Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 23
FSstudagur 23. Jð?í !9«3
MORGUNBLAÐIÐ
23
Héraðsmóf
Framhald a£ bls. 11
ingu, en síðan var aftur haf-
izt handa um 26. maí og er
aetlunin að Ijúka þessari hafn
argerð á þessu ári.
— Hafnargerðinni verður
þannig hagað, að gerður verð-
ur jarðarlandgangur í járnþils
haus, bryggjuhaus, og verður
þar 60 metra langur fram-
kantur sem viðlegupláss og
einnig 40 metra viðlegu pláss
inni í höfninni við stálvegg.
— Kostnaðarverð er áætlað
9 millj, króna og af því er
heimafé fast að tveimur
milljónum. Þetta er fjárfrek-
asta og mesta framkværod,
sem unnin hefur verið hér á
Þingeyri og miklar vonir
bundnar við hana.
— Nú skapast hér ágæt að-
staða fyrir útgerð og sömu-
leiðis fyrir þjónustu fyrir önn
ur skip, sem leita þurfa hing-
að til viðgerða, en það hefur
alltaf verið mikið um það,
sérstaklega erlendir togarar.
— Þessi mikla hafnargerð
er einn liður í samgöngu áætl-
un Vestfjarða, sem við njót-
um góðs af. Sú áætiun verður
okkar mesta fjárhjálp, sem
við erum ákaflega þakklátir
fyrir og teljum það mikið
happ fyrir okkur, að hafa lent
1 henni.
— Það eru miklar vonir
bundnar við þessar miklu fjár
veitingar og þær hljóta að
valda breytingum á fólks-
straumi frá Vestfjörðum. Þar
er þegar að verða breyting á;
fólksflutningarnir frá Vest-
fjörðum fara minnkandi.
— Hér á Þingeyri er mikil
atvinna, þó minnst sé hún að
sjálfsögðu að sumrinu, en þó
er nú svo, að verkamenn fást
ekki til vinnu, og það eru þá
helzt unglingar, sem ekki fá
nægilega vinnu. Afkoma er
ágæt hjá fólki hér og það virð-
ist ekki vera á förum; hér er
hvert hús fullsetið og næg
atvinna. Atvinnutækin full-
nægja alveg þeim mannafla,
sem fáanlegur er á staðnum og
við höfum ekki tiltæka menn
á fleiri báta. Ef það er eitt-
hvað, sem okkur vantar, þá
er það fleira fólk. Afli hefur
verið ágætur, bæði á stóra
báta og litla og undanfarin
tvö ár hafa verið mikil vel-
gengnisár hér á Þingeyri.
Útvegsmáiin eru efst í huga
Rafris A. Péturssonar útgerð-
armanns og oddvita á Flat-
eyri þegar við hittum hann
að máli á héraðsmótinu á
Þingeyri.
— Ég vil nota þetta tæki-
færi til að koma á framfæri
einhverju mesta áhugamáli
mínu, sem mér finnst skorta
nægilega ríkan skilning á, en
það er þróunin í fiskveiðum
og markaðsmál okkar á und-
anförnum árum.
— Ég vil taka fram, að
mér finnst það gleðilegur
vottur um aukinn skilning
ráðamanna, að greiddar hafa
verið uppbætur á línufiskinn,
en þó eru þær bætur ekki
nándar nærri jafn miklar og
með þarf til þess að mögu-
leiki sé að því að láta báta
bera sig á línuveiðum.
— Það opinbera verður að
taka þetta mál til rækilegrar
athugunar, því að dreifbýlið
hefur við engan veiðiskap
meiri möguleika. Ýmsir lands
hlutar hafa alls ekki mögu-
leika á áð stunda annað en
línu- eða færaveiðar. Þetta
er viðurkennt bezta hráefni,
sem við. eigum völ á, en þró-
unin síðustu árin hefur verið
sú, að línuveiðar hafa minnk-
að og þar með það góða hrá-
efni, sem við höfum til fisk-
framleiðslu. Verður að ætla
að þessi þróun sé í öfugu hlut
falli við þær kröfur, sem að
markaðirnir gera um vöru-
gæði, því að í flestum löndum
eykst velmegun fólks og jafn-
framt kröfur þeirra til vöru-
gæða.
