Morgunblaðið - 12.09.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. sept. 1964
MORGUN BLAÐtÐ
17
— Bókmenntir
Frahald af bls. 13
kunnugir. íslenzka þjóðin var að
vísu fámenn. En fólksfjöldahlut-
fallið milli hennar og þjóða ná-
grannalandanna var þó hvergi
svo gagngert sem síðar varð. Rösk
unin á því hlutfalli hefur átt sinn
þátt í að skapa vantrú á þessu
landi.
Þjóðir, sem búa þröngt á sama
meginlandi, hljóta að eiga margt
sameiginlegt. Eðlilegt er, að þær
hafi gagnkvæman áhuga á mál-
efnum hver annarrar og beri sig
saman hver við aðra. Sum áhuga-
mál þessara meginlandsþjóða
varða okkur. Önnur koma okkur
ekkert við. Af forvitni og tízku
höfum við þó hyllzt til að fylgj-
ast svo náið með málefnum ann-
arra þjóða, að við höfum rétt að
segja steingleymt okkur sjálfum.
Örlög stórþjóðanna skipa svo
viðamikið rúm í hugum okkar,
að við höfum ekki lengur áhuga
á okkar eigin landi og högum
þess. Smávægilegt dægurmál inn-
an einhvers stórveldis, mál, sem
virðist varða það eitt, vekur hér
meiri áhuga en íslenzkt stórmál,
sem varðar okkar eigin framtíð.
Svo mikið er þó víst, að við höf-
um sama og engin áhrif á gerðir
annarra þjóða, þar sem við erum
að kalla einráð um okkar eigin
málefni.
„Föðurlandsást vantar íslend-
Jnga gjörsamlega, og hefur alltaf
vantað," sagði Gröndal, „því þótt
einstakir fáir menn hafi verið
svo, þá hefur þetta aldrei gengið
í gegnum alla þjóðina.“
Gröndal lifði á tíma ættjarðar-
kvæða og vaknandi sjálfstæðis-
baráttu. Samt kvað hann svona
fast að orði. Hvað mættum við Iþá
segja? Hvernig lítum við á föð-
urlandsást, ef það orð skilst þá
nú orðið? Er ættjarðarástin nokk
uð annað en skringilegur forn-
gripur, sem litið er á sem leifar
frá horfinni tíð? Ef til vill eins
og skjaldhafnarflík, sem skartað
er við hátíðleg tækifæri, en látin
rykfalla þess á milli. Að minnsta
kosti held ég, að orð Gröndals
ættu við nú ekki síður en um
aldamót, og því fremur nú, að
föðurlandsástin var þá til dyggða
talin, að minnsta kosti í orði
kveðnu, en mundi nú teljast til
uppgerðar eða skemmtilegrar
sérvizku, ef hennar yrði vart.
Þjóðhollusta þykir hlægileg.
Nítjándu aldar manni sveið, ef
honum var frýjað föðurlandsást-
ar. Nútímamaður hlær, ef honum
er brugðið um slíkar ávirðingar.
Hvað veldur? Er það sjálfstæð-
Ið, sem hefur gert ættjarðarást
óþarfa og þjóðhollustu hlægi-
lega? Eða höfum við verið of
heppin?
Yafalaust yrðu umbótamenn
fyrri alda hrifnir, ef þeir mættu
nú líta upp úr gröfum sínum og
skoða þær verklegu framfarlr,
sem orðið hafa. Þeir mundu á-
lykta sem svo, að íslendingar
hugsuðu nú um ekkert annað en
hag ættjarðarinnar. En yrðu þeir
ekki furðu lostnir, ef þeir kæm-
ust að hinu sanna?
III
Okkur fslendingum er gjarnt
«ð líta til fortíðarinnar; ef til vill
um of. Hins vegar látum við okk-
ur litlu skipta, hvað framundan
kann að vera.
Auðvitað er okkur hulið, hvað
framtíðin ber í skauti sér, þó hún
mótist af athöfnum okkar og
gerðum. Þeir, sem láta reka á
reiðanum, varpa áhyggjum sín-
um gjarnan yfir á forlögin. Við
berumst stjórnlaust með straumi,
Þannig er athafnaleysi afsakað.
segja þeir; fari sem fara vill.
Meðal þeirra þjóða, þar sem
tækniþróun er lengst á veg kom-
in, gengur þjóðlífið vélrænt, að
$egja má. Sérhver einstaklingur
fellur eins og örlítið hjól inn í
gríðarstóra vél. Hlutur hans verð
ur ekki meiri en svo, að nafn
hans hverfur í fjöldann. Af þeim
■ökum mætti auðkenna hann
með númeri í nafns stað. Upp-
eldi, menntun og starf — allt
gengur þetta eftir áætlun eins og
bifreið á færibandi i bílaverk-
smiðju. Þegar undirbúnings-
menntun er lokið, er greið leið
framundan til einhvers náðugs
starfs. Sérhæfður einstaklingur
þarf ekki að kvíða því, að hann
hljóti ekki verkefni við sitt hæfi.
