Morgunblaðið - 12.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1964, Blaðsíða 2
2 MORG UN BLAÐIÐ Laugardagur 12. sept. 1964 vtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiiifiiiiiiimiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiua I — Ameríkubikarinn 3 Framh. af bls. 1. 3 sem skorafS er á bandarísku 3 siglingamennina. Brezki aðiUnn sem stendur 3 að áskoruninni, „The Royal 3 Thames Yachtclub" lét byggja 3 tvo nýja báta, annan Sover- 5 eign, hinn Kurrewa V, og 3 kepptu þessir bátar sín á 3 milU baeði í Englandi og sáð- 3 an í júlí hér á þeim slóðum, 3 sem bikarkeppnin á nú að = fara fram. Við höfum keppt 3 f tveimur áfbngum hér og 3 var keppnin mjög hörð, en 3 árangurinn var sá að Sover- 3 eign vann fleiri sigUngar í = báðum áföngum en Kurrewa 3 Og var því valin til keppninn- = ar við bandarísku snekkjuna 3 Constellation.“ „Siglduð þér bátnum í und 3 ankeppninni?“ „Já, ég hef siglt honum síð- H an í júnílok." „Hvernig líkar yður snekkj 3 an?“ 3 „Það er dásamlegt að sigla 3 henni. Hún vekur með manni = unaðsiegar tilfinninigar. Hún 3 er mjög kraftmikU og létt í 3 stýri og ég held að sjóhæfni 3 (hennar sé einstök.“ „Og stjómið þér henni?“ „Já, ég stend við stýrið.“ „Hafið þér lengi lagt stund = á þessa íþrótt, Mr. Scott?“ S „Ég hef siglt bátum frá því 3 ég var ungur drengur og j§ raunar stundað kappsigling- 3 ar frá því í bernsku. Sigling- 3 ar eru sérstakt áhugamál 3 mitt, en þó hef ég ekki gert 3 mi'kið af því að sigla bátum 5 af þessari stærð, þ.e. í 12 3 metra flokknum“. „Finnst yður jafnvel 3 síkemmtilegra að sigla bátum §§ en smala saman gæsum á ís- 3 lenzkum öræfum?“ Mr. Scott hló í símann og 3 svaraði: „Þessu tvennu er ólíku 3 saman að jafna, hvort hefur 3 sinn tíma. Ég hafði svo sann- 3 arlega mjög mikla ánægju af j= dvöl minni á íslandi þau 3 skipti sem ég dvaldist þar, 3 mér finmst ísland spennandi 3 land, sérsta'klega fyrir nátt- úrufræðinga eða fuglafræð- inga, en ég held ekki að þar sé lögð jafn mikil stund á siglingar og gert er í Eng- landi“. „Þér komuð til íslands 1951 og 1953 og genguð að eiga konu yðar hér í Reykja- vík að einni öræfaferðinni lokinni. Ef við munum rétt voruð þið gefin saman í hjóna band af brezka sendiherran- um í Höfða. Hvenær komið þér aftur til fslands?" „Ég mundi mjög gjarnan vilja koma aftur til íslands sem fyrst“, svaraði Peter Scott. „Félag mitt „Wild Fowl Trust“, sem hefur að- setur við Severn-ána, en hún rennur út í Bristolflóa, hefur stundað margvíslegar rann- sóknir á þeim farfuglum á Íslandi, sem fara til Bretlands á veturna, og nokkrir vís- indamenn frá félaginu voru á íslandi í sumar. Rannsókn- um þessum verður senini'lega haldið áfram næsta vor, og Óg geri ráð fyrir, að þar verði ekki látið staðar numið. Við munum halda áfram rainn- sóknum á fuglum á fslandi, ein'kum öndum <yg gæsum“. „Komið þér kannski til ís- lands næsta ár?“ „Ég vona að ég geti komið því við. Þó Areit ég það ekki með vissu, en eins og ég sagði þykir mér mjög vænt um ísland og finnst gott að vera þar“. Við snerum okkur nú aftur að siglingunum og spurðum Peter Scott þessarar spurn- ingar: „Hvað haldið þér um keppnina og sigurmöguleika ykkar? “ Hann svaraði: „Það er ómöigulegt að spá neinu. Margir segja að banda- ríska snekkjan muni reynast hraðsigldari en Sovereign, en þeir hafa raunar engar upplýsingar til að byggja á þessa spá sína. Auðvitað geta þeir haft á réttu að standa. En hvað sem hver sagir. valinn til að stýra Sovereign. M Ég hafði gert aílt sem í mínu 3 valdi stóð til að verða fyrir 3 valinu að stjórna Sovereign 3 og auðvitað var ég mjög glað 3 ur þegar það tókst. Svo kom 3 keppnin við Kurrewa og okk j ur tókst að sigra hana, og þá 3 var ég ekki síður ánægður 3 með þann sigur. En nú er aðal 3 hindrunin eftir að sigra Const- 3 ellation og það er sannarlega ^ erfiðasti spretturinn. En við || vonum að við getum unnið 3 keppnina nú.