Morgunblaðið - 24.09.1965, Page 4

Morgunblaðið - 24.09.1965, Page 4
r 4 MORGUNBLAÐIÐ Fostadagur 24. sépt. 1965 Píanó Gott, nýlegt píanó óskast til kaups. Tilboð sendist Mbi. sem fyrst, merkt: „2299“. Vinna Stúlka; sem hefur verið að læra snyrtingu, óskar eftir vinnu á snyrtistofu eða í snyrtivöruverzlun. Tilboð merkt: „Snyrtidama—2300“ sendist afgr. Mbl. Keflavík Stúlka eða kona óskast til afgreiðslustarfa. Matstofan Vík. Vörubifreið til sölu Ford, árg. 1960, með krana. Nánari upplýsingar gefur Finnur Óskarsson í síma 146, Seyðisfirði. Athugið Gufuþvoum mótora f bíl- um og öðrum tækjum. — Stimpill, Grensásveg 18. Sími 37534. Starfsstúlkur Starfsstúlkur óskast til starfa í veitingasal og eld- húsi. Hótel TryggvaskáH Selfossi. Óska eftir fjársterkum félaga til að setja af stað alifuglarækt. Land og hluti húsakosts fyrir hendi. Tilboð merkt: „Fuglarækt — 2293“, send ist blaðinu fyrir 28. þ.m. Bókhald Tek að mér bókhald fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ingólfur Hjartaison, sími 16565. Einhleypur karlmaður óskar eftir herbergi eða lítilli íbúð. Upplýsingar í síma 14234, eftir kl. 8 á kvöldin. Eldri kona óskar eftir vinnu sem að- stoðarstúlka í mötuneyti eða við léttan iðnað, ekki saumaskap. Fleira kemur til greina. Sími 17684. 18 ára reglusamur piltur utan af landi óskar eftir herbergi, helzt í Vesturbæn um. Tilboð merkt: „Ábyggi legur—2304“. AfgTeiðslustúlka óskast í matvöruverzlun. Upplýsingar í síma 20843, eftir kl. 7 í kvöld. Gítarkennsla G-et bætt við nemendum. Ásta Sveinsdóttir, Rauðar- árstíg 24. Sími 15306. Húsnæði óskast íbúð eða herbergi óskast, sem næst D.A.S. Reglu- semi. Uppl. í síma 31196. Olíukynding Er kaupandi að 4—5 ferm. miðstöðvarkatli. Sjálfvirk þvottavél til sölu. Upplýs- ingar í símum 18034 og síma 19, Vogum. Vík í Mýrdal er einkenni- legur staður, enda er hann enn í skðpun og Katla gamla er oft stórvirk á því að gera þar ýmsar breytingar. Upp af víkinni liggur grösugur dalur inn á milli hárra fjalla, og uppi í dalnum eru elztu býlin, Norður-Vík og Suður-Vík og standa hátt. Er bratt frá þeim niður í þorpið og ná tún þeirra hátt upp í fjall- í þennan dai hefir Katla hlaðið ösku um aldir og er öskulagið vfða svo djúpt, að þar er varla hægt að reisa hús, vegna þess hve djúpt. er niður á fastan grunn. Þess vegna er þorpið byggt á sandi neðan við brattan bakka, sem eitt sinn var sjá- varbakki. En hátt uppi í fjall- inu stendur sóknarkirkjan og mun enginn kirkjuvegur í í þorpi á íslandi vera brattari og hærri, óg þó er kirkju- garðurinn enn hærra í fjall- inu. Kirkjunni varð áð velja mel. þar sem er trygg undir- staða, en kirkjugarðinn varð að hafa þar sem Katla hefir gert nógu djúpan jarð- veg að þar sé hægt að taka grafir. Skammt austan við þorpi'ð eru Víkurklettar og þar var fyrrum útræði. Gekk þá hyl- djúpur sjór alveg upp að klettunum og bökkunum fyrir botni víkurinnar allt vestur að Reynisfjalli. Þá var Vík ekki í alfaraleið, eins og nú, heldur lá þjóðvegurinn þar langt fyrir ofan og yfir Arnarstakksheiði, og sér sums staðar móta fyrir honum enn. En