Morgunblaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRIL 1967. BÍLALEICAN FERD SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigugjaldi. SENDUM rvlAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlolcun simi 40381 Hverfisgrötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílnleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaidL Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundiaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. IPÆ/uvng?' RAUOARARSTfG 31 S(MI 22022 • • Okumenn Annast viðgerðir á rafkerfi bifreiða, gang- og mótor- stilling. Góð mælitæki Góð mælitækL Rafstilling Suðurlandsbraut 64 (Múla- hverfi). Sími (32385). Hópferðabllar allar stærðir ------ Simar 37400 og 34307. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttar lftgm aður Sölvhóisgötu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Símar 12343 og 23338. Apótekin Bftirfarandi bréf barst mér í gærmorgun: „Kæri Velvakandi! Framfarir í almennri bjón- ustu hafa ekki orðið al'lt of miklar að undanförnu, a.m.k. ekki á öllum sviðum. í gær, sunnudag, þurfti ég að komast í apótek, en fann hvergi upp- lýsingar um að neitt þeirra væri opið hér í Reykjavík. Varð ég því að fara suður í Kópavog, en þar var opið milli eitt og þrjú. Vildir þú ekki biðja apótekarana að gera grein fyrir því hvernig þjónustu þeirra er háttað. — Reykvík- ingur“. Það gerðu þeir víst á sínum tíma, þegar breytingin átti sér stað með næturþjónustuna. En ekki sakaði að £á frá þeim orð- sendingu. Vegna fólksins? Hitt er svo alveg rétt (hvort sem apótek hefur verið opið hér um helgina eða ekki), að þjónustan virðist mér ekki hafa batnað mikið við breyt- inguna síðustu. Fyrir skemmstu þurfti ég að fara með lyfseðil í næturapótekið við Skipholt. Þar hitti ég kunningja minn úr Hafnarfirði og hafði hann orð- ið að kaupa sér leigubíl úr Firð inum, láta hann bíða meðan verið var að afgreiða lyfið (ein ar tíu mínúfcur) og fara svo aftur suður eftir í bílnum. Dýrt lyf það — og fleiri geta víst kvartað yfir þjónus'tuleysi en Reykvíkingar. Á meðan ég beið kom inn maður og spurði hvort ekki væri hægt að fá keyptan plást- ur, piltur hafði skorið sig — og plásturinn var genginn til þurrðar á heimilinu. „Nei“, var svarið. „Við seljum hér ekkert nema það, sem afgreitt er samkvæmt lyfseðli“. Maður- inn spurði þá hvort annað apó- tek væri opið í borginni, en stúlkan kvað nei við. Hann gerði þá aðra tilraun, „þó ekki væri nema einn plás'tur“. Stúlk an svaraði snúðugt, að ekki þýddi að biðja um það, sem ekki væri selt. Benti hún hon- um- á að fara með piltinn í Slysavarðstofuna, en maðurinn sagði sárið ekki það alvarlegt að réttlætanlegt væri að ónáða læknana þar, sem yfirleitt hefðu í nógu að snúast. „Þér skuluð þá binda vasaklút um þetta“, sagði hún og lokaði af- greiðsluopinu. Ég hafði það á tilfinning- unnL að fólkið væri til vegna apótekaranna — en þeir ekki vegna fólksins. Nú, kannski er það þannig, þegar öllu er á botninn hvolft? Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda stofnaði á sínum tdma tryggingafélag vegna samstöðu tryggingafélaganna. Rætt hefur verið um að félagið stofnaði nú olíu- og benzínsölu vegna þess hve lítið fer fyrir sam- keppninni á þeim vettvangi. FÍB ætti kannski að láta apó- tekið koma á undan? Fyrir skemmstu birtist bréf hér í dálkunum frá lesanda, sem óánægður var með breyt- ingu á sjónvarpstímanum á sunnudögum. Ég er honum sammála. Vegna barnafjöl- skyldna er nýja fyrirkomulag- ið mjö'g slæmt — og verður það — a.m.k. þangað til „Denni dæmalausi" hefur verið fluttur fram — þannig að honum ljúki fyrir kvöldmat ásamt barna- tímanum. Vorið kom ekki Ég reyndist sannspár fyrir hálfum mánuðL Vorið var ekki komið, það var of snemmt að taka gaddadekkin undan bíl- unum — a.m.k. hér í Reykja- vík. Mér skilst, að fyrir norðan og vestan séu bíleigendur ekki enn farnir að hugsa til sumars- ins, svo að þeir eru sjálfsagt enn með keðjur — sums staðar að minnsta kostL í gær sagði einhver, að þetta hret væri það síðasta á vorinu — en hvað mér viðvíkur þori ég ekki að taka undir það fyrr en í júli. Þegar öllu er á botn- inn hvolft er ísland ekki í hita- beltinu, jafnvel ekki í nágrenni við það — og á meðan