Morgunblaðið - 07.06.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1963, Blaðsíða 3
t■ Föstudagur 7. júní 1963 MORGUTSBLAÐIÐ 3 Bjarnason. Hann hefur ekki verið haldinn sömu valdafýsn inni og margir aðrir forystu- menn flokksins, og í pólitík sinni hefur hann verið jarð- bundnari en til dæmis Eindr Olgeirsson. Hins vegar hef ég eiginlega aldrei getað Skilið af stöðu Brynjólfs, og þá sér staklega það, hvernig Einari virðist alltaf hafa tekizt að fá hann til að vinna fyrir sig skítverkin, Oftast þegar Einar hefur viljað beita hörðu gagn vart andstæðingum sínum inn an flokksins hefur hann att Brynjólfi fram, því að hann hefur ekki sjálfur haft hug- rekki til að ganga fram fyrir skjöldu af ótta við, að ein- hver skuggi kynni að falla á persónu hins mikla foringja. Þegar þess er gætt, að allt flokksstarfið hefur svo lengi verið reyrt í einræðisfjötra, þarf engan að undra, þó að klíkuskapur hafi magnazt inn an flokksins og ýmsar klíkur hafi myndazt. Þó að ástandið hafi lengi verið slæmt, held ég þó, að um þverbak hafi keyrt, þegar „Alþýðubandalag ið“ var soðið saman, því að eftir það hafa allar þýðingar mestu ákvarðanir ekki einu sinni verið teknar af æðstu flokksstofnunum, heldur jafn- vel utan flokksins. Hámarki sínu náði niðurlæging flokks- ins á valdaárum vinstri stjórn arinnar, en þá lá við borð, að flokkurinn væri lagður niður, því að deildir flokksins voru nær drepnar og fundir svo til algjörlega lagðir niður. Allt stafaði þetta af ótta flokksfor- ystunnar við gagnrýni flokks-r manna, og síðan má segja að flokkurinn hafi ekki borið sitt barr“. V — x X x — ,,Það hefur gengið fjöllun- um hærra að ýmsir forystu- menn flokksins vilji helzt leggja „Sósíalistaflokkinn“ niður og stofna flokk upp úr „Alþýðubandalaginu“ og jafn vel heyrzt, að tillögur í þessa átt hafi komið fram á þingum „Sósíalistaflokksins“.“ „Já, slíkar raddir tóku að heyrast fljótlega eftir myndun Alþýðubandalagsins. Hingað til hafa þeir Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason bar- izt gegn þessu, Einar senni- lega fyrst og fremst vegna þess að hann gerir sér ljóst, að honum muni ekki hugaður mikill frami í hinum nýja flokki, og hann má auðvitað ekki til þess hugsa, að póli- tískur ferill slíks afburða- manns fái svo sviplegan endi. Hins vegar hafa Lúðvik jós- efsson og ýmsir fylgismenn hans úti um land og svoköll uð „Gvendaklíka*1 eða „Gvend ólína“ hér í Reykjavík verið þess mjög fýsandi að gera þetta til að hressa upp á and lit flokksins. Það sem fyrst og fremst fyrir þessum mönnum vakir er það að gera sig á ný hlutgenga í íslenzkri pólitík, breiða yfir samböndin austur á bóginn og gera sig þannig samstarfshæfari við aðra flokka. Þeir hafa auðvitað framsókn fyrst og fremst í siktinu og vilja flest til þess vinna, að framsóknarmaddam an þurfi ekki að roðna eins mikið, þegar hún tekur þá upp á arminn“. „Þú minntist áðan á sam- Kona Ragnars, Vera Aðalbjörnsdóttir, með yngstu dótturina. böndin austur á bóginn og virt ist líta á þau sem hvern ann- an sjálfsagðan hlut. Manni hef ur þó virzt á undanförnum ár um sem forystumenn „Sósíal istaflokksins" reyndu allt hvað þeir mættu til að sverja af sér hinn minnsta kunnings skap við félagana fyrir aust an tjaldið“. „Tengslin eru að vísu ekki opinber nú, eins og hér fyrr á árum, en ekkert lát hefur þó orðið á