“ 3 ★ 3 VLð .sbgðum Peter Soott að = lokum, að vinir hans á ís- 1 landi mundu fyLgjast rækilega 1 með keppninni og óska hon- 3 um góðs gengis. Hann varð 3 Iglaður við og bað fyrir kveðju 3 til vina og kunningja á ís- 3 landi, ekki sízt síns góða vin- = ar Finns Guðmundssonar, 3 fuglafræðings. . 3 Þess má enn geta að 3 Peter Scott er forstöðu- 3 maður Wild Fowl Trust, en | þar starfar lið sérfræðinga = að rannsóknum. Peter Scott | hefur lengi verið áhugamað- | ur um fuglarannsóknir oig 3 má segja að hann hafi komið 1 upp þessum félagsskap, sem = hefur eignazt fallegan fugla- 3 garð með fuglum hvaðanæva | að úr heiminum, og er þar = t.d. gott safn af íslenzkum § öndum og gæsum. = Eins og fynr segir hefur f Peter Scott ekki verið við eina § fjöl felldur. Hann hefur t.d. i lagt stund á sviffLug, málara- 3 list, blaðamensku, ritstörf og = sjónvarpsfyrirlestra, svo eitt- = hvað sé nefnt. Fúmur Guð- = mundsson sagði í samtali við 3 Morguniblaðið í gær, að fugla = garður félags hans væri til | fyrirmyndar og hann. hefði | unnið miikið og þamft starf í 3 þágu fuglarannsókna á ís- 3 landi. Þó hefur hann ekki haft 3 alltof mikinn tíma til kyrr- | látra rannsófcna, eins og dr. = Finnur komst að orðL Loks má geta þess að Peter 1 Scott hefuir á ferðum sínum f til íslands tekið fjölda fcvik- I mynda og sýnt þær víða um I heim, auk þess siem hann I hefur flutt fyrirlestra urn | landið. 3 Þessa mynd tók dr. Finnur Guðmundsson af brúðhjónunum Philippu og Peter Scott, 7. ágúst 1951. — Myndin var tekin í Reykjavik. breytir það f engu gerðum okkar. Við reynum aðeins að sigla eins hratt og við getum — og vonum að það nægi“. „Er þetta hættuleg íþrótt “ „Nei, eiginlega ekki. En hún er spennandi og ævintýraleg og fyrir kemur að einhver úr áhöfninni falli fyrir horð eða eitthvað detti í höfuðið á þeim — en að það sé hættulegt að sigla, nei það held ég ekki.“ „En er ekki erfitt að beita bátnum rétt?“ „Jú, það krefst mikillar sér- þekkingar. Ég held að hægt sé að segja að það sé erfitt. Mitt hlutverk er t. d. að vera eins konar manniegur rafeinda- heili, ég verð að vinna úr upp- lýsingum sem mér berast ým- ist um augu mín eða mér eru sagðar af félögum minum um borð,_ ag verð að draga ályktanir sem vonandi verða til þess að við siglirm hraðar en keppinauturinn og sigrum“ „Megum við spyrja hvers vegna þér urðuð fyrir valinu til þess að stjórna Sovereign?“ „Ég stjórnaði bátnum í eitt sflcipti í fynra og hef gert það öðru hverju frá því í apríl í vor. f byrjun siglingatímans I aixríl voru þrír menn, sem komu til greina sem skip- stjórar á Sovereign. Við reynd um okkur í kappsiglingum og notuðum til þess annan bát, Pacemaker, og einnig keppt um við við Kurrewa. Ég vann stundum og þeir stundum, en ég var svo heppinn að vinna oftar en þeir. Þannig var ég IfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiLiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiil Gæzlulið S.Þ. verður á Kýpur næstu þrjá mánuði U Thant segir liðið ekki fá aðhafzt, þrátt fyrir aukinn vopnabúnað Grikkja, sem nú séu öflugri en lið S.