Morgunblaðið - 24.09.1965, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.1965, Side 6
6 MORGUNBLAÐID Fostudagnr 24. sept. 1985 6 v 24 v 12 v þurrkumótorar, þurrkuarmar og þurrkublöð. BKÆÐUHNIR ORMSSON hl Vesturgötu 3, — Simj 11467. Mikill ahugi á flugmálum og feröamálum í Færeyjum Stjórn Flogfelag Föroya og forstjóri Föroya Ferðamannafelag hér til viðræðna við F. í. | línis starfað sem ferðaskrif-tofa, en nú ætti að verða iþar breyting á, m. a. hefði verið sótt um að fá umboð fyrir IATA-flugsamsteyp- una og selja flugfarseðla með,- limaflugfélaga hennar. Kvaðst Simonsen hafa notið hér fyrirgreiðslu F. f. og væri að alerindið að kynna sér starfsemi ferðaskrifstofa. Kvað hann mögu leika á því að auka stórlega ferðamannastraum til Færeyja, enda væri verðlag þar mun lægra en t.d. á fslandi og í Danmörku. Simonsen sagði, að milli 5—6 þúsund ferðamenn kæmu nú til Færeyja árlega, aðallega á tíma- bilinu 15. maí til 15. september. vecn uumnamegUT einhum í Þórshöfn. Þar væru nú um 180 hótelrúm, en gestum væri einnig komið fyrir í her- bergjum á einkaheimilum. Nokk- ur bót yrði þó næsta sumar, en þá yrði opnað nýtt hótel með 32 rúmum. Simonsen sagði, að möguleikar Færeyja, sem ferðamannalanda hefðu ekkert verið nýttir ennþá, en vaxandi áhugi væri á því þar í landi. Kvað hann kynningarrit hafa verið gefin út um eyjarnar og yrði nú hafizt handa um land- kynningu af fullum krafti. AÐ UNDANFÖRNU hafa verið staddir hér á landi menn úr stjórn Flogfelag Föroya og for- stjóri Foroya Ferðamannafelag. Hafa þeir átt viðræður við Flug- félag íslands um áframhaldandi flug félagsins til Færeyja. Morgunblaðið hitti þá félaga að máli, en þeir eru Lars Lar- sen, Hugo Fjörðoy og Leivur Lútzen frá Folgfelag Föroya og Sigurd Simonsen, forstjóri Föroya Ferðamannafelag. Flogfelag Föroya hefur aðal- umboð fyrir Flugfélag íslands i Færeyjum og kváðust stjórnar- mennirnir vera hér til viðræðna við F. í. um áframhaldandi flug næsta ár, en Færeyjaflugi F. í. lýkur um mánaðamótin nk. Þeir sögðu, að líklega hafi orð ið um 10% aukning á farþega- fjölda nú í sumar, en í fyrra var farþegafjöldinn 1500—1600. Yfir leitt hafi verið uppselt milli Fær eyja og Glasgow, en farþegar ver ið mun færri milii Færeyja og íslands. Kváðu þeir nú vera í athugun, að F. í. notaði Fokker Friend- ship til Færeyjaflugs næsta sum- ar og einnig hefði komið til tals, að halda uppi ferðum allan árs- ins hring. Þá yrði væntanlega einnig flogið til Bergen og Kaup- mannahafnar, en þangað fara flc Færeyingar. Aðstaða hefur verið mjög bætt á flugvellinum í Vogar. Flug- brautin hefur verið lengd og næsta sumar verður þar tekin í notkun ný flugafgreiðslubygging. Þeir félagar kváðust vera mjög bjartsýnir á framtíð flugsins 1 Færeyjum og búast mætti við mikilli farþegaaukningu næstu árin. Nú hefðu þeir í hyggju að opna skrifstofu í Þórshöfn, sem opin yrði allt árið. Þá væri einnig vaxandi áhugi á innanlandsflugi í Færeyjum og hefur komið til tals, að flugsam- göngur yrðu með tímanum tekn ar upp milli Þórshafnar, Vogar, Suðureyjar og Klakksvikur. Að vísu væri aðeins flugvöllur á Vogar enn sem komið