Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIO Sunnudagur 6. október 1963 Séð upp á söngloftið þar sem orgelinu hefur verið komið fyrir. söngmálastjóri. Við hljóðfærið situr Pípuorgel „tekið út" i litlu kirkjunni i Innri-Njarðvik FYRSTA nýja pípuorgelið sem sett er upp í kirkju á Suðurnesjum, sunnan Hafn- arfjarðar, var tekið í notkun i Innri-Njarðvík fyrir skömmu. Er það lítið sex radda hljóðfæri, sérstaklega hyggt fyrir kirkjuna, sem er litil steinkirkja, hlaðin. Blaðamaður Morgunblaðs- ins átti leið um Innri-Njarð- vík daginn sem hljóð- færið var formlega tek- ið út, sem kallað er, og brá sér fyrir forvitni sakir í kirkjuna að sjá og. heyra. Þar voru fyrir orgelsmiður frá E. F. Wacker-verksmiðj- unni í V.-Þýzkalandi (stærsta orgelverksmiðja Evrópu), sem hljóðfærið er frá, dr. Rób ert A. Ottósson, söngmála- stjóri, Páll Kr. Fálsson, org- anisti í Hafnarfirði, Geir Þór arinsson, organisti, Guðmund ur Finnbogason, formaður sóknarnefndar Innri-Njarð- víkur og móðursystir hans Jórunn Jónsdóttir. Orgelsmiðurinn þýzki, Kon rad Kaltenhauser, hafði þá unnið í tvo daga að því að taka upp hljóðfærið, raða sam an pípum og stokkum og undruðust þeir, sem til sáu, hin snöru og öruggu handtök hans. Hljóðfæri þetta er með minnstu gerð pípuorgela. Það er sex radda, þ.e. eitt nótna- borð með fimm röddum og sjálfstæð pedalrödd, — og hefur þann kost, sem fá lít- il pípuorgel hafa, að því fylg ir svonefndur „Schweller" sem ætlaður er til að draga úr hljóminum og styrkja hann. Hljóðfærið er hið fyrsta sem hingað kemur fyrir milli göngu sérstakrar orgelnefnd- ar þjóðkirkjunnar, sem bisk- stemma og lagfæra hljóð- færi. Hátíðisdagur —Það er mikill hátíðis- dagur hjá okkur í dag, að vera nú búin að fá þetta fall- ega hljóðfæri, sagði Jórunn Jónsdóttir, er við tókum tal saman. — Ert þú fædd hérna í Innri-Njarðvík, Jórunn? — Ónei, ég er fædd að Hópi í Grindavík en fluttist hingað árið 1903 og hef búið hér síðan. — Já þau eru orðin sex- tíu árin hennar hér, segir Guðmundur Finnbogason, og allan þann tíma hefur hún aðeins misst úr eina messu —• var þá fjarverandi. — Ójá einu sinni, segir Jórunn, en það er ekki mér að þakka, góða mín, —, það er Guð, sem hefur gefið mér svo góða heilsu. En viltu nú ekki koma með mér inn og fá svolítinn kaffisopa, þeir eru allir í orgelinu, karlmennirn glgggg ir og mega víst ekkert vera að því að fá sér sopa. - Það er augljóst, að hún hef- ur rétt að mæla, karlmönnun um kemur ekki kaffi í huga, þar sem þeir keppast við að prófa hljóðfærið, einstakar nótur og hljóma og eru harla ánægðir að sjá. En ég stenzt ekki hugsunina um gott kaffi í þessum norðangarra, sem ríkir hér á útnesjum og við göngum £ hús Jórunnar, rétt við kirkjuhliðið. Kirkjan stendur afar fall- ega. Hana ber við dimmblátt hafið og snævi þakin fjöllin í baksýn. — Já hún er falleg kirkjan okkar, segir Jórunn — og hún er líka komin til ára sinna. Það var byrjað að byggja hana árið 1880, fyrir forgöngu tengdaföður míns, Ásbjam- ar Ólafssonar, sem hér var hreppstjóri. En það tók ein 5-6 ár. Hún er, eins og þú sérð, steinkirkja hlaðin úr grjóti, sem var sótt í fjöruna Framh. á bls. 15. up íslands skipaði fyrir u.