Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 6

Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 6
6 MORGUNBLAÐID Fímmludagur 1. okt. 1964 Leikfélagið sýnir barnaleikrit ■ T)arn> arbæ LEIKFÉLAG Reykjavikur hefur _;__ Frímerkjasýningin Frímex '64 hefst á laugardag svo lengi sem upplag hennar end ist. Dagur Frímerkisins 1964. Hinn 7. aktóber verður Dagur Frímerkisins 1964, og verður þá sérstakur dagstimpill í notkun. Vönduð sýningarskrá verður gefin út og, er hún 60 siður að stærð. Verður hún vönduð að efni, í henni m.a. greinar eftir Magnús Jochumsson, fyrrv. póst- meistara, Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra, Jón Aðalstein Jóns- son cand. mag., Bjarna Tómas- sori, forstjóra, Sigurð H. Þor- steinsson, fulltrúa o.fl. Meðal sýningahluta er safn ísl. kórónu stimpla og kemur það frá stórsafnara í Sviþjóð. íslenzk ir númerastimplar eru og sýndir á sýningunni. íslenzk skildinga- bréf, skildingar, auramerki, fjór blokkir, útgáfudagsstimplar, séf- stæð umslög og annað merkilegt í íslenzkri frímerkjaúbgáfu verð- ur sýnt þar. Mörg og góð erlend söfn munu koma þarna fram, svo sem safn frá Færeyjum, Grænlandi, Hol- landi, Sameinuðu þjóðunum o. fl. Tegundasöfn verða og nokk- ur. Frímerkjasalan mun taka á móti umslögum með álímdum gildandi frímerkjum til stimpl- unar og pöntunum á frímerkjum til álíminga og stimplunar. Við afhendingu á gúmmíbátnum. Á myndinni eru Henry Hálfdánarson sem tók við bátnum fyrir Slysavarnaféðagið, Lárus Þorst einsson, sem er að fara með hann í kennsluferð tun Vestfirði, og Jón Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri sem afhenti bátinn. Slysavarnafélaginu gefinn gúmmíbátur Heildverzlun Kristjáns O. Skag fjörðs hefur gefið Slysavama- félagi íslands 6 manna gúmmí- bát, sem ætlaður er til kennslu úti á landi, en svo vel vill til að í dag er lagt upp í kennslu- leiðangur til Vestfjarða, því reiknað var með að sjómenn væru helzt heima núna. En sem kunngut er, hugsa þó sumir til að halda aftur austur í síldina. Bátur þessi er af Bofort-gerð frá Englandi, um 25 þús. kr. virði, og samsvara öðrum gúmmí- bátum, sem félagið hefur notað til kennslu 'gð öðru leyti en því að hann er léttari, ætlaður fyrir 6 menn. Slysavarnafélagið hefur hingað til notað stóra báta við kennsluna, en flutningur á þeim reynzt erfiður í kennsluferðum. Jón Guðbjörnsson, sonur Guð- bjartar Ólafssonar fyrrv. for- seta Slysavarnafélagsins, afhenti bátinn, en hann er einn af eig- -endum og framkvæmdastjóri Heildverzlunar Kristjáns O. Skag fjörðis. Henry Hálfdánarson, skrifstofustjóri, veitti bátnuna móttöku. Akranesi, 30. sept. — Síldarbátarnir sem úti voru, lögðu af stað um hálf fimm heim í gærdag og komu hingað í nótt, skömmu eftir miðnætti. Þeir voru alla tið að leita síldar, þrátt fyrir bræluna. í dag er suðvestan stormur og seinni hluta dagsins hellirign- ing, leiðinda veður. — Oddur. NÆSTKOMANDI laugardag verð ur opnuð í Iðnskólanum í Reykja vík frímerkjasýning, sem Félag frímerkjasafnara stendur að. Nefnist hún Frimex 1964. Efni sýningarinnar er mjög fjölbreytt og er áætlað að heildarverðmæti sýningarinnar sé 2 millj. króna. Sýningin verður opnuð kl. 4 e.h. 3. október og mun hún standa til 10. október, opin kl. 5—10 eh. nema á sunnudag og laugardag kl. 2—10 e.h. í samibandi við sýninguna verð ur starfrækt pósthús, þar sem menn geta fengið sérstimpil sýn- ingarinnar og verður hann fáan iegur allan þann tíma er sýning- in er. Þá hefur sýningarnefnd- in látið gera sérstakt merki í sambandi við sýninguna og jafn- framt verður þar hægt að fá keypt sérstaklega gerð umslög til notkunar á sýninguna. Einnig hafa verið prentaðar sérstakar blokkir með merki sýningarinnar i. Upplag blokkarinnar er 5000 eintök og eru þau tölusett. Fylgir blokkin hverjum aðgöngumiða farið fram á að fá Tjamarbæ til starfsemi sinnar í vetur og hef- ur borgarráð heimilað borgar- stjóra að semja við félagið um afnot af húsinu. Leikfélagið hyggst nota Tjarnarbæ fyrir starfsemi sina, og einnig er sam- komulag um að Gríma fái þar inni fyrir sína starfsemi. Ætlunin er að leiklistarskóli Leikfélagsins verði starfræktur í Tjarnarbæ, en í honum eru nú um 