við höf- um ísinn fyrir norðan land get- um við búist við öllu illu úr þeirri átt Veðurfræðin Annars má telja það til stórtíðinda, að ísland og haf- svæðið umhverfis það, er nú innan sjónvíddar veðurtungl- anna svonefndu — og byrjað er að taka á móti þessum myndum reglulega hér á landi. Þetta er merkur áfangi í veður fræðinni á þessum slóðum og væntanlega á þessi nýja tækni eftir að auðvelda veðurspé- mönnum okkar starfið til muna. í hverri viku svo að segja — gerast tíðindi, sem valda þvi, að Lsland er ekki það sama og áður. Á endanum ná tækni og framfarir til íslands, þófct stund um taki ferðin hingað alllang- an tíma. Að vissu leyti verður nú auð veldara að spá um veður leyf- ist okkur að ætla, en á hinn bóginn verður það líka erfið- ara að vera veðurspámaður. Bftir því sem tækninni fleygir fram eru meiri kröfur gerðar til nákvæmni — og veðurspá- maður, sem boðar sólskin á morgun, en dembir svo yfir okkur rigningu í staðinn — hann ætti að leita sér að nýju starfL * Kaffið „Kæri Velvakandi! Frá því að málið var til umræðu í dálkum yðar um síð- astliðin mánaðamót, hafa okk- ur borizt með símtölum, bréf- um og í samtölum ýmsar til- lögur um íslenzkun á orðinu vacuumpakkað, auk tillögu yð- ar, sem var: Lofttæmt O. John- son & Kaaber kaffL Af öðrum tillögum, sem bor- izt hafa, mætti nefna þessar: Loftrýmt og bragðvarið. Afloftað. Loftsneytt. SúrefnissneyU. Ildisneytt. Með beztu kveðjum, Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber hf.“ Velvakandi getur ekki séð að þessar tillögur séu neitt betri en sú, sem hann var með. í rauninni var það ekki mín til- laga að tengja orðið „lofttæmt" nafni fyrirtækisins og kaffi- heitinu í setningu. „Lofttæmt" ætti að standa án tengsla við annan texta á umbúðunum, því varla munum við tala um „loft- tæmt kaffi“. „Afloftað“ finnst mér minna óþyrmilega á „aflífað", en „bragðvarið" finnst mér ágæfct — og spurningin er, hvort þetta orð nægir ekki. Það seg- ir a.m.k. meira en allt hitt. Ef til vill segir það of mikið? Leyfilegt? Frá Keflavík barst þetta bréf: „Kaupfélag Suðurnesja 1 Keflavík kom með þá ágætu þjónustu fyrir nokkru, að af- henda viðskiptavinum sínum prýðilega poka með höldu ut- an um varning sinn. Nú í dag fórum við undirrit- aðar í eina verzlun ofanritaðs fyrirtækis og keyptum þar ýms an nauðsynjavarning, önnur okkar verzlaði fyrir uim kr. 400.00 og bað kurteislega um poka. Jú, það var sjálfsagt, en umbúðirnar, sem eru rækilega auglýstar vörum sem SÍS flyt- ur inn, kosta kr. 1.00 pr. stk. Þetta finnst okkur í meira lagi lágkúrulegur verzlunarmáti og höfum við spurzt fyrir hjá ýma um aðilum hvort þetta sé leyfi- legt, flestir eru á okkar máli að algjörlega óleyfilegt sé að selja umbúðir, sem þar að auki eru svo rækilega merktar fjór- um ákveðnum vörutegundum. Virðingarfyllst, Guðbjörg Þórhallsdóttir, Hildur Harðardóttir“. Ég geri ráð fyrir að hér sé um hálfgerða innkaupapoka að ræða, þ.e.a.s. þetta eru t.d. ekki pokarnir, sem sykur, hveiti og þess háttar er vegið L Bréfrit- ara vil ég upplýsa um það, að erlendis er það algengt að selja umrædda poka í verzlunum. Þeir eru fremur sterkir, með höldum, ætlaðir til þess að safna í ýmsum varningL er fólk kaupir þá oftast i öðrum um- búðum. Pokar þessir koma 1 rauninni í stað innkaupatösku, eða geta gert það. Ef hér er um þess konar poka að ræða eru þeir ódýrari í Keflayík en t.d. í London. Aðrar umbúðir, frumumbúð- ir ef svo mætti segja, eigum við ekki að venjast að þúrfa að greiða fyrir, enda geri ég t.d. ekki ráð fyrir að Kaupfélagið í Keflavík ætli ykkur að fara með strásykurinn heim í hönd- unum, ef þið neitið að borga krónu aukalega. Hve mikið verzlunin vill leggja i sölurnar til þess að halda viðskiptavinunum ánægð um, það er hennar mál. Það kæmi mér á óvart, ef einhverj- ar reglur meinuðu henni að selja umrædda poka. Tilhoð óskast Tilboð óskast í jörðina Arney Breiðafirði, ásamt mannvirkjum og meðfylgjandi eyjum. Ennfremur neðri hæð húseignarinnar Skúlagötu 13 Stykkis- hólmi. Tilboð leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir 10. mai merkt: „2413“. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU — TEIKNARL JÖRGEN MOGENSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.