Morgunblaðið - 12.09.1964, Síða 3
3
Laugardagur 12. sept. 1964
MORGU NBLAÐIÐ
Kjarnorkuvís-
indamaður flýr
— vcmn fyrir Sovétríkin og A-Þýzkaland,
en er af þýzku bergi brotinn; er nú í USA
i v% ^ "Nv fiyV. . 4
Hafsteinn Jóhannsson á þilfari Eldingar, klæddur frosk-
mannsbúnin&i sínum.
Washington, 11. sept. — AP
HEIMSKUNNUR, þýzkur
kjarnorkuvísindamaður, sem
ha-fi verið aðstoðaðir í sumar, s
en alls 104 frá áramótum. ||
Aðstoðarlaunin hafi verið s
áætluð í um 50% tilfella í 1É
sumar og um þau orðið sam- e
komulag, en hin yrðu metin e
af sjódómL i
í þessu sambandi gat Haf- =
steinn þess, að í vor hafi §
fallið dómur í Hæstarétti um, i
Elding hefur aðstoðað
alls 74 báta í sumar
Aðstoð veitt gegn því að sjódómur
Z úrskurði björgunarlaunin — óður var
aðstoð veitt gegn. gjaldskrd
1 HJÁLPARBÁTUBINN Eld-
E ing hefur verið í sumar á
= síldarmiðunum og alls aðstoð-
S að 74 báta. í þau fjögur ár,
i sem Elding hefur verið til
H aðstoðar bátaflotanum, hefur
S verið greitt fyrir aðstoð og
S björgun samkvæmt ákveðinni
= gjaldskrá, en í sumar hefur
H aðstoð eða björgun í flestum
E tilfellum verið veitt gegn
= því skilyrði að sjódómur f jalli
H um launin.
Morgunblaðið hefur átt tal
við Hafstein Jóhannsson, eig-
anda Eldingar, og spurzt fyrir
um ástæðurnar fyrjr þessari
breytingu.
Hafsteinn sagði, að í fyrra-
haust hafi verið leitað til
Sambands íslenzkra trygg-
ingarfélaga um aðstoð við
kaup á stærri bát til þessa
aðstoðar- og hjálparstarfs, en
stærri bátur væri nauðsyn-
legur, þar sem bátaflotinn
sækti nú orðið lengra út og
í verri veðrum en áður. Trygig
ingarfélögin hefðu synjað
þessari málaleitan.
Þess vegna hefði ekki verið
um anhað að ræða en að
vinna fyrir verði nýja bátsins
og þess vegna hefði öllum
tryggingarfélögunum verið
skrifað samhljóða bréf oig
þeim tilkynnt, að í sumar
yrði síldveiðiflotanum ekki
veitt aðstoð samkvæmt gjald-
slkrá heldur yrði sjódómur
að meta aðstoðina eða björg-
unina í hvert skipti. f fyrstu
hefði verið ætlunin að hætta
rekstri Eldingar, en þar sem
annar bátur hafi ekki verið
kominn í staðinn hafi þeim á
Eldingu fundizt þeir vera
skuld'bundnir til að vera fyrir
austan í sumar.
Hafsteinn sagði, að 74 bátar
að tryggingarfélag Siglu-
fjarðarbátsins „Hringsjá"
skyldu greiða Landhelgis-
gæzlunni um 170 þúsund
krónur í björgunarlauíi vegna
aðstoðar er Maxía Júlía veitti
til að skera burtu veiðar-
færi úr skrúfu bátsins. Þetta
var prófmál, sagði Hafsteinn,
og má geta þess að nokkrum
dögum síðar veitti Elding
þessum sama báti sömu að-
stoð og María Júlía hafði
veitt honum, en aðstoðarlaun
Eldingar hefðu aðeins verið
7.500 krónur.
Að lokum sagði Hafsteinn,
að Landssamband ísl. út-
vegsmanna hefði sent ríkis-
stjórninni beiðni um að
ríkisábyrgð yrði veitt til
bygginigar 90 tonna báts í
stað Eldingar, sem væri 18
tonn að stærð.
Mortgunblaðið reyndi að ná
í gær í formann Sambands
isl. tryggingarfélaga til að
spyrjast fyrir um afstöðu
samfoandsins til þessa máls,
en hann var staddur erlendis.
iuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuT
USSR sér Indlandi
fyrir hergögnum -
marghóttuð hernaðaraðstoð er nú fyrir-
huguð; Pekingstjórnin tekur fregninni illa
Moskvu, Peking, 11. sept.
— AP — NTB —
SOVÉTRÍKIN féllust í dag á
«ð sjá Indverjum fyrir margs
konar hernaðartækjum. Hef-
ur verið undirritaður samning
ur um þessa aðstoð, milli ríkis
•tjórna beggja landanna.
Er kunnugt varð um, að
•amkomulag hefði tekizt,
eendi fréttastofan „Nýja-
Kína“. í Peking frá sér frétta-
tilkynningu, þar sem segir, að
Sovétríkin séu hér enn að
sýna óvildarhug sinn til Kína.