ferðalögunum í austurveg þrátt fyrir það. Auð vitað er ekki gott um það að segja á hvaða hljóðskrafi þeir sitja þar, en ekki er ólíklegt, að einhver hollráð fái þeir með sér í vegarnesti, þegár heim er haldið. Það er heldur ekkert launungarmál, að for- ingjar „Sósialistaflokksins“ hafa viðurkenmt sovézka kommúnistaflokkinn sem for ystusveit sósíalismans í heim inum, eins konar „stóra bróð ur“ á heimsmælikvarða, sem gerst eigi að vita um hlutina. Það er líka greinilegt af þeirri miklu áherzlu, sem flokkurinn hefur lagt á brottrekstur varn arliðsins héðan af landi, að það er hans stærsta viðfangs- efni að koma íslandi út úr At- lantshafsbandalaginu. Og sjálf ur get ég sagt það, að ég ól í brjósti mér vonir um, að land helgisdeilan við Breta mundi leiða til þess, að við færum úr Atlantshafsbandalaginu og sömu sögu geta sjálfsagt flest ir flokksmenn „Sósíalista- flokksins“ sagt. Forystumenn flokksins töldu fullvíst, að þessj deila mundi losa um að ild íslands að bandalaginu og töldu þess vegna síður en svo ástæðu til að reyna að draga úr henni, hvað þá að leysa hana“* — x X x — „Þú hefur auðvitað verið Stalíndýrkandi þegar þú varst upp á þitt bezta“. „Ekki get ég borið á móti því. Ég trúði öllu, sem frá gamla manninum kom eins og nýju neti. Mér er sérstaklega minnisstæð trú mín, þegar læknamálið svonefnda var á döfinni, en þá voru ýmsir af frægustu læknum Sovétríkj- anna ákærðir fyrir samsæri gegn æðstu mönnum ríkisins. Ýmsir vinnufélagar mínir á Eyrinni, sem þó voru róttæk- ir í skoðunum, létu þá í ljós efa um, að allt væri með felldu þarna austur frá, en ég náði varla andanum af hneykslun á vantrú þeirra. Af skiljanlegum ástæðum átti ég þess vegna dálítið erfitt með að sætta mig við það, þegar Krúsjeff fór að úthrópa Stalin sem blóðþyrstan glæpamann. Ég gat ekki skilið' þetta fyrst í stað, því að mér fannst aldrei gefin nein viðhlítandi skyring á því, hvernig þessi ósköp hefðu getað gerzt, enda tel ég, að hún hafi enn ekki komið fram. Sjálfur reyndi ég að skýra þetta með því, að þeir menn, sem voru að hasla sér völd í Sovétríkjunum á þess- um tíma, kynnu að eiga eitt- hvað erfitt uppdráttar og af þeim sökum telja sig neydda til að svívirða svo minningu hins gamla foringja. En svo kom „leyniræðan“, sem af- hjúpaði, að allar lýðræðisregl- ur höfðu verið þverbrotnar og lítur á allt stjórnazt af geðþótta þessa eina manns. Þetta var auðvit- að algjört reiðarslag fyrir mig, eins og svo marga aðra. Ekki kannski það, að Stalín skyldi hafa reynt að stjórna með þessum hætti, heldur hitt að sovézki kommúnistaflokkur- inn skyldi vera svo varnar- laus fyrir einum einasta manni, sem í þokkabót virðist ekki hafa verið algjörlega heill á geðsmunum. Eftir þetta fór ég að hugsa mitt, en ekki nægðu þó þessir atburðir til þess, að ég glataði trúnni á kommúnismanum. Ég neitaði að trúa því, að meinsemdin gæti legið grafin I sjálfu skipu laginu, þó að ég hins vegar væri líka vantrúaður á, að per sónulegum löstum eins manns væri um að kenna“. „En Ungverjalandsmálið. Vöknuðu engar grunsemdir hjá þér eftir það, að eitthvað kynni að vera bogið við hið kommúníska skipulag sjálft?" „Nei, síður en svo. Mér fannst þvert 'á móti sjálfsagt, að „Sósíalistaflokkurinn" héldi fullkominni tryggð sinni við sovézka flokkinn, þó að slíka erfiðleika bæri að höndum. Mér fannst algerlega