þ. b. ári, með það fyrir augum, að kunnáttumenn aðstoði við val hljófæra í kirkjur lands- ins. Nefndina skipa þeir dr. Róbert A. Ottósson, formaður Páll Kr. Pálsson og Guðmund ur Gilsson, organisti á Sel- fossi. Með góðri samvinnu nefndarformannsins og starfs manna E.F.-Walcker-verk- smiðjunnar var orgelið sér- staklega miðað við þær að- stæður, sem í kirkjunni eru og má sjá af meðfylgjandi mynd hve vel hefur til tek- izt. Orgelsmiðurinn, Kalten- hauser, sem setti upp hljóð- færið, hefur einnig sett upp fyrir Bústaðasókn annað pípu orgel, stærra, sem vígt var við messu í Réttarholtsskóla sl. sunnudag. En fyrir tveim árum kom hann hingað og setti upp hljóðfæri í Siglu- fjarðarkirkju. Hann hefur og víðar farið um landið til að Jórunn Jónsdóttir. Vaxandi frímerkja- söfnun á Islandi Samtal við Gisla Sigurbjönsson SA ÍSLENDINGUR, sem fróð- akstur er um frímerki og frímerkjasöfnun, mun sennilega vera Gísli Sigurbjörns son, forstjóri. Hann er auk þess ráðunautur Póststjórnarinnar um útgáfu frímerkja. Morgunblaðið sneri sér fyrir skömmu til Gisla og bað hann að segja okkur dálítið frá afskiptum sínum af frímerkjum. — Ég hef alltaf haft mjög gaman af frímerkjum, sagði Gísli. Ég byrjaði að safna þeim þegar ég var 9 ára gamall, og hef ætíð síðan haft af því gagn og ánægju. Um skeið fékkst ég einnig við frímerkjaverzlun. — Ég fagna því, hve frímerkja söfnun hefur farið í vöxt með íslendingum á síðari árum. Áður fyrr var lítið um safnara og leita verður til útlanda til að kaupa verðmætustu merkin, sök um þess sinnuleysis. — íslenzk frímerki eru frem- ur sjaldgæf miðað við merki annarra þjóða, þar sem upplag- ið er smátt. íslenzku merkin þykja yfirleitt falleg og hefur útgáfa þeirra tekizt vel. Reynt er að nota frímerki ekki aðeins til landkynningar, heldur einnig til að vekja áhuga þjóðarinnar á ýmsum málum, t.d. Handrita- málinu o.m.fl. Vatnsáfi er óvíða meira en hér og var það því engin tilviljun, að gefin voru út frímerki með myndum af nokkrum fossum og raforkuver- um. — Að sjálfsögðu er oft bent á að tilhlýðilegt sé að gefa út frímerki af ýmsu tilefni, sem erfitt er að synja. En nauðsyn- legt er að stilla út.gáfunni í hóf, til þess að íslendingar fái ekki á sig það orð, að þeir gefi út frímerki aðeins í gróðaskyni, eins og sum smáríki gera. Hætta menn að safna frímerkjum frá slíkum löndum. Fullyrða má, að íslendingar hafi getið sér góðan orðstír fyrir þetta, því söfnun íslenzkra frímerkja eykst jafnt og þétt, einnig erlendis. „Ég er með dálítið af frímerkjum“. — Fyrir rúmlega 30 árum, þegar ég rak frímerkjaverzlun ásamt félaga mínum, Hugo Proppé, sem látinn er fyrir • mörgum árum, var lítið um frí- Gísli Sigurbjörnsson merkjasöfnun hér á landi. Eitt sinn var bankað á dyrnar hjá mér, og þegar ég lauk upp, sá ég að fyrir utan stóð maður með stóra ferðatösku. „Kaupið þér frímerki?" spurði hann. — Þegar ég svaraði