Morgunblaðið - 24.09.1965, Síða 16
t6
MORGUNBLAÐIÐ
!
Föstudagur 24. sept. 1965
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Rítstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti &.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
VOPNAHLEIKASMIR
au ánægjulegu tíðindi hafa
nú gerzt, að Pakistan og
Indland urðu við fyrirmælum
Öryggisráðsins um vopnahlé í
Kasmír, og hefur bardögum
því verið hætt á þessu um-
deilda svæði. Hróður Samein-
uðu þjóðanna hefur aukizt
mjög við þessi málalok, og
sýna þau vel, hverju þessi
alþjóðasamtök geta fengið
áorkað, ef vilji er fyrir hendi
hjá aðildarríkjum þeirra, sem
- í deilum eiga, að leysa þær
í anda hinna Sameinuðu
þjóða.
En þótt vopnahlé sé nú
komið á í Kasmírstyrjöldinni
hefur í rauninni enginn vandi
verið leystur. Kasmír er eft-
ir sem áður púðurtunna, sem
hleypt getur öllu í bál og
brand á Indlandsskaga fyrr
en varir, ef ekki tekst að
finna varanlega lausn á deilu
Indlands og Pakistans um
þetta hérað. Pakistan hefur
lýst því yfir, að það muni
segja sig úr samtökum Sam-
einuðu þjóðanna, ef ekki fáist
lausn á KasmírdeilUnni, en
ljóst er, að nú hefur skapazt
tækifæri, sem ekki hefur ver-
ið fyrir hendi lengi, til að
vinna að lausn þessarar deilu,
og væntanlega mun verða
lögð á það mikil áherzla, bæði
af hálfu Sameinuðu þjóð-
anna og annarra aðila, sem
mál þetta varðar, eins og t.d.
samveldislöndin. En það verð
ur ekki auðvelt að finna þá
lausn, sem samkomulag getur
tekizt um milli Indlands og
Pakistan. Átján ára barátta
hefur skilið eftir djúp sár og
heitar tilfinningar á báða
bóga, svo að vafalaust verður
hér erfitt um vik.
En það er höfuðnauðsyn
að leysa þetta mikla vanda-
mál Indverja og Pakist-
, ana, ekki aðeins vegna þeirr-
ar hættu á hernaðarátök-
um, sem það stöðugt skapar
milli Indverja og Pakistana,
heldur líka hins, að þessar
tvær þjóðir, sem Indlands-
skaga byggja, verða að búa
saman í sátt og samlyndi, og
snúa bökum saman gegn ó-
vini, sem báðum er hættuleg-
ur. Þótt vinátta Kínverja og
Pakistana hafi aukizt á seinni
árum, væri mikill misskiln-
ingur hjá Pakistan að halda
að vinarhugur Kínverja í
þeirra garð sé varanlegur.
• Kínverjar ætla sér yfirráð
yfir allri Asíu, og Pakistan er
þar örugglega ekki undan-
skilið.
Þáttur Kínverja í þessu
máli er ljótur og rifjar upp
ýmsa atburði úr nútímasögu
Evrópuríkjanna. Menn skyldu
minhast þess, þegar Kínverj-
ar halda því fram, að friðsöm
og hernaðarlega veik þjóð
eins og Indverjar hafi ráðizt
inn yfir landamæri Kína, að
einu sinni ríkti í Þýzkalandi
maður að nafni Adolf Hitler,
og hann hélt því einnig fram,
að smáríki eins og Pólland,
hefði ráðizt inn í Þýzkaland
og notaði það sem afsökun
fyrir innrás Þjóðverja í Pól-
land á sínum tíma. Aðferðir
kínverskra kommúnista eru
nákvæmlega hinar sömu og
nazistanna þýzku. Þeir halda
því fram, að á þá hafi verið
ráðizt til þess að finna afsök-
un fyrir því að ráðast á aðra.
Aðferðir einræðisríkjanna
eru hinar sömu, hvort sem
það er Þýzkaland nazista eða
Kína kommúnista.
Væntanlega skýrist á næstu
mánuðum, hverjir möguleik-
ar eru fyrir hendi að leysa
deilu Indverja og Pakistana,
og ef það tekst, mundi það
stuðla mjög að tryggara
ástandi í Asíu, og jafnframt
draga úr tækifærum kín-
verskra kommúnista til þess
að deila og drottna í þessum
heimshluta.
EYSTEINN OG
„BÆ NDAFLOKK-
URINN" í
BÚLGARÍU
T^ormaður Framsóknarflokks
ins, Eysteinn Jónsson, er
fyrir skömmu kominn heim
úr ferð sinni til Búlgaríu, en
þangað fór hann í boði
„bændaflokksins“ þar í landi.
Eysteinn skrifaði sl. sunnu-
dag grein í málgagn sitt um
ferðina, og staðfestir sú grein
fullkomlega mat Morgun-
blaðsins á Búlgaríuferð hans.