Hann lifir í sjálfvirku umhvex-fi.
Daglegt líf verður því áhættu-
laust og þægilegt.
íslenzka þjóðin ver ærnu fé til
styrktar ungum námsmönnum er-
lendis. Því fé ér vissulega vel
varið. Landfræðileg einangrun
okkar veldur því, að okkur er
nauðsynlegra en flestum öðrum
þjóðum að fylgjast með því, sem
gerist í heiminum á sviði bók-
mennta, lista og vísinda.
Allmargir íslenzkir mennta-
menn hafa ílenzt í öðrum lönd-
um, einkum raunvísindamenn,
sem numið hafa við erlenda há-
skóla. Þegar þessir menn koma
sem gestir heim á Frón, segja þeir
hróðugir frá launum sínum og
þægindum. Sumir þeirra tala,
eins og þeir hafi náð því tak-
marki, sem þeir kepptu að, eins
og bernskudraumar þeirra hafi
orðið að veruleika. Kynlegt er,
að menn skuli þannig játa blá-
kalt, að há laun og fullkomnustu
lífsþægindi séu það eina, sem
þeir sækist eftir.
Stórþjóðirnar hafa veitt okkur
dálitla tækniaðstoð. Sú aðstoð er
þó hverfandi lítil hjá þeim verð-
mætum, sem við leggjum þeim
sömu þjóðum til með því að ala
upp og kosta handa þeim mennt-
un fjölda manna. Stórþjóðirnar
veita aðstoð sína í eigin nafni og
auka með því hróður sinn um
víða veröld. Okkar framlag er
hins ' vegar þess eðlis, að það
verður hvorki þakkað né metið.
Auðvitað,’ er hverjum manni
frjálst að hverfa af landinu og
flytjast þangað, sem hann sjálfur
kýs að lifa. Til slíks flutnings
geta meira að segja legið ærnar
ástæður. En þeim, sem á þess
kost að lifa hér góðu lífi og njóta
lífskjara, sem vissulega jafnast á
við lífskjör margra landa ann-
arra, þeim, sem hverfur af landi
brott og leitar þangað sem hann
getur borið úr býtum fáeinum
krónum fleira og tilgreinir ekki
aðra ástæðu til brottfarar sinnar
en hagnaðarvonina, þeim manni
verður að minnsta kosti ekki hrós
að fyrir ættjarðarást og þjóðholl-
ustu, hvað sem öðru líður.
Yfirstandandi tímabil má heita
ný landnámsöld á íslandi. Það
ex’u aldahvörf. Stundum hefur
verið svo að orði kveðið, að ís-
lendingar væru eins og ein fjöl-
skylda. Það má til sanns vegar
færa. Fámenni og dreifbýli ollu
því, að öll samskipti manna urðu
perósunleg. En sá háttur mun
ekki vara til eilífðar. Ef íslands-
byggð á framtíð fyrir sér, mun
okkar öld verða síðasta öld hins
persónulega fámennis.
Nú erum við að byggja landið
að nýju. Við erum á hraðri leið
frá steinöld til kjarnorkualdar.
Steinöldin er að vísu komin í
hvarf. En nýja öldin er tæpast
enn gengin í garð. Hér þarf svo
ótal margt að brúa og byggja.
Landið er tiltölulega stórt. Við
ráðum varla við það, enn sem
komið er. Við erum ekki fleiri en
svo, að við völdum naumlega að
koma okkur upp samgöngukerfi
eftir kröfum timans. Við getum
ekki reist margar borgir. Við höf-
um ekki efni á að dreifa kröftum
í kæruleysi, hvað þá að sóa þeim.
Alls staðar verður að gæta hag-
sýni og samræmis. Æskilegt er,
að keppt sé að ákveðnum mark-
miðum. Reynsla undanfarinna
áratuga sýnir, að óhætt er að
setja markið hátt.
Ef íslenzka þjóðin heldur áfram
að leggja sögu sína á minnið, eins
og hún hefur gert hingað til, er
ekki vafi á, að þessarar aldar
verður minnzt, að landnám okk-
ar verður munað. Enn erum við
ekki svo mörg, að einstakling-
arnir hverfi í fjöldann. Þeir
menn, sem leggja fram krafta
sína í þágu uppbyggingarinnar,
munu ekki gleymast. Brautryðj-
andastarfið kann að vera erfitt.
