Morgunblaðið - 03.04.1964, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.04.1964, Qupperneq 1
28 síður Byltingarmenn náöu yfirhöndinni í Brasilíu jua.o oouiart. Goularl forseti flúinn — Byltingarmenn mættu lítilli mótspyrnu í helztu borgum landsins — Segjast hafa afstýrt því að Brasilía yrði önnur Kúba Rio de Janeiro, Porto Alegre, Monteviedo, Washington, 2. apríl— (AP-NTB) — í KYÖLD hermdu fregnir, að byltingarmenn í Brasilíu hefðu brotið alla mótspyrnu á bak aftur og nytu nú stuðn- ings alls hers landsins. Sagt er, að nokkrir árekstrar hafi orðið milli byltingarmanna og stuðningsmanna Goularts forseta, en ekki hafi komið til blóðsúthellinga. Bylting- armenn segjast hafa forðað því að Brasilía yrði önnur Kúba. Goulart forseti dvaldist í dag í höfuðborg heimafylkis síns, Bio Grande de Sul, og hvatti framan af degi menn til stuðnings við sig og lýð- ræðið, en í kvöld kvaðst hann ekki hafa í hyggju að veita byltingarmönnum frekari mótspyrnu og skömmu síðar flýði hann til Monteviedo, höfuðborgar Uruguay. Þriðji herinn, sem staðsettur er í Rio Grande de Sul, lýsti stuðningi við Goulart í morgun, en í kvöld hafði hann snúizt á sveif með byltingarmönnum. Byltingarmenn hafa skipað Ranieri Mazzilli, forseti full- trúadeildar þingsins, eftir- mann Goularts. Vann hann embættiseið sinn í dag með- an Goulart var enn í Brasilíu, en hann varð ekki löglegur forseti landsins fyrr en Goul- art fór úr landi. Frá Washington bárust þær fregnir, að Bandaríkjastjórn myndi ekki breyta afstöðu sinni til Brasilíu að sinni þrátt fyrir stjórnarskiptin þar. Að vfsu myndi stjórnin fylgjast vel með gangi mála í þessu stærsta landi Suður- Ameríku. (Sjá grein á bls. 27) • Fagnað í Río í kvöld höfðu byltingarmenn í Brasilíu náð öllu landinu á sitt vald án þess að maeta verulegri mótspyrnu. Síðasta vígi Goularts, forseta og stuðningsmanna stjórn ar hans, Porto Algere, höfuöborg heimafyikis forsetans, Rio Grande de Sul, féll í hendur bylt ingarmanna seint í kvöld án þess að þeir mættu mótspyrnu. Þé hafði allur þriðji herinn, sem studdi Goulart fram eftir degi lýst stuðningi við byltinganmenn. Sl. nótt og í dag tóku bylting- armenn Ríó de Janeiro og Bras- ilíu, hina nýju höfuðborg, á sitt vald án átaka. í Ríó fögnuðu menn bylting- unni ákaft í dag, dansað var á götunum og farnar hópgöngiur með spjöld þar sem á voru letr- uð lofsyrði um byltingarmenn. Mikill fögnuður ríkti einnig í Sao Paulo og útvarpsstöð bylt- ingarmanna skýrði frá því, að fjöldi öbreyttra borgara hefði boðið sig fram til þess að berj- ast með þeim. Framh. á bls. 27 Hægrisinnaður fram- bjóðandi gegn de Gaulle Krúsjeff skoðar hrossakynbótabú Talið að tilbricht sé í Búdapest Búdapest, 2. apríl — (NTB) KRÚSJEFF, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og Jan- »s Kadar, forsætisráðherra Ungverjalands, gerðu í dag hlé á viðræðum sínum og héldu í ferðalag um Norðvest- ur-Ungverjaland. M.a. bauð Kadar gesti sínum að skoða hrossakynbótabú, sem stofn- að var af Habsborgurum og hefur verið starfrækt nær Víkingaskipið ófært til Ameríkuferðar Túnis, 2. apríl (AP) TII.RAPNIK nokkurra manna til þess að sigla yfir Atlants- haf á eftirlíkingu af vikinga- skipi er nú farin út um þúf- ur. Áður hefur verið skýrt frá tilraun þessari og um tíma var talið að áhöfn skips- ins hefði farizt í óveðri á Adríahafi. Víkingaskipið kom til Biz- erta í Túnis í dag og þá skýrði upphafsmaður leiðangursins, Robert Marx, frá því, að á siglingu sinni frá Júgóslavíu til Túnis hefði skipið orðið