þessu ját- andi, kom maðurinn inn, fór úr frakkanum og sagði: „Ég er hérna með dálítið af frímerkj- um“. — Þrátt fyrir þessa hógværu yfirlýsingu, tók það okkur tvo daga að komast gegnum þetta „smáræði", sem í töskunni reynd ist vera. Hafði maðurinn farið víða um hérað sitt og keypt frímerki vægu verði. Fyrir þessi merki greiddi ég honum stór- fé, sem nægði honum til kaupa á framleiðsluvélum, er hann not aði til að koma á fót iðnaði. Hon um vegnaði mjög vel. __ — Stundum er ég spurður ráða, hvernig hagnast megi á kaupum og sölu frímerkja. Til þess þarf þekkingu eins og á flestu öðru, en ég vil aðeins gefa þetta ráð: Seljið ekki frí- merki, þótt ykkur vanti peninga í svip. Geymið þau heldur, því að þau hækka alltaf 1 verði. — Þegar ég byrjaði að kaupa frímerki, auglýsti ég í blöðum og fólk kom með merkin til mín, en þegar það kom ekki, þá fór ég til þess. Þá eignaðist ég mörg sjaldgæf frímerki, sem betra væri að ég hefði ekki selt aftur. T.d. væri gaman að eiga dálítið af Balbo umslögum og merkjum, sem í gamla daga kostuðu 16 kr. en nú yfir 10 þúsund. Áhugi á frímerkjum glæðist — Frímerkjasöfnun hefur auk izt mjög á síðustu árum hér á íslandi, enda hefur margt ver- ið gert til þess að vekja athygli á frímerkjum. Frímerkjasýning var haldin fyrir nokkrum árum. Frímerkj aþáttur er í Ríkisút- varpinu og í tómstundaheimil- um, sem risið hafa að undan- förnu, eru frímerkjaklúbbar. Safnarafélög starfa og víðs veg ar um landið. Blað um frímerki hefur öðru hverju verið gefið út, auk þess sem greinar um frímerki og söfnun þeirra birt- ast öðru hverju í viku- og dag- blöðum. — Margt mætti eflaust gera til að glæða áhugann enn meira, t.d. hafa sérstakan frímerkjadag, I eins og tíðkast víða erlendis. Mundi þá minnt á frímerki I útvarpi, blöðum og skólurn. Þetta hefur verið reynt hér á síðustu árum og er spor í rétta átt. — Söfnun frímerkja er ekkl aðeins tómstundagaman, heldur og menntandi, fræðandi og vek- ur athygli manna á smámunum, en það leiðir til áhuga á því, sem stærra er. — Það eru ekki einungis drengir og stúlkur, sem ættu að safna frímeirkjum, heldur fullorðnir líka. T.d. hafa menn, sem komnir eru á eftirlaun, góð-. an tíma til þess. Margir þeirra segja þá: „Hefði ég aðeins safn- að alla tíð, og ekki látið frí- merkin, sem ég átti í æsku.“ Þá kosta frímerkin, sem þeir hafa gefið eða látið fyrir lítið, stórfé. Safn Póststjórnarinnar — Gott er til þess að vita, að íslenzka Póststjórnin á eitt bezta safn íslenzkra frímerkja, sem til er í heiminum. Er það því að þakka, er Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri ákvað að kaupa safn Hans Hals, Hals bjó í Stokkhólmi og safn- aði íslenzkum frímerkjum af lífi og sál. Lagði hann svo fyrir í erfðaskrá sinni, að íslenzka Póststjórnin skyldi hafa forkaupa rétt að safninu, sem er mjög verðmætt og merkilegt. Væntan lega verður öllum heimilt að skoða safnið, áður en langt um líður, en það er mjög hentugt til að auka þekkinf"' okkar á eigin írímerkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.