Og það er ekki ávallt launað sem
skyldi. En það er ekki dautt starf.
3 — HVAÐ eru þessir menn að
S vilja okkur, sagði gæsa-
= mamma og baðaði út vængj-
= unum, þegar hún sá tvo ó-
jfj kunna menn brokka yfir í-
§§ þróttavöllinn hjá Háskólanum
5 í áttina til sín. Gæsapabbi tók
S í sama streng. Hann teigði
§§ fram hálsinn og gaf frá sér
S furðulegt hljóð, einna líkast
S hneggi. Gæsahjörðin tók við-
S bragð og þokaðist úr stað,
p göngulagið silalegt og minnti
S á orðin, sem skáldið viðhafði
S eitt sinn um kýrnar:
S „í hverju spori er eins og þær
stigi á stein
Það er starf í þágu lífs og þróun-
ar, starf í þágu ættjarðar og þjóð-
ar. Og landnámsmaðurinn verður
langlífur með þjóðinni.
Þjóðlíf íslendinga hefur oft ver
ið eins og tvísýnn og spennandi
leikur. Staðan í þeim leik var
háskaleg á dögum Eggerts Ólafs-
j sonar og Skúla Magnússonar og
vonlítil, að virzt gat, á dögum
Fjölnismanna og Jóns Sigurðs-
sonar. Engu að síður ortu þeir,
töluðu, skrifuðu og unnu eins og
þjóðin ætti eilíft líf fyrir hönd-
um. Það hvarflaði ekki að þeim
að gefast upp, Ef við setjum okk-
ur fyrir sjónir aðstæður þessara
manna, hljótum við að viður-
kenna, að staðan í leiknum er nú
margfalt hagstæðari en á tíð
þeirra.
Fjölnismenn settu á oddinn
þrjú meginatriði, sem voru nyt-
semi, fegurð og sannleikur. Þau
áttu að vera leiðarljós til bjart-
ara lífs.
Hvernig er þeim merkjum
haldið á lofti nú?
Um fegurðina vil ég ekki
dæma. Á hinu leikur enginn vafi.
Nytsemissjónarmiðið skilst nú
ekki á annan veg en sem persónu
leg eigingirni. Allt er bundið við
lifsþægindi einstaklingsins. Allt
er miðað við, að kjör hans séu
sem ríflegust, ekkert má verða
afgangs til sameiginlegra þæg-
inda. Tvö dæmi eru nærtæk:
Fjöldi íslendinga hefur nú um-
ráð yfir sjónvarpstækjum. En
innlenda sjónvarpsstöð vantar,
enn sem komið er. í öðru lagi
hefur nálega hver fjölskylda eig-
in bifreið til afnota. En sæmileg-
an vegarspotta, sem hæfi venju-
legum fólksbifreiðum, er varla
nokkurs staðar að finna.
Um sannleikann, síðasttalda
atriðið, væri líklega bezt að tala
sem minnst. Það hugtak er nú
sjaldan viðhaft nema í gamni.
Menn þybbast, hver gegn öðrum,
í menningarmálum og þjóðmál-
um, flækja málin hver fyrir öðr-
um með óendanlegum og spaugi-,
legum vífilengjum.
Að vísu eru meðal þjóðarinnar
áhugamenn á ýmsum sviðum,
menn, sem vinna þjóðnytjastörf
hver í sinni grein. En sjónhringur
þeirra takmarkast að jafnaði við
eigið þrönga svið.
og stynji af byrði þyngstu
leyndardóma".
Gæsum er alltaf í nöp við
mannfólkið. Þær eru á eilíf-
um flótta, hafi þær fast land
undir fótum. Gerist menn ein-
um of nærgöngulir að þeirra
dómi, eru þær fljótar að taka
til sinna ráða. Þá kemur sér
vel að vera frár á fæti. Láti
þær til skarar skríða, er árásin
skipulögð af hernaðarlegri ná-
kvæmni. Bezt er því að forð-
ast gæsir í vígahug.
Sumir segja, að gæsir séu
leiðinlegar og frekar. Víst er
um það, að þær eru ærið fyrir-
ferðarmiklar, ekki sízt í návist
andanna. Þá er eins og þær
„Eigi skal skuturinn eftir
liggja, ef allvel er róið í fyrirrúm
inu“, sagði Grettir, þegar hann
reri bátnum með Þorgeiri. Þannig
er þjóðarskútunni róið. Hver og
einn þjösnast í sínu rúmi og
hugsar um það eitt, að láta ekki
á sig ganga; reyna heldur að hafa
í frammi glettur nokkrar við ná-
ungann. Menn eyða tíma og
kröftum í að þrástagast á ýmis
konar speki, sem engum kemur
við og engum kemur að gagni.