Smábátaútgerðin er tölu-
vert mikið dreifð úti um land-
ið og í dreifbýlinu er mikið
um fólk, sem getur ekki far-
ið að heiman í atvinnuleit.
Á slíkum stöðum er atvinnu-
lífið mjög einhæft, en þar eru
engu að síður skilyrði til þess
að vinna dýrustu markaðs-
vöruna úr, fiskinum, ef hið
góða hráefni erfyrir hendi.
— Ég álí't að það hljóti að
reka að því, að okkur veiti
ekki af að nýta sem allra
víðast fiskimið okkar í kring-
um landið ef fram horfir eins
og verið hefur síðustu ár, að
netaveiði eykst og þá ekki síð-
ur með.tilkomu nótaveiðanna.
— Mér finnst vanta mikið
á, að lögð sé nægilegá rík
áherzla á það, að verðmæti
útflutningsframleiðslunnar er
aðalatriðið, en ekki magnið.
Við íailendingar höfum um
langan aldur verið hráefnis-
forðabúr margra annarra
þjóða um sjávarafurðir, sem
seldar hafa verið lítt unnar,
og skal þar sérstaklega bent
á síldina.
— Að mínum dómi höfum
við íslendingar engin efni á
því að taka úr notkun eða
fleygja minni bátunum, sem
margir hverjir eru mjög góð-
ir og henta vel til útgerðar
í minni sjávarplássuunm úti
á landi. Eigendum þessara
báta verður tvímælalauát að
skapa örugg skilyrði til út-
gerðar þeirra og ég tel að ein
ákjósaniegasta leiðin til að ná
því marki, sé að greitt sé það
hátt verð fyrir línufiskinn, að
menn fáist til að stunda línu-
veiðar.
— Það er fyrir löngu orðið
timabært fyrir okkur íslend-
inga að íhuga og svara hrein-
skilnislega þessum spurning-
um: Höfum við nytjað okkar
fiskimið og hagað fjárfestingu
varðandi sjávarútvegi hyggi-
lega á undanförnum árum?
Eigum við að halda áfram að
auka skipastól okkar með
stærri og fullkompari skip-
um til að hauga á land fisk-
magni á fáum stöðum af
gengdarlausu kappi án tillits
til þess, hvort í landi eru
möguleikár til að gera úr því
það verðmæti, sem annars
hefði verið hægt?
— Ég held að við ættum að
fara okkur hægar í þessum
efnum, en við höfum gert og
á skipulegri hátt. Sjávarvöru
iðnaðurinn verður í náinni
framtíð okkar aðal atvinnu-
vegur. Við þurfum ekki að
etja kappi við aðrar þjóðir á
fjarlægum miðum. Við þurf-
um ekki að gera út skipaflota
með stórum móðurskipum. ís-
land er stærsta og bezta móð-
urskip í heimi.
Að loknum spurningaþætt-
inum hjá Svavari Gests tök-
um við einn keppandann tali.
Þetta er ungur bóndi, Guð-
mundur Ragnarsson á Hrafna
björgum í Lokinhamradal og
oddviti Auðkúluhrepps.
— Já, ég er nú kallaður
bóndi á Hrafnabjörgum, en
eiginlega er þetta félagsbú.
Við búum þarna nokkur syst-
kinin með móður okkar. Ég
tók við búsforráðum þegar
faðir minn, Ragnar Guðmunds
son, oddviti, lézt fyrir tveim-
ur árum.
— Hafið þið stórt bú ?
