Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 3

Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 3
MORGU N BLAÐIÐ 3 Fímmfuclagur I. okt. 1964 ! SIG'URÐUR Benediktsson heldur íyrsta listamunaupp- boð vetrarins í Súlnasal Hótel Sögu í dag kl. 5. Myndirnar voru til sýnis í gærdag og kom blaðamaður Morgun- blaðsins 1 heimsókn í gær. „Heldurðu, að verð á lista- verkum hafi hækkað síðan í vor?“ spurði blaðamaður. „Mér fyndist ekki óeðlilegt að það hefði hækkað eins og kjötið og kartöflurnar. Bænd ur hafa fengið mun betra verð fyrir framleiðslu sína en í fyi’ra. Margir listamenn eru mjög búskaparsinnaðir, svo að ég sé enga ástæðu til að þeir verði hafðir útundan.“ „Er mikið framboð á lista- verkum í haust?“ „Ég veit það ekki ennþá. Þessar myndir hafa verið að safnast að mér smám saman í sumar og ekki er mark að framboðinu fyrr en eftir þetta uppboð. Ég er mjög ánægður að sjá verk eftir nokkra lista menn, sem eru sjaidan á upp- boðum hjá mér, t.d. Snorra Arinbjarnar, Jóhann Briem og Mugg. í>á eru ungir menn farnir að líta til þessara upp- boða. Valtýr Pétursson á fjór ar myndir -á skránni núna. Mér finnst hann hafa slegið í gegn með sýningunni i Hús- gagnaverzlun Reykjavíkur í vor. Þá eru einnig tvær kol- teikningar eftir Snorra Svein Priðriksson, sem hélt fyrstu sýningu sína í Bogasalnum í fyrravor. Hann hefur teiknað útlit Vikunnar, síðan hann kom heim frá námi í Svíþjóð og farizt það frábærlega úr hendi. Ein mynd er og eftir Freymóð Jóhannsson. Mynd eftir hann var á 2. uppboðinu mínu, 1953, en síðan hef ég ekkert selt af hans myndum.“ ST .Þ*U.ð ?.ð "Qr~a miö^ Þurrlitamynd á pappa, „Venu s“, eftir Gunnlaug Blöndal. mikið af því að selja myndir og kaupa nýjar á sama upp- boðinu. Þetta þykir mér góð þróun, því að skipta má um listaverk í húsakynnum sín- um engu síður en húsgögn." Af verkum þeim, sem boðin verða upp í dag, má telja eitt málverk eftir Finn Jónsson, 4 eftir Valtý Pétursson, 1 mál- verk og 5 vatnslitamyndir eft- ir Jóhann Briem, 3 málverk eftir Jón Þorleifsson, 6 vatns- litamyndir eftir Snorra Arin- bjarnar, 2 myndir eftir Gunn- laug Blöndal. 3 eftir Ásgrím Jónsson, þar á meðal sérstæð Strútsmynd, olíumálverk eftir Mugg og loks 4 smámyndir eftir Kjarval. „Ekki má gleyma að minn- ast á borðsilfur fyrir 12 manns, sem ég mun bjóða upp,“ sagði Sigurður. „Það er kóngamunstrið fræga frá Georg Jensen, alls 180 hlutir. Mér er sagt að það kosti á annað hundrað þúsund krón- ur í búðum. Erfiðleikar í af- komulífinu ýta stundum und- ir það að góðir munir skipti um eigendur.“ l'/ZNAfStmút'r 1*^9 SV 50 hnirtsr »öiimm KuMtskil ^ Htbskif HiHmi Bátar við brygfju í Keykjaví k Olia á striga, 110x93 sm, eftir Fiau Jónssou, í GÆR var suðvestan átt um allt land. Á NA- og A-landi var léttskýjað en annars stað- ar skúraveður og víðast all- hvasst. Hitinn vestan lands var um 8 stig, en um 4 stig- um heitara austanlands. Með morgninum fór að hvessa á miðunum fyrir austan land og ekkert veiðiveður var í gær. VEÐURSPÁIN í gærkvöldi: Suðvesturland og Faxaflói og miðin: Hvass suðvestan, held ur hægari síðdegis, skúrir. Breiðafjörður, Vestfirðir