væri, en líklega myndu sveitarfélögin á viðkomandi stöðum láta málið til sín taka og veita stuðning til byggingu flugvalla, hvert á sín- um stað. Kváðust þeir hafa kynnt sér Skellmöðru stolið í FYRRAKVÖLD var stolið skellinöðru frá Lækjargötu 4 hér í Reykjavík. Tækið er af gerðinni Tempo, rauðbrúnt að lit, og er það auðþekkt af því, að hér er um að ræða kvenhjól, en þau eru sárafá hér á landi. Þeir, sem einhverjar upplýsingar kynnu að geta gefið um þetta, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. innanlandsflugið hér nú í ferð sinni og farið með F. í. til Akur- eyrar, ísafjarðar og Hornafjarð- ar. Kváðust þeir sérstaklega á- nægðir með samvinnuna við Flug félag íslands. Hún hefði alltaf verið hin bezta. Flugfélag ís- lands væri mjög vinsælt í Færeyj um.' Nú stendur til, að F. f. gefi út bækling um Færeyjaflugið á ensku, dönsku og þýzku. Rétt er að geta þess, að eftir næstu mánaðamót verða engar reglulegar samgöngur milli ís- lands og Færeyja. Þá lýkur flug inu þangað og Sameinaða gufu- skipafélagið mun ekki hafa far- þegaskip á þessari leið þar til um miðjan janúarmánuð. Flugfélag íslands mun þó hafa þangað auka ferðir, ef í Ijós kemur að þeirra er þörf. Sigurd Simonsen, forstjóri, sagði, að Föroya Ferðamanna- felag vaxi stofnað af áhugamönn um, en Lögþingið, skipafélögin, bankarnir og fleiri aðilar legðu því til fé. Félagið hefði ekki bein Færeyingarnir virða fyrir sér líkan af Blikfaxa, Fokker Friends hip vél F. í. Frá vinstri: Leivur Lútzen, Þórshöfn; Sigurd Simonsen, Þórshöfn; Hugu Fjödoy, Sörvangi og Lars Larsen, Skála. (Ljósm.: Sv. Þorm.) # Færeyingar og íslendingar „Reykjavík 16. sept. 1965. Kæri Velvakandi. Ertu ekki sammála mér um það ,að afstaða fólks til Fær- eyinga hafi farið batnandi sein ustu mánuðina — eða síðustu eitt, tvö árin? Ég á við Það, að hin leiðinlega og ómaklega lítilsvirðing, sem oft hefur orð ið vart meðal ýmissa hér gagn- vart Færeyingum, hefur minnk að til muna. Ég held, að þessu valdi ekki sízt hin auknu kynni, sem orð- ið hafa í sambandi við hugsan- legt og raunverulegt flug til Færeyja, áætlunarflug Flug- félagsins til þessara nágranna okkar. Þið blaðamennirnir haf- ið mikið skrifað um þessi mál og um Færeyinga í þessu sam- bandi, og mér finnst þau skrif hafi orðið til góðs. Færeyingar eru lítil þjóð, en það segir ekk ert um manngildi þeirra, þó að sumir virðist leggja þann mæli- kvarða á þá. Ég held það sé samróma vitnisburðum þeirra á okkar landi, sem hafa haft ein- hver viðskipti eða kynni af Færeyingum, að þeir eru hæg- verskir menn. siðprúðir og yfir leitt áreiðanlegir. Færeyskir sjómenn koma oft við hér á landi, en ekki man ég eftir, að ég hafi heyrt, að þeir séu með ófrið eða yfirgang, heldur ein- mitt hið gagnstæða. Oft hef ég velt því fyrir mér, hvort guðsótti Færeyinga hef- ur ekki veitt þeim þá siðferði- legu festu og um leið þá hóg- væru framkomu, sem einkenn- ir þá. „Fornar dyggðir" líta margir hér smáum augum — en við finnum fyrir því þeg- ar annað kemur í staðinn. Mig langaði til að minnast á þetta við þig, Velvakandi góð- ur, því að Færeyingar eru mak- legir virðingar