Morgunblaðið - 11.03.1964, Side 2

Morgunblaðið - 11.03.1964, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. marz 1964 ■ Wf ■ Mm'" i ^Ofll :J ■ Bm í FYRRINÓTT var komið að meðvitundarlausum manni liggjandi á götunni í Meðal- holti, og hafði hann áverka á höfði. Var lögreglunni gert aðvart um manninn, og komu einnig á staðinn menn frá um ferðardeild rannsóknarlög- reglunnar, þar sem í fyrstu var haldið, að maðurinn hefði orðið fyrir bíl. Engin hemla- för sáust þó á staðnum né heldur fannst neitt á fötum mannsins, sem til þess benti að hann hofði orðið fyrir bíl. Maðurinn var fluttur í slysa- varðstofuna, en þar komst hann til meðvitundar síðar um nóttina. Maðurinn var mjög drukkinn, og er helzt talið, að nann hafi dottið á steinvegg, eða eitthvað slíkt, og þannig hlotið áverkann. — Myndin sýnir lögreglu og slökkvilið búast til að flytja manninn af staðnum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Stóraukin sala á skreið á Italíu veldur umboðsmönnum IMorð- manna áhyggjum Á þremur arum hefur innflutningur íslendinga til Messina aukizt úr 200 pökkum í 14 þúsund. Innflutningur Norð- manna minnkaði d sama tíma úr 15 þúsund pökkum í 3 þúsund Genúa, Ítalíu, 10. marz (AP) A U K I N samkeppni frá ís- landi samfara minnkandi gæðum og hækkandi verði á norskri skreið hefur orðið til þess að útflutningur Noregs til Ítalíu hefur stórum dreg- izt saman. Kemur þetta fram í ummælum forstöðumanna fiskinnflutningsfél. Monte- verde & Vallese í Genúa í dag. En félag þetta annast dreifingu á þriðjungi allrar norskrar skreiðar og „mer- luzzo“ (þ.e. nýr þorskur) á Ítalíu. Norðmenn hafa lengi haft nokkurs konar einkasöluaðstöðu varðandi innflutning á skreið til Ítalíu. Nú hefur innflutning- ur á íslenzkri skreið í „Afríku“ gæðaflokki hinsvegar lagt undir sig mikinn hluta markaðsins — sérstaklega að því er varðar miðstöðvarnar í Messina og Nap oli — þar sem áður þekktist eingöngu norsk skreið í „Prima“ og „Ítalíu“ gæðaflokkum. Á síðasta ári minnkaði inn- flutningur á norskri skreið úr tírelt að sami maður rannsaki Kviðdómur til góðs fyrir íslenzkt og dæmi réttarfar Bjarni Benediktsson í Blaðamanna- klúbbnum í gærkvöldi BJARNI Benediktsson, forsætis- ráðherra, ræddi í gærkvöldi í Blaðamannaklúbbnum um nafn- birtingar sakamanna í blöðum og gang dómsmála. Kom m.a. fram að ráðherrann telur að það mundi verða til góðs fyrir réttar- far á íslandi að kviðdómur yrði innleiddur og sagði að það mál væri í athugun. Einnig kvað hann það úrelt við núverandi þjóðfélagsaðstæður að sá sem rannsaki mál dæmi síðan í því, og kvað þetta hafa verið afnumið annars staðar. í upphafi máls síns drap ráð- herrann á hin auknu afbrot hér og annars staðar. Ekki hefði rætzt spáin um að með bættuim efnahag mundi ástandið batna á þessu sviði. Þarna væri sama sagan alls staðar, sama hvert þjóðskipulagið væri. — Nefndi hann dæmi úr fréttabréfi frá Ev- rópuráðinu, þar sem skýrt er frá því að 7 af hverjum 10 þjófum í Bretlandi sleppi án þess að upp á þeim hafist og sé ástandið sízt betra í þeim löndum, sem hafa betri tæki til að koma upp um afbrotamenn en hér. Munnleg vöm — ekki sókn Ráðherrann sagði að réttar- gæzla hér sé um margt á eftir tímanum. í lýðræðislöndum sé það talið sjálfsagt að annar dæmi en sá sem rannsakar málið. Hér hafi menn ekki treyst sér til að Biskup til Kaup- mannahafnar BISKUP íslands, herra Sigur- björn Einarsson, hélt um hádegis bilið í gær til Kaupmannahafn- ar með Loftleiðaflugvél. í Kaup- mannahöfn mun biskup sitja stjórnarfund „Nordiska Bkum- eniske Institutet" — eða Norr- æna kirknasambandsins en bisk- up