Morgunblaðið - 22.02.1967, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.02.1967, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967. 21 Hannes Pálsson: Veiðarfæraiðnaður og mótmælafundur t SAMBANDI við útvarps og blaðafregnir að undanförnu um fundansamþykktir, þar sem því er haldið fram að mikill verð- munur sé á innlendum og er- lendum veiðarfærum, er rétt að taka fram að sá verðsamanburð- nr, sem þar er gerður er mjög óraunhæför, þar sem ekki er borið saman verð eftir gæðum varanna. í slíkum samanburði mun aðallega vera átt við verð á köðlum og botnvörpugarni frá FortúgaL Sýna eftirfarandi prófanir, sem framkvæmdar hafa verið af Rannsóknarstofnun iðnaðarins, að efnisstyrkleikinn í porúgölsk- nm köðlum og garni er lakari en á íslenzkum. í sumum tilfell- nm er um alls ósambærilegt efni að ræða, þar sem verðmunur er fundinn með því að bera saman framleiðslu með Trevira og Kurlon þráðum, sem eru dýr hráefni, við porúgalska kaðla úr polyproppylene. Skýrsla Rannsóknarstofnunar Iðnaðarins fer hér á eftir: Umsögn um niðurstöður mæl- Inga gerðar daganna 7.—8. febrú ar 1967, samkvæmt meðfylgjandi töflum. Ur niðurstöðum slitþolmæling •nna var myndað hlutfallið: slitþol / þyngd (T/>) fyrir sver- ustu kaðlanna 16, 14 og 10 mm að þvermáli, mætti kalla þessa stærð eðlissíitþol og nota hana sem mælikvarða á styrkleika kaðlanna. Fyrir mjórri taugarn- ar 4 og 5 mm að þvermáli var ekki hægt að mynda þessa stærð beint úr mælingum, heldur var hún reiknuð út. í ljós kom, að eðlisslitþol kaðla og tauga frá Hampiðjunni er meira en hinna. Úr tognuninni var mynduð stærðin L, sem láknar lengdar- aukningu / lengdareiningu í prós entum. L er minna í köðlum og taugum frá Hampiðjunni en i hinum. Teljum við það kost, þar sem það þýðir minni minnkun þvermáls og þar með meiri end- ingu gagnvart síendurteknu á- taki á kaðlana. Mælingarnar leyfðu hins vegar ekki að reikna út, hve elastisk tognun er mik ill hluti af heildar slittognun inni. Sýnishornin af portúgalska efninu voru keypt í verzl. O. Ellíngsen h.f. 6. febrúar 1967 og í heilum rúllum og báru vöru- merkið Movlon. Sýnisihorn Hampiðjunnar voru fengin I verksmiðjunni þ. 7. febrúar 1967 af heilum rúllum. Rannsó’knarstofnun iðnaðarins Pétur Sigurjónsson (sign). Axel Carlqwist (sign). Aðalfundur Sjálfstæðis- manna í Grund- arfirði AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- félagsins í Grundarfirði var hald inn miffvikudaginn 15. þ.m., þar ■em m.a. voru rædd atvinnumál f þorpinu, einkum meff tilliti tll þeirrar stöffvunar á hrafffrysti- húsunum undanfarna mánuffi. Kosin var ný stjórn og hana akípa Páll Cecils formaður, og aðrir í aðalstjórn þeir Þorkell ©unnarsson, Þorsteinn Bárðar- •on, Ágúst Sveinsson og Hinrik Elbergsson. Fráfarandi formaður, Emil Magnússon, sem gegnt hefur for- mannastarfi frá upphafi, svo og meðstjórnendur hans, báðust •indregið undan endurkosningu. Eðlis- Slitþol slitþol Tognun Hampiðjan kg. pr. kg. efnis % 16 mm. Marlin p. p. kaðlar 3300 13,8 32,3 16 mm. Multiflex — 3060 14,1 29,4 14 mm. — — 2940 16,5 27,7 10 mm. — — 1500 18,9 19,2 5 mm. Marlin garn 269 13,8 60,1 Meðaltal slitþolsprófana : Portúgal 16 mm. Movlon kaðlar 2880 12,7 34,1 14 mm. — — 2370 14,4 28,3 10 mm. — —• 1350 16,2 26,5 5 mm. Corfi garn 262 12,0 63,9 Framangreindar niðurstöður ar talið sig ná betra árangri >ru meðaltal þriggja prófana af veiðarnar með því að nota hvorri tegund og hefur heildar- skýrsla Rannsóknarstofnunar iðn aðarins verið afhent iðnaðar- málaráðuneytinu. Eins og fram kemur af skýrsl- unni hafa vörur Hampiðjunnar í öllum tilfellum meira slitþol, hærra eðlisslitþol á kíló efnis og minni tognun en hinar portú- gölsku vörur, sem teknar voru til samanburðar. Þegar tekið er tillit til gæða á vörum Hampiðjunnar, sem náðst hafa með ítrekuðum próf- unuim og veiðihæfni á fisklinum í samvinnu við fyrirmyndar út- gerðarfélög eins og t.d. Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, er verðmunur hverfandi, enda hafa margir útvegsmenn og skipstjór- lenzkar línur og kaðla á undan- förnum árum þótt þeir hafi átt kost á nokkru ódýrari vörum frá Portúgal. Fundarsamþykbtir um 40% hærra verð á hliðstæðum vörum eru tilhæfulaus ósann- indL Hinn mikli áróður þeirra hags muna er vilja gera hlut inn- lends veiðarfæraiðnaðar, sem minnstan hefur náð hámarki í ódrengilegum málflutningi og rógi um léleg gæði á framleiðslu vörum Hampiðjunnar. Framangreind rannsókn fór fram að gefnu tilefni og er birt fyrir þá, sem vilja heldur hafa það, sem sannara reynist, Hannes Pálsson. Dæmdur í 20 ára þrælkunarvinnu Salisbury, Ródesíu, 20. febr. — AP — ÞRÍTUGUR mannkynnssögu- kennari viff háskólann i Salis- bury var í dag dæmdur til 20 ára þrælkunarvinnu fyrir hlutdeild í því er ríkissaksóknari hæstarétt- ar borgarinnar nefndi: „Djöful- legt samsæri, sem orffiff hefði mörgum hvítum Ródesíubúum aff fjörtjóni". Kennarinn, John A. Conradie, er sagffur hafa ját- aff á sig dreifingu peninga fyrir hinn útlæga afríska þjóffernis- flokk og einnig fyrir aff hafa dreift fyrirmælum, og hand- sprengjum, sem varpa átti inn í evrópskar byggingar. Almenningur fékk ekki að hlusta á yfirheyrslurnar yfir Conradie og blöðum var bannað af „öryggisástæðum", að birta nöfn þeirra, sem voru í hinum bannaða flokki. Conradie er einnig sagður hafa lýst því yfir, að hann hefði aldrei verið handtekinn áður, og hefði aðeins verið í tengslum við flokkinn síðan Ian Smith gaf út sjálfstæðisyfirlýsinguna í nóv- ember 1965. Verjendur Conradie hvöttu réttinn til að sýna honum vægð, þar eð hann hefði aldrei haft lykilaðstöðu i flokknum og stjórnmálahugsjónir hefðu ráðið gerðum hans. Jomo Kenyatta, forseti Kenya, sést hér í hátíðabúningi sínum á- samt hinum ensk-fædda talsmanni Kenya-þings, Humphrey Slade Þeir eru aff koma tii þingsetning arinnar, sem fór fram í Nairobi hinn 16. þ.m. Slade var einróma endurkjörinn talsmaffur þingsins. Mikið mannfall Viet Cong í síöastl. viku Saigon, 20. febr. AP-NTB. VIET CONG og N-Víetnam misstu 1765 hermenn í vikunni sem leiff, aff því er talsmenn stjórnar S-Víetnam upplýstu í dag. Er þaff mesta mannfall þeirra á einni viku síffan styrj- öldin í Víetnam hófst. Alls féllu 746 hermenn Víet Cong á sunnudag og einnig var tilkynnt um 118 fallna skæru- liða 1 héraðinu Quang Nam og 220 í Binh Dinh-héraðinu á síð- ustu átta dægrum. Fréttastofa N-Víetnam sagði í dag, að átta bandarískar flugvélar hefðu ver- ið skotnar niður yfir N-Víetnam á tímabilinu 16.—18. febr. Tals- menn Bandaríkjastjórnar í Sai- gon hafa upplýst, að á sama tíma sé aðeins einnar flugvélar saknað. Leiguflugvél byggingarfyrir- tækis í Saigon fórst í lendingu í dag á Nha Trang-flugvellinum. Fjórir Bandaríkjamenn sem í vél inni voru létu lífið, og einnig fórust fimm Víetnamar, er flug- vélin lenti á strætisvagni, sem þeir voru í. Ekki er enn vitað hvað flugslysinu olli. Herbergi óskast íbúð til sölu Eignarhluti minn í húseigninni Hringbraut 5 í Hafn- arfirði er til sölu. Upplýsingar í dag í síma 52343. JÓN ÓI. BJARNASON. Fiat-umboðið óskar eftir herbergi með húsgögnum fyrir ítalskan sérfræðing sem hjá okkur starfar um 1 árs skeið. Upplýsingar í Fiat-umboðinu, sími 38888. Einbýlishús í Kópavogi Höfum til sölu fokhelt einbýlishús. sem verður til— búið í maí. Húsið er 126,28 ferm. Svefnherbergi, stór stofa, skáli, eldhús, bað og W.C., þvottahús, geymsla,allt á sömu hæð, ásamt uppsteyptum bíl- skúr. Teikningar liggja frammi á skrifstofu vorri. TRYGGINGAR og FASTEIGNIR Austurstræti 10 A 5. hæð — Sími 24850. Kvöldsími 37272. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu- rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt IV. ársfjórðungs 1966, svo og sölu- skatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 20. febrúar 1967. SIGURJÓN SIGURÐSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.