Morgunblaðið - 02.07.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1963, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. júlí 1963 Landskeppnin i frjálsum iþróttum Danir hafa 24 stig yfir eftir fyrri dag Danir iinnu 8 greinar af 10 og tvöfaldan sigur í fjórum DANIK tóku ör.ugga forystu í landskcppninni í frjálsum íþróttum sem hófst í gær, Hafa þeir 24 stig yfir eftir fyrri daginn og er það nokkru meiri munur en ísl. frjálsíþrótta- unnendur höfðu gert sér vonir um. Stigin standa eftir fyrri daginn 65 stig Dana gegn 41 stigi íslendinga. Er allt útlit fyrir að Danir vinni keppnina með allt að 40-50 stiga mun. Keppnin hóst í stilltu veðri kl. 8.30. Ingi Þorsteinsson form. FRI setti keppnina meS stuttri ræSu og einnig talaSi aSalfararstjóri Dana, Emanuel Rose form. danska sambandsins. Fyrirliðar skiptust á blómum og þjóðsöngv- ar landanna voru leiknir. jkr Valbjörn brást ekki Fyrsta greinin var 110 m grindahlaup. Valbjörn náði beztu viðbragði eftir að hafa þjófstart- að einu sinni. Hafði hann forystu fram að miðju hlaupi að Flemm- ing Nielsen kom að hlið hans og honum tókst að sigra, en Val- björn hafði annað sætið þó hon- um mistækist á síðustu grind og lægi við falli á síðustu metrunum if Tvöfaldur danskur sigur Valbjörn gekk beint að rás- holunum aftur og tók að undir- búa 100 m sprettinn. Þar réði hann engan veginn við Danina og þeir unnu yfirburðasigur. Tími okkar manna er langt frá því að vera frambærilegur í lands- keppni. 400 m hlaupið var næsta grein. Brizzar tók forystu strax og hélt henni út hlaupið þó Poul Ander- son, sem er bezti 400 m hlaupari Dana, drægi nokkuð á. Skafti Þor grímsson hljóp mjög vel 300— 320 m, en þá voru kraftar hans þrotnir og hann blandaði sér ekki í stríðið frekar, þó bæði hann og Helgi Hólm hlypu á sín- um beztu tímum. Bezta afrek mótsins Kúluvarpið fór sem spáð hafði verið. Thorsager var yfir- burðasigurvegari, setti nýtt vall- armet, 16.86, og var hálfan annan meter á undan næsta manni. Það jaðrar við að hann geti staðið aftan við hringinn en unnið samt. Afrek hans mun vera bezta af- rek keppninnar, gefur 1136 stig. Verðlaumn afhent í kúluvarpi. Aksel Thorsager (í miðju) varpaði 16.86 og vann með því bezta afrek kvöldsins. — Myndir: Sv. Þorm. Guðmundur Hermannsson var öruggur og hafnaði í 2. sæti en Jón Pétursson var óöruggari, gerði fyrstu tvö köstin ógild, en sótti sig og hreppti 3. sætið. ir Danska forustan eykst 1500 m hlaupið var dönsk grein. Framan af fóru Danir sér að engu óðslega, könnuðu mátt hinna, en svo fór að keppnin var á milli þeirra og lauk með æðis- legum endaspretti. Báðir fengu sama tíma 3.54.4 sem er mjög góður tími og sá er sigraði er að- eins 17 ára. Hann á norrænt unglingamet í greininni. • • Oruggur sigur DANIRNIR tóku forystu í landskeppninni þegar í fyrstu grein og héldu henni síðan. Á fyrsta hálftíma mótsins lauk 5 greinum og höfðu Danir þá náð 19 stiga forystu. Þeir komust mest yfir með 25 stig. En gangur mótsins — í stigum — var annars þessi: 110 m grhL í 4 D 7 Samt. I D 100 m hl. 3 8 7 15 400 m hl. 3 8 10 23 Kúluvarp 5 6 15 29 1500 m hl. 3 8 18 37 5000 m hl. 3 8 21 35 Kringiukast 5 6 26 51 Langstökk 7 . 4 33 55 Stangarstökk 6 5 39 60 4x100 m boðhl. 