— Við vorum með talsvert
á sjötta hundrað fjár á fóðr-
um í vetur ög 3 kýr höfum
við, en það er aðeins fyrir
heimilið. Það má segja, að
Lokinhamradalur sé fremur
gott sauðfjárland, þetta er
útigangsjörð og fjörubeit góð
í Lokinhömrum. í dalnum,
sem er yzta byggð við norð-
anyerðan Arnarfjörð, eru að-.
eins þessir tveir bæir og við
nytjum hálfa jörðina Lokin-
hamra, en hinn bóndinn, Sig-
urjón Jónasson, býr á henni
hálfri. í vetur voru laus 800
fjár á fóðrum á þessum tveim
ur bæjum í dalnum.
— Samgönguleysið er mesti
vandinn hjá okkur. Við höfum
aðeins samgöngur á sjó og það
er oft erfitt að koma vörum
að og frá sjóleiðina. Rafmagn
höfum við ekki eins og er, en
ef vegur væri kominn væri
hægara að flytja olíu til að
knýja die3elstöð.
— Sama máli gengir um
ræktunina. Það er mjög erfitt
að rækta nokkuð og má heita
að ræktun hafi staðið í stað
síðan 1958, og er ástæðan sú,
að ekki er hægt að flytja ýt-
ur og j arðræktarvélar til okk-
ar þegar veginn vantar.
— En nú er að rofa til i
þessum efnum. 1 fyrra var
svokallaður Lokinhamraveg-
ur, úr Dýrafirði yfir í Arnar-
fjörð tekinn í þjóðvegatölu
á Vegaáætlun og standa því
vonir til að þetta áhugamál
okkar nái fram að ganga.
Hvernig finnst þér að vera
bóndi, Guðmundur?
— Ég er alinn upp við þetta
og kann vel við mig og get
ekki hugsað mér að skipta
um atvinnu. Ég finn að vísu
að aðstaðan gæti verið betri
ef við hefðum veginn, en mér
finnst afkoma okkar bænd-
anna sízt lakari en hún var
fyrir fáum árum. Ég er ánægð
ur með fyrirgreiðslu hins op-
inbera og umhyggju fyrir hag
bænda. Allt stefnir þetta í
rétta átt og ég tel að við bænd
ur höfum fengið miklar leið-
réttingar á okkar hagsmuna-
málum á síðustu árum og hlut
ur okkar bændanna er nú
betri en oftast áður.
Næst hittum við að máli
Pál Janus Þórðarson, verk-
stjóra við frystihús Fiskiðj-
unnar Freyju á Suðureyri.
Súgfirðingar hafa fjölmennt á
mótið hér á Þingeyri ekki síð
ur en í Bolungarvík.
— Afli hefur verið misjafn
hjá okkur að undanförnu,
segir Páll, en gæftir hafa ver-
ið góðar og róðrar stöðugir
og hafa gefið mikið í aðra
hönd. í júní og júlí er nú kom
inn meiri afli á land en á sama
tíma í fyrra. Handfæraveiðar
eru nú meira stundaðar og
smábátum á línu er einnig að
fjölga.
— Þessi sumarafli hefur
skapað unga fólkinu okkar
meirj möguleika á að stunda
meiri skólagöngu og leita til
mennta, því unga fólkið hef-
ur mikla sumarvinnu við afl-
ann og getur því sjálft staðið
undir miklu af námskostnaði
sínum.
Hvað er að segja af fram-
kvæmdum í Súgandafirði?
— Þess má geta, að Fisk-
iðjan Freyja er nú að láta
byggja stórt fiskverkunarhús
og í smíðum eru nú fjðgur
íbúðarhús. Það er nú svo, að
fólkinu fer fjölgandi á staðn-
um og fólkið vill flytja til
okkar, bæði frá Reykjavík og
öðrum stöðum á landinu. Nú
eru t.d. hjá okkur þrjár fjöl-
skyldur frá Reykjavík, sem
verið hafa 1-3 ár og það er til
ungt fólk, sem vill flytja út
á land, enda er atvinna hjá
okkur mikil og alltaf vantar
húsnæði.
