Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1963, Blaðsíða 6
6 MÖRGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. ókt. 1963 Guðrún E. Waage Útibússtjórinn Jón ísleifsson og úr afgreiðslusalnum. Úfvegsbankinn opnar úfibú í Keflavík f DAG opnar Útvegsbanki fs- lands útibúi »í Keflavík. Verður það til húsa að Tjarnargötu 3. Alllengi hefur verið til athug- unar stofnun útibús Útvegsbank- ans á Suðurnesjum vegna sívax- andi viðskipta og margháttaðrar eflingar í atvínnulífi þar um slóðir. Árið 1954 ákvað bankaráð Út- vegsbanka íslands að heimila framkvæmdastjórn bankans að festa kaup á lóð í Keflavík undir væntanlega byggingu bankaúti- bús þar á staðnum. Næsta ár, 1955, keypti Útvegs- bankinn mjög góða lóð á einum bezta stað kaupstaðarins, á horni Hafnargötu og Vatnsnesvegar. Frekari aðgerðir voru þá ekki hafnar að sinni af ýmsum ástæð- um. Hinsvegar óskaði bæjar- stjórn Keflavíkur og fjölmargir viðskiptamenn Útvegsbankans á Suðurnesjum þess, að bankinn setti á stofn útibú í Keflavík. Snemma á þessu ári samþykkti bankaráð Útvegsbankans að hefja rekstur útibús í Keflavík. Bankastjórnin leitaði strax fyrir sér um hentugt leiguhúsnæði og gerði samning til fimm ára um hluta af fyrstu hæð og kjallara í húseigninni við Tjarnargötu 3. Var þegar í stað hafizt handa um breytingar og allan búnað til bankareksturs í húsnæðinu. Er því nú lokið og hefst starfsemi bankans í dag, sem fyrr segir. Verður afgreiðslutími útibús- ins fyrst um sinn kl. 10—12.30 og kl. 2—4 alla virka daga nema á laugardögum kl. 10—12.30. Fyrirkomulagsteikningar allar hefur annast Skarphéðinn Jó- hannsson, arkitekt. Smíði inn- réttinga annaðist húsgagnavinnu stofa Friðriks Þorsteinssonar. — Yfirsmiður og umsjónarmaður var Þórarinn K. Ólafsson. Raf- virkjamvirkjameistari Guðbjörn Guðmundsson. — Málarameistari Guðni Magnússon. Mósaiklögn annaðist Sigmundur Jóhannsson. Störf þessara manna hafa ver- ið leyst af hendi með ágætum. Útibúið mun kappkosta að veita góða þjónustu á öllum svið- um og hafa með höndum alla al- menna bankastarfsemi, þar á meðal gjaldeyrisviðskipti, og mun leigja út geymsluhólf og hef ur næturhólf til afnota fyrir við- skiptamenn sina. Útibússtjóri er ráðinn Jón fs- leifsson, gjaldkeri Halldór E. Halldórsson, bókari Júlíus Ein- arsson og ritari Alda Jensdóttir. Útvegsbanki íslands á nú þeg- ar marga viðskiptavini í Kefla- vík og nágrenni — eins og að líkum lætur — svo mikill útveg- ur sem er í verstöðvum á Suður- nesjum. Um 50 miljónir króna af fé bankans var í alls konar útlánum í upphafi þessa árs á því svæði sem starfsemi útibús- ins mun ná yfir. Það er von og trú Útvegsbank- ans að með opnun hins nýja úti- bús í Keflavík sé stigið heilla- spor til hagræðis atvinnurek- endum og öllum almenningi á Suðurnesjum. í tilefni af opnun útibúsins hef- ur stjórn Útvegsbankans ákveð- ið að gefa slysavarnadeildunum á Suðurnesjum kr. 100 þúsund til kaupa á tækjum trl slysa- varna. Hefur formanna kvenna- deildar Slysavarnafélags fslands í Keflavík, Jónínu Guðjónsdótt- ur, verið afhent þessi gjöf, — sparisjóðsbók nr. 1 í útibúinu með 100.000.00 kr. innstæðu. GUÐRÚN E. Waage frá Litla- Kroppi lézt á sjúkradeild Hrafn- istu 8. ofct. siL Hún var fædd að