2 5 41 65 Frá 5 km hlaupinu segir á öðr- um stað en það var skemmtileg- asta grein kvöldisins. Þorsteinn Löve kastiði kringlu í ^tað Jóns Péturssonar. En kringlukösturum okkar tókst ekki vel upp og vantaði meter á að sigurinn ynnist. En þeir skipuðu 2. og 3. sætið án þess að keppnin væri nokkurn tíma spennandi. Á íslenzkur slgur Langstökkið var mikið senti- metrastríð. Úlfar Teitsson tók forystu í upphafi og enginn ógn- aði sigri hans eftir það. Stríðið stóð milli Einars Frímannssonar og Jens Petersens. Fyrst hafði Jens annað sætið, Einar hreppti það síðan og allt virtist benda til tvöfalds sigurs fyrir ísland. En í síðasta stökki keppninnar tókst Petersen vel upp og krækti í silfrið frá Einari. Boðhlaupið varð aldrei nein keppni. Danir voru yfirmenn þar sem í öðrum hlaupum og voru um 20—30 m á undan. Þetta gekk sem sagt ekki vel fyrir okkur. Danir unnu 8 greinar af 10 fyrri daginn. Það var aðeins Úlfar í iang- stökki og Valbjörn í stangar- stökki sem fögnuðu sigri af okkar hálfu. ' lilaupin voru séríega léleg af okkar manna hálfu. Dan- irnir unnu tvöfaldan sigur í þeim öllum nema grindahlaup inu. Danir una vel við það, því jafnvel þar náði Daninn sem var þriðji sama árangri og hann hefur bezt náð áður. Keppninni lýkur í kvöld og má búast við að Danir fari með allt að 50 stiga sigur úr keppninni í heild. Úrslitin í einstökum greinum: 100 m hlaup: Erik Madsen 10.7 Ulrik Friborg 10.9 Valbjörn Þorláksson 11.1 Ólaiur Guðmundsson 11.6 Kúluvarp: Aksel Thorsager 16.86 Guðmundur Hermannsson 15.37 Jón Pétursson 15.00 Jörgen Tambour 14.33 Framhald á bls. 23 |Við vinnum! með 40 stiga mun ÞETTA er meiri munur í stigum en við reiknuðum með sagði Arne Halvorsen fyrir- liði danska liðsins í lands- keppninni, eftir keppnina í gær. — Við höfðum gert okkur vonir um 15-18 stiga mun I okkur i hag en þau urðu 24 og ef ekkert óvænt kemur fyrir munum við vinna keppn ina með yfir 40 stiga mun. — Bezta afrekið frá sjón- í armiði Dana er 5000 m hlaup- ið hjá Claus Börsen. Að mín- lum dómi hljóp hann mjög / gott hlaup, vel útfært og vel thugsað. Það er samstarf hug- ar og fóta sem færði honum þennan óvænta sigur yfir Thögersen. 1500 m hlaupararnir okkar Ole Steen og Jörgen Dam áttu og mjög gott hlaup og af- rekin eru mjög góð miðað við allar aðstæður, sagði Halvor- sen að lokum, og var hinn á- nægðasti. 300 m endasprettur var Kristleiti um megn — en hann barðisf vasklegast íslendinganna KRISTI.F.IFUR Guðbjörnsson var mesti baráttumaður íslenzka liðsins. Hann barðist til hins síð- asta en var fáum metrum frá marki að láta í minni pokann. 5000 m hlaupið var er á leið ein skemmtilegasta grein móts- int. Lengi vel hlupu allir í hnapp, Claus Börsen hafði for- ystu fyrstu 5 hringina, en síðan tók Thögersen við forystunni og hélt henni nokkra hringi. Agnar Lc/y varð að sleppa af hinum er líða tók á hlaupið, en Krist leifur fylgdi alltaf fast á eeftir þeim Dananum sem forystu h..fði. 300 m frá marki hóf Börsen endasprettinn og fór mjög geist en Kristleifur fylgdi fast og dró á og þegar út úr beygjunni kom virtist hann hafa sigurmöigur- leika. en þá voru kraftar hans þrotnir. Hann varð að sleppa af Börsen og hinn gamalreyndi Thyge Thögersen kom nú út á þriðju braut og barðist kröftug- lega. Kristleifur sætti sig við þriðja sætið en Börsen vann við mikla hrifningu. Thögersen hef- ur ekki tapað keppni fyrir landa sínum í mörg ár. Kristleifur hljóp þama á sín- um langbezta tima í ár, bættt fyrri tíma sinn um nær mínútu og var 7 sek frá meti sínu. Agnar náði líka sinum bezta tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.