Þ. — Krafizt aukins athafnafrelsis gæzluliðsins New York, 11 september — AP — NTB. U THANT, aðalfram- kvæmdast j óri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í dag, að gæzluiið samtakanna á Kýp- ur myndi verða þar um kyrrt næstu þrjá mánuði Núverandi dvalartími liðsins er á enda 26. september. Jafnframt tilkynnti fram kvæmdastj órinn, að gæzlu- liðið yrði að fá nánar kveð- ið á um starfssvið sitt, þann- ig að það gæti betur gegnt starfi sínu. U Thant vék að því í þessu sambandL að nauðsynlegt væri fyrir gæzluliðið að fá frjálsari hendur. Liðsmenn yrðu að fá meira ferðafrelsi á eyjunni, og meira frelsi til að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlega væru til að halda friðinn. M.a. lagði U Thant til, að liðið fengi heimild til að rífa niður vamargarða og víggirð ingar, og rétt til þess að mynda hlublaus svæði, þar sem til átaka horfði. Framkvæmdastjórinn skýrði frá þesou í skýrslu, sem hann flutti öryggisráði samtak- anna í dag. Haon Lagði ááætzlu á, að sam tökin skorti enn fé tíl gæzlu- starfsiris og kvaðs-t hann vona eftir frekari frjálsum framlög- um. Fengist þau ekki, kvaðst hann ekki hafa önnur ráð en stofna til aukinna skulda sam- takanna. U Thant sagði, að gæzluliðs- menn á Kýpur hefðu undanfar- ið verið vitni að auknum víg- búnaði á eyjunni, en sakir tak- markaðrar heimildar til gagn- ráðistafana, fátt geta aðhafzt til að draga úr hættunni, sem yf- ir vofir. Sagði framkvæmdastjór inn, að grískir menn á Kýpur hefðu nú fengið svo mikið af vopnum og skotfærum, að þeir væru mun öflugri en sjáLft gæzluliðið. Jafnframt kom fram í skýrsl- unni, að stjómir Tyrlclands, Grikklands, Kýpur og Stóra- Bretlands hafa farið þess á leit að gæzluliðið verði áfram á Kýpur. Þá skýrði U Thant frá því £ dag, að stjórn Tyrklands hefði ákveðið að rjúfa flutningafbann það, sem Grikkir á eyjunni hafa sett á. Skýrði framkvæmdastjór inn aryggisráðinu frá þtví, að í tilkynningu, sem sér hefði bor- izt frá tyrknesku stjórmnni, hefði hún í huga að grípa til ráðstafanna í þessu efni, ekki síðar eu eftir tvo U1 þrjá daga. í orðsendingu tyrknesku sitjórn arinnar segir, að hún muni ekki Lengur við það una, að Grikkir á Kýpur komi í veg fyrir flutn- inga á matvælum og öðrum nauðsynjum til tyrkneskra eyj- arskeggja. Þá segir í orðsendihgunrii: „Komi það fram, að ætlunin sé að korna alveg í veg fyrir slíka flutninga, þá hlýtur það að vera ljóst, að ætlunin er áð svelta tyrkneska Kýpurbúa £ hel. Þetta sýnir jafnframt, að Grikkir vilja koma sínum mál- um fram með ofbeldi. Því blýt- ur , tyrkneska stjórnin að grípa til þeirra ráðstafana, sem nauð- synlegar kunna að reynast til að bæta úr þesisu ástandi. Verzlunar og iðnaðarmála- ráðherra Kýpur, Androas Araou zoz, kom í dag til Moskvu, en þangað er hann kominn til að ræða við sovézlca ráðamenn um aðstoð til handa Kýpurstjóm. Með Araouzoz var Kostast AsS iotis, starfsmaður utanríkisráðu- neytis Kýpur. Hann skýrði frá því í dag, að aðstoð sú, sem hér um ræðir, sé bæði efnahagsilega og hernaðarlegs ðelis. Gert er ráð fyrir, að utanrík- isráðherra Kýpur, Spyros Kyprl anau, muni halda til Moskvu. Hann er nú í New York, þar sem hann er viðstaddur umræð- ur um Kýpurmálið hjá S.Þ. Heimsókn Kýpurráðherranna til Moskvu kemur í kjöhfar orð- sendingar sovézku stjórnarinnar frá 15. fyrra mánaðar, þar sera boðin var aðstoð til handa Kýp- ur. í kvöld mótmæltu Sameinuðu þjóðirnar atferli grískra Kýpur- búa, sem lögðu hindranir í veg fyrir finnska hermenn í gæzlu- liðinu í dag. Mótmæiunura var beint til Kýpurstjómar, Morgurtblaðið á Djúpavogi • MORGUNBLAÐIÐ hefur ráðið sem umboðsmann sinn austur á Djúpavogi, frú Dagmar Óskarsdóttur í Garði Með þessu fyrirkomulagi hyggst Morgunblaðið auð- velda kauptúnsbúum þá þjónustu er blaðið lætur í té í öllum kaupstöðum landsins og nær hverju einasta kauptúnl. • Frú Dagmar Óskarsdóttir tekur á móti föstum áskrlf- endum að blaðinu, en mánaðaráskrift að Morgun- blaðinu kostar 90 krónur. Einnig mun hún annast sölu blaðs- ins í lausasölu, en það kostar fimm krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.