Morgunblaðið - 11.03.1964, Síða 21
Miðvikudagur 11. marz 1964
MORGUNBLAÐIÐ
21
Eina skotskemmdirnar meðan á landhelgisdeilunnl stóð urðu á
brezka togaranum Grimsby Town, sem margreyndi að s.'glu á varð
skip út aí Austfjöröum.
Sungin m.a.: I wanna Hold your hand. 1$ want be long, I wanna
be your lover-baby. Thank you girl. Hibby - Hibby - shake.
Twist and shout she Loves you.
★ Sérstök athygli skal vakin á sunnudagshljómleikum,
fyrir yngra fólkið.
BEATLES
hljómleikarnir
endurteknir í Austurbæjarbíói fimmtu-
daginn 12. marz kl. 11,15 og eru það síð-
ustu Beatles-miðnæturhljómleikarnir.
Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói.
Öll nýjustu Beatles
lögin
heyrist ekki lengur, enda eru
allir á einu máli um það nú,
að betri lausn var ekki finnan-
leg. Minna má á það rétt einu
sinni, að með þessum deilulok-
um var hagkvæmari úrlausn
fengin en Islendingar vonuðust
til þess að fá á Genfarráðstefn-
unum báðum. >á voru bæði
kommúnistar og Framsóknar-
menn reiðubúnir til þess að
ganga að rýrari kjörum.
3aráttu ísiendinga fyrir út-
færslu fiskveiðilögsögunnar er
engan veginn úr sögunni, þrátt
fyrir lausnina, sem samþykkt
Mannf jöldi við brezka sendiráðið að kvöldi 2. sep tember 1958. Á myndinni sést bjarmi eins svif-
blyssins, sem kastað var í garð sendiherrans.
— 72 milna sigurinn
Framh. af bls. 17
aðgerðum á íslandsmiðum, með
an ráðstefnan stæði. Samkomu-
lag náðist ekki á ráðstefnunni, og
algerlega óvist í lok hennar, hvað
við tæki. í»á ákvað ríkisstjórn ís-
lands að veita þeim uppgjöf
saka í Bretlandi, sem brotleg-
ir höfðu gerzt við hina nýju 12
xnílna reglugerð. í framhaldi af
því tilkynntu brezkir togaraeig-
endur, að þeir mundu ekki láta
skip sín fiska innan nýju mark-
anna næstu þrjá mánuðina (tal-
ið frá 12. maí 1960 og síðan
framlengt um tvo mánuði).
Þá um sumarið fór ríkisstjórn
Stóra-Bretlands fram á viðræð-
ur við ríkisstjórn íslands um
þrætumálin. Féllst íslenzka
stjórnin á þau tilmæli, og sagði
svo í fréttatilkynningu, sem út
var gefin 10. ágúst 1960:
„Ríkisstjórn Bretlands hefur
farið þess á leit við ríkisstjórn
íslands, að teknar verði upp við-
ræðua- þeirra í milli um deilu
þá, sem er um aðstöðu brezkra
fiskiskipa á íslandsmiðum. Þar
sem íslenzku ríkisstjórninni virð
ist einsætt, að kanna beri til
hlítar öll úrræði, sem koma
mættu í veg fyrir áframhaldandi
árekstra á íslandsmiðum, auk
þess sem vinna þurfi að fram
gangi ályktunar Alþingis frá 5.
maí 1959, hefur hún tjáð sig
reiðubúna til slíkra viðræðna,
jafnframt því, sem hún hefur
ítrekað við brezku stjórnina, að
hún telur ísland eiga ótvíræð-
an rétt að alþjóðalögum til
þeirrar f isk v ei ð i 1 ög sögiu, sem
ákveðin hefur verið.“
Hinn 1. október 1960 hófust
viðræður við Breta í Reykjavík.
Niðurstöður þeirra urðu sam-
komulag um að leysa deiluna á
grundvelli orðsendingar, sem
lögð var fyrir Alþingi og send
utanríkisráðherra Bretlands.
Bretar féllust síðan á sættar-
gerðina, eins og kunnugt er.
Mikilvægasta atriði samnings-
ins, sem gerður var samkvæmt
þessari sátt, var að sjálfsögðu
full viðurkenning Breta á tólf
mílna landhelgi íslands ásamt
nýjum grunnlínum, sem stækk-
uðu fiskveiðilandhelgina veru-
lega. Allur ófriður milli ríkj-
anna var hér með úr sögunni.
Fyrir að falla firá kröfum sín-
um féllust íslendingar á að leyfa
brezkum skipum að veiða milli
sex og tólf mílna á takmörkuð-
um svæðum og á takmörkuðum
árstíma næstu þrjú árin. Við
ákvörðun þessara svæða og
ákvörðun árstímans voru hags-
munir íslendinga hafðir í huga
Málgögn stjórnarandstæðinga
gerðu mikið veður út af þessu
um hagstæða samninga á sínum
tíma, eins og mörgum mun enn
í fersku minni. Sá veðragnýr
var 11. marz 1961. f lok orð-
sendingar íslenzku ríkisstjórnar
innar til þeirrar brezku var því
lýst yfir, að stjórnin mundi
halda áfram að vinna að fram-
kvæmd ályktunar Alþingis flrá
5. maí 1959 um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar við ísland, þar
sem rætt var um, að afla bæri
viðuirkenningar á rétti íslands til
landgrunnsins alls, eins og orð-
að var í lögunum frá 1948.
Fyrr eða síðar má því vonast
til þess, að íslendingar sitji ein-
ir að landgrunninu.
Góiir skó’askór
Auðvelt að fara í og ur
— ★ —
I öllum vekum
Fallegir.
Hlýir — Sterkir -
— ★ —
Eru aðrir betri?
— ★ —
Litur: brúnn
Stærðir: 24—33. — Verð kr: 223.—
Góðir skór
gleðja góð börn.
SKOHUSia
Hverfisgötu 82
Sími 11-7-88.
Vegna þess hve margir hafa orðið frá að hverfa verða