á sæti í stjórn þess. Biskup mun koma heim á laugardag. hafa þetta þannig. Afbrot eru fá og dómarar fáir. Úti um land yrði að verða breyting á dóma- skipan til að hægt sé að koma því við að hafa þarna tvo menn. Taldi ráðherrann þó mjög aðkallandi að koma þessari skipan á, og til þess yrði að gera talsverðar breyt ingar. Réttur þess sem dæmdur er, sé ekki nægilega tryggður, ef dómari dæmi sitt eigið verk við rannsókn málsins. Þá ræddi Bjarni Benediktsson um þá skipan mála að í minni háttar málum þyki óþarft að hafa uppi munnlega sókn, heldur aðeins vörn, sem byggist á því að dómarinn er talinn kunn- ugur málinu, sem hann hefur rannsakað, og því sé óþarfi að hafa sækjanda. Minnti ráðherr ann í þessu sambandi á mál sem nýlega var á döfinni, þar sem blaðamenn voru viðstaddir. Benti hann á að meðan svona er, þurfi blöð sem vilja vera hlutlaus, að kynna sér jafnhliða rannsóknina og ákæruna, sem sé ákaflega örðugt, þar sem oft er ekki til nema eitt eintak af þeim. Annars fái almenningur ranga hugmynd um málið. Taldi hann að af þessum sökum, sé ekki rétt að fyrirskipa munn- legan málflutning nema bæði sé sækjandi og verjandi í málinu. Nafnhirtingar Um opinber eða lokuð réttar- höld upplýsti ráðherrann, að meginreglan sé sú að þau séu opinber og blaðamenn eigi þá aðg/ang að þeim ef dómari ekki ákveði að þau skuli vera lokuð en þá verði hann að rökstyðja það með ákvæðum, sem nánar eru tilgreind í löggjöfinni Meðan mál eru í lögregiurann sókn taldi ráðherrann ekki eiga ' að skýra frá nöfnum þeirra, sem ! við málin eru riðnir, þar sem þú I væri aðeins um bráðabirðarann j sókn að ræða og verið að kanna, ! hvort málið sé þannig að mál- ' sókn sé nauðsynleg. Almennt taldi ráðherrann að varhuga- vert væri af rannsóknardómur um að skýra frá gangi mála. Þeim bæri fyrst og fremst að hugsa um að réttlætinu sé full nægt, en séu ekki fréttastofnan ir. En þó væri ekki hægt að gefa einhlýta reglu og málið væri allt vandmeðfarið. Ráðherra sagði ennfremur á fundinum að í þessum efnum ættu blöðin þó að kappkosta að láta hvorki pólitísk sjónarimið né samkeppni um fréttir ráða. Aðspurður sagði hann að blaða menn ættu að setja sér einhyerj- ar reglur í þessum efnum. Þá minnti ráðherrann á það í inngangsorðum sinum að í lýð- ræðisríkjum væru réttarhöld op inber til varnar fyrir sakborning. Þó sé ekki nauðsynlegt að skýra frá öllu sem þar kemur fram. Áður fyrr reyndi ekki á þetta hér á íslandi, þar sem allir vissu hverjir höfðu komizt undir mannahendur. En í þéttbýli vík En aftur á móti sé hin almenna vitneskja um afbrotið oft harð- ari fyrir sakborning en refsing in og það sem verra er, hún kem ur niður á konu og ættingjum. Menn vita ákaflega lítið um glæpi og orsakir þeirra, sagði ráðherrann. En flestum kemur saman um að bezta ráðið til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrot, er að sem minnst röskun verði á högum afbrotamannsins umfram refsinguna, sem hann tekur út. Og þar getur harkaleg nafnbirting valdið mikilli breyt- ingu. Birt nöfn drukkinna ökumanna 1 þessu sambandi benti ráð- herrann á að við fáa atlorota- menn mundi nafnbirting geta komið að meira gagni til að hindra áframhaldandi afbrot en þá sem aka undir áhrifum áfengis. Þessi afbrot væru svo alvarleg og færu svo ört vaxandi og þar mundi nafnbirtingin koma jafnt niður á alla. Stakk hann upp á að ef blöðin vildu ur þessu öðru vísi við. Sumir birta nöín afbrotamanna, þá segjast vilja vita nöfn afbrota manna, til að vara sig á þeim. byrjuðu þau þar og sæju hverra vinsælda það mundi afla þeim. P7- „ NA /5 hnútor SV S0 hnúísé X SnjóJroi • /V*/ W W VI 7 Skúrir Z Þrurr.ur H Hml HiÍMkí ,í Lae* HÁÞitronSVÆÐI fyrir SA- inni og mátti heita þurrt um land breytist lítt og veitir ailt, en mistur vestan lands. hingað hlýju. Var viðast 8-10° Skilin á Grænlandshafi höfðu hiti i gær með suðaustanátt- heldur fjarlægzt, á ný. íslenzkri 150 þúsund 50 kílóa pökkum 1 90 þúsund pakka (úx 7,500 tonn um í 4,500 tonn). íslendingar, sem fyrst komust á ítalska mark aðinn 1954, juku hinsvegar inn flutning sinn úr 15 þúsund 45 kílóa pökkum í 57 þúsund pakka á sama tima. Innflytjendur segja að orsök ina fyrir þessum breytingum megi að nokkru leyti rekja til verðsins. Á síðasta ári hækkaði norsk skreið í verði um 25%, úr 322% sterlingspundi tönnið („Prima" gæði) í 400 pund. ís- lenzka skreiðin er seld á 2S5 pund („Afríku" gæði). Þá telja þeir að minnkandi gæði norsku skreiðarinnar eigi hér hlut að máli. Þessi gæðarýrnun á að sumu leyti rót sína áð rekja til lélegs árferðis í Noregi í fyrra á þurrktíma skreiðarinnar, að sögn innflytjenda. Svo virðist einnig sem norskir fiskframleið endur hafi tekið ný og óheppi- legri landsvæði undir skreiðar- þurrkun. Walter G. Bosso, annar eig- andi Monteverde & Vallese fé- lagsins, segir að loftslagsbreyt- ingar hafi haft slæm áhrif og orsakað það að norska skreiðm, sem átti hefðbundna einkasölu- aðstöðu á ítalska markaðnum, sit ur ekki lengur í fyrirrúmi. Hann sagði að ekki mætti vanmeta þá hættu, sem norskum útflytjend um stafaði af þessu breytta á- standi, því öruggt væri að jafn- vel þótt norska verðið væri hærra, hefði sókn íslendinga mis tekizt, ef norska skreiðin hefði haldið þeim gæðum, sem gerðu hana eftirsóknarverða á liðnum árum. Meðeigandi Bossos í félaginu Monteverde & Vallese er frú Diana Menteverde Hákonsen, ítölsk kona, sem giftist Norð- manni. Hún ræddi einnig í dag um breytingarnar á skr.eiðarinn flutningnum „Gæðin ráða öllu“, sagði hún. „ítalskir kaupendur falla einu sinni eða tvisvar fyr ir lægra vöruverði, en snúa sér síðan aftur að dýrari vörunni, svo framarlega sem hún er bezt að því er varðar gæði og verk- un“. Bosso og frú Hákonsen sögðu að sala á íslenzkri skreið færi vaxandi á Ítalíu, jafnvel þótt „Afríku“ skreiðin, að þeirra dómi, væri bragðminni og tæki í sig minna vatn en lægsti „ítal íu“ gæðaflokkur frá Noregi. „Afríku“ skreiðin er eini gæða- flokkurinn, sem fluttur er mn frá íslandi, en Norðmenn flytja þangað hinsvegar marga gæða- flokka, sögðu þau. íslenzka skreiðin kemur tveimur mánuð um seinna á markaðinn en sú norska, og gefur það útflytjend um tíma til að kanna markaðs- horfur og eftirspurn. íslendingar hafa hafið nýja sókn á Suður Ítalíu. Árin 1961 til 1962 var norsk skreið allsráð andi á markaðnum í Messina. Árin 1962 til 1963 var hlutfall ið 60% norsk skreið á móti 40% íslenzk skreið. Að magni til nam innflutningurinn sem hér segir: 1961—62 15 þúsund pakkar norsk skreið, 200 pakkar frá ís landi. 1962—63 voru 7 þúsund pakkar frá Noregi, 4 þúsund frá Islandi. Núna eru 3 þúsund pakk ar frá Noregi, 14 þúsund frá ís- landi. Forstöðumenn Menteverde & Vallese segja að áhrif íslendinga á ítalska markaðinn berist nú ört frá Suður Ítalíu norður eftir með flutningum Sikileyjarbúa í leit að bættum lífskjörum í iðn- aðarhéruðunum á Norður ítal- íu .Segja þeir að ítalskir um- boðs- og sölumenn fyrir norska skreið óttist nú svipað ástand og í túnfiskstríðinu, sem hófst fyrir nokkrum árum þegar Jap- anir tóku að selja túnfisk á ítal- íu á lægra verði en heimamenn seldu eigin afla. í dag eru um 85% alls túnfisks, sem seldur er á Ítalíu, frá Japan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.