Morgunblaðið - 02.07.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVTSBLAÐIÐ ÞriSjudagur 2. júlí 1963 Völvan oc eftir Poul P. M. Pedersen HÉR á Iandi hefur dvalizt und- anfarna viku danska skáldið og ljóðaþýðarinn Poul P. M .Ped- ersen, sem margir íslendingar þekkja vegna þýðinga hans á Ijóðum islenzkra skálda. Ped- ersen vinnur enn að þýðingum úr íslenzku og er gert ráð fyrir því að nú í haust komi út bók með þýðingum hans á Ijóðum Steins Steinars. Síðar er ráðgert að fleiri bækur fylgi í kjölfarið. Pedersen hefur einnig birt mörg íslenzk ljóð á prenti í dönskum, norskum og sænskum blöðum og hefur unnið ötullega að kynn- ingu á nútímaljóðlist íslendinga. Fyrir rúmu ári kom út í Dan- mörku á forlagi Munkgárds sýn- ishorn þessara ljóðaþýðinga Ped- ersens Fra Hav til jokel og þótti það góð kynning á íslenzkri nú- tímaljóðlist. Var bókinni fork- unnar vel tekið af dönskum gagnrýnendum. Poul P. M. Pedersen hefur áð- ur þýtt færeysk ljóð. Hann hef- ur lengi haft áhuga á íslenzkum bókmenntum. Hann kom fyrst hingað til landsins 1959 og hefur síðan heimsótt landið annað veif- ið. í þessari ferð sinni hefur hann einkum heimsótt sögustaði Njálu, e- auk þess hefur hann haft tal af skáldum sem hann hefur þýtt ljóð eftir. Meðal þeirra eru Davíð Stefánsson, Tómas Guð- mundsson, Snorri Hjartarson og Guðmundur Böðvarsson. Einar Ólafur Sveinsson. ís- lenzkar bókmenntir í fornöld. I. Almenna bókafélagið, Reykjavík, 534 síður. Mynd- skreytt. Nú er komið út verkið úm hin- ar miklu bókmenntir íslands fyr- ir 1300, það er að segja fyrst og fremst Eddukvæðin, dróttkvæð- in, sögurnar og Snorra. Þetta mikle verk, sem á að koma út í þrem stórum bindum, er skrif- að af einum manni, prófessor Einari Ólafi Sveinssyni. Fyrsta bindið af þessu mikilfenglega rit- verki er komið út og seldist á nokkrum vikum 1 þúsundum ein- taka á íslandi c'nu saman. Þetta er 534 blaðsíðna bók, sem byrjar að segja frá víkingaöldinni og upphafi landnáms á Islandi. Þar er sagt frá landnámsmönnunum, rúnum og öðrum bókmenntaminj um frá fyrstu tíð þjóðarinnar. Fyrsta stóra ritverkið er Land- náma, hin mikla frásögn um þá sem byggðu landið. Aðalhluti fyrsta bindisins er annars helgað ur Eddukvæðunum, geymslu þeirra, heimkynnum og aldri og innihaldi hinna einstöku kvæða. Einar Ólafur Sveinsson er viðurkenndur vísindamaður á sínu sviði um allan heim. Hann varð prófe.sor í bókmenntasögu við háskólann í Reykjavík 1945 og var þá þegar búinn að starfa mikið sem vísindalegur rithöf- undur og útgefandi. Hann hefur haldið fyrirlestra við aðra há- skóla á Norðurlöndum í boði þeirra og er vinsæll ræðumaður í Islándske Sállskapet í Uppsöl- um, en hann er heiðursfélagi þess. Og nokkrar greinar hefur hann skrifað í árbók þessa hugð- næma félags, Scripta Islandica. Nokkrar af bókum hans eru til á ensku, en ennþá er ekkert til eftir hann á dönsku, nema minni- háttar greinar, meðal annars í hinu ágæta danska tímariti „Nyt fra Island“, sem er innihaldsmik- ið yfirlitsrit um nútíma útgáfu- starsfemi íslenzkra bókmennta og málvísinda á hinum allra síð- ustu árum. Hin skemmtilega bók Einars Ólafs Sveinssonar um Njál og Njálssögu sem listaverk (1943), kom út fyrir fjórum árum hjá Universitetsforlaget í Noregi í snjallri þýðingu Ludvig Holm- Olsens prófessors, sem stjórnar norrænu stofnuninni við háskól- ann í Björgvin. Holm-Olsen pró- fessor hefur fléttað inn í textann sjónarmið og frásagnir úr fyrir- lestrum hins íslenzka prófessors í Björgvin og úr hinum fræga formála að útgáfu Brennu-Njáls sögu (íslenzk fornrit XII). Svíar og Danir geta auðveldlega lesið bókina, sem á norsku heitir Njals saga. Kunstverket. Hún er læsi- legri en nokkur leynilögreglu- saga. Sem bókmenntavísindamað ur hefur Einar Ólafur Sveinsson