunar- tækjum. í 'JóAannsson &. SmitA Sml 24244 (3 ÍUm.) Nú leifflr skilja. Lít ég liffna daga, þar ljós og fegurð yfir sporum skín. Vm ást og fórnir er þín bjarta saga, elskulega, góða frænka mín. Mig ungan tókst i þína ástararma, og eins og bezta móðir reyndist mér. Svo hlaut ég þroska viff þinn kærleiksvarma mér veittir allt, sem bezt og fegurst er. 1 þínum faffmi fann ég frið og yndi, er féllu tár, kom blíffa höndin þín, að hugga og gleffja þerra þau í skyndi, af þinni ástúð skildir kjörin min I»á ástarþökk mín orð ná ekki yfir, elsku fóstra, sem ég færi hér þín bjarta minning blessuð hjá mér lifir, ég bið af hjarta: Drottinn launi þér. Hann var fyrsti maður, sem átti og ók þar bifreið og kenndi mörg um akstur bifreiða. Hann tók þar virkan þátt í ýmsum félags- og menningarmálum, var t.d. einn af skemmtikröftum plássins og formaður Ungmennafélags Bol- ungarvíkur um tíma. Honum voru falin margháttuð trúnaðar- störf, var um árabil hreppsnefnd aroddviti og hafnarvörður, og jafnframt hafði hann á hendi verkstjórn og eftirlit á vegum sveitar og hafnar. Hann var og fulltrúi sveitarinnar á héraðs- þingum N-ísafjarðarsýslu, og síðasta árið í Bolungarvík var Jóhannes settur lögreglustjóri' þar. Öll þessi störf fóru honum mjög vel úr hendi, enda rækti hann jafnan störf sín af alúð og samvizkusemi. Til Reykjavíkur flutti Jó- hannes árið 1941. Tók hann þá við umsvifamikilli verkstjórn við framkvaemdir á vegum brezka og síðar ameríska varnarliðsins Hlaut hann viðurkenningar- og þakkarbréf beggja varnarliðs- stjórnanna fyrir þau störf. Jóhannes var um skeið verk- stjóri hjá vita. og hafnarmála- stjórninni, yfirverkstjóri hjá flugmálastjórninni, og eftirlits- maður með byggingu flugvallar í Vestmannaeyjum. Alls hefur Jóhannes stundað verkstjórn og eftirlit við margs konar mann- virkjagerðir í yfir 30 ár. Hann hefur þótt hagsýnn verkstjóri og ekki ávallt farið troðnar slóðir. Stuttu eftir að Jóhannes flutt- ist til Reykjavíkur kom hann auga á hraungjallið sem ágætt byggingarefni. Um það leyti höfðu borizt hingað fregnir er- lendis frá um notkun þess til bygginga með góðum árangri. Gerði Jóhannes margar steypu- prufur úr gjalli og lét rannsaka þær. Niðurstöður þessara til- rauna voru svo góðar, að hann hófst handa um frekari fram- kvæmdir og gekkst fyrir stofnun Hraunsteypunnar h.f., í Hafnar- firði, sem er fyrsta fyrirtækið hér á landi, er hefur fjöldafram- leiðslu á byggingasteini úr þessu efni, og hefur framleiðslan reynzt ágætlega. Nú er Jóhannes eftirlitsmaður fyrir það opinbera við byggingu lögreglustöðvarinnar í Reykja- vík. Jóhannes er kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, kennara og skáld- konu, hinni ágætustu konu, og eiga þau fjóra syni og fóstur- dóttur, sem öll hafa endur fyrir löngu haslað sér völl í lífinu, og reynzt hið traustasta fólk, — en Dagskrá SJÓMANNADAGSINS Mánudaginn 3. júní 1963 (2. hvítasunnudag). Kl. 08.00 Fánar dregnir að hún á skipum í höfninni. •— 09.00 Sala á merkjum Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðinu hefst. — 10.30 Hátíðamessa í Laugarásbíói. Prestur: Séra Óskar J. Þorláksson. Söngstjóri: Gunnar Sigurgeirsson. — 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur sjómanna- og ættjarðarlög á Austurvelli. — 13.45 Mynduð fánaborg á Austurvelli með sjómannafélagafánum og ísl. fánum. — 14.00 Útihátíðahöld Sjómannadagsins við Austurvöll: Ræður og ávörp flutt af svölum Alþingishússins. 1) Minningarathöfn: a) Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson minnist drukknaðra sjómanna. b) Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, syngur. 2) Ávörp: a) Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, fulltrúi ríkis- stjórnarinnar. b) Baldur Guðmundsson, útgerðarmaður, fulltrúi útgerðarmanna. c) Garðar Pálsson, stýrimaður, fulltrúi sjómanna. d) Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs afhendir verðlaun og heiðursmerki. e) Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, syngur. Lúðrasveit Reykjavíkur, stjórnandi Páll Pampichler Pálsson, annast undirleik og leikur á milli dagskráratriða. — 15.45 Að loknum hátíðahöldunum við Austurvöll hefst kappróður við Reykja- víkurhöfn. — Verðlaun afhent. Sjómannakonur annast kaffiveitingar frá kl. 14.00 í Sjálfstæðishúsinu og húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði. — Allur ágóðinn af kaffi- sölunni rennur til jólaglaðnings vistfólks í Hrafnistu. Á Sjómannadaginn, mánudaginn 3. júní verða kvöldskemmtanir á veg- um Sjómannadagsins á eftirtöldum stöðum: Súlnasal Hótel Sögu — Sjómannadagshóf. Breiðfirðingabúð — Gömlu- og nýju dansamir. Glaumbæ — Dansleikur — Skemmtiatriði. Ingólfskaffi — Gömlu dansarnir. Silfurtunglinu — Dansleikur. Sjálfstæðishúsinu — Dansleikur. — Skemmtiatriði. Allar skemmtanirnar hefjast kl. 21.00 (nema Sjómannahófið í Sögu sem hefst kL 20.00) og standa yfir til kl. 02.00 eftir miðnætti. — Tekið á móti pöntunum og að- göngumiðar afhentir meðlimum aðildarfélaga Sjómannadagsins í Aðalumboði Happ- drættis DAS, Vesturveri, sími 17757 í dag, laugardag kl. 10.00—12.00, og á Sjó- mannadaginn, mánudaginn 3. júní kl. 14.Oo—17.00. — Einnig á viðkomandi skemmti- stöðum eftir kl. 17.00. — Borðapantanir hjá yfirþjónum á viðkomandi skemmti- stöðum. Sjómannadagsblaðið verður afhent blaðsölubörnum í Hafnarbúðum og Skátaheimil- inu við Snorrabraut í dag, laugardag 1. júní kl. 14.00—17.00. Einnig verða merki Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðið afhent sölubörnum á Sjómannadaginn 3. júní frá kl. 09.00 á eftirtöldum stöðum: Hafnarbúðum (nýja verkamannaskýlinu og sjómannaheimilinu við höfnina) Skátaheimilinu við Snorrabraut. Turninum, Réttarholtsvegi 1. Sunnubúð við Mávahlíð. Vogaskóla — Melaskóla — Vesturbæjarskóla (gamla stýrimannaskólan- um). — Laugalækjarskóla. 1 Auk venjulegra sölulauna fá börn, sem selja merki og blöð fyrir 100 kr. eða meira aðgöngumiða að kvikmyndasýningu í Laugarásbíói. Munið eftir eftirmiðdagskaffinu hjá sjómannakonum í Sjálfstæðishúsinu og í Slysa- varnafélagshúsinu á Grandagarði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.