Morgunblaðið - 23.12.1965, Qupperneq 6
6
MORCUN BLAÐIÐ
Fimmtudagur 23. des. 1965
*
UM BÆKUR
FRÁ LIÐINNI ÖLD
Eiríkur Sigurbergsson:
KIRKJAN í HRAUNINU.
Ættarsaga. 254 bls.
Bókaforlag Odds Björns-
sonar. Akureyri.
UM SKÁLDSÖGU Eiríks
Sigurbergssonar, Kirkjan í hraun
inu, maetti segja margt, bæði já-
kvaett og neikvætt. Auðséð er,
að höfundur hefur gert sér litla
rellu út af skáldsöguforminu.
Hann byrjar t.d. á inngangi, sem
er bæði óþarfur og utangátta.
Upphaf sögunnar er diálítið rugl-
Eiríkur Sigurbergsson.
ingslegt. Og víða koma fyrir at-
hugasemdir, sem alls ekki eiga
heima í skáldsögu.
Hins vegar leynir sér ekki, að
höfundur er gæddur bæði inn-
lifunar og túlkunanhæfileika,
eða skáldgáfu, ef menn vilja
heldur kalla það svo. Stíll hans
er sums staðar viðvaningslegur,
en alls ekki lágkúrulegur og víða
með talsverðum kjarna. Sögu-
hetjurnar eru hver með sínum
'svip, að vísu misjafnlega skýrum,
og þó nógu skýrum til að vera
samkvæmar sjálfum sér. Skýr-
astir eru sumir karlmennirnir í
sögunni. Höfundi er og lagið
að draga upp kímilega drætti,
sem tvímælalaust prýða sögu
sem þessa.
Höfundur hefur valið sögu
sinnj stað í tíma og rúmi. Sagan
gerist um 1820. Sögusviðið er
augljóslega einhvers staðar í
Vestur-Skaftafellssýslu, nánar
til tekið við vesturjaðar Eld-
hrauns. Hefur höfundur lítillega
stuðzt við þjóðsögur, en að öðru
leyti er sagan skáldskapur frá
rótum.
Kirkjan í hrauninu er í stór-
um dráttum samin sem skemmti
saga. Atburðarás og efnismeð-
ferð hnígur í þá áttina. Á hinn
bóginn er æði margt, sem skilur
hana frá þess konar sögum, eins
og þær gerast nú algengastar í
íslenzkum bókmennitum.
Það er alkunna, að flestar inn-
lendar skemmtisögur, sem nú
koma fyrir almennings sjónir,
innihalda eintóma lapþunna
ástarvellu, sem er jafnvæmin sem
hún er óraunveruleg. Eiríkur
sleppir ekki ástinni í sinni sögu.
En hennj er ekki skipað þar í
hvert rúm. Fremur mætti segja,
að höfundur legði mest upp úr
alhliða þjóðlífslýsingu, og er það
vel.
1 bók hans koma fyrir frásagn-
ir og lýsingar á fjölmörgum at-
riðum, sem yngri kynslóðin þekk
ir alls ekki til, að minnsta kosti
ekki sá hluti hennar, sem alizt
hefur upp í borg eða kaupstað.
Mundu ekki t.d. fyrirfinnast
æðimargir, sem aldrei hafa heyrt
getið um hraun af hrossi? Ekki
er líklegt, að ungu stúlkurnar
meðhöndli þann matarrétt í
skólum þeim, sem kenndir eru
við húsmæður. Ekki er heldur
sennilegt, að veitingahús, sem
bjóða upp á þjóðlega rétti, hafi
hann á matseðlum sínum. Og er
það víst ekkj láandd. Uppskrift-
ina er ólíklega víða að finna. En
í Kirkjunni í hrauninu má nú
samt lesa um, hvernig Gvendur
útbýr hraun af hrossi handa sér
★ Siðleysi
Á dögunum birti ég bréf frá
austfirzkri konu þar sem hún
sagði m.a., að íslenzkir sjó-
menn gerðu sér það að leik að
eyðileggja veiaarfæri Rúss-
anna á síldarmiðunum. Ég sagð
ist ekki trúa því, að þvílíkt sið
leysi viðgengist meðal okkar
manna. En nú hef ég fengið
nokkur bréf. m.a. frá sjómanni
—og staðfestir hann, að brögð
séu að þessu. Segir henn, að
þetta sé fremur fátítt ,en eigi
sér alltaf stað — og heyrt hafi
hann sjómenn hæla sér af því
að hafa eyðilagt veiðarfæri er-
lendra fiskiskipa hér við land.