og miðin: Allhvass SV með hvössum skúrum heldur hæg- ari síðdegis. Norðurland og miðin: Allhvass SV, skúrir vestan til, þurrt að kalla austan til. Norðausturland, Austfirðir og miðin: Allhvass SV, víðast léttskýjað, Suð- austurland, miðin og Austur- djúp: allhvass SV með hvöss- um skúrum. Veðurhorfur á föstudag: S og SV átt, rigning á Suður og Vesturlandi. STAKSIHNAR Um skólamál Flestir framhaldsskólar eru uú að hefja kennslu. Af því tilefni þykir hlíða að birta kafla úr er- indi hins þekkta skólamanns, Þórarins Björnssonar, skóla- meistara á Akureyri, sem hann flutti á kvöldvöku Skólastjóra- félags íslands. Erindið birtist i tímaritinu Heimili og skóli, sem gefið er út á Akureyri undir ritstjórn Hannesar J. Magnússon- ar, skólastjóra. í erindinu segir m.a.: „Hér er auðvitað ekki tími til að ræða breytingar á námsefni í einstökum atriðum, heldur vildi ég gera um það nokkrar al- mennar athugasemdir." Menntun og notagildi „í fyrsta lagi tel ég varhuga- vert, að minnsta kosti í mennta- skólum og hjá þeim nemendum, sem stefna til æðra náms, að of mikið sé hugsað um það eitt, sem hagnýtt er. Mig uggir, að þáð myndi verða á kostnað sannrar menntunar. Þekking og kunnátta nægja hér ekki, þó að spor sé í rétta átt. Þekkingin þarf að vera borin uppi af skilningi, helzt lauguð í skilningsgleði, til þess að breytast í menntun. í stærð- fræði getur það verið nóg til hag- nýtra nota að kunna þá formúlu, sem við á. En stærðfræðilega menntaður er sá einn, sem jafn- framt veit, hvernig formúlan er fengin, skilur rökin að baki henni. Forvitni og skilningsgleði en ekki peningar, hafa löngum verið aflvakar æðri mennta.“ Of bóklegir „Skal þá vikið að öðru. Ég ætla, að sameiginlegur galli á flestum, ef ekki öllum íslenzkum skólum, sé sá, að þeir séu of bóklegir. Hér bið ég menn þó að misskilja mig ekki. Eins og við vitum allir, hefir bókin um aldir verið aðal íslenzkrar þjóðar, og vonandi, að hún glati ekki því auðkenni, þvi að þá hefði hún glatað miklu af sjálfri sér og væri ekki söm eftir. En tímarn- ir eru breyttir og margt nýtt komið til. Mig uggir, að íslenzk- ir skólar yfirleitt dragi enn um of dám af latínuskólunum gömlu, og er þó fjarri mér að varpa rýrð á menningarhlutverk þeirra. En þeir voru einkum miðaðir við þá, sem voru vel eða að minnsta kosti sæmilega fallnir til bóklegs náms.“ Vandinn „Nú þegar allir sækja skóla, er óhjákvæmilegt, að þar séu fjölmargir, sem ekki eru gefnir fyrir bóklegt nám, en geta þó búið yfir ýmsum hæfileikum. Mesti vandinn i nútímaskóla er að finna kennsluform, sem hent- ar þessum nemendum. Ég veit vel, að þegar er byrjað að leysa þennan vanda, en langt i land, að hann sé fullleystur. Ber margt til. Fyrst er að sjálfsögðu óvfcs- an um, hvernig fara skuli að. Þá eru kennararnir flestir mót- aðir af hinum gamla skóla og aðferðum hans, svo að þeim er ótiltækt það, sem þegar er nýtt til. Sama er um kennslubækur, að þær hafa lítt verið lagaðar eftir nýjum þörfum. Loks er svo fjárskortur, því að ný kennslu- form heimta nýjan og oft dýran aðbúnað."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.