Morgunblaðið - 12.02.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1967.
Þráinn
Bertelsson
KVIKMYNDAÞÁTTUR
ÞAÐ vakti hálfvegis furðu
mína, að kvikmyndagagnrýn-
andinn Sveinn Kristinsson
lýsti því yfir hér í blaðinu
hinn þriðja janúar sl., að hann
fengi ekki séð, að „það skipti
öllu máli með kvikmyndir,
hvort þær birtast ári fyrr eða
síðar“. í>ó tekur Sveinn reynd
ar fram, að „æskilegt sé, að
fá þær heldur fyrr en síðar,
einkum ef um stórbrotnar og
I
4
%
<«
V
< ►
< >
V
<«
<«
<«
Georges Méliés.
sérlega vel gerðar myndir er
að ræða, sem menn þekkja cil
og bíða með forvitni". Kvik-
myndagagnrýnandinn Sveinn
dregur Nóbelsskáldið Halldór
Laxness máli sínu til stuðn-
ings úr pússi sínu og segir,
„að listaverki liggi aldrei á
og sé vafasamt, hvort hægt sé
að ræða um fram og aftur í
tíma, þegar um listaverk er
að ræða“. Og til að reka smiðs
hðggið á réttmæti þessarar
nýstárlegu kenningar sinnar
um, að næsta lítilvægt sé,
hvort kvikmyndir birtast ár-
inu fyrr eða síðar, kemst
þessi velþekkti gagnrýnandi
svo að orði: „í öllu falli eru
kvikmyndahúsin ekki ein um
seinlæti við öflun úrvals-
verka úr listaríkinu. Má þar
til dæmis minna á, að mörg
frægustu skáldverk í heimi
hafa ekki enn verið þýdd á
frónska tungu og víst ekki
miklar líkur til, að svo verði
á næstunni. Eru þó mörg
þeirra ekki aðgengileg fyrir
aiþýðu manna hérlendis á
tungum þeim, sem þau hafa
verið samin á“.
Nú sérhver drepur sínar
flær með sínu lagi, en samt
finnst mér ástæða til að fara
fáeinum orðum um þessi skrif
Sveins. Það er alkunna, að
forráðamenn flestra kvik-
myndahúsa héx á landi leggja
ekki sérstaklega mikla
áherzlu á að sýna markverð-
ar myndir eins fljótt og auð-
ið er, hvort sem það stafar af
því, að þeir taki orð Kiljans
svo bókstaflega, eða efnahags
ástæður eigi þar hlut að málL
Seinlæti þessara aðila finn-
ast kvikmyndaáhugamönnum,
flestum öðrum en Sveini, víta
vert, því að til eru þeir, sem
gjarna vilja fylgjast með því,
sem nýjast gerist í list sinnar
samtíðar.
Ef til vill má til sanns veg-
ar færa, að eitt eða tvö ár
skipti ekki ýkjamiklu máli í
listþróun yfirleitt, en þá er
nauðsynlegt að taka tillit til
sérstöðu kvikmyndalistar,
sem á sér álíka margra ára
sögu að baki og aðrar list-
greinar áratugi eða jafnvel
aldir. Fremur en flestar aðrar
listir er hún, háð tíma og
snöggum sveiflum, sem verða
t.d. í fjármálaheiminum, við-
horfum almennings o.s.frv. í
sögu kvikmyndanna 'skiptir
hvert einstakt ár miklu meira
máli en t.d. í sögu bókmennta.
Kvikmynd, sem vekur athygli,
fer um lönd, eins og eldur í
sinu, en innan skamms er hún
tekin úr umferð og upp frá
því er aðeins hægt að sjá hana
í söfnum eða litlum kvik-
myndahúsum, sem sýna ein-
göngu tímamótaverk í kvik-
myndalist.
Öðru máli gegnir um bæk-
ur, sem ekki eru jafnháðar
tíma og kvikmyndir, og þar
er komið að síðasta klaufa-
sparkinu í umræddri grein
Sveins, en hann ber saman
frammistöðu bíóeigenda og
bókaútgefenda við að sjá al-
menningi hérlendis fyrir hin-
um nýjustu og beztu verk-
um, hvor aðili á sínu sérsviði,
og Sveinn telur, að bíóstjórar
þurfi ekki að verða að gjalti
frammi fyrir útgefendastétt-
innL
Þessi samanburður er ekki
mjög spaklega til fundinn
fremur en margt annað í þess
um skrifum Sveins Kristins-
sonar, því að bókaútgáfa og
kvikmyndahússrekstur munu
vera harla óskyldar atvinnu-
greinar.
Það er allmiklu meira fyrir
tæki að gera kvikmynd en að
setja saman bók, en aftur á
móti er mun hampaminna að
taka kvikmynd til sýningar
en að gefa út ritverk. Segja
má, að kvikmyndalist sé að
miklu leyti alþjóðleg rétt eins
og tónlistj. málaralist og bygg-
ingarlist, en bókmenntir eru
mun staðbundnari, því að
þeim er markaður bás af þvi
tungumáli, sem þær eru skrif
aðar á, og ekki er alltaf völ
á mönnum, sem geta þýtt bæk
ur úr erlendum málum án
þess að misþyrma frumútgáf-
unni.
Hér á landi er ef til vill
ekki grundvöllur fyrir kvik-
myndagerð í miklu mæii, en
meðan málum er þannig hátt
að, ættum við að minnsta
kosti að reyna að fylgjast með
því, sem er á seyði erlendis
og auka þannig víðsýni og út-
rýtma nesjamennsku og
vinnukonuviðhorfum.
En nú er nóg komið að
sinni um Svein Kristinsson og
framlag hans til að auka skiln
ing íslendinga á kvikmynda-
list.
