Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 14
!4
MORGUNBLAÐIÐ
r
Fostudagur 17. júlí 1964
Nýkomnar
danskar
stretch-
buxur
frá
WIKI
í barna-
stærðum.
Marteinn Einarsson & Oo.
Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816
Lokað
vegna sumarleyfa, vikuna 20.—27. júlL
Smith og IMorðlantl hf.
Skrifstota vor
verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 17.
júlí vegna jarðarfarar.
Félag íslenzkra rðnrekenda.
Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar
STEFANÍA GRÓA ERLENDSDÓTTIR
andaðist aðfaranótt 16. júií í Landakotsspítaia.
Pétur Ingjaldsson og börn.
Litii drengurinn okkar
RAFN KRISTINSSON
dó af siysförum 16. júlí siðastliðinn.
Sigrún Rafnsdóttir,
Kristinn Einarsson.
Maðurinn minn,
GISSUR GÍSLASON
Bólstaðahlið 62
andaðist að sjúkrahúsi Hvítabandsins, miðvikudaginn
15. júlL
Arný Sigurðardóttir.
Hjartkær eiginmaður minn
JÓN GUÐMUNDSSON
kaupmaður frá Felli,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudag-
inn 17. júií kl. 10,30. — Athöíninni verður útvarpað.
Fyrir mina hönd og fósturbarna okkar.
Þrúður Bjarpadóttir.
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
KARLS HJÁLMARSSONAR
fyrrv. kaupfélagsstjóra
Þórdís Ingimarsdóttir,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug, við
andiát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa,
GUNNARS BRYNJÓLFSSONAR
Helga Gunnarsdóttir,
Margrét Gunnarsdóttir,
tengdadóttir, barnabörn.
Vilborg Guðnadóttir
17. OKTÓBER 1908 fæddist
þéim hjónUm, Sigurbjörgu Jöns-
dóttur og Guðna Jónssyni, Kefla-
vík, yngsta dóttirin af þremur
og næst yngst sex efniiegra og
mannvænlegra barna. Þegar
litla stúlkan, Viiborg, fæddist,
höfðu foreldrarnir búið i Kefla-
vík í fimm ár, en þangað flutt-
ust þau frá Miðnesi.
keyptu þau íbúð í þeim að Faxa-
braut 6.
Þau hjónin eignuðust tvo efni-
iega drengi: Kristin, fæddur 15.
marz 1929, og Guðna, fæddur 20.
ágúst 1932. Urðu hjónin fyrir
þeirri þungu sorg að missa báða
drengina kornunga. Yngri dreng-
urinn dó tæpra tveggja ára.
Kristinn andaðist 1945 á 17. ári.
Hin kunnu sæmdarhjón, Sigur-
björg og Guðni, síðar verkstjóri í
Keflavík, urðu eins og annað al-
þýðufólk í þá daga að heyja erf-
iða iífsbaráttu til þess að verða
vel bjargálna með barnahópinn
sinn. Það tókst þeim fyrir dugn-
að, þrek og framsækni, sem þeim
hjónum var í blóð borin, enda
þeir eiginleikar einkennandi í
ættum beggja.
Þótt hjónin væru ekki auð-
mannéskjur á mælikvarða pen-
ingainnstæðna og fasteigna, gaf
forsjónin þeim mikia auðlegð.
Þau höfðu einstakt barnaián.
Aðeins þrjú þeirra systkina
eru á lífi, Ólafía, ekkja í Kópa-
vogi, Ragnar Jón og Sigurbjörn,
báðir búsettir í Kefiavík.
Ung lagði Vilborg haga hönd
að verki við heimilisstörf, ásamt
systrum sínum, og utan heimiiis
var unnið, þegar vinnu var að
fá. Á þessu mikla myndar- og
hreinlætisheimili, lærðu þær syst
ur eins og bezt má verða um ung-
ar heimasætur í þá daga. Móðirin
hagleikskona hin mesta, jók hún
tekjur heimilisins með sauma-
skap, þó hæpið sé að alltaf hafi
verið gengið ríkt eftir borgun. í
þeim skóla við móðurkné, sem
hér er lýst, iærðu þær systur, að
ekkert starf var fuliunnið, fyrr
en búið var að ieggja sig aiian
fram til þess að vanda verkið
svo vel, sem kostur var á. Víst
er, að sá lærdómur féil í góðan
jarðveg.
