Morgunblaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 24
QD®(S®tS[Kl
^ELEKTROUUX UMBOÐIÐ
1AUGAVEGI Í9 «ími 21800
182. tbl. — Föstudagur 7. ágúst 1964
KELVINATOR
KÆLISKAPAR
Jááls LAUGAVEGI
Rannsóknardeild at
hugar skattframföl
Umsóknarfrestur um sex embætti
rennur út í dag
í DAG rennur út umsóknarfrést-
ur um sex embætti í nýrri deild,
sem stofnuð verður við embætti
ríkisskattstjóra, en deild þessi
skal hafa með höndum rannsókn
ir á skattaframtölum og eftirlit
með öllum gjöldum, sem skatt-
stjórar leggja á.
Deild þessi er stofnuð sam-
kvæmt ákvæðum og heimild í
hinum nýju lögum um tekju- og
eignaskatt, sem samþykkt voru
s3. vor. Munu starfsmenn þessar
ar rannsóknardeildar ekki ein-
ungis starfa í Reykjavík heldur
og um allt land.
Farmur saltskips
rannsakaður
Síldarsaltendur á Seyðisfirði neituðu að
taka á móti saltinu fyrr en það hefði
verið efnagreint
Þfóðhátíðin í Eyjum
MIKHX fjöldi fólks lagði lei»
sína til Vestmannaeyja í gær,
enda þjóðhátiðin að hefjast
þar. Voru flugvélar Flugfélags
íslands á þönum milli lands
og Eyja í allan gærdag, og
vart verður lát á fólksstraumn
um i dag, enda stendur mikið
til í héraði.
Meðfylgjandi myndir tók
ljósmyndari Mbl. í Vestmanna
eyjum .Sigurgeir Jónsson, síð-
degis í gær, en þá var unnið
að því að leiggja síðustu hönd
á undirbúninginn í Herjólfs-
dal. Á annarri myndinni sjást
menn önnum kafnir við að
koma upp tjöldum á hátíða-
svæðinu, en á hinni getur að
líta eitt af mörgum nýmælum
í skreytingum staðarins, mikið
vatnaskrímsli eða dreka, sem
að sögn spýr eldi og eimyrju
eftir að dimma tekur. Er það
sögð mikilfengleg sjón.
Seyðisfirði, 6. ágúst.
SÍLDARSALTENDUR hér hafa
ákveðið að hætta að taka á móti
meira salti úr erlendu saltskipi,
Dræm
síldveiði
Seyðisfirði, 6. ágúst.
SÍLDVEIÐI hefur verið heldur
dræm í dag. í>ó munu nokkur
skip hafa fengið einhvern afla
um 75 mílur austur af Dalatanga
síðdegis í dag og kvöld, og nokk-
ur til viðbótar langt austur í hafi.
Eins og skýrt var frá í gær
gengur vel að dæla síldinni í olíu-
skipið í>yril, og er árangur von-
um framar. Skipið er nú nær
fullt, og í það komin tæp 6000
mál. Eftir er þó 500—600 mála
rými og er ætlunin að reyna að
fá sild af báti úti á rúmsjó, ef
unnt er. Skipið er að búast til
ferðár héðan, og mun halda vest-
ur til Bolungarvíkur.
— Sveinn.
sem hér er fyrir nokkru komið,
þar til úrskurður efnagreiningar
í. Reykjavík liggur fyrir um,
hvort saltið sé hæft til síldar-
söltunar. Þótti s.aitendum saltið
í skipinu óeðlilega dökkt.
Fyrir þremur dögum var sent
skeyti til Síldarútvegsnefndar,
undirritað af flestum saltendum
hér, þar sem því var lýst yfir,
að saltendur hefðu ákveðið að
hætta að taka á móti meira salti,
en þegar hefði verið skipað í
land úr m.s. Anne Börgelund,
þar tii saltið hefði verið efna-
greint, og úrskurður lægi fyrir
um, hvort það væri hæft til sild
arsöltunar. Sýnishorn voru síðan
tekin af saltinu og send Rann-
sóknarstofnun sjávarútvegsins í
Reykjavík til athugunar.
í dag hringdi hingað innflytj-
andi saltsins o,g kvað saltið not-
hæft og óhætt að nota það. Form
legt svar frá Rannsóknarstofnun
inni er hinsvegar ókomið, og ekki
verður byrjað að nota saltið, fyrr
en það liggur fyrir.
Allir saltendur hér eiga eitt-
hvað af eldri saltibirgðum, en ef
einhver söltun verður mun það
fljótlega ganga tM þurrðar.
— Sveinn.
Fékk nótina
í skrúfuna
Sl. þriðjudag vildi það óhapp
til, að mb. Sigfús Bergmann fétyt
nótina í skrúfuna, er skipið var
að síldveiðum um 110 mílur út
af Langanesi. Mb. Margrét kom
fyrst til aðstoðar, en síðan varð
skip, sem dró Sigfús Bergmann
til Seyðisfjarðarc en þangað var
komið í gærmorgun. Sjópróf fóru
fram á Seyðisfirði í gær og lauk
um kl. 4. síðdegis. Var úrskurð-
að að hér væri um björgun að
ræða.
