Morgunblaðið - 16.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1965, Blaðsíða 17
LaugardagUT W. oíctóber 1965 MORGU N B LADIÐ 17 Þ j óðleíkhúsið: Afturgöngnr Eftir Henrik Ibsen Leikstjóri: Gerda Ring Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á' miðvikudagskvöld hið kunna' leikrit Ibsens, „Afturgöngur“, senj á sínum tíma vakti úlfa'þyt víða um heim og var fordæmt, af flestum sómakærum leikhús- stjórum og gagnrýnendum bæði í Noregi og annars staðar. Öll þau ólæti koma okkur skrýtilega fyrir sjónir núna, því leikritið er tiltölulega meinlaust miðað við margt af því sem við höfum átt að venjast undanfarna ára- tugi. Hitt er samt vert að muna, að „Afturgöngur“ brutu blað í sögu leiklistarinnar, og m.a. af þeim sökum er það forvitnilegt nútíðarmönnum, þó sjálf for- senda harmleiksins (kvillinn sem Ósvald tekur í arf frá föður sínum) sé talin meira en vafa- söm af vísindamönnum. En það rýrir ekki gildi leiksins fremur en ýmsar „úreltar“ hugmyndir úr samtíma Shakespeares skemma verk hans. 3Hin arfgengi sjúkdómur var Ibsen nauðsynlegur til að túlkaj þá meginhugmynd sem í leikn- um felst. Hliðstæðan við forn- grísku harmleikina er augljós: í þeim voru ættirnar á valdi skapanorna, og syndir feðranna komu niður á börnunum í þriðja og fjórða lið. En þó er talsverður munur á. Hjá Grikkjum var bölvunin andlegs og siðgæðilegs eðlis, en hjá Ibsen er hún líf- fræðileg, enda hafði Darwin ný- lega birt . kenningar sínar og natúralisminn var í miklum upp- gangi í Evrópu, þegar verkið var samið. Natúralistarnir lögðu megináherzluna á ætterni og umhverfi, og þetta tvennt er rauði þráðurinn í „Afturgöng- Leikritið er hatröm árás á Ihræsni og tepruskap þjóðfélags- ins, þar sem mest er lagt upp úr sléttu og felldu yfirborði, en minna hirt um þó allt sé rotið og maðksmogið undir niðri. Barnahælið og sjómanna- heimilið eru tákn Ibsens um þessa innri rotnun. 1 þjóð- félaginu er tvöfaldur mælikvarði á hegðun manna og siðgæði, ann- ar opinber, hinn innan veggja heimilisins^ þar sem virðulegir góðborgarar hegða sér einatt eins og skepnur. Það er misræmið milli einkasiðgæðisins og hins opinbera mælikvarða, sem Ibsen ræðst gegn. Hann fordæmir boð og bönn, heimtar meira frelsi og I svigrúm, svo einstaklingurinn fái þrozkast meö eðlilegum hætti. Það sem framar öðru gerir „Afturgöngur11 sígilt leikhúsverk er að sjálfsögðu ekki vandamálið, sem tekið er til meðferðar, held- ur hvernig um það er fjallað og umfram allt hin margræða mynd sem dregin er upp af Helenu Alving. Hún er ein af stóru per- sónunum í leiktoókmenntum heimsins. í>ó persónur leiksins séu vissu- lega tákn og formælendur ólíkra viðhðrfa við mannlífinu og þjóð- félaginu, hefur höfundurinn var- azt að gera þær einvörðungu málpípur tiltekinna sjónarmiða. Hann hefur með snjöllum hætti sameinað hugmyndir og lifandi persónur, en í þeirri erfiðu list átti hann ekki marga jafningja. Á einu plani fjalla „Aftur- göngur" fyrst og fremst um leit Helenu Alvings að sjálfri sér. Spurningin er, hvort hún hafi ríkari skyldur við boð og bönn þjóðfélagsins en við sínar eigin sannfæringar, sín eigin viðhorf til siðgæðis og hugsjóna. Frú Alving kennir umhverfinu um alla ógæfu þeirra hjóna. Það var umhverfið sem eyðilagði hinn lífsglaða Alving kaftein og þrúg- aði hana sjálfa. Örlög þeirra öll eiga rætur sínar í félagslegu og náttúrlegu urtihverfi. En hvað gerist þegar frú Alving hefur gert sér þetta ljóst og horfzt í augu við það? Er hún orðin ný manneskja? Getur bún staðið við loforðið sem hún gaf syni sínum? Þeirri spurningu svarar Ibsen ekki í leikslok, heldur verða leik- húsgestir sjálfir að gefa sér svar- ið með hliðsjón af því sem á undan er gengið. Samkvæmt þeim nýja skilningi á lífinu, sem frúin hefur öðlazt, ætti hún að standa við loforð sitt, en kannski erum við komin út fyrir vett- vang valfrelsisins þegar blóð- böndin koma til sögunnar. í „Afturgöngum" kemst Ibsen að þeirri niðurstöðu, að menn haldi ekki sönsum nema þeir svipti burt hjúpi blekkingarinn- ar, en í „Villiöndinni“ er niður- staðan reyndar þveröfug, þannig að skáldið var svo sannarlega ekki að bjóða veröldinni upp á neina „endanlega lausn“ mann- legra vandamála í leikritum sín- um. Hann var einungis að leiða okkur fyrir sjónir manneskjuna og viðbrögð hennar við margvís- legum vanda lífsins, og af því hann var trúr manneskjunni í verkum sínum eru þau enn leik- in. Óvíða kemur betur fram en i „Afturgöngum“ hvílíkur völund- ur Ibsen var á efni sitt. í raun- inni má