30 nemendur í vetur. Mun leiklistarskólinn nota húsið kl. 5-7.30 daglega og einnig fá þar tíma fyrir leikæfingar. En skól- iim hefur verið á hrakhólum með húsnæði undanfama vetur. í>á er ætlunin að hafa sýning- ar á barnaleikritum í Tjarnarbæ, en í vetur mun Leikfélagið sýna nýtt barnaleikrit „Sagan af Alansar konungi“ eftir Ólöfu Amadóttur. Gerir viðbótarhús- rýmið í Tjarnarbæ Leikfélaginu einmitt fært að taka aftur upp sýningar á barnaleikritum, sem ekki hefur verið mögulegt vegna þrengsla í mörg ár. Loks mun Leikféfagið í vetur hafa íhlaup í Tjarnarbæ með æfingar sínar og e.t.v. nota hús- íð til annarrar starfsemL MÉR er sagt, að einhver leið- indapest gangi í bænum og þriðja hvert barn sé í rúminu. Smitberarnir eru margir, en í daglegu lífi gera menn sér e.t.v. ekki alltaf grein fyrir því hvað getur verið hættulegt — og hvað ekki. í þessu sambandi langar mig til að prenta upp klausu, sem ég sá í blaði Neytendasamtak- anna ekki alls fyrir löngu. Ein- hverjir hafa sjálfsagt lesið hana, en fleiri ættu að gera það: ★ „HVER MAÐUR SITT HANDKLÆBI“ „í hálft annað ár hafa merkir prófessorar frá lækna- háskólanum í Dússeldorf verið að læðast um almenningsþvotta herbergin í einkennilegum er- indum: Þeir voru að grand- skoða handklæðin í 136 mat- sölu- og veitingahúsum. Þeir unnu með leynd, til þess að eigendurnir yrðu ekki æfir vegna aðsteðjandi rógs um hús þeirra. Þegar enginn tók eftir, dró rannsóknarmaðurinn upp úr skjalamöppu sinni dálitla örk af einskonar þerripappír, sem áður hafði verið dauð- hreinsaður og aðeins bleyttur, og þrýsti þessari örk á hand- klæði. Síðan braut hann örkina saman og skaut henni aftur ofan í skjalamöppuna. Þegar til rannsóknarstofunnar kom, fór fram rækileg sýklarann- sókn á örkunum. Þótt lengi hafi verið vitað. að notkun slíkra almenningshandklæða væri óheilnæm, er notkun þeirra mjög útbreidd í Þýzka- landi, og dr. Walter Kikuth og dr. Ludwig vildu rannsaka ná- kvæmlega, hversu hættuleg þessi hringhandklæði væru. Þeir urðu skelfingu lostnir áður en lauk. Af 70 handklæðum af þessari gerð voru 7 svo gegnmettuð af gerlum, að ógerlegt reyndist að koma tölu á. f hinum 63 voru að meðaltali 16.527 gerlar á hvern fersentimetra. En jafnvel verra en fjöldi gerl- anna var þó eðli þeirra. Helm ingur handklæðanna var mor- andi af sýklum, sem valda f aftarigerðum og sárasýkingu. þriðjungi handklæðanna voru colon-bakteríur, sem dreifa blóðkreppusótt, taugaveiki og dílasótt. Þótt undarlegt sé, komust læknarnir að því, að mörg sjúkrahús og lækningastöðvar nota einnig venjuleg hand- klæði. Og sumar af þessum „spítalabakterium" voru meðal hinna banvænustu af öllum sýklum, þ.e. sá ættstofn, sem verður ónæmur gegn penicil- íni og öðrum þvílíkum efnum. Meðal verstu staðanna var fæð ingarstofnun, þar sem mæðurn- ar tóku sýklana og fluttu þá heim með börnum sínum. Dússeldorflæknarnir eru full vissir um, að minnka má smit- unarsjúkdóma með því að losa sig við almenningshand- klæðin. En þeir segja, að blást- urshandþurrkarar séu fjarri því að vera árangursríkir 1 staðinn, þar sem þeir dreifi gerlunum fljótar með því a8 blása þeim út í loftið. Dússel- dorflæknarnir kjósa annaðhvort langar rúllur, þar sem hver hluti handklæðisins er notað- ur aðeins einu sinni, eða ein- staklingsþurrkur úr pappír. Hvort sem væri, þá er brýning þeirra: „Hver maður sitt hand- klæði." (Lausleg þýðing á grein 1 „Time“ 15. nóv. 1963). ★ PAPPÍRSÞURRKUR Ég vona, að þetta veki ein- hvern til umhugsunar. Ástand- ið í þessum málum er víða al- varlegt, einkum á samkomu- stöðum. Það er ekki aðeins húa ráðendum til hneisu að láta gesti þurrka sér á mjög óhreinu handklæði, heldur getur það líka verið stórhættulegt, ein* og getið er um í klausunni. Á almennum samkomustöð- um ætti auðvitað að hafa hand- klæði á rúllu — þar sem hver þurrkar sér aðeins einu sinnl á sama bletti — eða pappírs- þurrkur, sem að mörgu leytl eru heppilegri, en e.t.v. örlítið dýrari. Og sjálfsagt kemur líka að því, að pappírsþurrkur verði notaðar í heimahúsum almennt. KMIPMEI-KMIPFÍIÖC Nú er rétti tíminn til að panta Rafhlööur fyrir veturinn. Bræiurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.