Libla-Kroppi 1. júlí 1898, og ólst þar upp ásamt 5 systkinum sín- um og fóstursystur. Foreldrar hennar voru: Ólöf Sigurðardótt- ir og Eggert G. Waage, er bjuggu á Litla-Kroppi í Borgarfirði. Eftir að móðir þeirra dó kom það í hlut eldri systranna og þá sérstaklega Guðrúnar, sem var elzt, að annast búsýsluna á kven- (hendtina meðan Eggert faðir þeirra bjó. Eftir það báru örlögin Guð- rúnu á svið annara starfa víðs- vegar um land en þó mest hér í Reykjavík þar sem hún hefur átt heima síðastliðinn aldarfjórð- ung. Guðrún var verkmanneskja mikil enda eftirsótt saumakona og gerði mikið að því að vinna heimia hjá fólki. Þóttu verk henn- ar notadrjúg, þar sem hún lagði sína bætandi hönd að. Hún saum- aði hvað sem var, ýmist úr nýju eða gerði gamalt sem nýtt. í þessu starfi sínu kynntist Guð- rún mörgu fólM að góðu og eignaðist rnarga vini, en þó fleiri fyrir starfið á ósýnilega sviðinu er hún vann á hin síðari ár og margir fengu bót meina sinna fyrir. Guðrún notaði æfistundirnar vel. Er hún var ekki að vinna tófc hún sér bók í hönd og las. Hún var fróðleiksifús og minnug og hafði sérstaMega gaman aí ættfræði. Þótt Guðrún æt:ti ekM heima í sveit síðari ár æfinnar var hugurinn jafnan bundinn við sveitina og lífið þar. Á hverju sumri, meðan heilsan leyfði fór hún út í sveitina og var þar oft langdvölum, enda vildu vinir hennar þar ekki sleppa henni fyr en þeir máttu til, sérstaklega voru það hinir sorgmæddu og sjúfcu vinir hennar, sem nutu hjálpar hennar, er ekfci vildu missa hana frá sér. Það varð ekki hlutskipti Guð- rúnar að verða móðir, en hún bar móðurleg umhyggju fyrir systkinabörnum sínum alla tíð. Guðrún var svipmikil kona og ein þeirra, sem skera sig úr fjöld- anum. Ef hennar hefði verið Þorvaldur bygg' ir ekki hótel í HAUST ætlar Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, að hefjast handa um að byggja við hús sitt á Bergstaðastræti 37, stækka grunnhæðina og aðra hæð um nálega helming og bæta tveim hæðum ofan á allt. Komið hefur fram í blöðum, m.a. í ferða- mannagrein í Mbl. eftir Gísla Guðmundsson í gær, að Þorvald ur hyggðist reisa þarna nýtt hótel. En Þorvaldur ber það til baka. Árið 1958 hafi verið áform um að reisa þar gestahús, en ekki síðan. Nú ætli hann að- eins að gera þetta hús fokhelt og sé alveg óráðinn í hvað síð- ar verði. Hótel byggi hann ekki meðan hann sé húsbóndi á Hótel Sögu. — Árið 1958 lét ég gera teikn- ingu af gistihúsi á Bergstaða- stræti 37, sem sérstaklega var ætlað alþingismönnum utan af landi, sem þyrftu á gistirými að halda, enda mikil vöntun á slíku þá, sagði Þorvaldur. En allt breytist og ekkert varð úr því. Er ég fór að laga til á lóðinni til að byggja, var teikning send byggingarnefnd, og var ekkert því til fyrirstöðu að byggja þann ig, annað en að bílastæði vant- aði. Þá var til sölu lóð nærri beint á móti og keypti ég hana, en önnur lóðakaup hefi ég ekki hugsað mér, enda nægir þetta. Síðan hefur sem sagt ekki verið rætt um gistihús. En nú verður þetta hús gert fokhelt í vetur. Það er þannig útbúið að hver hæð, sem er 330 ferm. að stærð, er einn salur og má síðan gera við hann hvað sem er, og satt að segja hefi ég ekki hugmynd um hvað tekur við eftir að húsið er fokhelt. Þau orð, að ég sé