fyrir svo miklum skemmdum af völdum veðurs, að von- laust væri að sigla því lengra. Skipið vax upphafle_,a smið að til notkunar í kvikmynd, sem nefnist „Langskipin" og var tekin í Júgóslavíu. Marx, sem er fornleifafræðingur og hefur áhuga á gömlum skip- um, tók þátt í smíði þess og keypti það, er kvi/kmyndun var lokið. Kvaðst hann ætla að sanna, að hinir fornu vík- ingar heföu getað rúðið ferð- um sínium, en ekki lútið reka fyrir vindi. Fimm manna áihöfn var á víkingaskipinu, er það kom til Bizerta. Ráðgert hafði ver- ið að sigla þaðan til Lissabon, bæta þar fjóruim mönnum við áhöfnina og taka hjúlparmót- orinn úr skipinu. Síðan ætl- uðu félagarnix niu að sigla yfir Atlantsihaf án aðstoðar nútima siglingatæikja. stanzlaust síðan. Sem kunnugt er kom Krús- jeff til Ungverjalands í fyrra dag og í gær gagnrýndi hann Kínverja í ræðu, sem hann hélt í verksmiðju í Búdapest, en dagana á undan höfðu blöð í Kína gert harðar árás- ir á Krúsjeff. Fréttamenn frá Vesturlöndum fengu ekki að fylgja Krúsjeff á ferð hans í dag. Var því þorið Framhald á 8. síðiu París, 2. apríl — (NTB) — í DAG skýrði franski lög- fræðingurinn Jean-Louis Tixier-Vingancour frá því, að hann hefði ákveðið að hjóða sig fram gegn de Gaulle við næstu forsetakosningar í Frakklandi, en þær verða á næsta ári. Tixier-Vingan- cour er hægrisinnaður og í- haldssamur og segist hann bjóða sig fram fyrir hönd þjóðernissinnaðra andstæð- inga de Gaulles. Tixier-Vangancour er annar maðurinn, sem býður sig fram gegn de Gaulle. Hann, Gaston Deferre, borgarstjóri í Mars- eille, býður sig fram fyrir hönd sósíalista. Það var Tixier-Vingancour, sem tókst að hindra, að Raoul Salan hershöfðingi yrði dæmdur til dauða fyrir þátttöku í upp- reisninni í Alsír 1961. Talið er, að hann njóti mikils fylgis of- staekisfullra hægri manna, meðal þeirra, sem eru óánaegðir með endalok Alsírmálsins og meðal ofursta í hernum. Framboð Tixiers-Vingancours er sagt draga úr þeim liitlu möguleik- um, sem Deferre var talinn hafa til þess að sigra de Gaulle, en stjórnmálafréttarit- arar telja, að hvorugur keppi- nauturinn muni reynast forset- anum haettulegur. Wennerström ákærður Fregnir herma oð hann hafi starfab fyrir leyniþjónustu USA Stokkhólmi, 2. apríl (NTB) „AFTONBLADET“ í Svíþjóð heí ur þaö' eftir áreiðanlegum heim- ildum í dag, að við yfirheyrslur lögreglunnar hafi Stig Wenner- ström ofursti, sem sakaður er um njósnir í þágu Sovétríkjanna, játað aö hafa einnig starfað fyr- ir bandarisku leyniþjónustuna. Wennerström var hermálafull- trúi sænska sendiráösins í Was- hington frá 1952—1957 og þann tíma stundaði hann áðurnefnda starfsemi að sögn „Aftonbladet". Heimildir blaðsins segja, að Wennerström hafi játað að hafa tekið á móti 1000 dollurum sem greiðslu fyrir starf sitt í þágu leyniþjónustu Bandaríkjanna, en ekkert er skýrt frá því í hvérju starfið hafi verið fólgið. Wennexström var handtekinn fyrir ntjósnir í þágu Sovétríkj- anna og hefur nú verið lögð fram ákæra gegn honum um meiriíháttar njósnastarfsemi og vanrækski 1 opinberu starfi. — Einnig hefur þess verið krafizt af hálfu hins opinbera að Wenn- erst.röm greiði 000 þús. sænskar krónur — eða u.þ.b. 5 milljónir ísl. kr., en sú upphæð svarar nokkurnveginn til þeirra tekna, sem hann hafði af njósnastarf- semi sinni í þágu Sovétríkjanna. Ákæran á hendur Wenner- ström er í þremur liðum: 1. Á tímabilinu janúar 1949 til janiúar 1962, þegar Wenner- ströin var flugmálafultrúi við Framhald á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.