svo tók Katla til sinna ráða. í gosinu og hlaupinu 1661 bar hún fram svo mik- inn sand að 400 faðma sand- fjara var til sjávar fram af Víkuxklettum- Var þá þur fjörusandur þar sem menn höfðu áður dregið fisk á 20 faðma dýpi. Sandur þessi náði allt vestur að Reynisfjalli. Og enn jókst hann í hlaupinu 1721. Eftir þessar breytingai lagðist niður vegurinn yfir Arnarstakksheiði, og sí'ðan hefir verið farið yfir sandana þar sem þjóðleiðin er enn og komst Vík þá í alfaraleið. í seinasta Kötlugosi 1918 bar sandinn fram austar og mynd aðist þá laragur tangi-út í sjó, sem kallaður var Kötlutangi. Síðan hefir austanfalli'ð sorfið þennan tanga og borið sand- inn vestur með landi og hlað- ið honum þar upp. Er nú svo komið, að löng leið er frá Víkurþorpi út til sjávar, þótt það standi þar sem einu sinni var fjaran. ÞEKKIRÐU LANDIÐ ÞITT? Stork- urinn sagði að hann hefði verið áð fljúga um í gær, svona rétt eins og venjulega og var í óvanalega góðu skapi, því að loksins fór blessuð sólin að skína aftur, og þegar vandamálunum með regn- hlífarnar lauk þannig skyndi- lega upplhófust önnur, þetta gamalkunna nöldur út af sólgler augunum. Storkurinn hitti sumsé mann með ein svakalega dökk gler- augu, og sá máður kunni ekki þessa háttvísi að taka ofan gler- augun, þegar hann mætti fólki, svo að hann tók að sér að kenna honum þetta. Storkurinn: Hvernig heldurðu að ég þekki þig með þessar svaka „brillur"? Maðurinn með „brillurnar": Já, þetta er alveg rétt hjá þér. Augun eru venjulega gimsteinn- inn í andliti manna, og hví skyldu menn fela þann demant? Hvernig væri áð fyrirskipa öllum að taka ofan sólgleraug- un, þegar þeir mæta fólki, sem þeir þekkja? Ætli það yrðu máski kölluð oflög? Líklega. Sól- gleraugu eru til margra hluta nytsamleg, en að nota þau inni í húsum, vekur bara grunsemd- ir. Storkurinn var manninum al- veg sammála, og með það flaug hann upp á þakið á Lækjargötu 6, þar sem fullt er af augnlaekn- um og gleraugnaverzlunin Fók- us í kjallaranum, fékk sér ein lítil sólgleraugu, og sá alla ver- öldina í nýju ljósi, grænu. Óðinn á Hótel Borg HINN Vinsæli söngvari Óðinn Valdimarsson er byrj- aður að syngja með hljóm- sveit Guðjóns Pálssonar á Hótel Borg- Óðinn er löngu landskunn- ur fyrir söng sinn, en hann hefir ekki sungið hér í borg um nokkurt skeið, þar sem hann hefir dvalizt á Akureyri en þar söng hann í Sjálfstæð- ishúsinu með hljómsveit Ingi mars Eydals og með eigin hljómsveit. Margir muna ef- laust eftir söng hans hér í borg m.a. með K.K. sextett og fleiri hljómsveitum. GAMALT og goti Kveiktu upp eldinn, Tobba, sæktu vatni'ð, Vigga, og skerðu sauðinn Jón. Nú liggur kýrin á bás, tíkin í túninu, hesturinn í haganum. Hvað viltu boli minn? Þú ert heim kominn, Fyrir sakir nafns mins sefa ég reiSi mína og vegna lofs míns hefti ég hana þér í vil (Jes. 48, 9). í dag er föstuðagur 24. septemher og er það 267. dagur ársins 1965. < Eftir lifa 98 dagar. Árdegisháflæði kl. 5:38. Síðdegisháflæði kl. 17:58. Nætur- og helgidagavarzla lækna í Hafnarfirði í september- mánuði er sem hér segir: 14. Guðmundur Guðmundsson. 