Morgunblaðið - 24.09.1965, Side 28
28
MORGUNBLABIÐ
Föstudagur 24 sept. 1965
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
Þegar hér-. var komið, hefði
ég eins vel getað verið að aka
blindandi, því að nú var eins
og undirdjúpin opnuðust fyrir
framan mig. Þetta hafði allt ver
ið svo yndislegt um nokkurn
tíma. Mamma hefði ekki getað
hrint Normu, af því að hún
hefði alls ekki verið neitt að
sækjast eftir Ninon-hlutverk-
inu. En nú! Ýmislegt um hana
— frá Parísarárunum — sem
gæti fengið blóðið til að
storkna í æðum þínum....
— Anny! Ronnie horfði á
mömmu og tryggðin og ástin
skein út úr augunum. — Ég
veit vel, að þetta er allt sam-
an lygi, sem hún segir um þig,
en hugsaðu þér bara ef þetta
kæmist allt í blöðin, þá væri
mér ekki við bjargandi. Ég
verð að gefa Sylviu þennan
fimm ára samning, og það
mundi þýða sama sem heims-
endi hjá Kvikmyndafélagi Ron-
alds Light. En ... svo er annað
16
.... Ó, Anny, þú getur bjargað
mér úr þessum vanda. Skilurðu
það ekki. Ef þú giftist mér ....
gifstu mér og það strax!
Svipurinn á mömmu gerði
illt verra. Aldrei hef ég séð
sigurhrós svipinn á henni vera
eins fljótan að verða að engu.
En nú var hann horfinn. Hún
var hrædd og næstum ellileg.
— Ronnie! stundi hún. Ves-
Gerið góð kaup
• Málverl$amarkaðurinn Laugavegi 30 er í fullum
gangi og verður opinn allan laugardaginn n.k. frá
kl. 10 f.h. til kl. 7 e.h. Allt á að seljast.
Okkur vantar húsnæði.
Málverkasalan
Laugavegi 30 — Sími 17602.
DEMAG
rafmagnstalíur
lings Ronnie minn. Og þetta er
allt mér að kenna. Ef ég hefði
ekki verið að blanda mér í
þetta og reyna að bjarga henni
Normu.......
— Já, en, Anny, þér þykir
vænt um mig. Ég veit það. En
það er bara þetta, að þú ert
andvíg hjónabandi. Elsku Anny,
þetta er miklu meir áríðandi en
einhverjar vitleysislegar megin-
reglur. Það gildir líf okkar
beggja. Við getum ekið til Mexi
co núna strax. Nikki getur ekið
okkur. Ég veit, að þú ert upp-
tekinn af sýningunni þinni, en
þetta er bara einn sólarhring-
ur .... tuttugu og fjórar klukku
stundir......
— Elsku Ronnie minn! >ú
mátt ekki halda, að mér þyki
ekki vænt um þig. Ég tilbið
þig og mundi giftast þér á
stundinni. Það er svo sem það
minnsta, sem ég gæti gert. En
elsku vinur......í átján ár hef
ég verið að vona, að ég þyrfti
aldrei að segja þetta. Hún sendi
mér örvæntingarfullt augnatil-
lit en leit svo aftur á Ronnie
— >ú skilur . . . það er þetta,
sem Norma er að tala um í bréf
inu, þetta sem hún ætlaði að
segja ungfrú Leroy. Norma var
eina manneskjan í heiminum,
sem vissi um það. Ég get ekki
gifst þér, Ronnie, af því að ég
er þegar gift.
• Hvort viljið þér heldur að væntanleg eiginkona yðar I
sé ljóshærð eða dökkhærð?
— Gift?! æpti ég.
— Gift?! æpti Ronnie.
Mamma hélt sér fast í hand-
legginn á mér, og það hafði
ekki sem bezt áhrif á akstur-
inn hjá mér, sem var ekki of-
góður fyrir.— Ekki honum
pabba þínum, Nikki minn.
^ 4f Mn f'
DEMAC
Rafmagnstalíur
Hlaupakranar
Hlaupakettir
ÞÚRHF
REYKJAVÍK SKOLAVÖRDUSTÍG 25
esa
Góltmottur
Nýkomnar í miklu úrvali.
KOKUS-MOTTUR, þykkar og þunnar.
GÚMMÍMOTTUR
Verzlun O. EBIingsen
Verkstæðishús
í Hafnarfirði
Til sölu ca. 160 ferm. timburbygging á góðum stað
við suðurhöfnina í Hafnarfirði við Hvaleyrarbraut.