einmitt til að bera talsvert af beztu eiginleikum hins snjalla leynilögreglumanns: imyndunar- afl, ásamt virðingu og tilfinn- ingu fyrir hinu raunverulega, glöggskyggni á mikilvæg smá- atriði, sem og heildina; þolin- mæði og glögga mannþekk- ingu. Á sama hátt og Sigurður Nor- dal, prófessor, er sá maður á jarðkringlunni, sem veit mest um Egil, veit Einar Ólafur Sveins son meir en nokkur annar maður í heiminum um Njál, vini hans og áhangendur, og dauða hans fyrir hendi ofbeldismanna. — Fyrsta vísindaritgerð hans var um þjóðsagnafræði, kom út Poul P. M. Pedersen. Myndin er tekin austur í Skálholti. 1929, og fjallaði um afbrigði ís- lenzkra ævintýra. Ellefu árum síðar gaf hann út undirstöðu- rit um íslenzkar þjóðsögur. Hann hefur líka gefið út úrval ís- lenzkra þjóðsagna, sem löngu er uppselt. I ár á að koma út ný útgáfa af hinum fögru þjóðsög- um hjá Helgafelli. Það er einnig hann, sem hefur gefið út „Fagrar heyrði ég raddirnar“, bók um hina eldri ljóðlist, sem nú er orð- in sjaldgæf. Hana ætti að gefa út aftur sem fyrst, ekki sízt vegna hins göfuga formála. Hann hefur einnig séð um mikil- vægar útgáfur margra Islendinga sagna í áðurnefndum bókaflokki íslenzk handrit — með frumleg- um formálum og athugasemdum. Einar Ólafur Sveinsson valdi ennfremur kvæðin í L bindið af Ijóðaúrvali Helgafells, ísland þúsund ár (Helgafell 1947). Hann hefur skrifað margar bækur um Njál vin sinn og Sturlungaöld. Nýlega er hann orðinn stjórnandi íslenzku handritastofnunarinnar, ekki hefði verið unnt að fá betri mann til þcss starfs. Einar Ólafur Sveinsson er einn af hinum frábæru, sjaldgæfu stíl- istum. Lesandinn er heillaður og Dr. Einar ÓI. Sveinsson Grein sú, sem hér fer á eftir um Bókmenntasögu Einars Ól. Sveinssonar, sem út kom á veg- um Almenna bókafélagsins eins og kunnugt er, birtist nú fyrir skemmstu í Kvöld-Berlingi. Þyk- ir Morgunblaðinu rétt að birta greinina, meðan skáldið dvelst hér á landi. Hún sýnir vel þann hlýja hug, sem hann ber til ís- lands og íslenzkra bókmennta. Pedersen hefur skrifað margar slíkar greinar um ísland og ís- lenzka menningu og hyggst viða að sér efni, meðan hann nú dvelst hér á landi. Hann segist hafa lesið bók Einars Ólafs með fögnuði. I henni, segir hann, er fjallað um þær bókmenntalegu stoðir fyrri alda, sem enn í dag eru í senn aflvaki íslenzkra skálda og undirstaða nútíma bók- mennta í landinu. Grein Poul P. M. Pedersen fer hér á eftir í þýðingu. • Bréf frá „næstléleg- asta kokki í heimi“ um salt, mayonnaise og sitthvað fleira „Næstlélegasti kokkur í heimi“ skrifar: „Ég er grasekkjumaður. Þessi þrjú orð segja meira en langur pistill um andlegt og Iíkamlegt ástand mitt um þessar mundir. Frúin er farin á gras með börn- in. Síðan við giftum okkur f'yr- ir níu árum höfum við aldrei verið aðskilin lengur en í fimm daga samfleytt, svo að þegar elskan mín fann það upp í vor að melda sig með afkvæmin í 5 — segi og skrifa fimm — vikna sumarfrí frá mér til frændfólks síns fyrir austan fjall, tók ég því „eigi allilla". Ég hugsaði með mér, að gaman væri að verða einhleypur í fimm vikur og rifja ýmislegt upp frá minu piparsveinsstandi; skreppa á Borgina og Naustið, halda smápartý fyrir „strákana“ o.s.frv. Svo ætlaði ég að malla ofan í mig sjálfur mína eftir- lætisrétti. Aldrei skyldi sjást fiskur á borðum, nema þá e.t.v. lax og fjallavatnaurriði. • „Safna magakeis“ í sem skemmstu máli sagt: fyrri hluti fimm vikna áætlun- arinnar gekk að mestu leyti eftir óskum. Þó voru sumir af mínum kunningjum orðnir svo „borgaralegir", að þeir nenntu ekki eða þorðu ekki að „djamma" lengur en til klukk- an tvö. Þeir voru flestir farnir að „safna magakeis" eins og ég og orðnir nokkuð þungfærir til gangs, eða a.m.k. til dansiðk- ana. Og ég, sem hélt, að ég flest