Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1967. Hver myrti Kennedy? Vaxandi tortryggni gagnvart niðurstöðum Warren-nefndatinnar IMý bók um skýrsluna yekur mikla athygli ENN hefur verið blásið á gl'æður þeirra grunsemda, að hið voveifilega morð Jeflm F. Kennedys Banda- ríkjaforseta hinn 22. nóv. 1963 hafi ekki verið framið af einum manni, heldur verið afleiðing samsæris, þrátt fyrir hina umfangs- mi'klu rannsókn, sem hin stjórnskipaða svonefnda Warrennefnd framkvæmdi, þar sem komizt var að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið Lee Harvey Os- wafld, sem einn og án þess að hafa verið í vitorði með öðrum, hafi myrt forset- ann. Þegar Skýrsla Warren- nefndarinnar var birt, var fargi létt af Bandaríkja- mönnum. Fólk var al- mennt þeirrar skoðunar, að með skýrslunni hefði sannleikurinn heill og ó- skiptur um morðið verið dreginn fram í dagsljósið og öllum grunsemdum og efa um, að um samsæri hefði verið að ræða, verið eytt. En það stóð ekki lengi. Smám saman fór að koma fram ýmis gagnrýni á störf um Warren-nefndarinnar og nú er svo komið, að um þetta hafa verið ritaðar margar bækur auk ara- grúa blaðagreina í Banda- ríkjunum og öðrum lönd- um. í þessum skrifum er mjög misjafnlega fjallað um þetta mál. Sums stað- ar er gagnrýnin byggð á svo léttvægum rökstuðn- ingi, að fæstir hafa gefið henni nokkurn gaum. Ann ars staðar hefur hins veg- ar komið fram gagnrýni, sem rök hafa verið færð fyrir á “þann veg, að efa- semdir og tortryggni varð- andi meðferð þessa máls, hafa að nýju skotið svo rótum, að umræður á op- inberum vettvangi um það hafa farið stöðugt vaxandi. Ein bók hefur einkum átt mikinn þátt í þessu. Hún er eftir Mark Lane, 39 ára gamlan lögfræðing og rithöfund frá New York. Hann hefur fengizt við að kanna morðið á for- setanum frá því í desem- ber 1963 og gaf síðan út rannsóknir sínar og niður- stöður um morðið og skýrslu Warren-nefndar- innar í bók, sem nefnist „Rush for Judgement". Bók hans hefur verið mjög umdeild. Henna-r vegna hefur hann verið kalflaður lygari eða þjóðhetja. Víst er, að sú gagnrýni, sem fram kemur þar á störfum Warren-nefndarinnar, hef- ur vakið almennari athygli en nokkur gagnrýni, sem fram hefur komið annars staðar. Fyrirfram mótuÖ skoðun Mark Lane telur, að það hafi háð Warren-nefndinni mjog og raunverulega leitt til rangrar niðurstöðu henn- ar, að nefndin hafi fyrirfram verið búin að mynda sér skoðun á því, hver morðing- inn hefði verið. Lane vænir engan nefndarmanna um að hafa farið vísvitandi með lygi né beitt fölsunum. Nefndin hafi verið skipuð framúrskar- andi mönnum og sjálfur for- seti Hæstaréttar Bandaríkj- anna, Earl Warren, hafi ver- ið formaður hennar . Nefnd- armönnum hafi hins vegar verið mikið í mun að við- halda heiðri Bandaríkjanna út á við sem inn á við og sýna fram á, að Bandaríkin væru lýðræðisríki, þar sem ekki væri unnt að steypa lög legri stjórn landsins með sam særi glæpamanna. Vegna þessa hafi þeir haft ríka til- hneigingu til þess að skella skuldinni fyrirfram á Lee Harwey Oswald, og sýna fram á, að þar hefði verið um ódæði að ræða, sem truflaður óhappamaður einn og óstudd- ur hefði staðið að. Með þvl móti væri heiðri Bandaríkj- anna að mestu borgið. Af þessari ástæðu hefði nefndin virt að vettugi og vanrækt hvaðeina, sem var gagnstætt þessari skoðun. Hér verður greint frá tveimur öðrum atriðum, sem Lane heldur fram og hljóta að vekja athygli. Annars veg ar er það sú skoðun hans, að um samsæri hafi verið að ræða og fleiri en einn maður hafi skotið forsetann (og Os- wald hafi hvergi komið þar nærri). Hins vegar er það sú staðhæfing hans, að Warren- nefndin hafi ekki getað feng- ið fram sanleikann varðandi morðið, vegna þess að þeim, sem eitthvað vissu og viidu segja frá, hvað gerðist í Dall- as þennan örlagaríka dag fyr ir rúmlega 3 árum, hafi ann- að hvort verið rutt úr vegi eða þeir fengnir til að þegja með hótunum. 