Krúsjeff, forsætisráðherra,
og klíka hans geri allt, sem í
hennar valdi stendur, til að
grafa undan kínversku stjórn-
inni. Sé nú verið að hella olíu
í eldinn, er Sovétríkin ætli að
•gá Indlandi fyrir vopnum,
sem síðan eigi að nota gegn
Kína.
Fréttastofan segir I lok tilkynn-
ingarinnar, að hér sé fengin sönn-
un fyrir þeirri lygi, að kínverskir
hermenn hafi farið inn fyrir
landamæri furstadæmisins Sik-
kim í Himalaya.
Af indverskri hálfu er sagt, að
samningurinn við Sovétríkin
muni ekki hljóta fullgildingu,
fyrr en hann hafi verið tekinn til
umræðu í indverska þinginu.
Varnarmálaráðherra Indlands,
Chavan, sem sat samningafund-
inn í Moskvu, skýrði frá því í dag,
að hann hefði farið þess á leit, að
Sovtérríkin létu Indverjum í té
kafbáta, freigátur, oi-ustuskip,
MIG-orustuþotur og létta stríðs-
vagna. Þá sagði hann, að hann
vildi gjarnan, að flýtt yrði fram-
kvæmd þeirrar áætlunar, sem
gerði ráð fyrir, að Sovétríkin
kæmu á fót hergagnaverksmiðj
um í Indlandi, sérstaklega verk-
smiðjum, sem framleiða eiga
MIG-þotur.
Því er haldið fram af ind-
verskri hálfu, að Sovétríkjunum
skuli greitt fyrir aðstoð þessa.
Hins vegar er engin dul á það
dregin, að öll þessi hernaðartæki
verða færð Indlandi til skuldar,
um óákveðinn tíma.
Ekki er vitað, hve mikilli fjár-
hæð aðstoðin nemur.
unnið hefur fyrir Sovétríkin
og A-Þýzkaland, hefur fengið
hæli í Bandaríkjunum.
Talsmaður bandaríska utan
ríkisráðuneytisins skýrði frá
því í dag, 'að vísindamaður-
inn, sem hér um ræðir, sé
Heinz Barwich, 53 ára gamall
prófessor, sem var annar
æðsti yfirmaður kjarnorku-
rannsóknarstöðvarinnar í
Dubna, Sovétríkjunum, þar
til fyrr á þessu ári. Þá tók
hann við yfirstjórn stærstu
kjarnorkurannsóknarstöðvar í
A-Þýzkalandi.
Barwich er nú í Bandaríkjun-
um, að því er blaðafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, Robert J. Mc-
Closkey, sagði við fréttamenn, síð
degis í dag. Ekkert hefur verið
látið uppi um dvalarstað vísinda-
mannsins, eða hvaða störfum
hann mun gegna vestan hafs.
Barwich fór til Sovétríkjanna,
að lokinni annarri heimsstyrjöld-
inni, ásamt fleiri þekktum, þýzk-
um vísindamönnum. Aðrir þýzkir
vísindamenn héldu til Vestur-
heims, og standa þar fremst í
flokki kjarnorkuvísindamanna.
McCloskey neitaði að svara
ýmsum spurningum fréttamanna,
þ.á.m.:
• Hvernig Barwich komst til
V-Þýzkalands.
• Hvort hann vann að full-
komnun vetnissprengjunn-
ar, er hann starfaði fyrir
Sovétríkin og A-Þýzka
land, eða hvort hann vann
að rannsóknum á kjarn-
orku í þágu friðarins.
• Hvort hann á fjölskyldu, og
ef svo er, hvar hún er þá
niðurkomin.
Laxaseiði í árnar í
Dölum
AKRANESI, 11. sept. — í morg-
un fóru Guðni Eyjólfsson, vigtar-
maður, og Friðrik Daníelsson, bíl
stjóri, héðan til Reykjavíkur og
tóku fjölmarga brúsa og klak-
kassa með 25—30 þús. klakaseið-
um í. Héldu þeir með þá vestur
í Dali, þar sem seiðunum verður
sleppt í Haukadalsá og Flekku-
dalsá. — Oddur.
Héraðsmötum frestað
HÉRAÐSMÓTUM Sjálfstæðis-,
flokksins í Árnessýslu, Suður-
Múlasýslu og Austur-Skafta- |
fellssýslu, er ráðgerð höfðu
verið um þessa helgi, er frest-
að. (Frá Sjálfstæðisflokknum)
Barbieri heldur
tónleika hér
ÍTALSKI fiðluleikarinn Renato
de Barbieri heldur tónleika
fyrir styrktarfélaga Tónlistar-
félagsins n.k. mánudags og
þriðjudagskvöld kl. 7 í Austur-
bæjarbíói. Á efnisskránni eru
þessi verk: Sónata í d-mll op.