okkar og vin- áttu, og það er ekkert nema gleðiefni, ef þir fá að njóta þess álits og þeirrar sanngirni á meðal okkar, sem þeir eiga skilið. Mér er hlýtt til Færey- inga og ef ég fæ stóra vinning- inn á næstunni, legg ég hann í bankabók og fer svo til Færeyja í sumarfríinu næsta sumar. Með kveðju, — Ólafur liljurós,<. # Gagnkvæm vinátta Velvakandi getur heilshugar tekið undir framangreind orð. Þessi lítilsvirðing, sem „Ólafur liljurós" kallar svo, mun nú raunar aldrei hafa rist mjög djúpt, heldur var venjulega um stóryrði eða háðsyrði stráka að ræða, sem höfðu gaman af því að tala með lítilsvirðingu um einu þjóðina, sem var fámenn- ari en íslendingar og þeir þekktu til. Slíkt var ekki ann- að en öfugsnúin minnimáttar- kennd og þekkist víða um heim í sambúð þjóða.Sömu menn sem skriðu fyrir Dönum og litu upp til Norðmanna með öfund, áttu einmitt til að tala háðslega um Færeyinga. Þessir náfrændur okkar hafa verið fastheldnari á ýmsa forna siði (og „fornar dyggðir" e.t.v. líka) en við ís- lendingar, og því var það, að ýmsir strákar, sem sáu ekki lengra út í heiminn en til Kaup mannahafnar og öpuðu eftir danska ósiði, töluðu mð lítils- virðingu um Færeyinga, sem komu þeim einkennilega fyrir sjónir. En allir íslendingar, sem einhver raunveruleg kynni hafa af Færeyingum, geta ekki ann- að en borið þeim vel söguna. Færeyingar eru sannarlega vel komnir að virðingu okkar og vináttu. og óvíða er skemmti- legra að eyða sumarleyfi sínu. Vonandi verður þessi vinátta gagnkvæm milli frændþjóðanna um allan aldur. • Kvöldfréttir Bíkisútvarpsins „B. J.“ skrifar: „Góði Velvakandi. Einn af föstum liðum í dag- skrá Ríkisútvarpsins er „kl. 22,00: Fréttir“. Að mínum dómi er þetta ekki rétt. Þar ætti að standa „Endurteknar fréttir“, samanber „Endurtekið tónlistar efni“, eða þá að þar stæði „ÍTr- dráttur frétta frá kl. 19,30“. í þessum fréttum koma mjög sjaldan nokkrar nýjar fréttir, þótt ég og sjálfsagt fleiri leggi enn á sig að hlusta á þennan úrdrátt. Ég hef oftar en einu sinni hringt til Fréttastofu útvarps- ins og spurt, því í ósköpunum við fengjum ekki nýjar síldar- fréttir með kvöldfréttunum, en oftast sker tíminn frá kl. 7 til 10 að kvöldi úr um það hvort veiði verður um nóttina. En hvaða svör haldið þið, að ég hafi fengið, góðir útvarpshlust- endur? Það er enginn frétta- maður við á fréttastofunni, eftir að gengið hefur verið frá frétt um kl. 20,00. Útvarpið hefur ekki efni á því. Þessu verður maður víst að trúa, þótt út- varpið hafi efni á að tapa milljónum á synfóníuhljóm- sveit, sem nokkur hundruð hræður hlusta á, og nú á að fara að ráða tugi rándýrra starfskrafta að sjónvarpi. — B. J Víst eru seinni kvöldfréttir Ríkisútvarpsins oft ekkert nema upptugga fyrri frétta og stundUm harla ómerkilegar, þótt „stórfréttir" séu að gerast úti i heimi, eða jafnvel síldin farin að veiðast. Stundum hlýtur þó einhver fréttamaður að vera við milli kl. 19 og 22, t.d. að kvöldi þriðjudagsins 21. sept. s.l., þegar skýrt var frá játn- ingu morðingja dönsku lög- regluþjónanna á Amakri í síð- ustu kvöldfréttum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.