Þeir menn, sem valda slíkum
skemmdum að yfirlögðu ráði,
eru ribbaldar. Það skiptir ekki
máli hver í hlut á — hvort
það er Rússi, Færeýingur,
Norðmaður eða Breti. Islenzk-
ir sjómenn eru ekkert ánægðir
yfir skemmdum, sem aðrir
valda á þeirra veiðarfær-
um — viljandi eða óviijandi.
Þeir þekkja bezt hve skaðinn
getur orðið mikill. Og, þegar
veiðarnar eru stundaðar á al-
þjóðlegu hafsvæði — jafnvel
þótt það sé í nágrenni íslands-
stranda — er það siðleysi að
valda skemmdum á veiðarfær-
um útlendinga — að yfirlögðu
ráði. íslendingar eiga ekki ali-
an fiskinn í sjónum.
-^r Grétu af reiði
Á skólaárum mínum var ég
nokkur sumur á togururn — og
veiðar voru þá m.a. stundaðar
við vestur Grænland. A íeng-
sælum miðum þar vestra voru
portugalskar skútur allt sum-
arið — með mörg hundruð,
ef ekki þúsundir af „doríum“.
Þetta voru smáskektur, sem
og Möngu sinni og krógum
hennar tveim.
Annað mundi ég telja til gildis
Kirkjunni í hrauninu, en það
er sá þjóðsagnablær, sem höfund
ur hefur brugðið yfir suma kafla
sögunnar og hefði mátt vera
þar ögn sterkari.
Þá hefur höfundur, að minni
hyggju, sett sig vel inn í hugs-
unarhátt hinnar liðnu tíðar.
Vestur-Skaftafellssýsla hefur
um margt nokkra sérstöðu. Þar
blasa við aug»m stórbrotnar
andstæður. Það er eins og líf og
dauði heyi þar harðari baráttu
en annars staðar. Þar getur ekki
hljómað tilgerðarlega að tala um
land elds og ísa.
Skaftáreldar voru það mikla
sjónarspil, sem gerzt hefur feikn
legast hér á landi og varpaði
skugga yfir héraðið um langa
hríð. Sá atburður er kallaður
Eldur og skrifað með stórum
staf í bókum. Og svo er talað um,
að þetta eða hitt hafi gerzt fyrir
eða eftir Eld.
Kirkjan í hrauninu gerist
nokkrum áratugum eftir Eld,
þannig að eldri kynsióðin man
eftir honum, en yngri kynslóðin
þekkir hann aðeins af frásögn
hinnar eldri. Minningin grúfir
sem sagt yfir héraðinu.
Um undirbygging Kirkjunnar
í hrauninu er það að segja, að
hún er fulllosaraleg. í raun og
róið var frá móðurskipinu
snemma að morgni, en aflinn
lagður upp seint að kveldi. Á
hverjum báti var einn maður
og veiddi hann á línu, smá-
bút, sem hann var ýmist að
leggja eða dragia allan daginn.
En fjöldinn var þvílíkur, að
línur hinna portúgölsku fiski-
manna lágu langs og þvers um
allt veiðisvæðið — og togara-
karlarnir gátu ekki komizt hjá
því að toga yfir línu beirra
við og við. Að öðrum kosti
hefðu þeir orðið að hypja sig
í burtu.
Ég minnist þess, að okkar
skipstjóri fór oft stóra krókia
til þess að sveigja hjá línum
Portúgalanna — og hann varð
dapur á svip, þegar hann sá
línurnar koma upp á toghler-
um okk/ar. Það var samt mjög
sjaldgæft. Við hásetarnir vor-
um líka fullir meðaumkunar,
þegar slíkt gerðist^ því að
stundum grétu Portúgalamir
af reiði, þegar þeir urðu þess
varir, að við höfðum farið yfir
línuna þeirra. Vissum við ekki
af því fyrr en við sáum þá
veifla öllum öngum í bátunum
sínum álengdar jafnvel miða
á okkur byssum sínum, eða
lyfta hendinni og bregða henni
yfir hálsinn — til merkis um,
að helzt vildu þeir skera okkur
alla á háls. Já, ég held, að öll
skipshöfnin hafi tekið það
nærri sér, þegar þetta gerðist.
Hættunni boðið
heim
Að eyðileggja veiðarfæri að
yfirlögðu ráði var svo fjarlægt
okkur í þá daga, að ég trúði
ekki að slíkt gerðist yfirleitt
meðal sjómanna okkar. Með
slíkri framkomu bjóða þeir
veru skiptir t.d. um aðalsögu-
hetjur í síðari hluta sögunnar.
Og hvarvetna rekst maður á van-
kanta í frásögu og samtölum,
sem auðvelt hefði verið að sníða
af. Ein rækileg hreinritun hefði
getað bætt hana mikið.
