Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 27
Fimmtudagur 1. okt. 1964
27
mOPGHfiBlABIB
„Ekki lengur unnt að tefja
framgang handritamálsins"
segir Poul Möller
Kaupmannahöfn, 30. september.
Einkaskeyti til Mbl. frá Rytgárd
POUL Möller, rikisendurskoð-
andi og leiðtogi íhaldsmanna i
Danmörku, sá er manna mest
barSist fyrir því árið 1961, að
lögin um afhendingu handrit-
anna næðu ekki fram að ganga,
sagði í dag í viðtali við „Kriste-
ligt Dagblad“, að ekki vaeri leng
ur unnt að tefja framgang máls-
ins í þinginu. „Ef meirihlutinn
greiðir lögunum atkvæði núna
líka, verðum við að sætta okkur
við það", sagði Möller.
í sama blaði lýsir Harald
Nielsen, ritari Venstre og formað
ur Norðurlandaráðs yfir því að
flokksmönnum Venstre verði nú
eins og áður í sjálfsvald sett,
Agnar Kofoed Hansen og Bergur Gislason eftir íyrsta Eyjaflugið.
25 ár síðan fyrst var lent í Eyjum
í DAG eru 25 ár liðin síðan flug
vél var fyrst lent í Vestmanna-
eyjum. Var það lítil flugvél af
KLEM-gerð. Flugmaður var Agn-
ar Kofoed-Hansen og hafði hann
með sér einn farþega.
í»etta var fjórða tilraunin, sem
gerð var til lendingar í Eyjum.
Fyrsta tilraunin var gerð árið
1919 og var síðan reynt aftur
1920 og mistókust báðar tilraun-
irnar. Ekki var reynt aftur að
lenda í Eyjum fyrr en árið 1930,
er Alexander Jóhannesson lét
gera tilraun til lendingar á sjó
við Eyjar og er því lýst á mjög
áhrifaríkan hátt í bók hans „í
lofti". f>essi tilraun mistókst
einnig. Var lengi eftir þetta álit-
ið að ekki væri unnt að lenda
í Eyjum vegna „loftgata“.
Þann 1. október 193>9 lenti svo
Agnar Kofoed-Hansen lítilli
þýzkri flugvél af KLBM-gerð í
Eyjum. Hafði hann áður flogið
nokkrum sinnum yfir Vestmanna
eyjar og athugað staðhætti. Hafði
hann komizt að því, að óvíða var
nægilega slétt til lendingar og
víða girðingar.
Staður sá, er flugvélinni var
ætlaður til lendingar var ekki
sléttur nema á 100 metra löngum
kafla. í>rátt fyrir þetta ákvað
Agnar að reyna lendingu, sem
tókst furðulega vel. Dvöldu þeir
Agnar og farþegi hans Bergur
Gíslason stórkaupmaður nokk-
urn tíma í Vestmannaeyjum í
boði bæjarstjórnar.
Þegar þeir ætluðu að leggja
af stað úr Eyjum komust þeir að
því, að það mundi verða erfiðara
að komast á loft en lenda. Að
lokum var það tekið til bragðs
að flytja flugvélina upp í hlíð og
Nál. 200 farast
í flóðum á Indlandi
Nýju Dehli og Hyderabad,
30. sept., — AP—NTB
í SUÐUR-INDVERSKU borginni
Mecherla, sem er nokkuð norðan
við Madras, brustu tveir geymar
áveituvatns undan fargi flóða úr
ánni Chandravanka og flæddi
vatnið inn í borgina, sem telur
um 25.000 íbúa. Leituðu menn
hælis í trjám, þeir er til náðu en
svo brátt bar þetta að, að flóðið
tók með sér sjúklinga í rúmum
sínum og strætisvagna á ferð. í
óstaðfestum fregnum hermir að
meira en 200 manns hafi látið
lífið og á annað þúsund naut-
gripa.
Þá er ðttast um afdrif T5 fiski-
báta með um 450 manns innan-
borðs, er voru á veiðum á Bengal
flóa, en þar skall á mikið óveður.
í Kakinada, norðan Madras synti
jnaður í land í gærkvöldi og sagði
bát sínum hafa hvolft. Vissi hann
Menntnskólinn
settur i dng
MENNTASKÓLINN 1 Reykjavík
verður settur á Sal í dag kl. 2.
í vetur starfar skólinn í 41
bekkjardeild og verða 22 þeirra
í skólanum árdegis, en 19 síðdeg-
is.
Nemendum skólans fjölgar
um 40 frá því, sem var í fyrra-
vetur. Verða þeir nú um 950
talsins, þar af 320—330 í 3. bekk,
seni starfar í 13 bekkjardeildum.
ekkert um félaga sína en hafði
sjálfur bjargast í land með reka-
við, sem hann hafði hangið á
í tvö dægur. Indverskar flugvél-
ar leita nú bátanna á hafi úti
en þeir héldu úr höfn í Kakin-
anda á laugardag og áttu að
koma aftur á mánudag.
láta hana renna niður eftir henni
til þess að ná nægilegum hraða.