— Vegaviðhald byrjaði nú i
fyrra lagi og má segja að veg-
irnir hjá okkur séu orðnir
góðir. Ég ætla að hver einasti
maður á Vestfjörðum geri sér
grein fyrir því, hve feikileg-
ar samgöngubætur eru fyrir-
hugaðar með hinni nýju sam-
gönguáætlun Vestfjarða, bæði
í vega- og flugvallarmálum,
og ekki sízt í hafnarmálum,
en hafnirnar eru lífæð þess-
ara byggðarlaga.
— Það er áreiðanlegt að
Súgfirðingar, sem hafa verið
einna einangraðastir, fagna
því að geta fengið þá einangr-
un rofná, einkum haust og
vor og komizt í gott vegasam-
band við ísafjörð og Flateyri;
bæði vegna viðskipta og af-
urðaflutninga, en ekki sízt
vegna læknisleysis okkar,
sem við þó vonum að leysist
fljótlega.
— Súgfirðingar líta bjart
fram á veginn. Þeir eiga nýja
og góða báta og þau bættu skil
yrði. sem nú eru framundan,
eiga að veita okkur mikta
möguleika, ekki aðeins í
sjálfu atvinnulífinu, heldur
fullt eins mikið í félagslegu
og menningarlegu tilliti.
— Fjölmörg hagsmunamál
okkar Vestfirðinga hafa kom-
izt á mikla hreyfingu nú síð-
ustu árin og ber þar hæst
þessi heilsteypta áætlun í
samgöngumálunum.
— Flutningaskip
Framhald af bls. 24.
uppskipun úti á landi. Skipin
hafa orðið að bíða og stundum
hafa afköstin í sementsuppskip-
un farið niður í 190 tonn á dag.
Sementsverksmiðjan þarf að
flytja 30 til 40 þúsund tonn af
sementi á ári á hafnir úti á
landi. Fara flutningar þessir að-
allega fram á tímabilinu maí til
október. Hinn tíma ársins mun
skipið annast gipsflutnmga til
Sementsverksmiðjunnar frá Pól-
landi og verður skipið þannig
fullnýtt allt árið.
Pallana undif sement hefur
verksmiðjan notað síðan hún tók
til starfa, árið 1958. Þeir eru
undir sementinu á Akraferjunni
sem kemur til Reykjavíkur kl. 8
á morgnana með 350 tonn af
sementi. Ef notaðir eru 2 kranar
má losa ferjuna fyrir hádegi, en
með einum krana eru afkóstin
um 60 tonn á klst. eða hin sömu
og áætluð eru á nýja skipinu.
—■ Bílaskoðun
Framh. af bls. 3
reið, sem eitthvað er athuga-
vert við, er hún boðuð til
aukaskoðunar og svo þegar
slys ber að höndum, ekið á
einhvern, þá förum við á stað
inn og skoðum bifreiðina, sem
slysinu hefur valdið.
— Hvað heldur þú að það
séu margar bifreiðir, sem
verði skoðaðar núna?
— Ég veit nú ekki upp á
hár, hvað bifreiðirnar eru
orðnar margar í landinu núna
en um síðustu áramót voru
þær orðnar 43.232 og þar af
voru 13.890 í Reykjavík. Og
talsvert hefur svo bætzt við
síðan.
— IMinning
Framhald af bls. 17
var aðeins fyrirboði að öðru enn
þá stærra ljósi — neistanum frá
eilífum eldi Guðs.
Minningin um þig mun hjálpa
okkur til að halda litla ljósinu
okkar lifandi. Við biðjum Guð
að veita ástvinum þínum hjálp
Og styrk, og þá sérstaklega
mömmu þinni. Vi'ð vitum hve þú
varst henni góð og ástfólgin
dóttir. Hafðu þökk fyrir allar
góðar samverustundir. Hafðu
þökk fyrir allar hugljúfar minn-
ingar, sem við þig eru tengdar.
