Morgunblaðið - 12.02.1967, Side 2
2
JYLOKCJUNBLAtílÐ, SUNNUDAOUK 12. FiSBKUAR 1967.
EIISISTÆÐ HLJOIVIPLOTU-
DTSALA
Tiu plötur 1 búnti á kr. 100 — búntib
Tólf laga plötur frá kr. 700,—
íslenzkar 2j. laga plötur kr. 20,—
ÚTSALAN HEFST í FYRRAMALIÐ
HLJÓÐFÆRAVERZLUN
SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR
VESTURVERI - SÍMI 11313
— Forsetinn
Framhald af bls. 1
uninn. Ég man þetta eins og það
'aefði skeð í gær. í>að voru ekki
liðnar þrjár mínútur frá því að
það var komið í botninn og bú-
ið að taka í blökkina og þar
til allt var pinnfast. Það sátst
ekki tutla eftir af netinu, þegar
híft var upp, ekki möskvi. Já,
það var mikið rifrildi, það má
nú segja.
— Hvernig var mataræðið á
Forsetanum?
— Það var kjöt um hádegið og
soðning um kvöldið, annars var
lélegt fæði fyrstu árin á togur-
unum.
— Var ekki skyrhræra á
morgnanna, eins og síðar varð.
— Nei, mig minnir að skyr-
hræran kæmi ekki fyrr en eftir
stríð, þó man ég það ekki fyrir
víst og við höfðum bara dósa-
mjólk. Það var eilíf stykkjasoðn
ing. Það var ekki fyrr en sið-
ar að kokkarnir fóru að breyía
til og steikja og þess háttar.
— Hvernig var salan hjá ykk
ur, þegar þið siglduð á haustm?
— Hún var þetta 3—400 pund,
en þó minnir mig að Halldór
hafi einu sinni selt fyrir 800
pund, eftir að han kom á Earl
Henforth og þótti það geysisala.
— Hvenær varðstu bátsmaður
á Forsetanum?
Með
innleggi
ROS bamaskómir eru byggðir upp með það fyrir augum að barasfóturinn sé frjáls
og óþvingaður.
ROS barnaskórnir em byggðir breiðir og með háum hliðum við tærnar og gerir
það að verkum að þær eru leikandi fr jálsar þó skórnir að öðru leyti haldi vel að.
ROS barnaskórnir eru með góðu innleggi og hælarnir undir skónum teygja sig inn-
anfótar fram undir ilina og gefa því enn betri stuðning.
ROS barnaskórnir em skinnfóðraðir.
ROS barnaskórnir eru venjulega fyrirliggjandi í öllum litum og stærðum frá 18-27.
ROS barnaskóverksmiðjuraar hafa margsinnis verið verðlaunaðar fyrir að sameina
í byggingu góða baraaskó og sérlega fallegt útlit.
MUNIÐ að vel með famir barnsfætur eru ómetanlegur fjársjóður til fullorðinsáranna
Góðir skór gleðja góð börn
Hverfisgötu 82 — Sími 11-7-88.
Bankastræti — Sími 2-21-35.
’SÍÐASTA VERK HÓBELSVERÐLAUNA5KÁLDSINS
Ernest
HEMINGWAY
f ÞÝÐINGU NÓBELSVERÐLAUNASKÁLDSINS
Halldórs
LAXNESS
Frábærlega skemmfileg bók,
sem þér asttuð ekkl
a$ sitja yður úr færi að eignast
áður en það er um seinan.
Frúarkikfimi
Ármanns
/ í
í Breiðagerðisskóla er á mánudögum kl. 8,20 og á
miðvikudögum kL 8,30. — Kennari verður Þórey
Guðmundsdóttir. — Nýir meðlimir velkomnir.
STJÓRNIN.
Aukastarf
Tryggingarfélag óskar eftir duglegum sölumönn-
um, til að annast sölu á ýmiss konar tryggingum.
Góðir tekjumöguleikar. — Tilboð, merkt: „Trygg-
ingarsöfnun — 8790“ sendist afgr. Mbl. fyrir
20. þ.m.
Vanur bókhaldari
óskar eftir að taka að sér bókhald. Til greina gæti
komið vinna hálfan daginn.
Tilboð merkt: „Vanur — 8163“.
Kvenfélag Kópavogs
heldur þorrablót í félagsheimilinu laugardaginn 18.
febrúar nk. kl. 19. Skemmtiatriði og dans. — Konur
fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Miðar
verða seldir í félagsheimilinu (uppi) fimmtudaginn
16. febrúar kl. 18—22. — Upplýsingar í símum
40981 og 41545.
STJÓRNIN.
— Ég fór af Forsetanum á
Snorra goða með Jóakim Guð-
bjartssyni, sem reyndar hét
fullu nafni Guðbjartur Jóakim
Guðbjartsson. Hann var Önfirð-
ingur og hafði bæði íslenzk og
ensk réttindi, og kunni vel til
verka. Hann fór aftur til Eng-
lands og ílentist þar. Síðan var
ég eitt úthald á Nirði með Guð-
mundi Guðnasym, og þá á Gylf-
anum með Jóel Jónssyni og var
þar bátsmaður en árið 19-10 tók
Jón bróðir Forsetann og þá fór
ég til. hans bátsmaður og tók
við því starfi af Bergi, sem fór
þá í Skólann og á Forsetanum
var ég bátsmaður til 1914.
— Hvernig var að taka troll
á Forsetanum? Var hann blaut-
ur?
— Nei, hann fór ágætlega með
sig og var ágætis sjóskip, bæði
tómur og undir farmi, en hann
var ganglítill á móti, fór kannski
niður í þrjár mílur.
— Var haldið lengi til þegar
að fór veður?
— Nokkuð. Ekki svo mjög.
— Var haldið stíft áfram á
ferð?
— Það var sjaldan slegið af.
Hann var ágætur þó hann væri
ekki stór.
Bergur Pálsson er fæddur á
Vindibarði á Mýrum í Suður-
sveit 30. marz 1874 og verður
því 93 ára 30. marz. Hann var
fyrsti bátsmaður á Forsetan-
um og var reyndar skráður 2.
stýrimaður.
Bergur var úti í Glasgow i
fimm vikur við að búa skipið tii
heimferðar og var síðan eina
þeirra sem sigldu því heim.
— Hvenær hélduð þið af stað
heim frá Glasgow?
- Ég man ekki daginn, ea
það var síðla dags.
— Hvernig var veðrið á leið-
inni upp?
— Það var rumpuveður. Suð-
vestan en slarkandi ferðaveður
og það var alltaf haldin full
ferð.
— Voru margir viðstaddir,
þegar skipið kom?
— Nei, það var örugglega ekki
um neina móttökuathöfn að
ræða, nema þá að eigendurnir
hafi gert sér glaðan dag í landL
— Var strax farið að útbúa
skipið til veiðanna?
WEBB
traktorgrafan er eina traktor-
grafan, sem getur snúizt í
heilhring, 360°.
Passar á alla traktora
hjóla og belta.
Hefur sjálfstætt vökvakerfi.
Fljótt tengd og aftengd. —
Losunarhæð upp í 4 m.
Grafs-við upp í 7 metrar.
Afkastamikil, ódýr,
stuttur afgreiðslutími.
Vé’aval hf.
Laugavegi 28. Sími 1-1025.
Opið kl. 2—4.
Kvöldsími 3-3655.