Neðst í hlíðinni var stórgrýti en
síðan tóku við snarbrattir hamr-
ar niður í sjó. Renndi Agnar flug
vélinni niður hlíðina og hafði
hún þá rétt náð nægilegum hraða
til þess að hægt væri að lyfta
henni yfir stórgrýtið. Steypti
Agnar síðan flugvélinni fram af
hömrunum um 60 metra en hafði
þá náð eðlilegum flughraða.
Þetta var eins og áður er sagt
fyrsta tilraunin til lendingar í
Eyjum, sem heppnaðist. Næsta
skref í flugmálum eyjarskeggja
var bygging flugvallar, sem
hófst 1946. Áætlunarflug til Eyja
hófst svo árið 1947.
Vetrarilug
til Færeyju
DANSKA blaðið „Politiken“ hef
ur það eftir fréttaritara sínum
í Færeyjum að dansk-færeyska
flugfélagið „Faroe Airways“
hyggist halda áfram flugferðum
sínum í samvinnu við „Scanfly“
milli Kaupmannahafnar, Stavang
er og Sörváag á VSgö í vetur.
Félagið hafði áður gert ráð fyrir
að hætta þessum flugferðum um
mánaðamótin næstu eins og Flug
félag íslands, sem haldið hefur
uppi reglulegum flugferðum
milli Sörvág, Reykjavíkur, Kaup
mannahafnar og Glasgow siðan
í vor.
Tvær ísl. kvikmyradir á barna-
sýningum í INiýja báó
H itaveituœfinfýri og Surtseyjarmynd
TVÆR íslenzkar kvikmyndir
verða sýndar á barnasýningu í
Nýjabíó næstu daga. Þær eru Hita
veituævintýri og mynd frá gosinu
í Surtsey.
Umferðarslys á
Snorrabraut
UMFERÐARSLYS varð á gatna-
mótum Flókagötu og Snorra-
brautar um kl. hálf níu á mið-
vikudagskvöld. Leigubifreið var
að koma suður Snorrabrautina
og lenti á konu, Guðfinnu Árna-
dóttur, sem var á leið heim á
Flókagötu 1 og átti-^aðeins eftir
örstutt austur af götunni, er
slysið varð. Hún lærbrotnaði og
var flutt í sjúkrahús af Slysa-
varðstofunni eftir að meiðsli
hennar höíðu verið kunn.
Framleiðandi beggja þessara
mynda er Geysismyndir h.f.
Hitaveituævintýri, sem er gerð
að tilhlutan Reýkjavíkurborgar,
er ný barnamynd og er nú orð-
ið langt um liðið síðan komið
hefur fram íslenzk barnamynd.
Efni myndarinnar er saga
tveggja barna, sem ferðast gegn-
um mannvirki hitaveitunnar frá
upphafi til enda, fyrst í veruleik
anum og svo með ögn meira hug
myndaflugi. Með hlutverk barn-
anna fara Ragnheiður Gestsdótt-
ir og Guðjón Ingi Gestsson.
Mýndin frá Surtseyjargosinu
er í litum og Cinemascope og
þarf væntanlega ekki að kynna
efni hennar svo þekktur sem
Surtur og hans athafnir eru.
Myndirnar verða sýndar kl.
3.30 i dag og næstu daga.
hvernig þeir greiði atkvæði en
að hanri muni sjálfur greið.a af-
hendingarlögunum atkvæði og
sama sé að segja um Erik Erik-
sen.
Dönsku blöðin ræða öll í dag
þá ákvörðun stjórnarinnar að
flytja aftur lagafrumvarpið frá
1961 um afhendingu handritanna.
„Berlingske Aftenavis" ræðir á-
kvörðun stjórnarinnar og segir
m.a., að 'frá því málið hafi síðast
verið rætt, hafi komið fram til-
Háskólafyrir-
lestrar um líf og
tráarlmp;myiid-
ir Eskimóa
PRÓFESSOR Svend Frederiksen
frá Washington flytur fyrirlestra
í Háskólanum föstudag 2. okt.
kl. 5.30 e.h. og laugardag 3. okt.
kl. 2 e.h. um líf og trúarhug-
myndir Eskimóa.
Prófessor Frederiksen er fædd
ur í Holstensborg í Grænlandi af
dönsku foreldri. Hann stundaði
nám í Kaupmannahöfn og var
um árabil ráðunautur dönsku
ríkis'bókasafnanna. Siðan 1948
hefir hann verið prófessor í
Bandaríkjunum, m.a. við George
town University. Prófessor
Frederiksen hefir ferðazt mikið
um Alaska, Kanada og Grænland
og safnað heimildum um líf og
háttu Eskimóa.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á
ensku ,og er öllum heimill að-
gangur. y
Lögreglan vill
liafa samband
við tvo bílstjóra
AÐFARANÓTT mánudagsins s.l.
stóð bifreiðin R 7710, sem er
Taunus ’55 á móts við verzlun-
ina Víði, Laugaveg 166. Bíllinn
er hvitur að ofan en rauður um
miðjuna. Var ekið á vinstra aftur
bretti bílsins, það dældað og rifið
og stuðarinn rifinn frá. Ef ein-
hver kynni að geta gefið upp-
lýsingar um þetta, er hann beð-
inn um að hafa samband við
rannsóknarlögregluna.