Þeir, sem áttu þess kost að
kynnast Vilborgu Guðnadóttur,
vinna með henni, eða þiggja
verk hennar, vita að við hvert
verk er hún vann, var hún öil.
dugmikil, áhugasöm og vand-
virk, enda hafði hún iært í þeim
skóla á æskuheimiii sínu, þar
sém mannrækt var áslunduð.
Heimiii hennar, sem hún kveður
í dag, lýsir betur en orð frábær-
um myndarskap hennar, hagieik
og smekkvísi.
8. október 1927 giftist Vilborg
eftirlifandi manni sínum, Þórði
Kristinssyni frá Eyrarbakka,
mikium ágætis- og dugnaðar-
manni, sem flutzt hafði til Kefla-
vikur þá fyrir þrem árum. Ungu
hjónin hófu búskap i Keflavik
og bjuggu þar síðan, íyrst í leigu
húsnæði. Þegar verkamannabú-
staðirnir voru byggðir í Keflavík,
Hafði hann kennt vanheiisu frá
þvi um fermingu. Þá síðari þol-
raun stóðust þau hjónin, sem
hina fyrri, að standa yfir mold-
um sonarins, ón þess að bogna í
augsýn manna, enda þá komin
yfir erfiðasta áfangann. Á löng-
um andvökunóttum við sóttarbeð
deyjandi barns verður þjáning
móðurinnar þess eðiis, að orð eru
óviðeigandi. „Þar ríkir fegurðin
ein".
Þótt þau hjónin, Viiborg heitin
og Þórður, eignuðust ekki fleiri
börn, eru samt börn þeirra eigi
öll upptalin.
Fyrir 11 árum trúði 6 ára snáði,
Kristinn Jensson, Keflavik, mér
fyrir miklu leyndarmáli á fyrsta
skóiadegi sinum. Ég á tvær
mömmur, sagði drengurinn
hreykinn. Aðspurður um hver
hin mamman væri, svaraði snáð-
inn: Viiborg Guðnadóttir. Ég á
sko alvörumömmu og alvöru-
pabba, skilurðu, en Borga og
Þórður áttu einu sinni dreng, sem
hét Kristinn, eins og ég, hann er
dáinn, þess vegna eiga þau mig
lika. Þau eru öll voða góð. Og
drengurinn var hjartaniega á-
nægður. Seinha komst ég að
raun um að hann mátti vera það,
því Vilborg heitin lét sér annt um
drenginn, eins og hann' væri
hennar barn, og fyigdist af mikl-
um áhuga meé fyrstu skólagöngu
hans.
Og drengurinn, sem nú er að
verða íuHtíða maður, kveður þá
iátnu hinztu sonarkveðju, og
þakkar af öHu hjarta afla ástúð
hennar og umhyggju frá því
hann fyrst man eftir sér.
Stúlkur
Oss varitar nú þegar stúikur til starfa í gosdrykkja
verksmiðju vorri að Þverholti 22. — Upplýsi'ngar
hjá verkstjóranum.
H.f. Ölgerðin Egill Skallagrinisson.
Höfum opnað verzlun að Laugavegi 38,
undir nafninu
EEfur döntudeild
Úrval af blússum, sloppum, stretehbux-
um, undirfatnaði, brjóstahöldurum o.m.fl.
Gjörið svo vel að líta inn.
Verzliiffin
Elfur dömudeild
Laugavegi 38
Hér fylgja kvéðjuorð frá öðru
heimili. Rebekka Friðbjörnsdótt-
ir, Keflavík, segir svo frá: Hún
Vilborg heitin var við fæðingu
sex barna okkar hjóna með Ijós-
móðurinni. Hún var þeim, og
okkur öilum, svo óendanlega góð,
og þau hjónin bæði. Börnin okk-
ar kölluðu hana ávallt IjósU sína,
og Guðný okkar heitir eftir yngri
syni þeirra hjóna. Við eigum öll
svo kærar minningar um þessa
mikilhæfu og góðu konu.