ástæðulaust að hlaupa eftir al menningsálitinu og þykjast fordæma ráðstafanir Sovét- stjórnarinnar til að bæla niður „gagnbyltinguna“ í Ungverja- landi, sem að mínu áliti voru sjálfsagðar og nauðsynlegar. Ég fyrirleit þess vegna ínni- lega þá afstoðu ýmissa for- ystumanna flokksins að vilja láta opinberlega í ljós van- þóknun á hernaðaríhlutun So- vétríkjanna, sem var einber hræsni og stjórnaðist eingöngu af ótta við fylgishrun. Ég gat heldur ekki skilið þá afstöðu flokksforystunnar að hindra umræður innan flokksins um málið með því að neita að boða til funda í flokksfélögun um um það. Ég leit á þetta sem uppgjöf, enda fanpst mér, að sósíalistar um allan heim ættu heimtingu á einhverjum skýringum á orsök þessara at- burða. Með sjálfum mér gat ég ekki fest trúnað á þann áróður að „gagnbyltingin" hefði hafizt af völdum inn- lendra og erlendra afturhalds- afla, heldur taldi ég ætíð, að djúpstæðari ástæður hlytu að liggja til hennar“. — x X x — „Þess hefur orðið vart eftir að SÍA-skýrslurnar birtust, að margir eiga erfitt með að trúa því, að fyrirlifning kommún- ista á lýðræðislegu þjóðskipu- lagi sé svo megn sem þar kem- ur fram. En SÍA-menn lýsa því til dæmis yfir á einum stað, að þeir telji rétt og sjálf sagt að banna allar umræður ■ og gefa fólki ekki kost á að velja um neitt nema sósíalism- ann. Telur þú, að þetta við- horf til lýðræðisskipulagsins sé algengt meðal kommúnista hér á landi, eða þetta sé að- eins viðhorf þeirra, sem með völdin fara í flokknum og þeirra manna, sem að nokkru leyti hafa alizt upp undir hand arjaðri einræðisherranna?" „Það er fráleitt, að þetta við horf SÍA-manna til lýðræðis- skipulagsins sé hið almenna viðhorf flokksmanna „Sósíal- istaflokksins" og þeirra, sem fylgt hafa flokknum að mál- uni í kosningum, því að þeir eru flestir orðnir svo sam- grónir hinu borgaralega lýð- ræði, að þeir gætu sjálfsagt engu frekar hugsað sér að kasta því á glæ en þeir íslend- ingar, sem fylgja öðrum stjórn málaflokkum að málum. Hins vegar er auðvitað jafn fráleitt að ætla, að þetta sé eitthvert einkasjónarmið SÍA-manna, heldur hefur flokksforystan alið þá upp í þessari trú og sjálfsagt hafa fóstrarnir fyrir austan ekki slakað á uppeld- inu. Flestir eiga að vonum erfitt með að trúa því, að for- ystumenn „Sósíalistaflokks- ins“ hér á landi mundu falla fyrir þeirri freistingu, ef þeir kæmust til valda, að taka upp sömu stjórnarhætti og upp hafa verið teknir í vkommún- istaríkjunum. Þetta er þó hinn mesti misskilningur, því að fullvíst má telja að þeir fet- uðu troðnar slóðir, ef þeir kæmust til valda, enda bendir fátt til þess, að þeir séu svo frumlegir í hugsun, að þeir færu að fitja upp á nýjungum í framkvæmd hins kommún- íska skipulags. Forystumenn „Sósíalista- flokksins“ hafa allt frá upp- hafi verið óþreytandi við að tönnlast á þeirri hættu, sem frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar eigi að stafa af öllu, sem gert er. Sama hvort það eru innlendar efnahags- ráðstafanir eða svo að maður tali nú ekki um eðlileg sam- skipti við aðrar þjóðir. Allt eiga að vera fjörráð við póli- tískt og efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að jafnvel innan „Sósíalistaflokks ins“ sé þorri manna löngu hættur að hlusta á þessar fáránlegu fullyrðingar um, að stór hópur af áhrifamönnum þjóðarinnar sitji á svikráðum