15. Kristjá Jóhannesson 16. Jósef Ólafsson. 17. Eiríkur Björnsson. 18. Guðmundur Guðmundsson . 18. — 20. Kristján Jóhannesson. 21. Jós$f Ólafsson. iinnginn — stmi 2-12-30. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur: Á skrifstofu- tíma 18222, eftir lokun 18230 Kópavogsapóteli er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. Jaug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga frá kl. 13—16. Framvegis veröur tekiö á mótl þelm, er gefa vilja. blóð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga. þiiðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—li f.h. op 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—H f.h. Sérstök athygli skal vaMn á vikudögum, vegna kvöldtimana. Næturvörður er í Ingólfsapóteki vikuna 18/9—25/9- Hoitsopótek, Garðsapótek, Sog* veg 108, Laugarnesapótek og Upplýsingar um læknapjon- ustu í borginni gefnar í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, sím; 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvr.rnd arstöðinni. — Opin allan sólir Apótek Keflavikur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgl daga frá kl. 1 — 4. □ GIMLI 59659277 — Fjhst. Ffl. AtkV. I.O.O.F. 1 = 1479248= 9. O Skógafoss Skógafoss er einn faliegasti foss á íslandi. Skógasandur hefur am.k. öðlast Frakklandsfrægð vegna geimskotanna í sumar. Kort Lýðsson, eins og liann nefndi sig kom til íslands fyrir mörgum öldum frá Þýzkalandi, keypti Skóga og bjó þar. Frá honum er komin stór att. Þessa inynd af Skógafossi tók ungur drengur í sumar. rauður af leiri og rótar upp mold, berst við bakkann bændakollur TRÉTTIR Frá Guðspekifélaginu. Aðalfundur Reykjavíkurstúkunnar verður í kvöld kl. 7:30. Kl. 8:30 flytur Sigvaldi Hjálmarsson erindi, sem hann nefn- ir: Allir vegir eru mínir vegir. Hljómlist, kaffiveitingar. Kristileg samkoma verður í sam- komusalnum Mjóuhlíð 16. sunnudags- kvöldið 26. september kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Bridgedeild Breiðfirðingafélagsins heldur aðalÆumd sinn í Breiðtfirðinga- búð, þriðjuda.ginm 28. sept,, n.k. kL 20:00. Vetrarstarfsemin hefet með eim menningstkeppni (Firmakeppni) þriðju daginm 5. okt., á sama stað og tíma Stjómin. Ásprcstakall: Fótsnyrting fyriir aildr að fólk (konur og karla) er hvem mámudag kl. 9—12 f.h. í læknabið- stofunni í Holtsapóteki við Lamgholts veg 84 Pantanir í síma 32684. Kvea* félagið. Kvennaskólinn í Reykjavík. Nárm- meyjar K v en nask ólans í Reykjavíiíc komi tid viðtals í skólanm laugardag* irnn 25. september 1. og 2. bekkur ki, 10 3. og 4. bekkur kl. 11. Langholtssöfnuður. Fótsnyrting fyrir aldrað fólk er í Safnaðarheimil- inu á hverjum þriðjudegi frá kl. 9—12. VÍSUKORN Erifitt er þeim gömlu dögum gleyma, glauminum og réttarslarki heima Aðeins má mig dapran um það dreyma og dýrðlegustu minningarnar geyma. Skalli. sá NÆST bezti Sr. Árni í Grenivíit var fyndinn maður og oröheppirm. Einu sinni var hann að lýsa túninu á Þönglabakka og segir: „Túnið er svo þýft, aö þar fótbrotnaði einu sinni köttur“»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.