Morgunblaðið - 01.10.1964, Side 26

Morgunblaðið - 01.10.1964, Side 26
26 MORCU N BLAÐIÐ Fímmíudagur I. okt,. 1'964 PRINS Cholan Reza Pahlevi, yngri bróðir íranskeisara og um 1000 íþróttamenn koinu til Tokíó í gær. Á morgun kemur Haraldur Ólafsson Noregsprins í fyrstu flugvél Norðurlandabúa af þremur. Olympíusvipurinn færist yfir heimsborgina dag frá degi. Og amstrið er ekki lítið, kostnaðurinn og fyrirhöfnin. Nokkrar flugvélar komu til Tokíó í gær með hesta inn- anborðs, siglingabáta o. fl. sem til þarf. Það voru Þjóð- verjar sem fyrstir Khu með hesta sína flugleiðis. Það kostar 33 þús. dali eða um 1.4 millj. ísl. kr. að leigja vélina sem Þjóðverjar fluttu hesta sína í til Tokíó í gær ásamt nokkrum siglingabát- um. Snemma í gærmorgun kom bandarísk þota með 158 úr bandaríska liðinu þ.á.m. nokkra frægustu frjálsíþrótta garpana. Síðar kom gljáfægð rúss- nesk vél með 40 Rússa og 45 Kúbubúa. Og rétt þegar hún var lent renndi önnur rúss- nesk þota með 108 rússneska þátttakendur að flugstöðinni. Þá lenti BOAC vél með 79 Breta innanborðs, en mesta athygli vakti er KLM þota splunkuný kom með 127 Hol- lendinga og meðal fararstjóra var Fanny Blankers-Koen sem 1E49 vann sér það til frægðar að vinna 4 Olympíu- gull. Er sú vél var lent hófst skírnarathöfn vélarinnar. Kampavínsflösku var varpað að nefi hennar og henni gefið nafnið „Baron de Couber- tain“ en hann er stofnandi Olympíuleikanna í núverandi mynd. Þannig vilja Holled- ingar halda nafni hans „hátt á lofti“ og listfengir menn tóku til við að mála nefnið á vélina. Það var sólskin og bjart fram eftir degi í Tokíó en siðan þykknaði upp og kuln- aði. Siglingamenn fóru í æfingakeppni og vann Svíi með yfirburðum. Allir æfðu af kappi. Og í Olympíubænum var líf í tuskunum. Menn koma þarna fullir margskonar von- um eins og eftirfarandi saga sýnir bezt. Brezk stúlka Linda Know- les, sem keppa mun í há- stökki í Tokíó sá ljósmynd- ara með sænskan fána í barmi í Olympíuþorpinu 1 gær. Hún vék sér að honum og spurði, hvenær sænska OL-liðið kæmi. Hann svaraði því til að það yrði á fimmtu- dag. Stúlkan hvarf ánægð á braut en koma til baka hálf- tíma síðar og spurði ljósmynd arann hvort hann vissi hvort spjótkastarinn Lennart Hed- mark yrði í liðinu. „Nei“, sagði ljósmyndar- inn. „Þú ert að gera að gamni þinu“ sagði stúlkan og brast í grát. Ljósmyndarinn gekk til hennar og spurði hvað ylli gráti hennar. Stúlkan kjökraði gegnum tárin: „Ég er stúlkan hans“. Gréta synti 50 km en varð að gefast upp GRETA Andersen hin fræga sundkona Dana, sem nú er 37 ára gömul gerði tilraun til þess í fyrrinótt að synda fram og til baka yfir Ermarsund. Tilraun in mistókst vegna storms og sjó gangs er hún átti 12 km. eftir að síðari leiðinni. En Greta fékk dálitið fyrir snúð sinn. Hún setti kvennamet á leiðinni frá Englan.di til Frakk- lands, synti á 13 'klst. og 40 mín. Eldra metið átti bandaríska stúlkan Florence Gadwick 13.55 klst, sett 1955. Greta á fyrir kvennametið á leiðinni Frakk- land — England. Greta lagði rakleitt til sunds yfir til Folkstone aftur en nú tóku stormar að æsast og öldur að ylgja sig. Hún fór þó um 20 km. vegalengd en hafði þá borizt svo langt af stefnu til Folkstone og sóttist svo erfiðlega móti stráumum að leiðsögumaður hennar ákvað að hún skyldi hætta við tilraunina. Svíor * í óánægðir Tókíó FREGNIR hafa borizt um að sæns'kir íþróttamenn sem kamn- ir eru til Olympíuleikana hafi borið fram kvartanir vegna að- búnaðarins í Olympíuþorpinu. í hverju kvartanimar eru fólgnar var ekki vitað í gær. Greta Andersen er viðfræg kappsundskona og hefur unnið marga sigra. En einnig hafa von- ir hennar brostið t.d. þegar húo hafði miklar vinningslíkur í 400 m. sundi kvenna á OL 1948 en í keppninni leið yfir hana og varð að bjanga henni af botni Olympíulaugarinnar í miðri keppninni. Haukar ílafnar- f jarðarmeistar- ar í knattspyrnu HAUSTMÓT Hafnarfjarðar i knattspyrnu fór fram dagana 24., 25. og 26. sept. milli Hauka og FH. — Leikar fóru svo: 1. fl. Haukar — FH 3:3 2. — FH — Haukar 2:1 3. — FH — Haukar 4:1 4. — Haukar — FH 3:0 5. — Haukar — F.H 4:0 Hvort félag hlaut 5 stig, en Haukar hafa hagstæðari marka- tölu 12 gegn 9. Á vormótinu skildu félögin jöfn að stigum og mörkum. Haukar urðu því sig- urvegarar að þessu sinni og hljóta því Lýsi & Mjöl skjöldinn og sæmdarheifið: Bezta knatt- spyrniufélag Hafnarfjarðaír 1964. Bikila ætlar að hlaupa á skóm núna. Stefnir að því sem eng- um hefur áður tekizt Bikila hyggst vinna IUara- þonhlaupið STJÖRNURNAR flykkjast nú til Tokíó. Framundan eru átök sem skera úr um það hver er freznstur í heiminum í hverri grein íþrótta. Milljón ir manna fylgjast með og nafn og afrek sigurvegarana •— og reyndar jafnvel fleiri — gróp ast í hugi aðdáenda um allan heim. Meðal stjarnanna • sem komnar eru til Tokíó eru tveir Ethiópíumenn — annar heimsfrægur fyrir 4 árum, hinn óþekktur. Þeir koma til að keppa í Maraþonhlaupi, klassiskustu grein Olympíu- leikanna fyrst og fremst og það er ekki ólíklegt að þeir verði báðir á verðlaunapalli — þó reyndar sé varlegt að spá, enda munu Japanir gera sitt bezta til að standa sig í þessari sögufrægu grein — og hafa reyndar alltaf átt góða menn í henni m. a. sig- urvegara í Berlín 1936 sem frægt varð. Mennirnir frá Ethiópíu eru Abeke Bikila OL-meistari 1960 og Mamo Wolde sem einnig keppir í 10 km hlaupi. Þeir hafa undirbúilð kannski af meira erfiði og meiri sjálfsafneitun en flestir hinna. Þeir hafa stælt líkama sinn og krafta með hlaupum dag eftir dag í fjallshlíðum sem margur meðalmaðurinn mundi gefast upp á að ganga einu sinni. Og þetta hafa þeir gert í drepandi hitanum í há- lendi Ethiópíu. í 3650 m hæð yfir sjávarmáli hafa fætur þeirra taktfast og hratt þyrl- að upp rauðum sandinum. Og í sólmóðunni langt fjarri er Addis Abeba, höfuðborg þessa 3000 ára gamla lands drottningarinnar af Saba, þar sem jafnaldrar þeirra njóta iifsins. Bikila varð 32 ára 7. ág. s.l. Hann er virtur og metinn sem einn fremsti íþróttamaður heims fyrr og síðar, frá því að hann kom, 28 ára gamall og alls óþekktur og aðeins óbreyttur lífvörður Haile Selassies, til Rómar og vann Maraþonhlaupið með gífur- legum yfirburðum. Það jók ekki litið á frægð hans að hann vann afrekið berfættur og kom í mark án þess að á honum sæist að hann hafði hlaupið 42.6 km á 2 klst. 15 mín. 16,2 sek., eða með um 20 km hraða á klst. Bikila er nú ekki í síðri æfingu en 1960. Og takmark hans er að sigra í Maraþon- hlaupi öðru sinni í röð. Nái hann því marki er hann fyrsti maðurinn sem slíkt gerir síðan þetta sögufræga hlaup var endurvakið 1896. Bikila vandist _ því sem ungur drengur að hlaupa ber fættur nokkrar mílur á dag sem fjárhirðir fjölskyldunn- a. 13 ára gamall fór hann í skóla fyrst, en milli heimilis hans og skólans voru margar mílur. Hann hljóp fram og til baka daglega. Tvítugur fór hann til höfuðborgarinnar og gerðist lífvörður keisarans. Hann tók þar að leika knatt- spyrnu, blak o. fl. og það var ekki fyrr en 1956 að hann tók að æfa hlaup. Hann varð fljótt írægur heima fyrir, varð 2. á eftir landsfrægum Maraþonhlaupara í keppni hersins. En samt lá nafn hans kyrrt sem Maraþonhlaupara í 4 ár. 1960 mætti hann einn óþekkt ur í Róm og vann sinn fræga sigur. Hann varð heimsfræg- ur á svipstundu. Bikila er fyrst og fremst stoltur Ethiópíumaður, öðru lagi hermaður og í þriðja lagi hlaupari. Þessi einkenni- lega afstaða lýsir sér m. a. í áhugaleysi hans á öllu sem um hann er talað í blöðum sem hlaupara. En ekki getur vafi leiðið á því að hann er ákveðinn í að vinna Maraþongullið öðru sinni. Síðan í marz hefur hann haft það takmark í huga. Æfingar hans síðan hafa verið á þessa leið. Mánudaga, föstudaga og laugardaga — létt morgunhreyfing á vegi, venjulega um 5 km. Þriðjudaga og fimmtudaga: 4—5 sinnum 1500 m sprettur með 5 mín. hægri göngu á milli með 20 mín. uppmýk- ingu og afslöppun fyrir og eftir. Þessar æfingar fara fram á leikvangi þar sem Bikila og alli.r aðrir OL- hlauparar laridsins koma sam an. Miðvikudagar: 30—40 km. hlaup án hvíldar í fjalllendi og álíka vegalengd á vegi utan Addis Abeba. Framhald á bls. 27 Olympíustjöinur I.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.