við hana og bíði aðeins eftir heppilegu tækifæri til að „selja“ sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er plata, sem látlaust hefur verið spiluð frá árinu 1946, «g hugmyndaflug for- ystumanna Sósíalistaflokks- ins ristir nú ekki dýpra en það, að þeim kemúr ekki einu sinni til hugar að snúa plötunni við, þó að flestir séu löngu farnir að hlægja að þess um sölumennskusögum þeirra. Enda býst ég við, að flestir geti orðið sammála um, að það sé ekki amalegt að hafa slíka sölumenn í fyrirsvari fyrir þjóðina, sem átt hafa að vera að selja frelsi hennar og sjálf stæði á hverju einasta ári um langt árakil, án þess þó að við þurfum nokkurn tíma að láta það af hendi. Þessir miklu sölu mannshæfileitoar, sem forystu menn „Sóíalistaflokksins“ hafa fundið í fari andstæðinga sinna, minna mig helzt á sög- una af karlinum, sem alltaf var að selja sömu dúfurnar, en þær flugu jafnharðan til hans aftur“. Einar Olgeirsson sig sem Messías flokksins Margrét Viðar Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber guð í alheimsgeimi guð í sjálfum þér. Stgr. Thorst. MARGUR á erfitt með að trúa á þann guðdómsneista, sem fólg- inn ar hið innra með hverri ein- stakri sál. Ef hugað er að þvi í fyllstu alvöru, er þar sá þráður, sem tengir saman allt það, er gefur lífinu gildi. Tengsl milli vina, ættingja og fjölskyldu, og þá einnig þau bönd sem treysta góða vináttu eru öll af sömu rót runnin, þörf- inni fyrir að vera öðrum til gagns og gleði, og þá um leið að njóta þess, sem sönn vinátta .felur í sér. Þessar hugsanir sækja á þegar við minnumst Margrétar, sem svo óvænt og snögglega er horfin okkur að fullu. Hún var einka- dóttir hjónanna Guðrúnar Helga dóttur og Gunnars Viðar, og fædd þann 14. apríl 192j9. Segja má að Margrét hafi verið mitt í lífsstarfi sínu, þegar kallið kom. Svo óskiljanlegar, sem okkur jarðarbörnum annars kunna að virðast ýmsar ráðstaf- anir hins alvalda, hljótum við að sætta okkur við að önnur og dýpri merking sé þar á bak við, ella yrði lífið óbærilegt. Margrét giftist eftirlifandi manni sínum, Jóni Hannessyni, lækni, árið 1952, og eignuðust þau 5 börn. Eitt þeirra, fjögurra ára son, Gunnar, misstu þau er þau dvöldu í Ameríku um nokk- urra ára skeið. Sá harmur og sá söknuður, sem það var fyrir Margréti að sjá af syni þeirra, skildi eftir djúpt sár, sem aldrei greri að fullu. Margrét var dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum við ókunn- uga, en vinum sínum var hún traust og holl, svo að auðfundið var að þar fór hvorki uppgerð né tómlæti. Það er erfið tilhugsun, að eiga ekki eftir að hittast oftar í þessu lífi. Verkefnin voru ótæmandi framundan, því hversu tilfinnan- lega þurfa ekki ung börn á starfs kröftum móður sinnar að halda. En um það er ekki spurt, -þegar reyna - skal manneskjurnar til fullnustu. Stór og djúpur, gr sá söknuður, sem búinn er eiginmanni, for- eldrum, börnum og öðrum ást- vinum hennar og af alhug tökum við þátt í sorg þeirra. Öll erum við fædd í þessa ver- öld til þess að hverfa úr henni að lokum, og í þeirri, sem við tekur, verður ekki síður þörf góðra vina en hér í heimi og er þá gott að vita sig eiga slíkan að sem hún var okkur. Okkar góðu vinkonu þökkum við. margra ára óslitna vináttu og tryggð. Guð blessi minningu hennar. B. P. og H. A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.