0 Hvaðan komu skotin? Eins og kunnugt er, þá var það niðurstaða Warren-nefnd arinnar, að Oswald hefði skotið á forsetann með riffii úr glugga á 6. hæð i bók- hlöðu í húsi, sem forsetino ók framihjá, og að engin skot hafi komið annars staðar frá. Skoðun Mark Lanes er a’lt önnur. Þegar forsetinn var skotinn, var bifreiðin, sem hann var í, rétt komin fram hjá bókhlöðunni. Til hægri framundan bifreið forsetans var grashóll með trégirðingn. Nokkru áður en bílalest for- setans var komin að þessu svæði, sá ung kona, Julia Ann Mercer að nafni, vöru- bíl fyrir neðan grashólinn og var honum lagt ólöglega, þannig að hann var hálfur uppi á gangstéttinni og skag aði þannig ú\ á götuna, að hann hindraði að nokkru um ferðina. Lögreglumenn stóðu þar ekki alls fjarri, en þeir gerðu ekkert til þess að hnika við vörubílnum. Ungfrú Mercer sá, hvar maður nokkur fór úr bílnum og klifraði upp á grashólinn. Annar maður varð eftir í bílnum. Þegar nún ók burtu, var vörubíllinn far- inn og var það áður en bíla- lest forsetans fór fram hjá. í eiðfestri yfirlýsingu, sem hún gaf lögreglunni í Datlas síðar, sagði ungfrú Mercar, að maðurinn hefði haldið á einhverju, „sem sér hefði virzt vera byssuslíður" um þrjú til fjögur fet á lengd. Ungfrú Mercer var aldrei köll uð til þess að bera vitni né heldur verið spurð neinua spurninga af Warren-nefnd- inni. Allt og sumt, sem frá henni væri komið, var þessi vitnisburður hennar hjá lög- reglunni í Dallas. Mark Lane bendir á, að framburður enn fleira fó’ks bendi í þá átt, að skotið hafi verið á forsetann af manni, sem var í felum bak við gras hólinn. Maðui að nafni Lee Bowers var staddur í járn- brautarbyggingu, er þetta gerðist, þaðan sem hann gat séð yfir framangreindan hól og samkvæmt vitnisburði hans sá hann tvo menn standa á bak við trégirðing- una, rétt áður en skotunum var hleypt af, Bowers kom fyrir Warren-nefndina, þar sem hann vottaði, að á sama augnabliki og skothríðin hófst, hafi eitthvað beint at- hygli hans að girðingur.r.i. Hann lýsti því „sem ein- hverju óvenjulegu”, sem dró ’ að sér athygli sína af ein- hverri ástæðu, „sem ég gerði mér ekki grein fyrir“. Þegar hann var beðinn um að gera nákvæmari grein fyrir þessu, sagði hann, að hann hefði séð: „Ekkert ákveðið, sem ég gat bent á, að hefði gerzt, þannig......“ Hér var gripið fram í fyrir Bowers af lög- fræðingi nefndarinnar. Þegar Mark Lane síðar átti viðtal við Bowers sem bæði Lee Harvey Oswald. Mark Lane heldur því fram, að draga megi þá ályktun af skýrslu sjálfrar Warren- nefndarinnar, að einhver, sem mjög hafi líkzt Oswald, hafi unnið markvisst að því vikum saman fyrir morðið að gera Oswald tortryggilegan, þannig að líkurnar myndn heinast að honum eftir morð forsetans. var tekið upp á segulband og kvikmyndað, kveðst hann hafa sagt við Bowers, að sér hafi verið það mikið áhuga- mál að vita, hvernig framan- greind setning hefði átt að enda og svaraði Bowers þá þannig: „Það var gripið fram í fyrir mér af lögfræðingi nefndarinnar. Það var greini- legt, að hún vildi ekki, að skýrt_ yrði frá staðreyndun- um. Ég ætlaði einmitt að fara að skýra frá því, að í sama mund og skotið var, þá leit ég í átt til girðingarinnar og sá reykjarstrók eða glampa'*. Bowers lýsti mönnunum tveimur fyrir Lane og bar þeirri lýsingu nákvæmlega saman við þá lýsingu, sem Julie Aann Mrcer gaf lögregl unni í Dallas á mönnun im tveimur, sem hún hafði séð 1 vörubifreiðinni. Enn eitt vitni, maður að nafni J.C. Price, sem stóð uppi á þyggingu, þaðan sem hann sá yfir bílalest for-.et- ans, þegar skotunum var hleypt af, skýrði Mark Lane síðar frá því, að þegar hann heyrði skothríðina, þá hafi athygli sín beinzt þegar i stað að graghólnum. Þar sá hann mann hlaupa í átt frá girð- ingunni og hverfa á bak v'ð bókhlöðuna. Hefði maðurinn haldið á einhverju og sagði Price, að það hefði vel getað verið byssa. Hér að framan hefur verið skýrt frá framburði þriggja vitna, sem stangast algjörlega á við þá niðurstöðu Warren- nefndarinnar, að öll skotin, sem skotið var í átt til for- setans, hafi komið frá bók- hlöðubyggingunni, en Lane bendir einnig á, að af um 90 vitnum, sem gátu gefið vitn- isburð um, hvaðan skot.in komu, hafi 58 sagt, að skotin hefðu komið frá grashólnum, þar sem girðingin var. Bezt að vita ekki neitt Mark Lane leggur mikla álherzlu á það, eins og greint var frá, hér að framan, að ef framburður einhvers vitn- is hafi ekki verið í samræmi við hina fyrirfram mótuðu niðurstöðu Warren-nefndar- innar, þá hafi þessu vitni yfir leitt verið ýtt til hliðar og ekkert hirt um, frá hveiju það hefði að segja, Á þennan hiátt hefði mjög margt aldrei verið upplýst varðandi morð ið og þá fyrst og fremst atlf það, sem gat bent til þess, Framhald á bls. 24. Mynd þessi sýnir útsýnið úr glugganum á byggingunni, þaðan sem Os- wald á að hafa skotið á forset ann. Bifreið forsetans var stödd á sama stað og öfin bendir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.