í grein sinni ræðir hann um
„bændaflokkinn“ í Búlgaríu,
sem sjálfstæðan stjórnmála-
flokk, sem sé að vísu nátengd
ur hinni svokölluðu „þjóð-
fylkingu“, en eigi sér djúpar
og rótgrónar rætur í sögu
Búlgaríu. Af því tilefni rakti
Morgunblaðið sl. þriðjudag
nokkuð sögu bændaflokksins
í Búlgaríu, og þar var bent
á, að kommúnistar hefðu
smátt og smátt murkað lífið
úr hinum gamla bændaflokki
landsins, myrt eða fangelsað
alla helztu forustumenn
hans. Svo var komið um 1950,
að þessi bændaflokkur var
ekki lengur til, en aðalleið-
togi hans, Nikola Petkov, var
tekinn af lífi árið 1947 vegna
andstöðu við kommúnista-
stjórn landsins.
Greinilegt er, að Eysteinn
Jónsson hefur ekki kynnt sér
sögu þessa stjórnmálaflokks,
og lítur á þann „bændaflokk“,
Spegla ritstjóraskiptin á
„Pravda" ágreining meðal
sovézkra ráðamanna?
^ F R Á því hefur verið
skýrt í Moskvu, að rit-
stjóri „Pravda“, Aleksei M.
Rumyantsev, hafi látið af
störfum og við tekið Mik-
hail Simyanin, fyrrum að-
stoðarutanríkisráðherra. <—
Ástæðan fyrir ritstjóra-
skiptunum var af sovézkri
hálfu sögð sú, að Rumyant-
sev hafi fengið aðkenningu
að hjartaslagi. Má það telj-
ast grunsamleg tilviljun,
að það skuli henda hann
einmitt nú, rétt rúmri viku
eftir að hann hirti í blaðinu
harðorða gagnrýni á önnur
sovézk blöð, þar á meðal
annað helzta blað Sovét-
ríkjanna, „Izvestija“. Virð-
ist öllu sennilegra, að hann
hafi þar gengið lengra, en
stjórnarherrunum í Kreml
þótti góðu hófi gegna.
- „Pravda“ — sem býðir
„sannleikur" — er málgagn
sovézka kommúnistaflokksins,
en „Izvestija“, — sem þýðir
„fréttir" — er málgagn Sovét
stjórnarinnar. Speigla þau í
sameiningu stefnu sovézkra
leiðtoga hverju sinni.
Það vakti því mikla athygli
á dögunum, er í „Pravda“
birtist löng grein, þar sem
„Izvestija“ var gagnrýnt fyr-
ir áð segja ekki sannleikann
um ástand móla í Sovétríkj-
unum og hamla gegn frelsi í
sovézkri listsköpun.
Á síðustu árum hefur geng
ið á ýmsu um stefnu savézkra
stjórnarvalda gagnvart lista-
mönnum og listsköpun. Á
„Hláku-“ skeiðinu svonefnda
jókst frelsi í listsköpun veru
lega frá því, sem verið hafði,
á tíma Stalíns. En árið 1963
kippti Krúsjeff að sér hend-
inni í þeim efnum og hóf
hörkuárásir á þá rússneska
listamenn, sem sýndu til-
hneigingu til þess að fylgja
nýrri listastefnum- Pór hann
'hinum hör'ðustu og háðuleg-
ustu orðum um listaverk
þeirra, er hann sagði bera
vitni „úrkynjun“ og vera þess
leg, að asni hefði getað búið
þau til með því að sletta til
halanum. Upp frá því hefur
stefna stjórnarinnar virzt upp
og ofan — stundum hefur
stjórnin tekið eitt og eitt
spor áfram í frelsisátt, en stig
ið jafn langt til baka, áður
en langt um hefur liðið. Virð
ast breytingarnar tíðum hafa
farið eftir því, hvernig hátt-
aði samkomulaginu meðal
Kremlverja og stöðu Sovét-
ríkjanna á Alþjóðavettvangi.
★ ★ ★
Grein Rumyantsevs var all
löng, eða um 5090 orð. Hann
sakaði „Izvestija" — og nokk-
ur önnur blöð, þar á meðal
blaðfð „Selskaya 23hizn“ —
landbúnaðarrit flokksi-ns, um
að bæla niður andlegt frelsi
í landinu. Einkum gagnrýndi
hann „Izvestija" fyrir að for-
dæma þá rithöfunda, sem
sýndu þá djörfung, að benda
á í skrifum sínum, að líf
Rússa væri ekki alveg eins
mikill dans á rósum og hug-
myndafræðingar kommúnista
flokksins vildu vera láta.
Sagði Rumyantsev, áð „Izvest
ija” hefði einhliða, úrelta af-
stöðu til þessara manna og
slík afstaða gæti ekki gert
Sovétríkjunum neitt gagn.