Óhjákvæmilega ber það
stundum til, að í kvikmynda-
húsum eru sýndar myndir,
sem mikill fengur er í, jafn
vel þótt hvorki bregði þar fyr
ir íslenzku landslagi né ís-
lenzkum hrossum. Nú, þegar
þetta er skrifað, Cl« febr.)
gefst mönnum kostur að sjá
tvær slíkar; í Nýja bíói er
Dagbók herbergisþernu eftir
Bunuel og Háskóla-bíó sýnir
Morgan eftir Karel Reisz.
Luis Bunuel, sem hefur fyr
ir löngu öðlazt viðurkenningu
sem einn hinn fremisti núlif-
andi kvikmyndastjóra, er
mexíkanskur, en fæddist á
Spáni árið 1900. Á árunum
um 1920 var hann við háskól-
ann 1 Madrid ásamt tveim öðr
Úr „Lestaránið mikla“
um listamönnum, sem njóta
nú ekki minni frægðar en
hann sjálfur, þeim Salvador
Dali og Garcia Lorca. Síðan
1920 hefur hann víða farið og
gert milli 25 og 30 myndir, en
of langt yrði að telja þær ajlar
hér.
Árið 1928 störfuðu þeir sam
an Bunuel og Dali, og árang-
urinn varð hin nýstárlega
mynd Andalúsíuhundurinn,
Bunuel stjórnaði en Dali
gerði handritið Að áliti Bun-
uels voru möguleikar súrreal
ismans eða kjarnraunsæisins
fullnýttir, því að árið 1930
lauk hann við þá frægu mynd
Gullöldina, L’age d’or. í stað
þess að verja þá mynd gegn
árásum og uppþotum fasist-
ískra óróaseggja gerði lög-
reglustjóri að nafni Chiappe
sér lítið fyrir og bannaði sýn-
ingar á henni. Þrjátíu og þrem
árum síðar man Bunuel enn
„vinarbragð“ þessa embættis-
manns, og í Dagbók herbergis
þernu ganga pólitískir öfga-
menn í fylkingu og hrópa
fullum hálsi: „Vive Ohiappe“
— lifi Chiappe.
Af myndum Bunuels, sem
hafa verið sýndar hér, mun
Viridiana hafa vakið mesta at
hygli. Nýjasta mynd hans er
„Simón del Desierto", sem er
gerð árið 1965.
Karel Reisz er tiltölulega
ungur maður, fæddur árið
1926 í Tékkóslóvakíu, en flutt
ist til Englands í æsku og gerð
ist brezkur ríkisborgarL
Helztu myndir hans eru: Sat-
urdey night and Sunday
morning 60; Night must fall
63, og nú síðast Miorgan — A
Suitable Case for Treatment.
Georges Méliés og
Edwin Porter.
í Frakklandi, nokkru fyrir
síðustu aldamót, kom maður
að máli við annan Lumiére-
bræðra, en þeir teljast feður
franskrar kvikmyndagerðar,
og lét í ljósi áhuga sinn á
kvikmyndum. Svarið, sem
hann fékk, var lítt uppörv-
andi: ,Ungi maður uppfinn-
ing mín er ekki til sölu, og
hún myndi hvort sem er að-
eins setja þig á hausinn. Ef til
vill er hægt að hagnast á
henni um tíma sem vísinda-
undri, en að öðru leyti á hún
enga gróðavænlega framtíð".
En sem betur fer lét þessi ungi
maður sér ekki segjast, og í
maí-mánuði 1897 byggði hann
kvikmyndaver í MontreuiL
Þessi maður var Georges
Méliés. Hanri var fæddur ár-
ið 1861.
Það mætti ef til vill nefna
Méliés, töframeistara kvik-
myndanna. Hann uppgötvaði
fyrstur manna, að með kvik-
myndavélinni er hægt að
fremja allskonar sjónhverf-
ingar og láta öll náttúrulög-
mál lönd og leið.
Sagan segir, að Méliés hafi
fundið þessa möguleika fyrir
slysni: Eitt sinn þegar hann
var að taka mynd af vöru-
flutningavagni koma niður
götu, stöðvaðist tökuvél hans,
og loks þegar hann hafði
komið henni af stað aftur, var
vöruvagninn farinn og lík-
vagn hafði fylgt í kjölfarið.
Þegar myndin var síðan sýnd,
kom í ljós, að vöruvagninn
Úr „Ferðin ómögulega".
Aatriði úr „Líf bandarísks
slökkviliðsmans“.
Myndir 1—6 (sbr. texta).
breyttist allt í einu í Ifkvagn.
Hvort saga þessi er sönn eða
ekki skiptir litlu máli, en það
er staðreynd, að Méliés kom
fyrstur manna fram með flest
myndatökubrögð, sem kvik-
myndir byggja á enn í dag.
(Fast motion, slow motion,
stop motion, double exposure,
dissolves, fades o.fl.). Þó var
eitt svið kvikmyndatækn-
innar sem Méliés athugaði
ekki, en það var staðsetning
tökuvélarinnar. Hann lét sér
nægja að hafa hana kyrra á
sama stað í ákveðinni hæð og
fjarlægð og láta hana fylgj-
ast með því, sem fram fór,
rétt eins og hlu/tlaus áhorf-
andL
Méliés gerði fjölda mynda,
en stærsta fyrirtæki hans var
myndin „Ferðin ómögulega",
sem hann gerði 1904. Hún var
1,233 fet á lengd og kostaði
þá um 320 þúsund krónur.
En þessi fjölhæfi og hug-
myndaauðgi listamaður var
var lítill fjármálamður. Hann
seldi myndir sínar í stað þess
að leigja þær út Árið 1914
batt stríðið enda á feril hans
Framhald á bl. 14