Alþýðublaðið - 13.03.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.03.1930, Blaðsíða 3
alþýðublaðið 3 B iiiBil «■ 1S ita Nýjar lyrsta flokks Virglnia cigarettur. Three Bells 20 stk. pabkinn koStav kr. 1.25. - Búnar til hjaft British Ameriean Tobaeeo Co, Loudon. Fást i heildsBln hjá s Tóbaksverzl. íslands h.f. Einkasaiar á isiandí. ÍS1SS1 XX>OOööOOOOO< IHATTAR i Ma j Vfiniwmiwl VÍRÐI Það sem eftir er af filthött- um selst fyrir hálfvirði fram til helgar. HATrAVEBZLUH MAiU ÓLAPSSON KOLASDNDI 1. 5ÖÖÖOÖOÖÖÖOÖÍ Jnrta« mœmswszizesi pottar nýbomnip. Hvergi ódýrarl. Júhs. Hansens Enke. H. Bieilng. Laugavegi 3. Sími 1550. Fyrir bálívirði enn pá pessa Viku: Perlufestar, Dömuveski, Amatöralbum, Keramikvasar, Keramiköskubakkar o. fl. 20% afsláttur af Kaffistellum, Matarstellum, Þvottastelhun, Péningakössum, Straujárnsettum, Leikföngum o. fl. 10«/o afsláttur af öllum öðrtím vörum. Verzlunin Ingvar Ólafsson, Laugavegi 38. Simi 15. Sími 15. Ekki einleikið. Þegar verið var að vígja nýjan flugvöll og lofthöfn við Havana á Kúba urðu tvenns konar slys, er urðu samtals 12 manns að bana. Fyrst rakst almennings- vagn á rafmagnslest, og biðu 10 af farþegum almenningsvagnsins bana, auk þess að nokkrir slösuð- ust. Og rétt á eftir féll flugVél, sem var yfir vellinum, til jarð- ■ar, og biðu flugmennirnir, sem voru tveir, samstundis bana. Einar E. Markan söngvari söng í gærkveldi í Gamla Bíó fyrir fjölda áheyrenda. Markan tókst prýðilega að grípa hugi áheyrenda sinna, enda er hánn afbragðs listamaður. Á söngskrá hans voru flest lögin útlend, en hann söng þrjú auka- lög, öll íslenzk, þar á meðal „Bik- arinn“, hið undurfagra lag Mark- úsar Kristjánssonar. Þessí söng- skemtun var tæplega eins góð og sú, er Markan hélt hér um daginn. Hafa vafalaust veikindi söngmannsins valdið. — Markan á vonandi eftir að syngja hér mörgum sinnum oftar, áður en hann fer út. St. Bjaroráð fyrir sjömenn. Loftskeytastððvar á Ísafírði og Horni. Haraldur Guðmundsson og fjórir aðrir þingmenn flytja þá tillögu við fjárlögin, að varið verði 10 þúsund kr. úr ríkissjóði til þess að reisa loft-talstöðvar á ísafirði og á Horni á Horn- ströndum, til þess að sjómenn geti fengið betri og fullkomnari veðurfréttir, fyrst og fremst á Vestfjörðum, en einnig yfirleitt hér við land, sökum þess, að veðurspárnar verða að sjálfsögðu þeim mun fullkomnari, þeim mun betri og fyllri veðurfregnir, semj Veðurstofan fær. Er nauðsyn loft-talstöðvanna og gagninu, sem af þeim mun verða, lýst þannig í bréfi, er stjórn skipstjórafélagsins „Bylgj- unnar" á Isafirði hefir sent Veð- uxstofunni (dagsettu 28. jan. s. 1.): ,-,Láta mun nærri, að hér við Djúp rói í hvert sinn er gefur á vetrarvertíð 15 vélbátar og línu- skip 25 smálesta og stærri og 40 vélbátar frá 6—25 smálesta. Áhöfn þessara skipa allra til samans er um 400 manns og veiðarfærin, sem þau nota dag- lega, um 70—80 þúsund kr. virði. Má af þessu nokkuð marka, hve mikið er í húfi, bæði af manns- lífum og fémæti, á hverjum degi, og hversu bráð nauðsyn ber til, að veðurspárnar séu sem allra réttastar. . . - Minni bátarnir láta úr höfn kl. 2—3 á nóttunni, og þeir stærri á tímanum frá kl. 23—24 [11—12 að nóttu]. Byrja þeir þá að leggja lóðirnar um kl. 2 að nóttu og eins þá daga, sem þeir liggja úti. Stærri skipin hafa öll móttöku- tæki, en þau minni geta notað tækin í landi, sem -nú orðið eru ftil, i hverri veiðistöð. Er af þessu Ijóst, að öll skipin gætu haft not af veðurfréttum, sem varpað er út kl. 24 [12 að nóttu]. Þá er að athuga þörfina á þessum auknu veðurfréttum. Oss er ljóst, að veðurspár og veðurfréttir eru mjög mikils virði og geta oft afstýrt