. . . litla ljósið þitt verður ljóm-
andi stjarna skær,
lýsir lýð alla tíð
nær og fjær.
Kveðja frá skátasystrunv.
■ USSR
Framhald af bls. 6
höfum ekki lengur efni á því“,
sagði Aganbegyan, „að hlaða
upp óseljanlegum neyzluvör-
um“. Ástandið kvað hann nú
vera þannig í þeim efnum, að
það væri aðeins sambærilegt
við ástandið í Bandaríkjunum,
meðan á heimskreppunni stóð.
Þó væri það í raun og veru
verra, því að kaupmátturinn
væri fyrir hendi í Sovétríkj-
unum nú, eins og berlega
kæmi fram í því, að allar inn-
fluttar vörur seldust jafnharð-
an. þótt verðið væri hærra á
þeim.
I skýrslu sinni víkur Agan-
begyan að atvinnuleysinu,
eins og starfsbróðir hans
Manevich. Hann sagði atvinnu
leysið hafa aukizt, sérstaklega
í smærri bæjum og til sveita
Meginorsökina sagði hann
vera framleiðslu hernaðar-
tækja, því að fjórði hver vinn
andi maður í öllu landinu ynni
nú að henni, beint eða óbeint.
Jafnmiklu fé sé varið til þess-
arar iðngreinar og í Bandá-
ríkjunum, þótt efnahagsgeta
sé helmingi minni. Þá sé önn-
ur ástæða sú, að verið sé að
selja sovézkar vörur á erlend-
um markaði á verði, sem svari
ekki til framleiðsluverðs.
Þetta leiði af sér stöðugt ó-
jafnvægi. Þó sé ástandið
þannig, að jafnvel kommún-
istaríkin vilji ekki kauþa þess
ar vörur.
Aganbegyan fór hörðum orð
um um heildarskipulagningu
atvinnuveganna. Sagði hann,
að sérfræðingar í einstökum
héruðum gerðu sínar tillögur,
hverju sinni. Síðan væru þær
sendar til Gosplanskipulags-
ráðsins, sém tækju nær ekkert
tillit til framkominna tillagna,
og færu sínar eigin leiðir í
flestu.
Loks kom Aganbegyan fram
með tillögur til úrbóta. Hann
vill afnema svæðisskipulags-
nefndir og koma á fót sam-
vinnu framleiðslufyrirtækj-
anna, sem fái sína eigin stjórn.
Lifa í fortíðinni
Það er greinilegt, að Kosy-
gin hefur hlýtt á röksemdir
Aganbegyans með athygli, og
sagt er, að hann hafi boðið
honum að taka við yfirstjórn
Gosplan. Aganbegyan hafi
hins vegar neitað því á þeim
forsendum, að of margir væru
þar enn við störf, sem lifðu í
fortíðinni. Því myndi hann
aldrei geta komið í fram-
kvæmd þar hugmyndum sín-
um.
Kosygin hefur átt viðræður
við marga sovézka hagfræð-
inga um þessa skýrslu, og gert
er ráð fyrir, að hún verði eitt
aðalumræðuefnið á næsta
fundi miðstjórnarinnar, ásamt
tillögum um, hvað gera skuli
til úrbóta í sovézku efnahags-
lífi.
Gangstéttarhellur
til sölu. — 2 stærðir.
Hellusteypðn
v/Lyngholt. — Sími 51551.
Útför mannsins míns og sonar okkar,
MARGFJRS SIGURBJÖRNSSONAR
Lyngholti 8, Kefiavík,
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn
24. þ. m. kl. 10,30 f.h. — Blóm og kransar afbeðnir,
Ferð frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur kl. 9,30 f.h.
Sólveig Hannesdóttir,
Guðlaug og Sigurbjörn Eyjólfsson.