fastákveðinn í að byggja gisti- hús hafa verið lögð mér í múnn. Svo lengi sem ég er húsráðandi á Hótel Sögu byggi ég ekki ann- að hótel og sízt án vitundar for- ráðamanna þar. — Hvernig var þessi teikning að hóteli, sem gerð var 1958? — Hörður Bjarnason, húsa- meistari gerði hana og var hús- ið mjög einfalt og þægilegt. í því áttu að vera 16 samstæður og hver samstæða samansett af litlu svefnherbergi, rúmgóðri stofu, steypibaði ásamt snyrtiút- búnaði, fataskápum og þess utan var gert ráð fyrir möguleika til eldunar í smáum stíl. Var haft í huga að þingmenn utan af landi gæti haft hjá sér konu sína, og hún framreitt morgun- verð og tekið á móti gestum í kaffi. Á götuhæð var svo gert ráð fyrir þægilegum setustofum og lestrarstofu. Þetta hefur sem sagt ekki verið á dagskrá síð- an, en ég og aðrir hafa lesið um það í blöðum að koma eigi við- bygging við Alþingishúsið og þar gert ráð fyrir slíku húsnæði fyrir þingmenn, sagði Þorvaldur að lokum. getið í ís'lendingasögunum hefði bún verið tailin mikill kven- kostur, sem hún líka var. Það er því sjónarsviptir að henni. Vinir hennar sakna hennar, sakna hennar vegna athafna hennar og uimihyggju fyrir þeim og kveðja hana með þakklátum huga er þeir fylgja henni síðasta spöl- inn á sviði þessa jarðneska lífs. Eilífðarmálin voru Guðrúnu föst í huga og nú er hún gengin inn fyrir hinn mifcla þröskuid, er aðskilur þessa tilveru og, sem við sjáum ekki, gengin inn í þá tilveru, er hún trúði fastlega að biði sín og væri gleðieíni að gista, Vonandi fær hún að halda þar áfram starfi sínu, því er henni þótti vænst um og mest til koma, að hjálpa þeim, er sjúkir eru eða sorgmæddir og flá þannig „meir að starfa guðs um geim”. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Bj. Guðlaugsson • FLUGVÖLLURINN OG PÓLARNIR. „Flugmaður“ skrifar. „Eins og allir vita, eru fyrstu áhrifin, sem maður fær á nýj- um stað, oft mjög varanleg, — sitja í manni. Erlendis eru fiug- hafnir oft staðset'tar talsvert fyrir utan borgimar, og verð- ur því að aka góðan spöl frá flugvellinum, til þess að kom- ast inn í borgina. Venjulega er ekið um leiðinlegar útborgir og úthverfi, ekki kannske beint fátækrahverfi, en þó heldur leiðinlega borgarhluta, langt frá glæsihúsum miðborganna. Á síðari árum hefur víða ver ið unnið allmikið að því að prýða og fegra þessi hverfi, sem hið erlenda fólk þarf að aka í gegnum. Potemikin- tjöld kann einhver að segja, — já e. t. v. óbeint, en þetta • er þó mjög skiljanleg og í rauninni sjálfsögð ráðstöfun. Þessar leið indaútborgir þurfa alls ekki að vera neitt táknrænar fyrir borgina í heild, og eðlilegt, að ibúunum leiðist að láta þær vera það fyrsta, sem mætir auga ferðamannsins. Stutt leið er frá Reykja- víkurflugvelli og inn í borg- ina, en þó er einn blettur á þeirri leið. Þar á ég við fyrstu íbúðahúsin, sem aðkomufólkið sér: Pólana gömlu. Vera má, að ekki sé unnt að fjarlægja þá — rífa þá — í bráð, en ég vildi beina því til borgaryfirvaldanna, að því fyrr, sem þessi gömlu hús hverfa, því betra. Á meðar* það er ekki hægt, verður sér- staklega að vanda til þess, sem fyrir húsin er hægt að gera, þ. e. þau þurfa a. m. k. alltaí að vera þokkalega máluð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.