ýmis konar óhöppum og tjóni, en hins vegar hefir spánum nú í vetur skeikað eigi alllítið og veður oftar en einu sinni breyzt til hins verra, svo tjón hefir hlotist af. Skulum vér einkum nefna tvö dæmi þessa: Aðfaranótt þess 17. janúar var spáð góðu veðri, en um daginn sunnan og suðaustan, mildara veðri. Þá nótt um kl. 4 brast á stórviðri á norðaustan með miklu hríðarveðri, svo að skip náðu landi við illan leik og töpuðu flest miklu af lóðum sínum, en sum öllum. Stóð bylurinn óslitinn til kl. 10 að kvöldi næsta dágs. Að kvöldi þess 24. [jan.] var spáð stiltu og björtu veðri þá um nóttina, en yfir daginn sunn- an- og suðaustan-golu. Skip réru öll tii fiskjar og flest langt, því bæði bar saman veðurspá og veðurútliti um kvöldið. Að morgni um kl. 10 hvestí á ANA og gerði eitthvert mesta hvass- viðri, sem þekkist hér úr þeirri átt. Smærri skipin náðu nauðu- lega landi, nokkur hleyptu til Súgandafjarðar, og einn bátur fórst með 5 mönnum. Það er fjarri þvi, að vér séum að álasa Veðurstofunni fyrir þetta, því oss er ljóst, að veður- skeyti, sem hún fær héðan að vestan, eins og reyndar víðar af landinu, eru tekin innfjarða og hljóta þvi að vera mjög villandi fyrir hana oft á tíðum. Að minsta kosti er það svo hér á ísafirði, að oft er bezta veður í, kaup- staðnum, þó að ófært veður sé þegar utarlega kemur í Djúpið, jafnvel á grunnmiðum. Sam- kvæmt þessu verða því forsend- urnar fyrir veðurspánum héðan af Vesturlandi oft rangar, og er þá ekki von að vel fari. Menn eru alment farnir að meta veðurspárnar og taka mik- ið mark á þeim, og þvi meiri nauðsyn, skilst oss þá að beri til þess, að sjálfar veðurfréttirnar séu réttar, og kæmust tillögur vorar um að fá veðui'skeyti frá togurum, — sem sífelt eru á haf- inu úti fyrir Vestfjörðum —, í framkvæmd, — skeyti, er síðan, með athugasemdum Veðurstof- unnar, yrði útvarpað á hinum til- tekna tíma, kl. 24, — væri að voru áliti stórt spor stigið í þá átt, að Veðurstofan geti komið sjávarútveginum hér að því gagni, sem hún á áð koma og þarf að koma. Mjög æskilegt væri, eigi sízt vegna veðurfrétta, að loftskeyta- stöð verði reist á Horni, er stæði í sambandi við stöðina í Reykja- vík og aðra, er sett yrði upp hér á ísafirði. Talsverður áhugi er vaknaður fyrir þessu hér vestra. Þingmálafundur hefir skorað á alþingi að koma þvi í framkvæmd og fiskideildin hér sömuleiðis, hvern árangur sem það ber að þessu sinni. Til þess að rökstyðja enn betur ummæli vor um nauðsyn veðurfregna af hafinu skulum vér geta þess, að í vetur hefir það komið fyrir dögum oftar, að spáð hefir verið austan- eða suðaustan-kalda, en veður þá verið á norðaustan með stórhríðarbyl og sjávargangi, stundum svo miklum, að togarar hafa orðið að leita hafnar.“ Stjórn skipstjórafélagsins kveðst ekki vera í neinum vafa um það, að veðurfregnir Veður- stofunnar yrðu oft talsvert á ann- an veg en þær eru nú, ef hún fengi fréttir þær, sem loftskeyta- stöð á Horni gæti sent. — Jafn- aðarlega fengi stöðin veðurfrétt- ir frá skipum á djúpmiðum, og jafnan gæti hún sent veðurfregn- ir af útskaga þeim, er hún sjálf væri á. — Sjávarútvegsnefnd neðri ,deild- ar alþingis hefir mælt með til- lögu þeirra H. G. um fjárveit- inguna til að reisa loft-talstöðv- arnar. Haraldur benti á í þingræðu í gær, að þessum 10 þúsund kr. er vel varið, því að þeim er varið til þess að gera líf og at- vinnu fjölda sjómanna miklu ö- hultara og öruggara hedlur en nú er. Þar fylgjast að slysavarnir og bætt atvinnuskilyrði. Árni Pálsson bókavörður er nú farinn að halda fyrirlestra vestan hafs og að sögn við góðan orðstír.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.