Frakkar skutu
sí&ari eldflauginni
Skotið sást frá Reykjavík
FIMM mínútum, eftir miðnætti í
nótt skutu frönsku vísindamenn-
irnir á Mýrdalssandi upp síðari
eldflaug sinni af Dragon-gerð, og
Stdrfelldar blekkingar kommiínista
Falsanir um útsvör — hækkanir sagöar lækkanir
„ÞJÓÐVILJINN“ er í gær
ber að stórkostlegri blekk-
ingartilraun um útsvars-
málin. Þar er því haldið
fram, að hátekjumenn hafi
lækkað að mun við útsvars
álagningu og talin upp
nokkur dæmi einstaklinga
með samanburði á greiðsl-
um þeirra nú og 1958. í
tölusamanburði sínum
reiknar blaðið tekjuútsvar,
eignaútsvar og veltuútsvar,
sem er sami skattur og að-
stöðugjald, fyrir árið 1958,
en aðeins tekjuútsvar fyrir
1964, en þar er aðstöðu-
gjaldinu sleppt. Með þessu
móti finnur kommúnista-
blaðið lækkanir sínar. Þá
er ekki tekið tillit til þess,
að sumir þeir einstakling-
ar, sem blaðið tekur í dæmi
sínu greiddu persónulega
útsvar af atvinnurekstri
sínum, en greiða nú bæði
persónulegt útsvar og einn
ig af atvinnurekstrinum,
en þeim gjöldum sleppir
„Þjóðviljinn“ í reiknings-
dæmi sínu.
Skulu hér tekin nokkur
dæmi um þessar ósvífnu fals-
anir. Þar segir aS Þorvaldur
Guðmundsson lækki um 156.
500 kr., en sannleikurinn er
sá, að Þorvaldur hækkar um
105.000 kr. Þjóðviljinn sleppir
261.900 kr. aðstöðugjaldi Þor-
valds, sem er innifalin í veltu-
útsvarinu, sem „Þjóðviljinn“
tekur með í tölunni frá 1958.
„Þjóðviljinn" segir, að Jón-
as Hvannberg lækki um 120.
901 kr. í útsvar, en þá er það
ekki tekið með í reikninginn,
að Jónas greiddi persónulega
af verzlun sinni 1958, en nú
greiðir verzlun hans sérstak-
lega útsvar. Ef þetta er .tekið
til greina kemur í ljós, að út-
svarsgreiðslurnar með að-
stöðugjaldi hækka um 104.100
kr. en . >kka ekki um 120.901,
eins og blaðið segir.
Steindór Einarsson er sagð-
ur lækka um 108.160 kr. 1
„Þjóðviljanum", en í þeim sam
anburði er tekið með veltuút-
svar frá 1958, en aðstöðugjald-
inu nú að upphæð 284.400 k-r.
er sleppt. Steindór hefur því
hækkað í gjöldum til borgar-
innar um 176.240, en ekki
lækkað um 108.160, eins og
„Þjóðviljinn“ segir.
Þá tekur „Þjóðviljinn" dæmi
um þá kaupmenn Sigurliða
Kristjánsson og Valdimar
Þórðarson og segir þá lækka
um 100.273 kr. og 103.333 kr.
Þá er ekki reiknað með út-
svari og aðstöðugjaldi fyrir-
tækis þeirra Silla & Valda,
sem nú er samtals 455.800 kr.,
en þeir greiddu persónulega
1958. Ef gjöld þeirra beggja
og fyrirtækisins til borgarinn-
ar eru borin saman nú og 1958
kemur í ljós, að hækkunin er
Framhald á bls. 23.
tókst skotið vel að því er bezt
var vitað er Mbl. fór i prentun
í nótt. Fór eldflaugin sömu leið
og hin fyrri að því er séð varð,
og sást skotið víða að. M.a. sást
það greinilega frá Reykjavík og
Gufunesi.
Skilyrði munu hafa verið svip-
uð og við fyrra skotið á dögun-
um. Tjáði Eðlisfræðistofnun Há-
skólans Mbl. í gærkvöldi að seg-
ulhreyfingar í geimnum hefðu
verið allmiklar um miðnættið, og
svipaðar og í hið fyrra sinnið.
Upphaflega hafði verið ráð-
gert að skjóta eldflauginni kL
10 í gærkvöldi, og hófust Frakk-
ar handa, en kl. 35 mín. fyrir 10
frestuðu þeir skotinu vegna ó-
nógra segulhreyfinga í háloftun-
um. Kl. 19 höfðu þeir sent upp
loftbelg með mælitækjum, og
hugðust senda annan kl. 21. -—
Niðurstöður þær, sem fengust
með fyrri loftbelgnum, voru svo
hagstæðar að óþarfi reyndist að
senda þann síðari á loft.
Slæðingur af fólki var austur
á söndum til þess að horfá á skot-
ið, en þó minna en var í fyrra-
kvöld, er Frakkar frestuðu skot-
inu þá.
Eldflaugarskotið sást mjög
greinilega frá Reykjavík, líkt og
skær stjarna liði hratt upp á
himinhvolfið