Á þriðjudaginn kl. 16,30—17
var drengur á reiðhjóli á leið
niður Langholtsveg, þegar hann
kemur vestantil á gatnamót
Laugarásvegar kom lítil fólksbif
reið með G-númeri, að hann held
ur af Moskwitz-gerð akandi af
Laugarásvegi Og inn á Langholts
veg. Ók bíllinn á drenginn og
felldi hann á götuna. Kona, sem
bílnum ók, spurði hvort hann
hefði meiðzt, en drengurinn bar
sig vel. Og ók hún þá áfram án
þess að athuga þetta frekar, þótt
föt drengsins væru skemmd og
fleira. Biður rannsóknarlögregl-
an konuna um að hafa samband
við sig.
laga frá stjórn Árnasafns, um a&
gera handritin aðgengileg mái-
fræðingum frá Norðurlöndunum
öllum með því að koma á fót
norrænni stofnun. Telur blaðið,
að þetta myndi koma til móts
við óskir Norðmanna, en þær séu
mikilsvert atriði í málinu, þar
sem handritakrafa íslendinga
taki m.a. til handrita, sem af-
henda ætti Noregi, ef farið væri
í öllu að sjónarmiðum íslendinga
og nefnir blaðið þar m.a. til
norsku konungasögurnar.
„Úrskurður eins og á stendur“,
segir blaðið, „byggður á hinu
gamla lagafrumvarpi“, getur eng
um aðilanna gagnað að nokkru.
Hr. Jörgen Jörgensen var ein-
ræðislegur í háttum þegar hann
mátti sín, og það er varla við
því að búast, að nokkur hlíti boð
um hans með ánægju svo löngu
seinna og eftir að komið hafa
fram nýjar tillögur til sanngjarnr
ar lausnar málanna," segir „Ber-
lingske Aftenavis“ að lokum.
í „Kristeligt Dagblad“ í gær
skorar Bent A. Koch á andstæð-
ingana að sætta sig við oröinn
hlut eins og Poul Möller hafí
gert. Koch leggur á það áherzlu,
að ísland ætli sér að búa setn
bezt að handritunum, vörzlu
þeirra og rannsóknum á þeim
og ættu danskir vísindamenn þá
að láta stillast. „Við skulum sýna
heiminum hvernig við förum að
því á Norðurlöndum að leysa við
kvæmt vandamál,“ segir Bent A.
Koch að lokum.
— Iþróttir
Þessar æfingar voru mjög
hertar síðasta mánuðinn fyrir
Tokíóförina.
Einn fréttamaður sá Bikila
oft koma 5—7 min. á undan
hópi væntanlegra oL-þátt-
takenda úr 30 km hlaupi um-
hverfis Addis Abeba á hörð-
um og grýttum vegi.
Bikila telur sjálfur að
harin sé nú á hátindi afreks-
tímabils síns en leynir þvi
ekki að hann ætlar að stefna
að þátttöku í OL í Mexico
1968 og þar hefur hann sann-
arlega forskot þar sem eru
æfingarnar heima fyrir í há-
lendinu.
Wolde landi hans sem tek-
ur þátt í Maraþonhlaupinu.
líka, getur fylgt Bikila eftir
35—38 km. Hann hefur hlaup
ið 10 km hlaup á 28.20 mín.
og líklegur til afreka þar
einnig. Milli kappgreinanna
eru 12 dagar í Tokíó og þykir
Wolde það nóg til hvíldar
undir Maraþonhlaupið.
Það verða margir sem fylgj
ast með afrekum þessara
grannvöxnu Afríkubúa — og
hvort .Bikila tekst að vinna
klassiskasta hlaupið öðru
sinni.
Til sölu
6—7 herb. einbýlishús í Tún-
Einar Sigurtksson há
Ingólfsstræti 4. Sími 16787
Kvöldsími kl. 7—8 35993
JOHANNA MAGNÚSDÓTTIR BERGMANN
Bergstaðastræti 59,
sem andaðist hinn 23. þ.m. verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkjú föstudaginn 2. okt. kl. 1 30.
J "—
Eester B. Þórhallsdóttir, Reynir B. Þórhallsson,
Sóley B. Þórhallsdóttir, Lýdía B. Þórhallsdóttir,
Nói Bergmann, Sveinborg Kristjánsdóttir,
Jóníua B. Þórhallsdóttir, Þorvaldur Iljálmarsson,
Hilmar B Þórhallsson, Jóhanna Zimsen
>
börn og barnahörn.