3000 ferm. lóð fylgir. Ennfremur til sölu þar á
staðnum smíðavélasamstæða og bandsög, með hús-
inu eða sérstaklega. Eignin er tilvalin fyrir báta-
smíðastöð eða annan skyldan rekstur. Einnig
gæti verið möguleiki að nýta eignina í sambandi við
útgerð, (fiskverkun o. fl.). Sanngjarnt söluverð.
ÁRNI GUNNLAUGSSON, hæstaréttarlögmaður
Austurgötu 10, Hafnarfirði
Sími 50764, kl. 10—12 f.h. og 4—6 e.h.
IUÍIMIR
Síðasti innritunardagur
ENSKA DANSKA >YZKA FRANSKA ÍTALSKA
SPÁNSKA RÚSSNESKA SÆNSKA NORSKA
ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA:
Sími 2 16 55 og 1 00 04 kl. 1—7.
MÁLASKÓLINN MÍMIR
Hafnarstræti 15 og Brautarholti 4.
ATH.:. Skólaskírteini afgreidd laugardag kL 1—4
eftir hádegi.
>etta var seinna. Rétt áður en
við komum til Bandaríkjanna.
>að var leynileg gifting .. . al-
veg í vitleysu og fyrirfram
dauðadæmd.
— En hver er maðurinn þinn?
spurði Ronnie, alveg utan við
sig.
Þetta var ægileg stund, en þó
ekki eins ægileg og búast hefði
mátt við, vegna þess, að
mamma var farin að jafna sig
ofurlítið aftur. Hún var farin
að rétta úr sér og sigursvipur-
inn tekinn að færast yfir and-
litið.
— Elskurnar mínar, ég verð
að játa allt, en þið verðið að
sverja að nefna það aldrei á
nafn. Ekki eins mikið mín
vegna eins og vegna hans. Ég
get ekki sagt ykkur nafn hans.
Ef ég gerði það, gæti ég aldrei
fyrirgefið sjálfri mér, því að
hann er áberandi persóna í sínu
eigin landi, og skömmu eftir
að ég kom hingað, varð bylt-
ing. Hann var af pólítiskum
ástæðum neyddur til að giftast
og við höfðum ekki svigrúm
til að koma skilnaði í kring.
Ég horfði á hana gapandi og
skjálfandi.
— Já, en, mamma, hver var
það? Segðu mér það, annars
verð ég vitlaus? Var það Bulg-
anin eða keisarinn í Persíu?
Mamma hafði nóg vald á
sjálfri sér til að senda mér
manndráps-augnatillit, en brátt
fóru allar hugarkvalirnar, sem
ég hafði þjáðzt af undanfarið,
svolítið að jafna sig, því það
ef þetta var allt og sumt, sem
Norma vissi um mömmu, þá
var það alls ekki nægileg
ástæða til að fara að myrða
hana. Náttúrlega var það dá-
lítið vandræðalegt fyrir þennan
volduga eiginmann hennar, að
verða uppvís að tvíkvæni, en
fyrir mömmu var það ekki ann-
að en auglýsing. Og það aug-
lýsing, sem munaði um, og
mamma hafði nú aldrei verið
feimin við annað éins....
Það er allt í lagi, Nikki. Hvað
áttu við með því, að þá er allt
í lagi með Normu ... ? Ég á við
að þá hefur mamma ekki hrint
henni.
— Meðan þetta samtal fór
fram í huga mínum, hafði
mamma verið að horfa á
Ronnie með sorgbitinni samúð.
— >ú sérð þessvegna, ves-
lings Ronnie minn, að ....
— Já, en, Anny, hvað á ég
þá að gera? „Rómantiskasta
brúðkaup síðan Vilma JBanky
og Rod La Roque“. Ég þoli
þetta ekki, Anny! Það er meira
en hægt er að leggja á nokkra
mannlega veru .... Það er.
— Jæja, Ronnie minn, ekki
dugar nú að tapa sér alveg.
Einhvernveginn var ég víst
kominn að gilinu, sem lá
„heim“ til okkar. Mamma hall-
aði sér aftur á bak í sætinu,
horfði beint fram fyrir sig með
hershöfðingjasvipinn á andlit-
inu. Eftir langt augnablik, rétt
þegar við vorum að koma að
hliðinu, sagði hún:
— Heyrðu, Ronnie! Hefur
hún Sylvia sýnt honum Denk-
er þetta bréf?