Væri rangt að fordœma hinar
svokölluðu „neikvæðu“ bók-
menntir, sem vektu athygli á
ýmsum miður þægilegum hlið
um sovézks lífs þvert á móti
bæri að líta á þær sem heE-
brigða, jákvæða gagnrýni.
★ ★ ★
Birting þessarar greinar gaf
að sjálfsögðu byr undir vængi
bollaleggingum um það, hvort
meiri háttar valdastreita væri
meðal sovézkra ráðamanna.
Þykir þáð einkar sennilegt —
en engum getum hefur enn
verið að því leitt, hverjir þar
eigist við.
Þessi atburður verður til
þess að menn fylgjast af enn
meiri áhuga og forvitni með
Miðstjórnarfundi kommúnista
flokksins, sem bo'ðað he-fur
verið til nú í lok mánaðarins,
— væntanlega 27. sept. Þar
Nnun að mestu eiga að fjalla
um skipulagningú iðnaðarins,
og er haft fyrir satt, að stjórn
in muni leggja fram ýmsar til
lögur til róttækra breytinga,
með þáð fyrir augum að bæta
hag almennings. En eftir öil
um sólarmerkjum að dæma
stendur togstreitan innan
flokksins í nánu samibandi við
þessar breytingar, því talið
Framh. á bls. 15.
sem hann heimsótti í Búlg-
aríu fyrir skömmu, sem sama
stjórnmálaflokkinn og ríkti í
Búlgaríu á fyrri helming þess
arar aldar. En sannleikurinn
er sá, að „bændaflokkurinn“
sem Eysteinn heimsótti í
Búlgaríu var „endurreistur"
fyrst árið 1955 og aftur 1957,
sem hluti „þjóðfylkingar“
kommúnista, til þess að gefa
stjórnmálalífinu í Búlgaríu
svolítið geðþekkari svip í aug
um utanaðkomandi manna.
Eysteinn hefði ekki þurft
annað en að lesa sitt eigið
málgagn til þess að kynnast
ha^masögu búlgarska bænda-
flokksins, en í Tímanum hinn
25. september 1947 birtist for-
ustugrein um líflát búlgarska
leiðtogans Nikola Petkov og
þar sagði m.a.:
„Við þingkosningarnar í
fyrra var flokkur Petkov í
stjórnarandstöðu. Kosningarn
ar voru ekki frjálsar, en
margs konar hindranir lagð-
ar í veg bændaflokksins, og
fékk hann því miklu minna
fylgi en búizt hafði verið við.
En þó að þingflokkurinn væri
smár, var það, þó meira en
ríkisstjórnin þoldi. Var því
stofnað til málaferla gegn for-
ingjum hans, og þeir sakaðir
um að vinna gegn stjórninni.
Og nú hefur Petkov verið líf-
látinn, allir þingmenn flokks-
ins sviptir umboði til þing-
setu, og ýmsir foringjar hans
og áhrifamenn sitja í fang-
elsi og bíða dóms.“
Þetta sagði Tíminn, mál-
gagn Framsóknarflokksins og
Eysteins Jónssonar í septem-
ber 1947. Það er því að von-
um, að menn velta því fyrir
sér, hvaða „bændaflokkur“
það var, sem Eysteinn Jóns-
son heimsótti í Búlgaríu, og
hverjir hinir „dugmiklu for-
ustumenn“ hans, sem Ey-
steinn hitti og hann segir frá
í grein sinni, voru.
Ef til vill gefur þetta betri
mynd en nokkuð annað af
þeirri breytingu, sem orðið
hefur á Framsóknarflokkn-
um, öðrum stærsta stjórn-
málaflokki þjóðarinnar, á
tveimur áratugum. 1947 gerir
málgagn hans sér fullkom-
lega grein fyrir því, hvaða að-
ferðum kommúnistar í Búlg-
aríu beittu til þess að murka
lífið úr bændaflokknum þar
í landi og leiðtogum hans.
1965 fer formaður Framsókn-
arflokksins í heimsókn til
Búlgaríu og verður mjög
hrifinn af starfsemi og
forustumönnum einhvers
„bændaflokks", sem komm-
únistar höfðu gengið af dauð-
um fyrir tveimur áratugum.
Ekkert lýsir betur ástand-
inu í öðrum stærsta stjórn-
málaflokki þjóðarinnar í dag,
og þeim afleiðingum, sem
tækifærissinnuð vinstri stefna
'hefur haft fyrir flokkinn og
það, að formaður hans skuli
láta blekkjast svo fullkom-
lega af áróðursvélum komm-
únista í Austur-Evrópu, að
ekki er hægt að lesa annað úr
grein Eysteins Jónssonar, en
að hann hafi hlotið þá með-
ferð, sem nú á dögum er köll-
uð „heilaþvottur“. Lýðræðis-
sinnar í þessu landi hljóta
þrátt fyrir allt að hafa þung-
ar áhyggjur af þeim örlög-
um, sem foringjar Framsókn-
arflokksins virðast vera að
búa sínum eigin flokki.