segja, að leikritið sé svo kyrfilega saman rekið, að það orki næstum ósannfærandi, og sums staðar er þáð alveg á mörk- um melódramans. En með yfir- burðatækni lánast höfundinum að breiða yfir þessa hættulegu agnúa og ljá leikbrögðum sínum (sem eru fá) dra’matíska merk— ingu sem lyftir leiknum. Nær- tækast dæmi um það er eldurinn í lok annars þáttar. Persónusköpunin er skýr, en fjarri því að vera einföld, nema kannski séra Manders, sem er helzti „saklaus" og blindur á staðreyndir lífsins fyrir smekk nútíðarmanna, þó eflaust hafi hann átt sér margar hliðstæður í hópi norskra presta á síðustu öld og eigi kannski enn. Norski leikstjórinn Gerda Ring setti leikinn á svið í Þjóð- leikhúsinu og leysti þann vanda vel og samvizkulega. Sýningin var heilsteypt, en nokkuð hæg og Guðbjörg Þorbjarnardóttir (fr ú Alving) og Gunnar Eyjólfsson (Ósvald. má deila, hvort rétt hefði _verið að færa sýningua nær nútíman- um og leggja minni áherzlu á það tímabundna. Gunnar Eyjólfsson, Guðbjörg son (séra Manders). þunglamaleg framan af. Senni- lega hefði stílfærðari og mynd- rænni uppfærsla náð sterkari tökum á áhorfendum, en um hitt Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lárus Fálsson (Engstrand smiður) og Valur Gíslason. Þorbjarnardóttir og Valur Gísla- Leikendur lögðu sig allir fram, og varð niðurstaðan svipuð og oft áður, þegar góðir erlendir leikstjórar leggja hönd á plóg- inn: frammistaða einstakra leik- ara var með ágætum. Guðbjörg Þorbjarnardóttir fór með viðamesta hlutverk leiksins, frú Alving, og gerði því minnis verð skil. Framan af gætti nokk urs hiks og öryggisleysis í fasi og þó einkum framsögn, en í öðrum þætti magnaðist túlkunin og náði hámarki í þriðja þætti þar sem þessi þóttafulla, lang- hrjáða og vontolekkta kona öðl- aðist tragíska reisn sem minnti á grísku harmleikina. Valur Gíslason lék séra Mand- ers og skóp sannfærandi persónu úr þessu einhæfa hlutverki. Valur lagði megináherzluna á góðmannlegt „sakleysi“ prests- ins og gerði hann mennskari heldur en hann hefði orðið í túlkun, sem einkum hefði dregið fram ofstækið og einstrengings- háttinn. Eins og Valur túlkar prestinn verður hann okkur skiljanlegri, þó vissulega reyni „blinda" hans talsvert á trúgirni manna á miðri tuttugustu öld. Gunnar Eyjólfsson lék ósvald Alving, hinn sjúka son, og náði einnig eftirtektarverðum tökum á hlutverkinu, ekki sízt í átökun- um í þriðja þætti. Hann túlkaði mætavel kvíðann og vonleysið hjá þessum dæmda manni, en var ekki eins heilsteyptur í orða- skiptunpm við prestinn í fyrsta þætti. Lárus Pálsson lék hið þakkláta og skemmtilega hlutverk Eng- strands smiðs með miklum til- þrifum og ísmeygilegri glettni sem skilaði þessum brögðótta og lífsreynda hræsnara heilum til áhorfenda. Er langt síðan ég hef séð Lárus fara á slíkum kostum. Bryndís Schram lék Regínu Engstrand, ungu stúlkuna á heim ili frú Alvings. Hin unga og gervilega ieikkona stóð að sjálf- sögðu illa að vígi með fjóra þaul reynda leikara sér við hlið, enda reyndist henni erfitt að halda í við þá. Sviðshreyfingar hennar voru tilþrifamiklar en ýktar til lýta. Hún hafði ekki fullt vald á röddinni; það vantaði í hana hljóminn. Þegar til átaka kom skorti hana nauðsynlegan þrótt og leiktækni, og lífsgleðin, sem hún átti að geisla frá sér, var fyrirferðarlítil. Hlutverkið er of viðamikið fyrir byrjanda, en á stöku stað brá fyrir þokkalegum leik hjá leikkonunni, einkum í öðrum þætti. Um sviðsmynd Lárusar Ingólfs sonar er það að segja, að stofan var mjög sæmileg og í stíl við sinn tíma, en útsýnið handan við gluggann á baksviði var vægast sagt herfilegt. í leikritum Itosens skiptir umhverfið og „andrúms- loftið“ geysimikiu máli. Það er í rauninni einn af „leikendum." í „Afturgöngum“ er landslagið og veðráttan fyrir utan gluggann veigamikill þáttur í sjálfum leiknum og skapar ákveðnar stemningar sem móta samtöl per- sónanna. í Þjóðleikhúsinu fór þetta „andrúmsloft" að mestu forgörðum, og sætir fullkominni furðu hve lítil rækt hefur verið lögð við þennan mikilvæga þátt sýningarinnar. Það má teljast undarlegt, ef ekki er hægt að framkalla í íslenzku leiksviði sannfærandi sýn til fjalla og skriðjökuls! Glampinn frá elds- voðanum var líka sérlega klaufa- lega framkallaður, og yfirleitt var meðferð ljósa í lélegasta lagi. Þýðing Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi er snjöll og mergjuð, lipur í munni og „trú“ hverri persónu leiksins. Sigurður A. Maguússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.