um betur varðveitt minn „æsku sjarma", komst að raun um, að ég var hættur að gera nokkra lukku á dansstöðunum. • Fimm vikna áætl- unin minnti á Sovét En seinni hluti áætlunarinn- ar: matseldin, hrundi í rúst, eins og sumar áætlanirnar aust- ur í bannsettu bolsévikka-So- véttinu. Minnti sá hluti plans- ins einna helzt á landbúnaðáætl anir maí-karlsins Krúsjéf'fs. Lax inn rándýri mauksoðnaði, kar- töflurnar voru brakandi hráar undir hnífnum, soðnu egginurðu hörð eins og demant eða steinn- inn karbunkulus, sem um getur í Þúsund og einni nótt“, steiktu eggin viðbrunnu svo hroðalega, að reykjarlyktin er enn í hús- inu og -yfirgnæfir blessaða vindlalyktina, og meira að segja pakkakögglasúpan varð ónýt í pottinum undir handleiðslu minni. Vellingurinn varð sang- ur og yfirleitt „ástarbragð“ af allri grautseld. Ég gafst því upp og borða nú til skiptist á Hótel Vík í Hafn- arbúðum eða Gildaskálanum. sleppur ekki aftur undan töfra- valdi hans. Það er eins og frá- sögn stórskálds. Hver getur gleymt formálanum að lýsing- unni á Njáli og sögunni um líl hans og dauða: „Rústir. Hleðsla hálfsokkin I jörð, svo að steinarnir reka að- eins upp blágráa, mosagróna koll ana, og allt umhverfis er mýr- gresið, sem golan þýtur í lið- langt sumarið. Ymur hennar blandast við niðinn frá fossin- um. Það er eins og þessi eilífi ymur sé sjálfur tíminn, sem er að líða hjá. Yfir öllu þessu hvelfist grár himinn, með skýjum, sem virð- ast alltaf hafa verið, verið ein, en eru þó síbreytileg, með gjám og gímöldum, sem hálfdyljast í þessum endalausa gráma, gædd undarlegri, hlýjulausri alvöru. Þau varpa yfir Ármannsfell og Hrafnabjörg svalri, blágrárri ró: Þannig hafa þessi fjöll verið í árdaga. Eða sól skín á Þing- völl, vefur landið dularfullri slæðu, jörðin fær einkennilega slikju af gljáandi stráunum, þá verður mýrgresisblettur að víðri sléttu, fjöllin eru langt í fjarska og eyjamar úti á vatni eru sagna- lönd. Það er eins og tíminn verði villtur í sólskininu, nú og þá og verður eitt eilíft augnablik. Það er eins og mannlífið verði gagn- sætt sem gler, veggirnir mílli manns og manns hverfi, og þú tekur þátt í því öllu, sorg þess og gleði, kvöl þess og sælu. ■Minningar liðinna alda eru ekki lengur dauðir stafir á gam- alli bók, rústin er ekki lengur sokkin grjóthrúga. Búðirnar standa um allt þingið eins og forðum, milli þeirra ganga menn og konur, hið iðandi líf alþingis er risið upp, og allt er kynlegt að sjá og reyna. . . . Þeim sem meta það mest að sitja yfir soðkatli við arineld, mun þó fátt finnast um ham- ingju þessara manna. Sögur þeirra fjalla um það, sem menn Framh. á bls. 20. • Sjálfsgagnrýni og salöt Á æskuárum mínum hafði ég vinstri tilhneigingar, sem ég hef að mestu losað mig við, eftir því sem lífið og reynslan hefur gert mig fróðari og dómbærari. Þó loðir enn við mig árátta til sjálfsgagnrýni, og ég kvað upp strangan dóm yfir sjálfum mér: Þú ert lélegasti kokkur í heimL Þeirri skoðun breytti ég, eftir að hafa lesið bréf frá „Gras- ekkjumanni" í dálkum þínum á föstudaginn var. Þessi píslar- vættisbróðir minn (skyldi það ekki beita ,comartyr‘ á ensku?) skammast heil ósköp út í „may onnaise", sem ég þekki mæta- vel frá mínu einka-búskapar- basli, en mér virðist bréfið bera þess greinilegan vott, að hann á við salötin, sem einmitt eru seld i sams konar umbúðum og hann greinir frá. Því segi ég: sá, sem ekki veit um mun á mayonnaise og sal- ötum; hann hlýtur að taka titil- inn frá mér. Hér eftir, þangað til annað sannara reynist, mun ég titla mig: Næstlélegasti kokkur í heimi". A E C Hcimi’istæki Dtsölustaðir í Reykjavík: HÚSPRÝÐI Laugavegi 176. — Simi 20440. JÚLÍUS BJÖRNSSON Austurstræti 12. Sími 22475. BRÆÐURNIR ORMSSON Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.