En einstakir annmarkar, þó
leiðir kunni að vera, fyrirgefast
fremur þeim höfundi, sem hefur
hættunni heim. Eilífar hefndir
á báða bóga eru síður en svo
til bóiia. Á meðan við höfum
ekkx lagalega einkarétt -til
veiða á þeim miðum, sem enn
eru utan landhelgi okkar, verð
um við að virða rétt annarra.
Engum ætti að vera óljúft að
virða lög og rétt, því að á þeim
grundvallaratriðum byggjum
við líka okkar tilveru.
'k Skemmtilegt,
fróðlegt og
gagnlegt
„Kennari" skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Það kemur stundum fyrir
okkur kennarana, að við erum
spurðir ráða, þegar gefa skal
börnum eða unglingum jólagjöf.
Aðallega eru það börnin, sem
spyrja, oft unglingar, en (því
miður) sjaldnast foreldrar.
Venjulega svörum við litlu tii.
Við vitum, að árlega kemur út
fjöldinn allur af skemmtilegum
Og góðum bókum handa börn-
um og unglingum, og okkur
verður ógreitt um svar, þegar
við eigum að mæla með einni
bók fremur en annarri.
Þó eru undantekningar til,
þegar okkur finnst skylt að
svara, ekki sízt ef viðkomandi
bók er fallega úr garði gerð,
vel skrifuð á góðri íslenzku og
skiljanleg öldnum sem ungum,
þótt um efni sé að ræða, sem
vehjulega er torskilið.
Ég á að heita allvand-
látur kennari, en eftir að
hafa lesið tvær fyrstu bæk-
umar í Alfræðasafni Al-
menna bókafélagsins, get ég
ekki orða bundizt. Hér eru
bækur á ferð, sem mér finnst,
að mér beri skylda til að mæla
með. í þeim báðum er fjallað
eitthvað að segja. Það er heildar
svipur bókar, sem úrslitum ræð-
ur, en ekki einstök atriði.
Og gerandj ráð fyrir, að Kirkj-
an í hrauninu sé að minnsta
kosti hálft í hvoru skrifuð sem
skemmtisaga, er skylt að taka
fram, að hún er, að dómi undir-
ritaðs, ósvikin skemmtilesning.
Erlendur Jónsson
um flókið efni, sem nútíma-
unglingar verða að kunna skil
á og það er sett fram á svo
skemmtilegan og skýran hátfc
(með ótal ljósmyndum og
teikningum til glöggvunar og
skýringar), að hér eftir tek ég
enga afsökun gilda á kunn-
áttuleysi í þeim efnum aðra
en þá, að nemandinn hafi ekki
séð þessar lærdómsríku bæk-
ur.
Það er ánægjulegt fyrir
okkur, sem verjum ævitíman-
um til þess að uppfræða börn
og unglinga, að vita til þess,
að til skuli vera bækur á auð-
lesinni og auðskildri íslenzku
um efni, sem vissulega er nokk-
uð torvelt fyrir unglinga.
Þetta hjálpar okkur vesölum
uppalendum og ítroðurum
meira en orð fá lýst. Þess
vegna vona ég, að það verði
ekki tekið sem nein auglýsing
svona rétt fyrir jólin, þó að ég
segi eins og er, að betri bækur
en þessar tvær („Fruman" og
„Mannslíkaminn") séu vand-
fundnar handa börnum og
unglingum. Þeir, sem hafa les-
ið þær, standa aldrei á gati í
þessum efnum.
Höfundarnir eru heimsfræg-
ir, en ég ætla bara að minna
á þýðenduma, sem eru ekki
lítii trygging, en þeir eru dr.
Sturla Friðriksson, Páll V. G.
Kolka og Guðjón Jóhannesson,
læknir. Nöfn þeirra ættu að
vera næg trygging þess, að
hér er ekki um hégóma fjallað
á lélegu máli.
Með kveðju til Velvakanda
og foreldra, með von um birt-
ingu í dálkum yðar,
Kennari".
Velvakandi þakkar þetta ein-
læglega skrifaða bréf, og þar
sem hann þykist vita, að höf-
undur þess riti ekki slíkt bréf,
nema hann sé sannfærður um
gildi þessara tveggja bóka,
birtir hann það án frekari at-
hugasemda.
Höfum flutt verzlun vora .og
verkstæði að
LÁGMÚLA 9
Símar:
38820 (9—17)
38821 (Verzlunin)
38822 (Verkstæðið)
38823 (Skrifstofan)
Bræðurnir Qrmsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.
Mikið annríki hefur að vandaverið í blómaverzlunum. Unnið
er vikum saman að alls kyns skreytingum. Myndin er tekin t
Alaska af starfsmönnum við vinnu.
/