108 eftir Brahms, Svíta í a-moll
eftir Sinding, Introduction og
capricioso eftir Saint-Saens,
þrjár Caprisur eftir Paganini,
Nigun eftir Blooh, Allegro eftir
Brahms og Búrleska eftir Suk.
Guðrún Kristinsdóttir píanó-
leikari aðstoðar.
Renato de Barbieri er fæddur
í Genúa á Ítalíu, fæðingarborg
Paganinis og veitist stundum sá
foeiður að fá að leika á fiðlu
meistarans, sem nú er varðveitt
sem mikill kjörgripur í Paganini-
safninu þar í borg. Barbieri hef-
ur haldið fjölda tónleiika í ýms-
um löndum og blaðadómar um
tónleika hans sem hingað hafa
borizt eru allir á einn veg, fram-
úrskarandi góðir.
SIAKSTEIKAR
Halaklipptir hundar
Leiðtogar helztu kliknanna I
kommúnistaflokknum hér eru
nú komnir heim af „sáttafundi“
í Mosikvu, þar sem félagi Brezh-
nev reyndi að berja þá til ásta.
Ekki eru fregnir enn af því,
hvort væntanlegum arftaka
Krúséffs tókst að lesa í milli
þeirra „félaganna“ Einars, Lúð-
víks, Brynjólfs og hinna, en
þeir voru þó sendir heim með
yfirlýsingu upp á vasann um,
„að viðræðurnar fóru fram í vin
samlegum anda“ og skyldi hún
birt í „Þjóðviljanum“ samdæg-
urs og í Moskvublaðinu Pravda,
sem notaði að vísu einnig lýs-
ingarorðið „flokkslegum“ með
vinsamleg heitunum, en þvi
þótti kommúnistamálgagninu
hér rétt að sleppa af einhverjum
ástæðum úr hinni „samhljóða“
tilkynningu.
Tilkynningin í Pravda hefur
sjálfsagt létt þungu fargi af ráða
mönnum eystra. Þeir hafa nægj-
anleg vandamál á sinni könnu,
þó að þeir þurfi ekki í þokka-
bót að hafa áhyggjur af áflog-
um á sellufundum hér á íslandi.
Stillt til friðar
Fréttatilkynningin ber greini-
lega með sér, að fundarefnið var
„ýmis áhugamál flokkanna.“
Hefur félagi Brezhnev væntan-
lega sagt félaga Einari, hvemig
hann eigi að tugta félaga Hanni-
bal til, en félagi Lúðvík hefur í
staðinn kennt félaga Brezhnev
tökin á félaga Maó!
Þjóðviljinn hefur nú ekki í
mörg ár skýrt svo skelegglega
frá þeim böndum, sem i „flokks
legum anda“ tengja saman
bræðraflokkana. Hefur því annað
tveggja átt sér stað. Annaðhvort
hafa þeir nú ákveðið að kasta
grímunni pg koma til dyranna
eins og þeir eru klæddir eða þeir
hafa ekki þorað annað en fara
eftir þeim fyrirmælum í Kreml,
að tilkynningin, sem þeir voru
sendir með í rassvasanum, skyldi
birtast í blaði þeirra og engar ref j
ar. Hið alsjáandi auga rússneska
sendiráðsins og blaðafulltrúans
sem sendur var með þeim, mundi
fljótlega seigja til þeirra, ef þeir
reyndu einhverja klæki. Ef upp
úr sýður á sellufundum, eftir að
lelðsögn Brezhnevs sleppir, þá
getur blaðafulltrúinn alltaf tek-
ið í taumana og hastað á óláta-
belgi! Mun sjálfsagt ekki af
veita, þegar ritstjóri „Þjóðvilj-
ans" snýr aftur frá Kína og
reynir að svara þeirri spurningu,
sem tikarleg og vandlega falin
fyrirsögn leggur fyrir lesendur
kommúnistablaðsins í gær: Ógna
Kínverjar Mongólíu?
Opnið eina dós!
Kommúnistar reyna að gefa það
í skyn, að för þeirra á fund hús-
bændanna hafi verið verzlunar-
ferð og hafi þeir selt Brezhnev
einhver ósköp af síld! Pravda
segir þó, að aðeins hafi verið
„drepið á málið“, en kommún-
istamálgagnið hér talar um
miklar „viðræður" og telur allt
klappað og klárt!
Svo mikið þykir við liggja, að
höfð eru viðtöl við félaga
Einar Olgeirsson dag eftir dag,
þar sem hann lýsir sölumennsku
sinni. Hann er hinsvegar fámáll
um „áhugamál beggja flokk-
anna“.
Kommúnistar eru að reyna
að breiða yfir hneisu sína eg
smánarför með því að halda því
fram, að þeir hafi verið að undir-
búa niðursuðuiðnað á Íslandi!
Sannleikurinn er hinsvegar sá,
að við Kremlarmúra voru ■»-
lenzku kommúnistaleiðtogarnir
lagðir niður í dós og lvkilinn
geyma yfirmenn þeirra þar
eystra.
Opnið eina dós og gæðin koma
i ljós!