Okkur furðar, að sautjándu
aldar menn skyldu vera svo ein-
faldir að trúa á galdra. Þó vaða
nú uppi alls konar firrur, sem
eru engu skynsamlegri en galdra-
trú. Við getum varla gert okkur
í hugarlund, hve margt hefði ver-
ið unnið hér til þjóðnytja á
sautjándu öld, ef öll sú hugar-
orka og taugaspenna, sem galdra-
trúarmenn sóuðu til að þjóna hjá-
trú sinni, hefði notazt til hags-
bóta fyrir land og lýð.
En það lærist ekki ailt af
reynslunni. Enn er á loft haldið
hindurvitnum, þó í annarri mynd
sé. Okkar öld er að vísu þeim
mun hugnanlegri en sautjánda
öldin, að menn eru ekki brenndir
fyrir galdra. En í þráhyggju og
stagli um einskis verða hluti gef-
um við sautjándu aldar mönnum
hvergi eftir.
Á tímum sjálfstæðisbarátt-
unnar var þjóðlífið sjálft, þróun
þess og viðgangur, ofarlega á
baugi í islenzkum bókmenntum.
,,Hátt ber að stefna“, kvað
Hannes Hafstein í aldamóta-
kvæði sín.
Og þá var Einar Benedikts-
son ekki myrkur í máii. Hann
taldi ekki aðeins sjálfsagt, að
þióðin endurheimti sjálfstæði
sitt. Honum var engu minna
ráði ekki við montið í sjálfum j§
sér. Öndunum er heldur ekk- =
ert um það gefið að vera í ná- f§
vist þeirra. Þær víkja úr vegi §§
og verða flóttalegar á samri §§
stundu, þegar gæsahjörðin =
kemur skríðandi eftir vatns- =
fletinum. Komi það fyrir, að =
andatetur verði utan við sig og §§
villist inn á braut gæsanna, á =
hún vængjum fjör að launa. =
Aðrir segja, að gæsirnar séu =
tignarlegir fuglar. Óneitanlega [f
er meiri reisn yfir þeim en =
öndunum. Þá minna endurnar =
á skólastráka með hendur í =
buxnavösunum og höfuð niður =
á bringu, en gæsirnar á hnar- =
reistan leikfimikennara.
hjartans mál, að hún kastaði af
sér kotungsleppunum og risí
upp sem jafningi annrra þjóða.
Einar er sígilt dæmi um mann,
sem er skapaður til mikilla af-
reka, en lendir óvart í litlu um-
hverfi. Engu siður beindist
áhugi hans og viðleitni að þessu
iitla umhverfi. Hann vildi koma
miklu til leiðar og varði til þess
starfskröftum sínum. En hann
kunni ekki að hugsa smátt, og
þjóðin skildi ekki stórhug hans.
„Láttu oss tómlæti í tilfinning
snúa“, kvað hann.
Síðustu áratugi hafa verið
umbrot á vettvangi íslenzkra
bókmennta. En þær hafa verið
tómlátar varðandi gengi sjálfs
þióðlífsins. Ómældum kröftum
hefur verið sóað í karp um hé-
gómlega hluti, svo hégómlega,
að þeir voru gleymdir og grafn-
ir, um leið og kai-pið féll niður.
Fyrirhyggja hefur ekki verið
nxóðins. Þar af leiðandi láta
menn, eins og þá varði ekkert
um framtíðina, og þá er
ekki heldur talið ómaksins vert
að skoða þjóðlífið sem heild.
Með hliðsjón af viðhorfum
sumra manna erum við hvorki
þ.ióð né þegnar tiltekins lands,
heldur eins og óstaðsettur punkt
ur á hverfanda hveli.
Hver vei-ður framvegis afstaða
íslenzkra mennta gagnvart fram
gangi þjóðlífsins? Verða mark-
mið Fjölnismanna, nytsemi, feg-
urð og sannleikur, höfð að
leiðarmerkjum? Eða verður það
eitt talið samboðið andans mönn
um að líta á allt þetta með fjar-
rænu tómlæti? Auðnast okkur
að gera ísland að sínum. eigin
miðpunkti í stað þess, að það
virðist nú vex-a sjálfs sín út-
kjálki?
Eriendur Jónsson
Ungur maður
óskast til framtíðarstarfa í varahlutaverzlun. —
Tilboð mei-kt: „Traustur — 4483“ sendist afgr.
Mbl. fyrir þriðjudagskvöld.
inmmimiimmmiuHtumiimmmiMiiHtiiHiimmMmmiumiHiuimiiHtmiHimmiiiMiuimHimmummmmimmmitiHtHmmtiHmfmiiimMtm'tmimmimMHiuiiiii