í húsi Vilborgar og Þórðar að
Faxabraut 6, leigðu ung hjón,
Haukur Magnússon, forstjóri í
Keflavík, og kona hans. Til marks
um hugarþel leigjendanna 'má
geta þess, að dóttir þeirra, Vil-
borg Þórunn, var látin heita 1
höfuðið á þeim hjónum.
Fyrir 11 árum, 10. júlí, bar
fundum okkar Vilborgu Guðna-
dóttur fyrst saman. Það var á
stofnfundi Verkakvennafélaga
Keflavíkur og Njarðvíkur. En oft
hafði hennar verið getið i mín
eyru undanfarna daga, þegar
rætt var um, hverjar væru bezt.
til forustu fallnar. AHar voru
konurnar einhuga um Vilborgu
Guðnadóttur. Og þegar á fyrstu
árum hins nýstofnaða féiags,
sönnuðu bezt störf hennar fyrir
féiagið, að það mat var rétt.
Fyrstu árin var hún ávallt I
fremstu viglínu, mikil íélags-
störf hlóðust á hana, sem vænta
má um svo mikilhæfa og ósér-
hlífa konu. Kaupþjark var Vil-
borgu heitinni lítt að skapi. En
svo rík var réttlætiskennd henn-
ar, að hún undi því ekki, að hall-
að væri á hlut kynsystra hennar
í þeim efnum. Við samningaborð
hefur aldrei setið kona í Kefla-
vík henni sterkari, enda þótt hún
leggði ekki margt til máia. Þar,
sem í öðru, sem hún tókst á hend-
ur, var hún öll.
Orð voru óþörf. Svo mikill var
virðuleiki og skörungsskapur
hinnar mætu sómakonu. Það var
beinlínis ógerlegt fyrir vinnuveit-
anda Vilborgu Guðnadóttur að
þjarka um kaupið hennar í henn-
ar áheyrn.
Eitt sinn, er rætt var um þessi
mál á samningafundi, voru ekki
aliir sammála eins og oft vill
verða. Sú, sem þessar Hnur ritar,
spurði vinnuveitanda: Vinnur
hún Vilborg ekki fyrir kaupinu
sínu hjá þér? Milt bros íærðist
yfir andlit mannsins. Það var
mikil hlýja í röddinni. „Hennar
verk verða nú vart metin til
fjár".
10. júlí í fyrra sat Vilborg heit-
in síðasta fundinn í félagi okkar.
Það var 10 ára afmælisfundur fé-
lagsins.
10. júlí síðastliðinn andaðist
hún. Hún lifði það að sjá hylla
undir þann áfanga, að mikið á-
hugamál hennar yrði að veru-
ieika. Fullt launajafnrétti kvenna
og karla. Eggert Þorsteinsson, al-
þingismaður, systursonur Vil-
borgar, var einn af flytjendum
frumvarpsins um launajöfnuð
kvenna og karla, sem gert var að
lögum á Alþingi 1961.
Kæra nafna mín. Mig skortir
orð til að_tjá þér þær þakkir, sem
þér eru samboðnar fyrir þau ár,
sem ég þekkti þig og starfaði með
þér. En málskrúð var þér aldrei
að skapi, því segi ég aðeins:
„Þar sem góðir menn fara, þar
eru Guðs vegir".
Þórður Kristinsson. Það hefur
fyrr syrt í álinn, en karlmennska
þin, þrek og styrkur jafnan
réynzt óbrigðul Megi svo enn
verða á erfiðustu stund Hfs þíns,
er eiginkona þín kveður fagurt
heimiii ykkar í hinzta sinn.
Ólafía Guðnadóttir. Hún systir
þín var þér svo óendaniega góð
og mest og bezt, þegar mest
reyndi á svo ég endursegi þín
eigin orð. Hún var umvafin kær-
leika þínum og umhyggju síð-
ustu stundirnar, þegar þungbær
veikindi voru að yfirbuga þrek
hennar.
Ég tjái ykkur og bræðrum og
ættingjum hinnar látnu innilega
samúð mina.
Vilborg Auðunsdóttir.